Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.7. 2014
Tónleikar verða haldnir í Dómkirkju Krists
konungs í Landakoti laugardaginn 19. júlí kl.
20.30 en fram mun koma séra Armando Pie-
rucci. Hann er fæddur á Ítalíu árið 1935 og
er munkur í reglu heilags Frans. Hann stund-
aði nám í Róm, Napólí og Pesaro á Ítalíu og
lauk prófum í gregorsfræðum, píanóleik,
kórtónlist, orgelleik og tónsmíðum fyrir org-
el. Sr. Pierucci stofnaði og stýrir enn Magnifi-
cat Institute of Music í Jerúsalem en hefur
haldið tónleika víða. Síðan árið 1988 hefur
hann verið organisti Kirkju hinnar helgu graf-
ar í Jerúsalem. Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir G. Frescobaldi, J. Walther og sjálf-
an sr. Pierucci. Aðrir tónleikar hans verða í
kirkjunni miðvikudaginn 23. júlí kl. 12.
TÓNLIST Í LANDAKOTI
ORGELTÓNLEIKAR
Séra Armando Pierucci er orgelleikari við
Kirkju hinnar helgu grafar í Jerúsalem.
Píanóleikarinn Glódís Guðmundsdóttir hlaut
háa einkunn fyrir burtfarartónleika sína.
Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir
hvern sunnudag í sumar kl. 16. Næstu tón-
leikar fara því fram sunnudaginn 20. júlí. Flytj-
andi á tónleikunum verður píanóleikarinn
Glódís M. Guðmundsdóttir en hún hyggst
flytja píanósónötu í A-dúr eftir Franz Schu-
bert. Glódís útskrifaðist úr Tónlistarskóla
Rangæinga, þar sem hún naut kennslu Hédi
Maróti, vorið 2010 og hlaut einkunnina 9,5
fyrir burtfarartónleika sína en svo háar ein-
kunnir eru fágætar. Hún útskrifaðist í vor frá
Listaháskóla Íslands. Þar var kennari hennar
Peter Máté. Glódís hefur reglulega komið
fram sem einleikari frá árinu 2010.
SÓNATA EFTIR SCHUBERT
Á GLJÚFRASTEINI
Tónlistarhátíðin Englar og
menn fer fram í Strandar-
kirkju í Selvogi á laugar-
dögum í júlímánuði. Þema
hátíðarinnar er land, saga
og íslenska sönglagið en
hverjir tónleikar eru um
klukkustundarlangir. List-
rænn stjórnandi hátíð-
arinnar er Björg Þórhalls-
dóttir. Laugardaginn 19. júlí koma fram
feðgarnir Bragi Bergþórsson tenór og Berg-
þór Pálsson barítón en tónleikar þeirra bera
hina hressilegu yfirskrift „Blásið þið vindar“
og efnisskrána fylla sönglög Inga T. Lár-
ussonar. Meðleikari verður Þóra Fríða Sæ-
mundsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 14.30 (hálftíma síðar en aðrir
tónleikar hátíðarinnar). Þess má geta að
Strandarkirkja er áheitakirkja og fara sögur
af því að þar sé sérstakur kraftur til bæna og
hjálpar frá almættinu.
HÁTÍÐ Í STRANDARKIRKJU
FEÐGAR SYNGJA
Strandarkirkja.
Eins og áhugafólk um menningu hefur að öllum líkindum tekiðeftir eru tónlistarhátíðir haldnar um land allt á sumarmán-uðum. Ein þeirra ber heitið Jazz undir fjöllum og er árleg
djasshátíð sem haldin er í Skógum undir Eyjafjöllum en hátíðin verð-
ur haldin í ellefta sinn laugardaginn 19. júlí. Ástæða gæti verið fyrir
djassara landsins til að leggja land undir fót og fara í laugardags-
bíltúr á Suðurlandið, því metnaður er lagður í dagskrána, nú sem
endranær, og alls koma fram átta íslenskir djasstónlistarmenn. Aðal-
tónleikar hátíðarinnar fara fram á laugardagskvöldið kl. 21 og bera
yfirskriftina Tveir einstakir einleikarar og góður gestur. Þar munu
koma fram þeir Agnar Már Magnússon píanóleikari og Björn Thor-
oddsen gítarleikari. Agnar hyggst leika nokkur af þekktari lögum
Dukes Ellingtons en Björn leyfir tónleikagestum að hlýða á hans eig-
in útgáfur af Bítlalögunum. „Góður gestur“ tónleikanna (sbr. yf-
irskrift þeirra) verður síðan enginn annar en söngvarinn og leikarinn
Egill Ólafsson en hann mun koma fram bæði með Agnari og Birni.
Fyrr á laugardeginum verður lífleg dagskrá einnig en hún fer
fram í Skógakaffi. Nægir þar að nefna söngkonuna Andreu Gylfa-
dóttur og Skuggakvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar en
Sigurður er einnig listrænn stjórnandi djasshátíðarinnar. Með Sig-
urði í Skuggakvartettinum eru Þórir Baldursson, sem leikur á Ham-
mond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Einar Schev-
ing, er leikur á trommur.
TÓNLISTARHÁTÍÐ UNDIR EYJAFJÖLLUM
Djasstónlist á
Suðurlandi
Söngvarinn og
leikarinn Egill
Ólafsson er góð-
ur gestur sem
leika mun djass á
hátíðinni.
