Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.7. 2014 Þ eir liggja saman á stofuborðinu, Guðbrandur, Þorlákur, Steinn og hvað þeir allir heita. Freyr Jóhannesson, tæknifræðingur og bókasafnari, stendur yfir þeim föðurlegur á svip og flettir þeim af var- færni. Eys úr sér fróðleik. Það eru forrétt- indi að vera í návist alvöru bókasafnara. Maður getur ekki annað en hrifist með. Slík er ástríðan, tilfinningin og virðingin fyrir þeim menningararfi sem þessar fornu biblíur sannarlega eru. Þrái maður að ferðast aftur í tímann er þetta ein leiðin. Sé andinn dreginn djúpt má auðveldlega finna lyktina af öldunum. Freyr hefur á merkilega skömmum tíma byggt upp öndvegis safn af fágætum guðs- orðabókum og öðru fornprenti. Allt byrjaði það dag einn á því herrans ári 2001. Þá lagði maður nokkur hjólinu sínu fyrir utan húsakynni uppboðsfyrirtækisins Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Hann var að koma beint úr garðvinnu og klæddur í samræmi við það, í slitnum og grútskítug- um vinnugalla. Maðurinn gekk inn, þar sem uppboð var að hefjast, og fékk sér sæti aftarlega í salnum. Svo lítið bar á. Hann var með skýr fyrirmæli frá Reykjavík um að bjóða í tiltekna bók, prýðilegt eintak af Þorláksbiblíu, sem föl var hæstbjóðanda. Menn byrjuðu að bjóða og óskipta athygli vakti hvað þessi ókunnugi maður var fylginn sér. Eftir snarpa rimmu litu prúð- búnu herramennirnir á fremsta bekk við til að sjá hver væri svo harðfylginn, og fip- uðust þegar þeir sáu útganginn á sam- keppnisaðilanum. Einmitt þá lamdi upp- boðshaldarinn hamrinum í púltið og bókin var slegin honum. Á 25 þúsund danskar krónur. Það þykir ekki hátt verð í dag. Langafabróðir frúarinnar átti stærsta einkasafnið Þannig eignaðist Freyr Jóhannesson sína fyrstu Hólaprentsbiblíu fyrir atbeina dansks kunningja síns sem lét sig ekki muna um að bruna á hjólinu beint úr vinnunni til að bjóða í gripinn. Íslenskir biblíusafnarar gerðu það ekki endasleppt á þessu uppboði en Sveinbjörn Blöndal, sem vinnur hjá OECD í París, festi þar einnig kaup á frægri Guð- brandsbiblíu sem laskast hafði í bruna. Hún fór síðar á uppboð hér heima eftir að Sveinbjörn hafði eignast betra eintak af sömu bók, með eiginhandaráritun Guð- brands sjálfs. Úr varð blaðamál enda bar mönnum ekki saman um hvenær bókin hefði brunnið. Freyr lét ekki staðar numið í Kaup- mannahöfn. Hefur keypt hverja fornbókina af annarri en hann miðar við árið 1844 þegar Viðeyjarprent var lagt niður. Sér- staka áherslu leggur hann á Hóla- og Skál- holtsprent fyrir aldamótin 1700. Að sögn Freys eru þær bækur rúmlega 170 talsins, 114 prentaðar á Hólum og um 60 í Skálholti. Langstærsta einkasafnið af þessum bókum, prentuðum á 17. öld, átti Jón Þorkelsson forni (1859-1924), sem um árabil var þjóðskjalavörður, 92 bækur en svo skemmtilega vill til að hann er langaf- abróðir eiginkonu Freys, Huldu Hjálms- dóttur. „Ég vísa oft til þess þegar hún kvartar undan bókasafninu mínu,“ segir Freyr og hlær. Séra Ragnar Fjalar Lárusson (1927-2005) átti 60 af þessum bókum en Freyr veit ekki til þess að neinn núlifandi safnari hafi jafnað þann árangur. Fyrrnefndur Svein- björn Blöndal og Sverrir Kristinsson fast- eignasali eigi líklega mest í dag en sjálfur á Freyr 24 af þessum Hóla- og Skálholts- bókum. Ótrúlega fágætar bækur Spurður um sínar væntingar segir Freyr erfitt og dýrt að nálgast þetta prent, sér- staklega heilar bækur en ástand þeirra er vitaskuld mismunandi. „Næði ég þrjátíu bókum yrði ég mjög ánægður. Það þýddi að ég yrði hálfdrættingur á við Ragnar Fjalar vin minn.