Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Side 34
Tíska Smáforrit fyrir sannar dömur *Það getur verið freistandi að klæðast pilsi eða sumarkjól ágóðviðrisdögum en eins og flestir kannast við er íslenskaveðráttan vindasöm og ófyrirsjáanleg. Þær sem falla gjarnanfyrir freistingunni ættu þá að kynna sér nýtt smáforrit semfæst í vefverslun Itunes. Forritið kallast Weather to Wear ogkemur í veg fyrir að vindhviða afhjúpi það allra heilagasta.Forritið er ókeypis og einfalt í notkun. Notendur þess geta sett inn staðsetningu sína og þannig fengið upplýsingar um hversu vænlegt er að klæðast pilsi eða kjól þann daginn. Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Þegar ég keypti mér Paul Smith-skyrtu í lítilli búð í ensku sveitaþorpi, ótrúlega flott og öðruvísi. Ég þurfti að láta smápening í hana en það var samt frábær fjárfesting, ég er búinn að nota hana mikið. En þau verstu? Ætli það sé ekki þegar ég hef farið í H&M eða álíka búðir og held að ég sé að gera rosalega góð kaup. Kaupi kannski tíu flíkur en nota eina. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Með aldrinum hefur það verið gæði, að fötin séu með flottum smá- atriðum og helst reyni ég að klæðast einhverju frumlegu. Aðalatriðið er að nota hugmyndaflugið og þora að vera ekki eins og all- ir hinir. Það gerir þetta svo miklu skemmtilegra. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nei, ég get ekki sagt það. Ég er alltaf hrifinn þegar hönnuðir gera eitt- hvað nýtt og ferskt. Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna? Það hefur alltaf verið tímabilið á milli ’70 og ’80, því það var svo margt að gerast þá, margir tískustraumar. Blanda af lokum hippatímans, glamúr og 80’s, – gerist ekki betra. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? David Bowie, það komast fáir nálægt honum. Sá reyndar gömlu átrúnaðargoðin mín í Duran Duran í sjónvarpinu um daginn, greinilega nýlegir tónleikar. Það er svona sem miðaldra menn eiga að líta út, hugsaði ég, þeir voru helvíti svalir. Hverju er mest af í fataskápnum? Ég á nóg af öllu og ekkert sérstakt sem ég á meira af. Bara alltaf spurning hvernig ég púsla fötunum sam- an. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Hann breytist oft, klæði mig oftast bara eftir því hvernig mér líður. Ef ég er í litum þá er ég sennilega glaður. Ég reyni að apa sem minnst eftir öðrum og hafa minn eigin stíl. Menn eiga ekki að festast í ein- hverjum einum stíl, aðal- atriðið er að fötin klæði mann. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, núna er það nýjasta gallaskyrtan mín sem ég fékk í Sturlu. Hvað er uppáhalds- „trendið“ þitt fyrir sumarið? Það er einfalt; „denim á denim“, þ.e.a.s. að klæðast gallabuxum og gallaskyrtu, helst í svipuðum lit. Síðan er gott að toppa það og fara í flotta, þykka, hneppta peysu yfir. Mjög svalt. MIKILVÆGT AÐ PÚSLA FÖTUNUM RÉTT SAMAN Ingólfur Arnar rekur verslunina Sturlu þar sem hann selur fatnað frá merkjunum Scotch & Soda og Maison Scotch. Morgunblaðið/Eggert Aðalatriðið að nota hug- myndaflugið INGÓLFUR ARNAR MAGNÚSSON Á OG REKUR VERSL- UNINA STURLU Á LAUGAVEGI. INGÓLFUR KLÆÐIR SIG YFIRLEITT EFTIR EIGIN SANNFÆRINGU OG SEGIR GALLA- BUXUR VIÐ GALLASKYRTU EITT ÞAÐ HEITASTA Í SUMARTÍSKUNNI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Falleg gallaskyrta frá merkinu Scotch & Soda. Töffarinn David Bowie er alltaf flottur. Ingólfur heldur upp á Paul Smith-skyrtuna sína.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.