Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014 Sumarverk Hverri árstíð fylgja ákveðin verk og til dæmis dettur sennilega engum í hug að spúla þak og mála í 10 stiga frosti á veturna en það er hluti daglegs lífs í Mosfellsbæ á sumrin. Eggert Byggðaþróun- og byggðamál hafa verið ofarlega í um- ræðunni undan- farin ár. Sam- þjöppun byggðar og tilflutningur á störfum hefur orð- ið til þess að minni samfélög út um landið standa frammi fyrir því að atvinnulíf verður einhæft og stoð- irnar veikjast. Árum saman hefur verið talað um að þessari þró- un verði að snúa við, en hægt hefur gengið. Hið op- inbera hefur til þess þrjár leiðir; efla starfsemi á þess vegum á við- komandi stað, flytja verkefni eða stofnanir. Menn hafa séð á bak opinberum störfum sem flutt hafa verið suður. Þetta hefur gerst án mikillar um- ræðu eða athygli. Samfélagið er að breytast, störf breytast og þróast. En svo öfugsnúið sem það nú er þá hefur eðlisbreyting og nútímavæð- ing starfa ekki orðið til þess að þau haldist frekar út um landið heldur hefur þeim fjölgað á höfuðborg- arsvæðinu. Með tilkomu netsins og nýrrar tækni hefur þjónusta breyst en mörg störf má allt eins vinna utan höfuðborgarsvæðisins eins og þar. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stendur: „Mikilvægt er að stuðla að fjölbreyttum at- vinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa.“ Það þarf því ekki að koma á óvart þegar ráðherrar ríkisstjórn- arinnar tilkynna ákvarðanir um flutning starfa líkt og gerðist í liðinni viku. Við getum haft alls- konar skoðanir á því hvernig er að málum staðið og ekki skal vanmeta stöðu þeirra sem nú standa frammi fyrir breytingum á starfsumhverfi. En við hljótum að geta verið sammála um það að til að byggja hér upp sterkt samfélag þurfa innvið- irnir að vera sterkir um allt land. Sterk höfuðborg þarf styrka landsbyggð og við þurfum öll að vinna saman að því að nýta tækifæri framtíð- arinnar með því að stuðla að jafnvægi byggðar. Við þurfum hvert á öðru að halda. Starfshópi, sem skipaður hefur verið, eru ætlaðir 18 mán- uðir til að vinna að undirbúningi og skipulagningu þessa verkefnis. Í honum sitja tveir starfsmenn ráðuneytisins og þrír starfsmenn Fiskistofu. Verk- efnið felst ekki í því að flytja alla starfsemina. Stefnt er að því að tölvudeild Fiskistofu verði áfram rekin á höfuðborgarsvæðinu og reiknað er með að þar verði starfs- stöð sem þjónar suðvestursvæð- inu. Það er von mín að starfsemi á öllum starfsstöðvum stofnunar- innar, þ.e. í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, á Akureyri, Ísafirði, Höfn og í Reykjavík farnist vel og þær komi enn sterkari út úr þessi ferli. Að flytja höfuðstöðvar Fiski- stofu til Akureyrar er áskorun og vil ég óska öllum þeim sem að því verkefni koma góðs gengis. Eftir Þórunni Egilsdóttur »En svo öfug- snúið sem það nú er þá hefur eðlis- breyting og nú- tímavæðing starfa ekki orðið til þess að þau haldist frekar út um landið Þórunn Egilsdóttir Höfundur er alþingismaður. Styrking lands- byggðar – sterk- ari höfuðborg? Fjármálaeftirlitið hefur birt árlega sam- antekt úr ársreikn- ingum lífeyrissjóða. Af- koma sjóðanna var góð á árinu 2013 og var raunávöxtun að með- altali um 5,4%. Langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna er góð. Á fyrsta áratug 21. ald- ar voru tvö lækk- unartímabil á mörkuðum en samt sem áður er 10 ára raunávöxtun 3,6% á ári að jafnaði og 20 ára raun- ávöxtun 3,9%. Frá árinu 1981 er raunávöxtun að meðaltali 4,5% á ári. Vegna góðrar ávöxtunar hefur mismunur á skuldbindingum og eignum sjóðanna minnkað. Skuld- bindingar umfram eignir hjá lífeyris- sjóðum, sem starfa án ábyrgðar launagreiðanda, voru 43 milljarðar króna í árslok 2013, sem er um 2% af skuldbindingum. Mismunurinn er innan marka sem eru skilgreind sem jafnvægi í lögum. Hjá sjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga voru skuldbindingar umfram eignir nálægt 490 millj- örðum, eða um 38% af skuldbind- ingum. Skýringin er að mestu sögu- leg, þar sem starfsmenn ríkis og sveitarfélaga fengu á árum áður út- hlutað lífeyrisréttindum án þess að nægjanleg iðgjöld til að greiða lífeyri væru lögð fyrir. E.t.v. er rangt að tala um skuldbindingar umfram eignir hjá þessum