Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Lauf
Fjölnota skeljastóll
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði LAUF
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæj-
ar hafnaði því að Framsóknarflokk-
urinn fengi ólaunaða áheyrnarfull-
trúa í nefndum bæjarins. Tillaga
bæjarfulltrúa Framsóknar um það
var rædd og afgreidd á fundi bæjar-
ráðs 3. júlí. Samþykkt var að bæjar-
fulltrúi Framsóknar yrði launaður
áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.
Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins, lagði fyrst
fram tillögu um launaða áheyrnar-
fulltrúa Framsóknarflokksins í
nefndum bæjarins. Bæjarráð hafn-
aði því einróma með þeim rökum að
þar eð fullnaðarafgreiðsla mála færi
fram í bæjarstjórn, en ekki í nefnd-
um, væri ekki talið rétt að fjölga
fulltrúum með tilheyrandi kostnaði.
Þá gerðu sjálfstæðismenn tillögu
um að bæjarráð heimilaði Framsókn
að hafa ólaunaða áheyrnarfulltrúa í
nefndum. Tillagan var felld með
þremur atkvæðum meirihlutans.
Kristinn gerði bókun og sagði m.a.
að í stefnuskrám allra framboða við
síðustu kosningar hefðu komið fram
áherslur á aukið lýðræði og gagnsæi.
„Undirritaður telur að það yrði í
fullu samræmi við þær áherslur að
veita Framsókn rétt á áheyrnarfull-
trúa í sex fastanefndum sveitar-
félagsins. Nú kýs nýr meirihluti að
ganga á bak kosningaloforða fram-
boðanna sem hann mynda, um aukið
íbúalýðræði, opnari og gagnsærri
stjórnsýslu og aukin áhrif íbúa á
nærumhverfi sitt,“ sagði m.a. í bók-
uninni. Þá vitnaði hann til þess að
heimilt væri samkvæmt sveitar-
stjórnarlögum og samþykktum
Reykjanesbæjar að hafa áheyrnar-
fulltrúa, auk þess sem fordæmi fyrir
slíku væri að finna í öllum stærri
sveitarfélögum.
Heimild en ekki skylda
Gunnar Þórarinsson, varaformað-
ur bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði
að bæjarráðið hefði samþykkt ein-
róma að fulltrúi Framsóknarflokks-
ins yrði boðaður á fundi bæjarráðs
og að honum yrði greitt fyrir fund-
arsetuna þar sem áheyrnarfulltrúa.
Gunnar sagði að þótt sveitar-
stjórnarlög og samþykktir bæjarins
heimiluðu áheyrnarfulltrúa væri það
ekki skylda. Hann sagði að fordæmi
væru fyrir hvoru tveggja, að
áheyrnarfulltrúar væru í nefndum
eða ekki.
„Það var meginkrafa þeirra að fá
launaða nefndarsetu sem áheyrnar-
fulltrúar,“ sagði Gunnar. Hann benti
á að Kristinn sæti í bæjarstjórn og
þar væru fundargerðir nefnda bæj-
arins lagðar fram og teknar fullnað-
arákvarðanir um tillögur hinna ýmsu
nefnda. „Þar hefur hann tækifæri,
eins og allir bæjarfulltrúar, til að
koma sínum sjónarmiðum á fram-
færi og bera þau undir atkvæða-
greiðslu ef því er að skipta.“
Hvað varðar gagnsæja og opna
stjórnsýslu sagði Gunnar að þar væri
fyrst og fremst verið að hugsa um að
íbúarnir hefðu greiðan aðgang að
upplýsingum. Bæjarfulltrúar hefðu
fullan aðgang að öllum upplýsingum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn fékk 8% fylgi og einn bæjarfulltrúa í
sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ í vor.
Fær áheyrnarfull-
trúa í bæjarráði
Framsókn í Reykjanesbæ vildi meira
Framkvæmdir er nú í fullum gangi
við byggingu varaaflsstöðvar Lands-
nets í Bolungarvík. Dísilvélunum sex
sem þar verða til taks var á dögunum
komið fyrir í húsinu hvar þær verða
settar upp og tengdar í sumar. Hver
vél getur framleitt 1,8 MW og verður
framleiðslugeta stöðvarinnar í Bol-
ungarvík því tæplega 11 MW þegar
hún verður komin í gagnið í nóv-
ember næstkomandi.
Með þessu á að koma í veg fyrir að
Vestfirðir fari úr sambandi og þar
verði altækt rafmagnsleysi, eins og
gerðist í grimmu vetraráhlaupi fyrir
um hálfu öðru ári. Jafnhliða byggingu
varaaflsstöðvarinnar er svæðiskerfið
á Vestfjörðum styrkt. Heildar-
kostnaður við varaaflsstöðina er hálf-
ur annar milljarður króna.
„Þetta er mikilvægt verkefni því að
Vestfirðir hafa verið sá landshluti þar
sem afhendingaröryggi orku hefur
verið hvað ótryggast,“ segir Þórður
Guðmundsson, forstjóri Landsnets.
sbs@mbl.is
Varaaflsstöð í gagnið í haust
Framkvæmt og fjárfest í Bolungarvík
1,8 MW og 1,5 milljarðar kr.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestfirðir Öryggi í orkumálum
eykst með Bolungarvíkurstöð.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverf-
is-, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, sem er og starfandi ut-
anríkisráðherra, átti í gær fund með
Takao Makino, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Japans. Ræddu ráð-
herrarnir náin tengsl ríkjanna og
með hvaða hætti mætti efla þau enn
frekar. Í því sambandi voru rædd við-
skipti ríkjanna og ósk Íslands um að
gera samninga við Japan um við-
skiptamálefni. Á dagskrá fundarins
voru einnig loftslagsmál og samstarf í
jarðhitamálum auk þess sem ráðherr-
arnir ræddu sjávarútvegsmál.
Makino lýsti sérstökum áhuga á
auknu samstarfi landanna í jarðhita-
málum, en jarðhiti er einn þeirra
kosta í orkumálum sem Japan horfir í
auknum mæli til. Voru ráðherrarnir
sammála um að þau samskipti sem
átt hefðu sér stað undanfarna mánuði
á þessu sviði lofuðu góðu um vaxandi
samstarf ríkjanna á þessu sviði, segir
í tilkynningu ráðuneytisins.
Einnig hitti Makino starfandi ráðu-
neytisstjóra utanríkisráðuneytisins,
Jón Egil Egilsson, en þeir ræddu
m.a. tvíhliða samskipti ríkjanna, m.a.
möguleika á samningum á sviði frí-
verslunar, tvísköttunar og loftferða.
Auk þess var fjallað um samstarf
ríkjanna á norðurslóðum og á al-
þjóðavettvangi almennt. Stuttlega
var rætt um undirbúning heimsóknar
Gunnars Braga Sveinssonar til Jap-
ans sem áætluð er síðar á árinu. Nýr
sendiherra Japans, Mitsuko Shino,
kemur til starfa í Reykjavík í byrjun
ágúst næstkomandi.
Ræddu aukin sam-
skipti við Japan
Ósk um viðskiptasamninga í Japan
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Fundur Sigurður Ingi og Takao
Makini ásamt embættismönnum.