Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
Viðar Guðjónsson
Þorsteinn Ásgrímsson Mélen
Guðrún Hálfdánardóttir
Andri Karl
Una Sighvatsdóttir
Lögreglan er engu nær um elds-
upptök í stórbrunanum í Skeifunni 11
en hún tók við rannsókn á vettvangi
eftir að slökkviliðið lauk störfum í
gær. Ekki var hægt að hefja rann-
sókn sökum þess hve mikill hiti er í
rústunum. Hefst hún í dag. Að
minnsta kosti helmingur hússins er
gjörónýtur en endanlegt tjón mun
ekki liggja fyrir fyrr en trygginga-
félög hafa metið það. Ljóst er að það
hleypur á hundruðum milljóna króna.
Brunabótamat Skeifunnar 11 nem-
ur rúmlega 1,8 milljörðum sam-
kvæmt upplýsingum úr fasteigna-
skrá. Í tilkynningu frá Trygginga-
miðstöðinni segir að áætlaður
heildarkostnaður vegna brunans sé á
bilinu 210 til 240 milljónir króna.
Samkvæmt frétt vb.is tryggir VÍS
stærstan hluta eignanna, eða um 41%
af brunabótamati. Tjón félagsins
mun þó aldrei fara yfir 250 milljónir,
en VÍS er með endurtrygging-
arsamning þegar kemur að stór-
tjónum yfir þeirri upphæð. Sjóvá er
með svipaðan samning, en tap þess
getur mest orðið 200 milljónir. Þá til-
tekur vb.is í frétt sinni að vátrygg-
ingamat Fannar á húsnæði félagsins
sé um 600 milljónir, en á öllum eign-
um þess um 1,2 milljarðar. Bréf í
tryggingafélögunum þremur lækk-
uðu um 1,3-2,02% í íslensku kauphöll-
inni. TM og Sjóvá lækkuðu bæði um
u.þ.b. 2% en bréf VÍS um 1,3%.
Fimm mínútur á staðinn
Öryggisfyrirtækinu Securitas bár-
ust fyrst boð frá sjálfvirku bruna-
viðvörunarkerfi í fatahreinsuninni
Fönn og voru boð send á Neyðarlín-
una klukkan 20.16 í fyrrakvöld.
Fimm mínútum síðar komu fyrstu
slökkviliðsmennirnir á vettvang.
Fyrir liggur að húsnæði Griffils og
Fannar og verslun Rekstrarlands
eru rústir einar. Talið er að húsnæðið
í Skeifunni 11 þar sem veitingastað-
urinn Spice, verslun Fannar og fleiri
skrifstofur eru hafi sloppið nokkru
betur og ekki sé þörf á að rífa það
hús. Aftur á móti gæti tjón innanhúss
vegna vatns, reyks og hita verið
nokkurt.
Viðskiptavinum bætt tjónið
Þá er ljóst að viðskiptavinir hafa
orðið fyrir tjóni. Þorvarður Helga-
son, rekstrarstjóri Fannar, reiknar
með að viðskiptavinir fatahreins-
unarinnar muni fá allt tjón bætt.
Hann segir að fyrirtækið stefni að því
að halda starfseminni áfram og þegar
hafi eigendur fasteigna sem henta
undir starfsemina haft samband og
boðið húsnæði til leigu.
Fregnir bárust af sótsvörtum bíl-
um í Garðabæ í gær en gríðarstór
reykmökkur lá yfir hluta höfuðborg-
arsvæðisins meðan á brunanum stóð.
Veðurfræðingur hjá Veðurstofunni
útilokar ekki að sótið á bílunum geti
stafað af því að rigningin í fyrrakvöld
hafi farið í gegnum mökkinn.
Morgunblaðið/Þórður
Rústir Slökkviliðsmaður gengur um brunarústir í Skeifunni 11 þar sem
slökkvistörfum lauk í gær. Rannsókn á eldsupptökum er ekki hafin.
Rannsókn á brunanum hefst í dag
Hundruð milljóna tjón í eldsvoðanum í Skeifunni Bréf tryggingafélaga lækkuðu í Kauphöllinni
Brunabótamat í Skeifunni 11 talið 1,8 milljarðar króna Sluppu betur en á horfðist í fyrstu
Bruni í Skeifunni
11
11 a
11 d
Eurocar
KFC
Rúmfatalagerinn
Fönn
BT Skeifunni
Grifill
11 b
Spice
Arrow ECS
Framvegis ehf. miðstöð
símenntunar
Fönn
Heilsustöðin sálfræði-
og ráðgjafaþjónusta
Verkefnalausnir ehf.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík
Lögfræðistofan JJ
Lawyers - Leigu-
miðlun
Lögmannsstofa
Magnúsar Jónss.