sjóðum, þar sem ríki og sveitarfélög ábyrgjast mis- muninn. Heildareignir lífeyrissjóðanna í árslok 2013 voru 2.661 milljarður og jukust þær um 10,9% á árinu. Eignir samtryggingadeilda námu um 2.400 milljörðum króna og eignir séreignardeilda um 260 milljörðum. Séreignarsparnaður í heild var 412 milljarðar og því voru heildareignir lífeyrissparnaðar 2.813 milljarðar, eða 157% af vergri landsframleiðslu. Á árinu greiddu samtryggingar- deildir 82 ma. kr. í lífeyri, sem er 11,3% aukning frá fyrra ári. Séreign- ardeildir greiddu átta milljarða og því voru lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða í heild 90 milljarðar. Eignir lífeyrissjóð- anna eru traustar. Um 89% eru í skráðum verð- bréfum. Erlendar eignir eru um 24% af heildar- eignum. Brýn viðfangsefni Íslenska lífeyriskerfið er sterkt og þjóðin er betur í stakk búin en flestar aðrar til að mæta breyttri aldurssamsetningu með vax- andi fjölda lífeyrisþega. Nýleg mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að Íslendingum á aldrinum 67 ára og eldri muni fjölga úr 36 þúsund árið 2013 í 98 þúsund árið 2060, eða um 173%. Við þessar að- stæður er sérstaklega mikilvægt að hlúa vel að starfsumhverfi lífeyr- issjóðanna og takast á við brýn við- fangsefni sem sjóðirnir og bakland þeirra – stjórnvöld og aðilar kjara- samninga – standa frammi fyrir. Vegna gjaldeyrishafta búa lífeyris- sjóðirnir við takmarkaða fjárfesting- arkosti, sem dregur úr áhættudreif- ingu í eignasöfnum sjóðanna. Það eru almannahagsmunir að sjóðirnir fái sérstakar heimildir til að fjár- festa erlendis í höftum eða að þeir verði fremstir í röðinni þegar höftin verða losuð. Lífeyrissjóðakerfið byggir á því að fólk leggur fyrir á starfsævinni og gengur á sparnaðinn eftir starfslok. Í lokuðu hagkerfi get- ur stærð kynslóða leitt til óæskilegra sveiflna á framboði fjármagns, sem hefur áhrif á hagkvæmni fjárfest- inga, viðskiptajöfnuð og gjaldeyr- ismarkað. Mjög stór kynslóð eykur sparnað í hagkerfinu þegar hún er á vinnumarkaði, sem getur leitt til lægri vaxta, aukinna fjárfestinga og hækkandi eignaverðs. Þegar þessi kynslóð fer á eftirlaun minnkar sparnaður, vextir geta hækkað, fjár- festing minnkað og eignaverð lækk- að. Lífeyrissjóðir í litlum opnum hagkerfum þurfa því að fjárfesta ut- an síns hagkerfis til að viðhalda efnahags- og fjármálalegum stöð- ugleika. Mikilvægt er að ríki og sveitar- félög setjist niður með stéttar- félögum opinberra starfsmanna og finni leiðir til að minnka bilið á milli skuldbindinga og eigna lífeyrissjóða með ábyrgð launagreiðanda. Það verður að huga að framtíðarrétt- indum opinberra starfsmanna og stöðva frekari uppsöfnun á skuld- bindingum umfram eignir. Einnig þarf að gera áætlun um fjármögnun lífeyrisréttinda sem búið er að lofa, en það mætti t.d. gera með útgáfu skuldabréfa til langs tíma. Með því móti yrði skuldbinding ríkis og sveitarfélaga sýnilegri og í stað þess að tala um halla myndi umræðan snúast um tekjur og gjöld ríkis og sveitarfélaga, sem er það sem vanda- málið snýst raunverulega um. Á síðustu áratugum hefur meðal- ævi landsmanna lengst og er gert ráð fyrir því að þessi þróun haldi áfram. Þar sem lífeyrissjóðirnir greiða lífeyri til æviloka aukast skuldbindingar sjóðanna með lengri meðalævi. Hægt er að bregðast við þessari þróun með hækkun iðgjalda, hækkun lífeyrisaldurs og lækkun líf- eyrisgreiðslna. Það er viðfangsefni aðila kjarasamninga að taka ákvarð- anir í þessum efnum, en þar er eink- um horft til samráðshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um lífeyr- ismál sem samið var um í kjara- samningum 2011. Góð afkoma lífeyrissjóðanna á liðnu ári er fagnaðarefni. Lífeyris- sjóðirnir greiða nú þegar meirihluta eftirlauna og í framtíðinni mun mikilvægi þeirra aukast þegar lífeyrisþegum fjölgar. Allir hagnast á því að bæta starfsumhverfi þeirra. Eftir Gunnar Baldvinsson » Vegna góðrar afkomu lífeyrissjóð- anna á síðustu árum hef- ur staða þeirra styrkst. Mikilvægt er að hlúa að starfsumhverfi þeirra til framtíðar. Gunnar Baldvinsson Höfundur er formaður stjórnar Lands- samtaka lífeyrissjóða og fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Góð afkoma en brýn viðfangsefni bíða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.