Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Síða 41
skeytum. Vegna árásarinnar á farþegavélina hafa sérfræðingar bent á, að slíkar vélar séu óvarðar með öllu. Þær megi, séu þær ekki í fullri flughæð, skjóta niður með flaugum sem hermdarverkamenn geta borið á öxl sér. Sjálfvirkur laserútbúnaður til að verj- ast slíkum árásum sé til og kosti ekki meira fyrir hverja vél en þau tæki sem miðla skemmtiefni til far- þega á flugi. Slíkur varnarbúnaður mundi þó ekki duga gegn háþróuðum flaugum, sem hvíla á sér- útbúnum flutningatækjum, sem almenningur hefur séð á myndum frá hersýningum á liðnum árum.Talið hefur verið að svo háþróaðar flaugar væru eingöngu í höndum herja sem lúta miðstýrðu valdi. Nú er lögð þung áhersla á að „óháðir aðilar“ fái strax tækifæri til að rannsaka brak úr flugvélinni á svæði sem lýtur stjórn aðskilnaðarsinna í Austur- Úkraínu. Vilja rannsaka annað en vant er Slíkar rannsóknir hafa jafnan það markmið að leita skýringa á orsökum flugslysa. Það á ekki við í þessu tilviki. Menn telja sig vita þegar hvers vegna flugvélin féll skyndilega til jarðar úr 10 kílómetra hæð. Hún var einfaldlega skotin nið- ur. Það þykir einnig nokkuð ljóst hvers konar flug- skeyti var brúkað. Það liggur einnig fyrir hvaðan því var skotið. Það er hins vegar deilt um það, hver beri ábyrgðina á ódæðinu. Bandaríkjamenn ganga langt í fullyrðingum sínum um að það hafi rússneskir að- skilnaðarsinnar gert, og voðaverkið hafi verið á ábyrgð stjórnvalda í Moskvu, ef ekki beint, þá að minnsta kosti óbeint. Sendiherra Rússlands hjá Sam- einuðu þjóðunum hélt því hins vegar fram á fundi Ör- yggisráðs þess í gær, að yfirvöld í Kiev bæru aug- ljóslega alla ábyrgð á þessu verki. Hann sagði þó ekki beint að her Úkraínustjórnar hefði staðið að flug- skeytaárásinni. Sendiherrann, og raunar Pútín for- seti sjálfur, leggur málið þannig upp, að svona illa hafi tekist til þar sem ófriður sé í Úkraínu. Stjórnvöld í Kiev beri ábyrgð á þeim ófriði, og þar með á árásinni á flugvélina og vestrænir leiðtogar hafi átt sinn þátt í því að það ófriðarbál kviknaði. Bandaríkin hafa þegar, að beiðni yfirvalda í Kiev, sent sérfræðinga sína til að veita aðstoð við rannsókn á staðnum, þar sem brak og lík 298 farþega og áhafn- ar kom niður. En vafalítið er, að þeim rannsókn- armönnum er þó mestur akkur í því, að finna fær- anlega skotpallinn sem flaug óhugnaðarins var skotið af. Fréttir, flugufréttir og áróður Eins og verða vill, þegar miklir og óvæntir atburðir verða, er stundum erfitt að greina á milli marktækra frétta, kviksagna og hreinræktaðs áróðurs, og það þótt stórir og öflugir fjölmiðlar eigi í hlut. Samkeppni um fréttir og mikil eftirspurn eftir þeim fréttum leið- ir til þess, að fleira fer í loftið, á netið eða í prentmiðla en gerast myndi við eðlilegar aðstæður. Fullyrt hefur verið á mörgum miðlum að aðskilnaðarsinnar hafi náð „svörtu kössunum“ af brakstaðnum og komið þeim til Moskvu! Þessar fréttir eru hæpnar, enda verður vart séð hvað aðskilnaðarsinnar eða Rússar gætu haft upp úr því, annað en að auka enn tor- tryggni í sinn garð og er hún þó ærin fyrir. Eins er fullyrt að færanlega skotpallinum hafi þegar verið komið yfir landamærin til Rússlands og hann muni því aldrei finnast. Þessi frétt er óneitanlega senni- legri, að því leyti til, að þar fer mikilvægasta sönn- unargagnið í málinu. En verði hægt að sýna fram á þetta, myndi það eitt og sér þykja sönnunargagn af stærri gerðinni, þótt vagninn sjálfur fyndist aldrei. Fyrst eftir að fréttir bárust um að risaþota, full af fólki, hafi verið skotin niður, upphófust miklar vanga- veltur um það, hversu afdrifaríkt þetta yrði fyrir frið í heiminum. Mörgum varð eins og ósjálfrátt hugsað til aldarafmælis heimsstyrjaldarinnar fyrri, þar sem morð á „aðeins“ tveimur manneskjum varð tilefni hildarleiks, sem stóð í fjögur ár. Hvað myndi þá verða þegar þrjúhundruð saklausir borgarar, af a.m.k. 10 þjóðernum, væru myrtir með svo ógnvænlegum hætti og í ljós kæmi að eitt af stærri ríkjum veraldar væri grunað um að standa beint eða óbeint á bak við tilræðið. Það skiptir þó miklu, að þrátt fyrir þær margvíslegu ásakanir sem heyrast, þá fullyrða fáir að flugskeytinu hafi verið skotið að flugvélinni af ráðn- um hug. Óhugsandi er að Pútín forseti hafi gefið skip- un um þessa árás eða að hún sé honum þóknanleg. Lítt umdeilanlegt er einnig að þarna hafi verið um „slys“ að ræða. Aðskilnaðarsinnar hafi talið vélina vera hervél frá Kiev og þeir hafi skotið á hana flug- skeytum sem draga allt að 60.000 fet upp í loftið og geta því grandað hvaða flugvél sem er. Hvaðan komu þær og hvað svo? Ef það er svo, að skotmennirnir hafi ekki séð mun á farþegaflugvél í 33.000 feta hæð og þeim flugförum, sem þeir hafa komist upp með að skjóta niður að und- anförnu, þá er spurt: Hver ber ábyrgð á því að slíkir menn ráði yfir vopnum af þessu tagi? Sérfræðingar hafa sagt að þessar flaugar séu háþróuð tæki. En þeir bæta við að það sé þó ekki mjög háþróað verkefni að skjóta þeim á loft. Tveggja daga þjálfun dugi til þess. Samtök, sem hafa seinustu árin reynt að granda flugvélum með því að koma mönnum um borð í þær með smásprengjur í skóm eða nærhaldi, eru líkleg til að horfa ágirndaraugum til vopna af þessu tagi. Kannski hafa þau þegar komist yfir slík vopn í Írak, þar sem greipar hafa verið látnar sópa um vel búin vopnabúr. Bara óttinn við þróun í þá átt getur orðið heiminum dýrkeyptur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Börn í Húsdýragarðinum. 20.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.