Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Side 8
Lopapeysan við Akraneshöfn Fjölskyldu- og menningarhátíðin Írskir dagar fer fram á Akranesi dagana 3. til 6. júlí en hátíðin er fyr- ir löngu orðin árlegur viðburður sem laðar til sín fjölda fólks enda Skagamenn þekktir fyrir það að skemmta sjálfum sér og öðrum vel. Hátíðin er tilvísun í írskan upp- runa Skagamanna en Írar námu land á Skaganum á fyrstu árum Ís- landsbyggðar en bærinn fékk þó nafnið Akranes miklu síðar og er dregið af kornrækt og akuryrkju sem þótti heppileg í landi Akraness. Á síðustu áratugum hafa Skaga- menn þó verið þekktastir fyrir sjó- mennsku og knattspyrnu en þetta litla en fallega bæjarfélag hefur al- ið af sér hverja knattspyrnuhetjuna á fætur annarri og unnið 18 Ís- landsmeistaratitla í knattspyrnu. Lopapeysan er á sínum stað en það er árlegt ball sem haldið er við Akraneshöfn í sementsskemmu og koma m.a. Pálmi Gunnarsson, Erp- ur og Páll Óskar fram. Akurnesingar eru góðir gestgjafar og ætti enginn að láta Írska daga fram hjá sér fara um helgina, eða lopapeysuballið við Akraneshöfn. Morgunblaðið/RAX 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.7. 2014 Unga fólkinu er gjarnan att fram í um-ræðunni um skipulag Reykjavíkur.„Unga fólkið vill búa í miðborginni.“ Til stuðnings þessari fullyrðingu er vísað til skoð- anakönnunar Capacent frá 2013 sem sýnir að fólk á aldrinum 18-34 ára vill búa í póstnúm- erum 101, 105 og 107 og þá sérstaklega fólk á aldrinum 18-24 ára þar sem 85% nefna þessi póstnúmer. Ef marka má könnun Capacent vilja um 20% fleiri búa í Reykjavík en búa þar nú. Hins vegar eru um 74% fleiri sem segjast vilja búa í Mos- fellsbæ en búa þar í dag. Mesta umframeft- irspurnin er þannig í Mosfellsbæ, ekki Reykja- vík, samkvæmt þessari könnun. Áhugi á miðborginni kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda stærstu háskólar landsins og nánast allar helstu félagsmiðstöðvar ungs fólks í mið- bænum. Í þessu samhengi hefur furðu lítið verið minnst á þá ákvörðun að koma Háskólanum í Reykjavík fyrir í vesturborginni og að þá ákvörðun tóku meðal annars þeir sem hafa haft miklar áhyggjur af því að fólk þurfi að ferðast borgarenda á milli í vinnu og skóla. Nú vandast hins vegar málið því miðsvæðis eru dýrustu lóðir landsins, hæsti rekstrar- kostnaður fasteigna og síðasta vinstri stjórn hækkaði verulega byggingarkostnað á litlum íbúðum með nýrri byggingareglugerð eða öllu heldur reglugerð um hvað fólk vill hafa heima hjá sér. Að jafnaði er yngsti hópurinn, þessi sem vill helst búa á dýrasta svæðinu, sá tekjulægsti eðli málsins samkvæmt. Þess vegna hafa verið hafð- ar uppi kröfur um að borgaryfirvöld tryggi með einhverjum hætti ódýrar íbúðir á þessu svæði, til að mynda með byggingu fasteigna sem minna er lagt í, til að mynda með „námsmanna- íbúðum“. Það fylgir hins vegar sjaldnast þessari sögu að miðbærinn fer úr 85% niður í 30% „fylgi“ í þessari könnun þegar komið er í aldurshópinn 45-54 ára. Hvað þá? Hvert á þá fyrrverandi unga fólkið að fara? Þessi könnun bendir til að áhuginn á lítilli íbúð í miðbænum minnki hratt með aldri, tekjum og fjölskyldustærð. Gallinn við skoðanakannanir sem þessar er að þær varpa litlu ljósi á ástæðurnar að baki nið- urstöðunni. Er ekki líklegt að svör manna ráðist meðal annars af núverandi einkennum hverfa miðborgarinnar? Og gætu þessi einkenni ekki einmitt breyst mjög ef skipulagsyfirvöld tækju könnun sem þessa of hátíðlega? Unga fólkið vill … * Mesta umfram-eftirspurnin eftirhúsnæði virðist vera í Mosfellsbæ samkvæmt skoðanakönnun. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Fegrunaraðgerðir geta verið bölvað vesen, sérstaklega ef um er að ræða erfið efni í slíkar aðgerðir eins og t.d. naglalakk. Söngfuglinn Sigríður Thorlacius lenti einmitt í því skemmtilega atviki er hún lakkaði á sér neglurnar. „Ok jess – ég hristi af töluverðri ákefð fagurbrúna nagla- lakkið. Lokið var ekki skrúfað á. Þið skiljið.“ Og bætti hún við: „Jájá – gassagangurinn kemur reglulega í bakið á manni. En sem betur fer er nóg til af acetoni. Blessi blessað ace- tonið.“ Margir reyna að líta á björtu hlið- arnar þrátt fyrir að votviðrið sé far- ið að þreyta ansi marga enda síður skemmtilegt að sumar á Íslandi líkist æ meir þessu týpíska og leiðinlega haustveðri. Baggalúturinn og sjón- varpsmaðurinn Bragi Valdimar Skúlason lét í sér heyra á Facebook í vikunni: „Það að segja þetta veður „gott fyrir gróðurinn“ er ekkert annað en bullsjóðandi meðvirkni með fárveikum drykkjusjúklingi.“ Og hananú! Sex ára aldurinn er skemmtilegur aldur og sniðugur. Gerður Kristný skáldkona lýsti skondnu at- viki með syni sínum Hjalta í vikunni á Facebook: „Útvarpið: Eru til dýr sem eru ekki með hryggsúlur? Hjalti, 6 ára: Já! Útvarpið: Svarið er já. Mamman: Sko þig! Hjalti: Já, ég vissi það. Ég hef nefni- lega aldrei séð dýr með ryksugu!“ Grínistinn með meiru Ari Eld- járn setti inn aug- lýsingu á facebook- vegginn sinn: „Óska eftir að kynnast miðaldra karlmanni í þvottahúsi. Áhugamál: húðflúr og Gevalia-kaffi.“ Lesa má ýmislegt út úr þessari auglýsingu en líklegt þykir að Ara vanti spjallfélaga þegar heimilisskyldurnar kalla. AF NETINU Flóamarkaður Bíós Paradísar hefst í dag. Um er að ræða reglulegan flóa- markað í sumar, líkt og síðasta sumar, en þá sló markaðurinn í gegn og því rækileg ástæða til að halda hann að nýju í ár. Markaðurinn verður einnig haldinn dagana 19.-20. júlí og 9.-10. ágúst og er afgreiðslutíminn frá 11:00- 17:00. Kíkið á flóamarkaðinn og gerið góð kaup á notuðum fötum, vínyl- plötum, leikföngum, bókum og öðrum gersemum. Í Bíó Paradís fer fram annað árið í röð flóamarkaður. Hann verður haldinn nokkrar helgar í sumar líkt og í fyrra en þá var hann vel sóttur. Morgunblaðið/Golli Vínylplötur og notuð föt Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.