Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Síða 28
Matur og drykkir Byrjunin á góðum degi Morgunblaðið/Kristinn *Morgunmaturinn er oft sagður mikilvægastamáltíð dagsins enda gott að byrja daginn meðgóðri næringu. Þegar búið er að taka inn lýsiðer tilvalið að fá sér hafragraut og gera hannóhefðbundinn. Bæta smá kókosmjöli út í graut-inn, skera niður jarðarber, banana eða aðraávexti eftir smekk. Það skemmir heldur ekki að setja möndlumjólk út í grautinn og láta hann standa inni í ísskáp í tæpan klukkutíma. una líka.“ Berglind segir reksturinn krefj- ast mikillar vinnu en að sú vinna skili sér í gæðunum. „Svona vildum við gera þetta og það er hægt þegar maður er með svona lítinn stað.“ Berglind kveðst elska mat og lengi hafa haft áhuga á matargerð. „Maðurinn minn er kokkur og var í kokkalandsliðinu, hann hefur mikla reynslu og við höfum því lifað og hrærst í þessum geira í langan tíma.“ Tóku mataræðið í gegn Berglind segir hlutina hafa breyst töluvert þegar sonur hennar og Sigurðar greindist með Tourette, þá var tekin ákvörðun um að taka mataræðið í gegn. Berglind og fjölskylda hennar tóku sykur, hveiti, ger, mjólkurvörur og allar unnar matvörur út úr sínu mataræði. „Þannig urðu bækurnar til. Við fórum að skoða mataræðið, við vildum að maturinn gæfi okkur almenni- lega næringu,“ segir Berglind sem telur að rétt mataræði hafi hjálpað syni þeirra tölu- vert. „Maður áttar sig á því hvað máttur matarins er mikill þegar maður breytir mataræði sínu. Fólk vanmetur næringuna oft á tíðum,“ útskýrir Berglind og segir að fólk þurfi að taka mataræði sitt í gegn á markvissan hátt til að sjá augljósan mun. Berglind telur að nú til dags sé mun auðveldara að nálgast hollan mat og heilsu- vörur heldur en fyrir nokkrum árum. „Hollur matur þarf sko ekki að vera bragðvondur, þú þarft ekki bara að borða salat og fólk er farið að átta sig á því.“ Nýjasta bók Berglindar, Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar, er ákveðið framhald af eldri bókinni, Heilsuréttir fjölskyldunnar. Í þeirri nýju má finna nýjar uppskriftir ásamt gagnlegu ítarefni fyrir þá sem vilja tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl. „Ég er til dæm- is með einn kafla um krydd og áhrif þess og svo er ég með upplýsingar um mjólk- urvörur og aðra valmöguleika.“ Berglind og Sigurður hafa í nógu að snúast þessa dagana þar sem þau reka veitingastað sinn og eru einnig í óða önn við að setja nýjung á markaðinn. „Við er- um að senda frá okkur tilbúnar máltíðir sem seldar verða í stóru Krónu búðunum, Víði og Fjarðarkaup. Þessar máltíðir inni- halda engin aukaefni og ferskleikinn verður í fyrirrúmi. Þetta á bara að vera eins og þú hafir eldað matinn í eldhúsinu heima hjá þér,“ segir Berglind að lokum. V eitingastaðurinn GOTT er á Báru- stíg 11 í Vestmannaeyjum og segir Berglind staðsetninguna vera fullkomna. „Það hefur geng- ið alveg rosalega vel síðan við opnuðum staðinn í maí. Hér hefur verið mikill erill og skemmtileg stemning,“ segir Berglind sem er Vestmannaeyingur. Við hjónin fluttum aftur til Vestmannaeyja fyrir tveimur árum og vorum búin að hugsa um þetta síðan, að opna lítinn og sætan veit- ingastað í heimabænum. Sá matur sem Berglind og Sigurður bjóða upp á á GOTT er unninn út frá matreiðslubókum Berglindar, Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir fjöl- skyldunnar. Í bókunum má finna upp- skriftir af heilnæmum mat sem unninn er frá grunni. „Við vinnum allan mat frá grunni, allt frá soðinu í súpurnar til eft- irréttanna, það er ekkert aðkeypt,“ út- skýrir Berglind. „Það er ekki nóg að mæta bara og taka úr lás, maður þarf að vera búinn að vinna alla undirbúningsvinn- Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir NÝR VEITINGASTAÐUR Í VESTMANNAEYJUM Næringarríkur matur á boðstólum BERGLIND SIGMARSDÓTTIR OPNAÐI NÝVERIÐ VEITINGASTAÐINN GOTT Í VESTMANNAEYJUM ÁSAMT EIGINMANNI SÍNUM SIGURÐI GÍSLASYNI. Á GOTT ER BOÐIÐ UPP Á HEILSUSAMLEGAN MAT SEM UNNINN ER FRÁ GRUNNI Í ANDA MATREIÐSLUBÓKA BERGLINDAR, HEILSURÉTTA FJÖLSKYLDUNNAR OG NÝRRA HEILSURÉTTA FJÖLSKYLDUNNAR. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Berglind Sigmarsdóttir rekur veitingastaðinn GOTT ásamt eiginmanni sínum. HRÁEFNI Í BOTN: 300 g möndlur 200 g mjúkar döðlur, steinlausar. Ef döðl- urnar eru ekki mjúkar er ágætt að leggja þær í volgt vatn í 10-15 mínútur, hella vatninu af og nota þær svo. 1½ dl lífrænt kakó AÐFERÐ: 1. Setjið möndlur í mat- vinnsluvél og malið fínt. 2. Saxið döðlur og setjið út í matvinnsluvél ásamt kakói og blandið vel sam- an. 3. Setjið smjörpappír í hringlaga form og þjappið blöndunni í formið. Setjið í frysti og búið næst til piparmyntukrem. HRÁEFNI Í PIPARMYNTUKREM: 2 dl kasjúhnetur sem lagðar hafa verið í bleyti, sjá aðferð 1 dl kókosolía (mjúk en ekki fljótandi) 1 dl fljótandi sætuefni, agavesíróp eða lífrænt hunang piparmyntudropar eft- ir smekk Ef þið notið hreina ilm- kjarnaolíu þá eru tveir dropar nóg. Ágætt er að setja skeið undir þegar droparnir eru taldir því ef fleiri en tveir dropar fara óvart í kremið verður það of bragðsterkt og er því líklega ónýtt. Ef notaðir eru venjulegir pipar- myntudropar þarf um 2 tsk. AÐFERÐ: 1. Setjið hneturnar í skál og látið kalt vatn yfir þar til flýtur yfir hneturnar. Látið standa í um sex klukkustundir eða yfir nótt. Hellið þá öllu vatni af og setjið í mat- vinnsluvél. 2. Bætið kókosolíu og sætuefni við og blandið vel þar til kekkjalaust og mjúkt. 3. Setjið piparmyntudropa út í og blandið saman. 2-3 bananar, skornir í sneiðar 100-150 g 70% súkkulaði KAKAN SETT SAMAN: 1. Takið botninn úr frysti og smyrjið kreminu á. 2. Sneiðið banana og raðið yfir. 3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og notið skeið til að hella yfir, svipað og á mynd. Kakan er þá tilbúin til að bera fram. Einnig má setja hana aftur í frysti og bera fram þegar hentar. Pipp-hrákaka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.