Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Page 31
20.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Maturinn heppnaðist sérlega vel en réttirnir voru afar fjölbreyttir. Með vinsælli réttunum var geitaosturinn. ÁVAXTABRAUÐ 250 ml súrmjólk 25 ml vatn 95 g maltsíróp 35 g hörfræ 35 graskersfræ 40 g trönuber 40 g hafrar 80 g þurrkaðar apríkósur 15 g sojasósa 15 g rúgmjöl 100 g hveiti 8 g salt Sjóðið vatn og maltsíróp saman. Hellið blöndunni þá yfir fræin og látið kólna við stofuhita. Blandið öllu saman í hrærivél. Setjið í smurt form og bakið við 175°C í 40-45 mín. Látið kólna. Skerið brauðið í um það bil 1 cm þykkar sneiðar og raðið á ofnskúffu. Skerið geitaostinn í jafnþykkar sneiðar og raðið ofan á brauðið. Dreypið vel af hunangi yfir allt saman og bakið við 180°C í 5-8 mín. eða þangað til ost- urinn er orðinn mjúkur og hunangið farið að karamellast. Berið fram með smá klettasalati, þunnum radísuskífum og karamelluðum valhnetum. Bakaður geitaostur JARÐARBERJASYKURPÚÐAR 2 og ½ msk. gelatínduft 250 g jarðarberjapúrra 370 g sykur 300 g agavesíróp ½ tsk. rauður matarlitur Blandið gelatíndufti og 125 g af jarðarberjapúrru saman í hrærivél. Sjóðið sykur, agavesíróp og 125 g af jarðarberjapurre upp að 120°C. Sykursírópinu er svo hellt yfir gelatínpúrruna í hrærivélinni og blandað saman á fullum styrk í 10-15 mín. Gerið kláran bakka með smjörpappír og örlítilli olíu. Hellið því næst sykurpúðablöndunni í bakkann og látið standa í sólarhring inni í kæli áður en þið skerið í bita. Jarðarber og sjampó KAMPAVÍNSSORBET 63 g vatn 88 g sykur 15 g glúkósi 188 g kampavín ½ msk. Xante-perulíkjör safi úr ½ sítrónu 1 eggjahvíta, stífþeytt Sjóðið vatn, sykur og glúkósa saman og kælið. Blandið öllu öðru saman og setjið í ísvél og látið hrærast saman í 2-3 klst., eða þangað til sorbet-áferð hef- ur verið náð. Geymið í frysti þar til nota á ísinn. BAKAÐ HVÍTT SÚKKULAÐI 100 g hvítt súkkulaði jarðarber sykurpúðar Bræðið hvíta súkkulaðið og setjið svo á smjörpappír í ofn- skúffu. Bakið við 160°C í 8-12 mín. eða þangað til súkkulaðið hefur náð gylltum lit. Kælið. Skerið jarðarber í bita og setjið í skál. Dreifið sykurpúðum og bökuðu súkkulaði á milli berj- anna og að síðustu er kampa- vínssorbet sett ofan á allt. Morgunblaðið/Ómar 12-16 humarhalar 250 g hvítlaukssmjör 500 g smjör 1 heill hvítlaukur, mjög fínt saxaður 50 g steinselja, fínt söxuð aspas eftir smekk 1 box konfekttómatar nokkrir sítrónubátar salt og pipar Hreinsið humarhalana með því að taka aftasta hlutann af halanum og görnina með. Klippið því næst humarinn að neðan, þannig verður auðvelt að ná humrinum úr skelinni. Blandið öllu saman við og blandið vel, leggið halana í ofnskúffu þannig að kjötið snúi upp og setjið ríf- legt magn af hvítlaukssmjöri á halana og salt og pipar. Setjið inn í ofn á grillstillingu í 4-5 mín. Hitið pönnuna þangað til hún er rjúkandi heit og setjið því næst hum- arinn út á hana með öllu smjörinu sem verður eftir í ofnskúffunni ásamt aspas, kirsuberjatómötum og sí- trónubátum og látið krauma vel í smjörinu í 2 mínútur áður en þið berið pönnuna fram. Humar á pönnu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.