Promennt ehf.
Rekstrarland
Sólargluggatjöld
TGI 4 ehf.
Boð berast Securitas frá sjálfvirku bruna-
viðvörunarkerfi í Fönn. Innan tveggja mínútna
eru tveir starfsmenn Securitas mættir á
staðinn til að kanna orsakir brunaboðanna. Í
fyrstu var engin sjáanleg skýring á boðunum,
en eftir vettvangskönnun og nánari greiningu á
boðunum var ákveðið að kalla til slökkvilið.
Tilkynningin um eld í Fönn barst slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins klukkan 20.16. Og var
um boð í gegnum Securitas að ræða.
Fyrstu slökkviliðsmenn voru komnir á vettvang
klukkan 20.21. Á sömumínútu fékk mbl.is fyrstu
myndina af eldsvoðanum senda í tölvupósti.
Loftmyndir ehf.
Eldsupptök eru
ókunn en samkvæmt
fyrstu tilkynningu
slökkviliðsins barst
útkallsbeiðni vegna
elds sem logaði í
húsnæði Fannar.
Um 120 slökkviliðs-
menn tóku þátt í
aðgerðunum; frá
Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins,
Brunavörnum Árnes-
sýslu og Brunavörnum
Suðurnesja auk þess
sem slökkvibifreið frá
Reykjavíkurflugvelli
bættist í hópinn.
Til viðbótar
voru um það bil
100 lögreglu- og
björgunarsveitarmenn
á vettvangi til að
aðstoða, bæði til að
tryggja öryggi fólks
á vettvangi, loka og
rýma.
Elsti hluti hússins
var byggður árið
1966 og nýrri hlutar
árið 1983. Samtals
er stærð Skeifunnar
ellefu til tólf
þúsund fermetrar.
Brunabótamatið er
tæpir tveir milljarðar
króna.
Sjónvarvottur segir
í samtali við mbl.is
að hann hafi aldrei
séð annan eins eld.
Aðrir sjónvarvottar
segjast sjá reykinn alla
leið til Njarðvikur og
Akraness.
Stilling hf. verslun
Víðir ehf.
Morgunblaðið/Þórður
Frágangur Stórvirkum vinnuvélum var beitt til þess að ryðja brunarústum í Skeifunni í burtu.
Morgunblaðið/Þórður
Kærkomin hvíld Slökkviliðsmenn unnu gott starf og er samdóma álit manna
að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins og verr hefði getað farið.
Stórbruninn í Skeifunni
„Margir hafa þegar haft sam-
band við okkur og bent á
skemmtilegar staðsetningar
fyrir nýja verslun. Nú er bara
unnið að því að skoða þessa
möguleika,“ segir Ingþór Ás-
geirsson, framkvæmdastjóri
verslunarsviðs Pennans, sem á
og rekur verslunina Griffil.
Átta starfa að jafnaði í versl-
un Griffils í Skeifunni og segir
Ingþór nú unnið að því að fara
yfir stöðuna, þ.á m. launamál
starfsfólks, með fulltrúum frá
tryggingafélagi fyrirtækisins.
„Það er verið að fara yfir þessi
mál með tryggingafélaginu og
þá hvernig þetta kemur til með
að líta út,“ segir Ingþór og
bendir á að fyrirtækið hafi á sín-
um snærum ákveðið viðbragðs-
teymi sem virkjað er við að-
stæður sem þessar. Gegnir
teymið m.a. því hlutverki að
setja sig í samband við birgja
svo hægt sé að hefjast strax
handa við að panta inn nýjar
vörur fyrir verslunina.
Segir hann starfsfólk sitt nú
vera í kapphlaupi við tímann til
þess að geta hafið starfsemi að
nýju fyrir komandi skólavertíð,
sem hefst eftir rétt rúman mán-
uð.
„Við munum ná að birgja okk-
ur upp í tíma og erum vissir um
að geta leyst þetta mál.“
khj@mbl.is
Viðbragðs-
teymi virkjað
GRIFFILL SKOÐAR SÍN MÁL
Morgunblaðið/Þórður
Griffill Gríðarlegar skemmdir.