“ Spurður hvað hann vanti helst í safn sitt tilgreinir Freyr fyrst Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar sem prentað var á Hólum 1540 og Summaríurnar þrjár sem prentaðar voru á Núpufelli í Eyjafirði, þar sem prent- smiðja var til skamms tíma, 1589 og 1591 og á Hólum 1602. „Þetta eru ótrúlega fá- gætar bækur sem vonlaust er að fá í dag. Það á sérstaklega við um Nýja testamenti Odds og Summaríuna frá Hólum en aðeins er vitað um tvö og þrjú eintök af þessum bókum. Almennt er talið að Summaríurnar frá 1589 og 1591 séu jafn verðmætar sam- an og ein Guðbrandsbiblía.“ Freyr hefur eignast þónokkrar bækur úr safni Ragnars Fjalars en einnig úr safni Friðjóns Þórðarsonar sýslumanns og séra Björns Jónssonar á Akranesi en þeir voru miklir bókasafnarar á sinni tíð. Þá hefur Freyr keypt af Guðmundi Axelssyni á Klausturhólum og Sveinbirni Blöndal. Fékk aðstoð hjá 118 Ýmsar leiðir eru til að kaupa bækur. Fyrir nokkrum árum frétti Freyr af erfingjum þýsks manns sem höfðu sett gott eintak af Guðbrandsbiblíu á Sotheby’s uppboð en ekki fengið ásættanlegt boð, og nú var biblían mögulega föl fyrir rétt verð. Hann fékk símanúmerið hjá erfingjunum hjá kunningja sínum hér heima en svæðisnúm- erið í Þýskalandi vantaði. Með útsjónarsemi tókst starfsmönnum 118 að finna út úr því og Freyr komst í samband við erfingjana – og keypti af þeim biblíuna. „Ég á 118 mik- ið að þakka,“ segir hann og brosir. „Maður á mínum vegum hitti síðan full- trúa erfingjanna í London og þar á hót- elbar skiptust þeir á umslagi og tösku með biblíunni. Nærstaddir hafa trúlega haldið að þarna færu fram skuggalegri viðskipti en með biblíu. Ég frétti seinna að þýska fjöl- skyldan notaði andvirði biblíunnar til að fjármagna þotuflugnám elsta sonarins. Þar með er þetta eina staðfesta dæmi þess að guðsorð hafi komið manni til himna.“ Annað eintak af Guðbrandsbiblíu eign- aðist Freyr þegar hann var að meta bóka- safn úti í bæ. Fann það á lausum blöðum, misheillegum. „Ég ákvað að kaupa þessi blöð á sanngjörnu verði til að bjarga þess- um menningarverðmætum frá glötun en Jón Trausti rithöfundur átti þetta eintak á sínum tíma. Ég lét gera við blöðin fyrir sjö hundruð þúsund krónur og fyrst ég var bú- inn að því varð að binda bókina inn. Það kostaði tvö hundruð þúsund. Einhverjum finnst þetta örugglega tóm vitleysa en í mínum huga er ekki eðlismunur á því að láta merka bók koðna niður og gamalt sögufrægt hús. Hvort tveggja er menning- arverðmæti.“ Fæddist inn í bókaheim Eins og svo margir af hans kynslóð er Freyr fæddur á miklu bókaheimili. Bækur voru í stofunni, öllum herbergjum og öllum geymslum. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðlaugsson kennari, skáld og bóndi í Að- aldal og Jóna Jakobsdóttir húsfreyja. „Maður fæðist inn í þennan heim. Mér hefur alltaf þótt mjög notalegt að hafa bækur í kringum mig,“ segir hann. „Sama Upplifi ekki veiðihug FREYR JÓHANNESSON TÆKNIFRÆÐINGUR HEFUR Á RÚMUM ÁRATUG BYGGT UPP GOTT BIBLÍU- OG FORNBÓKASAFN. SÉRSTAKT ÁHUGAMÁL HANS ER HÓLA- OG SKÁLHOLTSPRENT FYRIR ALDAMÓTIN 1700. FREYR RÆÐIR HÉR UM BÓKASÖFNUN Í FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ OG EÐLI SAFNARANS OG FULLYRÐIR AÐ HANN HAFI ALDREI LEGIÐ ANDVAKA EFTIR AÐ HAFA MISST AF BÓK. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is * Þar með er þetta eina staðfesta dæmi þess aðguðsorð hafi komið manni til himna. Bækur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.