Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 13
þeir fundir voru líka algjörlega ár- angurslausir. Karlmannafundirnir einkenndust af stórkarlalegum loft- kastalahugmyndum og kvennafund- irnir af ærandi smámunasemi. Smám saman varð algengara að konur og karlar sætu fundi saman og ég sá að þá myndaðist dýnamík og fundirnir urðu árangursríkir. Þarna sá ég lifandi dæmi þess hversu mikilvægt og árangursríkt það er að kynin vinni saman. Það tók langan tíma fyrir konur að verða gildandi í samfélaginu til jafns við karlmenn. Ég upplifði þessa breytingu og mér finnst merkilegt hvað það er í rauninni stutt síðan.“ Þú hefur ekki einungis starfað við bókaútgáfu, þú leigðir íbúðir til útlendinga löngu áður en það varð algengt, segðu mér frá því. „Ég keypti þakhæðina á Máli og menningu sem enginn virtist hafa áhuga á. Ég mætti á þriðja nauð- ungaruppboðið árið 1989 og keypti helming hæðarinnar og Mál og menning keypti hinn helminginn. Seinna keypti ég hlut Máls og menningar og útbjó tvær litlar íbúðir sem voru fyrstu íbúðirnar sem voru leigðar ferðamönnum í miðborg Reykjavíkur. Fólk hefur sagt við mig: Voðalega varstu klár! En ég var það ekki. Þetta var bara því að þakka að ég var með loftnet upp úr höfðinu. Ég stækkaði hótelið smám saman og seldi það svo árið 2007 og 2009 flutti ég til Berlínar með manninum mínum þar sem við nutum lífsins. Mig hafði aldrei langað til að búa erlendis en það var mjög mennta- ndi að koma úr litlu samfélagi, sem mér þykir mjög vænt um, í stærra samfélag. Merkilegasti lærdóm- urinn í Berlín var að sjá borg- arsamfélag þar sem fólk hefur átt- að sig á því að tillitssemi við náungann skilar betra samfélagi. Þarna er ég að tala um smáatriðin í hinu daglegu lífi, þar sem er til dæmis flautað á þig ef þú sýnir ekki tillitssemi í umferðinni því það tillitsleysi tefur svo marga. Þarna er ekki ríkjandi sú skoðun að ef það er ekki bannað þá sé það leyfi- legt, heldur búa menn yfir inn- byggðri sjálfsgagnrýni og hugs- uninni: Við verðum að sýna öðrum meiri tillitssemi til að okkur líði öll- um betur. Við vorum þarna í þrjú ár og komum heim um áramótin 2012-13.“ Aftur orðinn búðarstrákur Nú rekurðu bóka- og blómabúð í Hörpu ásamt manninum þínum, af hverju blómabúð? „Maðurinn minn, Ómar Ellerts- son, er blómaskreytir og listamaður á því sviði. Við ræddum það oft hvort við ættum að opna blómabúð í Berlín en okkur langaði ekki til að vinna þar. Við höfum verið saman í tíu ár, ég á einn strák og hann á tvo en þeir eru strákarnir okkar. Þeir eru sjálfstæðir og á eigin veg- um í lífinu. Við misstum kannski af unglingsárum þeirra vegna þess að við bjuggum í útlöndum en þeir buðu okkur upp á vináttu sem við vildum ekki missa af. Við komum því heim og sjáum ekki eftir því. Svo var það ein af lífsins tilvilj- unum að auglýst var laust pláss í Hörpu sem við sóttum um og fór í gegnum ferli þar sem Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarmaður í Hörpu, valdi okkar umsókn. Þetta var ekki árekstralaust því við vor- um að ganga inn í musteri. Allir landsmenn fundu fyrir togstreitunni um Hörpu en fyrir mörgum var hún tákn fyrir óráðsíu fyrir hrun og upp kom óþægilegur andi gagnvart húsinu. Hægt og rólega breyttu stjórnendur og starfsmenn hússins þessum anda og þáttur í því var að leggja áherslu á að fólk ætti erindi í húsið, umfram það að leggja bíln- um sínum í bílakjallaranum, fara upp í rúllustiga og inn í Eldborg. Þessi nýja sýn lagði áherslu á að húsið væri svo stórt og fallegt að sjálfsagt væri að nýta það sem samkomuhús og félagsheimili Ís- lendinga, sameinast um það en ekki sundrast yfir því. Við Ómar höfum fundið fyrir þessari breytingu. Í fyrra var haldinn fundur þar sem skipst var á skoðunum um Hörpu þar sem Egill Helgason var einn af ræðumönnum og sagði að honum þætti ágætt að það væri komin plebbaleg blómabúð í húsið, hún væri eitt af því sem gerði að verk- um að fólk tæki húsið í sátt og gerði sér erindi þangað. Við opnuðum í júlí í fyrra, erum enn að læra og erum með loftnetið úti og hlustum. Ég er aftur orðinn litli búðarstrákurinn og finnst ein- faldlega óskaplega gaman að vera í búðarleik. Viðskiptavinirnir eru hlý- ir og skemmtilegir. Erlendir ferða- menn eru andaktugir yfir því að svo glæsilegt hús hafi verið byggt í jafn lítilli borg, þeim finnst þeir vera að ganga inn í listaverk. Þetta er kalt hús með hlýjan anda og blóm gefa því lit og færa enn meiri hlýju.“ Játaði mig sigraðan Þú nefnir strákana ykkar Ómars þú varst í sambandi við konu og eign- aðist með henni son. Var erfitt og sársaukafullt fyrir þig á sínum tíma að viðurkenna kynhneigð þína? „Já, það var það vegna þess að ég var að svíkja aðra manneskju. Þetta var skipbrot þar sem ég lærði að ég væri ekki ósigrandi. Ég játaði mig sigraðan og varð fyrir vikið betri manneskja, en það var mjög erfitt, sennilega það erfiðasta í lífi mínu, að horfast í augu við það að hafa ekki komið hreint fram. Á sama tíma vissi ég líka að sam- bandið við hana hafði sennilega bjargaði lífi mínu. Ég óx úr grasi á tímum þegar alnæmi var að grass- era en enginn vissi það og ef ekki hefði verið fyrir þessa konu þá hefði getað farið illa. Ég á henni það einnig að þakka að hafa eignast son og sömuleiðis þakka ég henni fyrir að hafa ekki slitið samskiptum við mig heldur samþykkt að við hefðum sameiginlegt forræði yfir syni okkar. Svo varð ég stjúpfaðir og það hafa verið forréttindi að vera þátt- takandi í lífi sona Ómars. Ég skynja vel að þessir þrír strákar okkar eru annars konar menn en ég var, þeir eru hlýrri. Þeir líta ekki svo á að strákar eigi bara að eiga stráka að vinum heldur er þeim fullkomlega eðlilegt að eiga stúlkur fyrir vini. Jafnlítið og ég myndi vilja vera rúmlega tvítugur í dag þá er ég gríðarlega bjartsýnn fyrir hönd annars konar karlmanna. Samfélagið er að skila betri karl- mönnum og konum en á þeim tím- um sem ég var að alast upp.“ „Ég er aftur orðinn litli búðarstrákurinn og finnst einfaldlega óskaplega gam- an að vera í búðarleik,“ segir Árni Einarsson.. Morgunblaðið/Árni Sæberg 20.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.