Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
kl. 13:00Upplestur
Sendum
um allt land
spilavinir.is
sumarleikurSnill
dar
fyrir alla!
Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is
Dekkjasala
og þjónusta
Bifreiða-
verkstæði Varahlutir
Bifreiða-
flutningar
Endurvinnsla
bifreiða
Buxur m/ stretch
Kr. 7.900
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Str. 36-52
Litir: hvítt,
svart og
drappað
Stór-
útsalan
hefst í dag
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Sú eina að
norðanverðu
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
sagði að sundlaugin á Suðureyri
væri eina útilaugin á Vestfjörðum.
Það er ekki rétt, enda ekki hug-
myndin að halda slíku fram, heldur
vantaði orðið „norðanverðum“ í text-
ann. Laugin á Suðureyri er sem sagt
eina útisundlaugin á norðanverðum
Vestfjörðum. Beðist er afsökunar á
mistökunum.
LEIÐRÉTT
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Umhverfisstofnun hyggur á fram-
kvæmdir við Gullfoss í sumar til að
tryggja verndun friðlandsins.
Svæðið er eitt af þeim sem stofn-
unin telur vera í hættu á að missa
verndargildi sitt vegna álags ferða-
manna sé ekkert að gert og hefur
svæðið því verið eitt af forgangs-
svæðum undanfarin ár og var það á
rauðum lista Umhverfisstofnunar
árið 2010.
„Við sjáum fyrir okkur að 60-70
milljónir króna fari til uppbygg-
ingar svæðisins og er um tvær
stórar framkvæmdir að ræða. Ann-
ars vegar er það endurnýjun á stig-
anum milli efra og neðra svæðis
sem mun kosta um 40 milljónir
króna og hins vegar endurbætur á
gamla útsýnispallinum, þar sem
áætlaður kostnaður er á bilinu 20-
30 milljónir króna,“ segir Kristín
Linda Árnadóttir, forstjóri Um-
hverfisstofnunar.
Haft góða innviði
Nýlega var deiliskipulag svæð-
isins kynnt og segir Kristín að ekki
hafi verið hægt að ráðast í nýfram-
kvæmdir á svæðinu fyrr en deili-
skipulag hafi legið fyrir.
„Vil viljum tryggja ánægjulega
upplifun ferðamanna og auka ör-
yggi á staðnum. Talið að um 70%
allra erlendra ferðamanna hér fari
um svæðið og því þarf góða innviði
til að taka á móti fólki,“ segir
Kristín. Umhverfisstofnun gefur í
dag út lista yfir þau svæði sem eru
í hættu. Listinn er gefinn út annað
hvert ár.
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Gullfoss Hugmyndir Umhverfisstofnunar um nýjan stíg að fossinum frá þjónustumiðstöðinni.
Umhverfisstofnun
framkvæmir við
Gullfoss í sumar
Um 70 milljónir króna í uppbyggingu
Strætó bs. og BL skrifuðu í gær
undir samning um kaup á 20 stræt-
isvögnum af gerðinni Crossway LE
frá Iveco Bus, að undangengnu út-
boði sem VSÓ sá um fyrir Strætó.
Kaupverðið er um 690 milljónir
króna, en vagnarnir verða afhentir
í tvennu lagi, fyrri hlutinn fyrir 1.
desember og síðari hlutinn í byrjun
næsta árs.
Reynir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., segir í tilkynningu
að kaupin séu liður í að yngja upp
flotann. Nýrri og tæknilega betri
bílar auki þægindi viðskiptavina.
Strætó kaupir vagna
fyrir 690 milljónir