Morgunblaðið/Kristinn
DJASSTÓNLISTARHÁTÍÐIN JAZZ UNDIR FJÖLLUM VERÐ-
UR HALDIN Í ELLEFTA SINN LAUGARDAGINN 19. JÚLÍ.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Menning
Í
slensku safnaverðlaunin 2014 voru af-
hent á dögunum. Forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaun-
in en handhafi þeirra í ár er Rekstrar-
félag Sarps. Félagið hlaut viðurkenn-
inguna fyrir ytri vef menningarsögulega
gagnasafnsins Sarps, www.sarpur.is. Á vefn-
um er hægt að leita í safnkosti 44 safna og
gefur augaleið að vefurinn er bylting í að-
gengi almennings að menningararfi þjóð-
arinnar. Meðal aðildarsafna má nefna ýmis
byggðasöfn, Gljúfrastein, Hafnarborg, Hönn-
unarsafn Íslands, Listasafn Íslands, Iðn-
aðarsafnið á Akureyri, Nýlistasafnið, Þjóð-
minjasafn Íslands og Örnefnasafn
Árnastofnunar. Blaðamaður tók Önnu Lísu
Rúnarsdóttur, formann framkvæmdastjórnar
Rekstrarfélags Sarps, tali eftir verðlauna-
afhendinguna.
Hvernig kom Sarpur til?
„Þessi hugmynd kviknaði fyrst á Þjóð-
minjasafninu þegar tölvunotkun fór að aukast
til muna fyrir síðustu aldamót. Menn fóru þá
að velta því fyrir sér hvort safnið þyrfti ekki
að taka þátt í þessari upplýsingabyltingu sem
var að fara af stað. Fyrsta kerfið var smíðað
inni á Þjóðminjasafninu og var tekið í notkun
1998. Þetta þróaðist síðan áfram og er nú
orðið stærsta samstarfsverkefni íslenskra
safna. Sífellt fleiri söfn hafa nýtt sér kerfi
Sarps til gagnaskráningar og sökum smæðar
landsins er auðvelt fyrir okkur að hafa eitt
sameiginlegt kerfi. Önnur útgáfa Sarps var
gefin út 2002 og eftir það var stofnað félag
um reksturinn. Í þriðju útgáfunni árið 2012,
þeirri sem nú er í notkun, voru gerðar miklar
breytingar á kerfinu. Það var t.d. ekki fyrr
en þá sem ytri vefur Sarps kom til, sá sem
Rekstrarfélagið hlýtur nú Íslensku safn-
averðlaunin fyrir. Annar stór áfangi í rekstri
félagsins er samstarf við Landskerfi bóka-
safna sem komið var á fyrir um ári. Mark-
miðið með samstarfinu var meðal annars að
skjóta styrkari stoðum undir Sarp, efla þjón-
ustu við notendur og auka gæðaeftirlit skrán-
ingar.“
Sarpur hefur þá fremur nýlega verið opn-
aður fyrir almenningi?
„Já, fram að tilkomu ytri vefsins árið 2013
var Sarpur innra skráningarkerfi íslenskra
safna, í raun vinnugagn og verkfæri safnanna.
Á ytri vef Sarps má þannig sjá afrakstur
margra ára skráningarvinnu í söfnum lands-
ins. Í upphafi voru upplýsingar Sarps á texta-
formi eingöngu en innan fárra ára varð mynd-
væðing skráninganna rökrétt framhald – það
er ekki eins gaman að lesa um ljósmynd á
safni og að fá að sjá hana! Einhver af gögnum
Sarps eru enn án mynda en við erum að vinna
í því að bæta myndum við.“
Innblástur nýrrar sköpunar
Hverjir eru helstu notendur Sarps?
„Sarpur er hugsaður þannig að hann megi
nýta á svipaðan hátt og Gegni, bókasafnskerfi
landsmanna. Hann er þó enn sem komið er
ekki orðinn eins þekktur, en notendur vefsins
sarpur.is eru ýmsir. Meðal þeirra eru fræði-
menn, t.d. fornleifafræðingar, þjóðfræðingar,
safnafræðingar og sagnfræðingar, háskólanem-
ar, sértækir áhugamannahópar og ýmsir aðrir
sem finna hjá sér löngun til að skyggnast inn í
geymslur íslenskra safna. Einnig má nefna
hönnuði, sem síðustu ár hafa í auknum mæli
sótt innblástur í menningararfinn, t.d. í gamalt
handverk og mynstur.“
Notendur Sarps geta sent inn upplýsingar
um safnkostinn, er það ekki svo?
„Jú, það er rétt. Við hverja færslu er hnapp-
ur sem á stendur „Veistu meira?“ og ef not-
endur Sarps vita meira en við um ákveðinn
safnmun eða ljósmynd, þá geta þeir sent okkur
upplýsingarnar í gegnum þennan hnapp. Sér-
staklega hefur fólk verið að senda okkur upp-
lýsingar um ljósmyndir með þessum hætti. Við
sannreynum síðan upplýsingarnar áður en þær
fara inn í Sarp. Þarna er í raun um að ræða
samvinnu almennings og safna við skráningu
safnmuna, sem gefist hefur vel.“
Hvers vegna er skráning safnmuna mik-
ilvæg?
„Menningararfur þjóðarinnar liggur vel
YTRI VEFUR SARPS HLÝTUR ÍSLENSKU SAFNAVERÐLAUNIN
Skráning menningararfsins
eykur gildi hans
SARPUR ER MENNINGARSÖGULEGT GAGNASAFN Á NETINU EN MÖRG SAFNA LANDSINS HAFA SKRÁÐ ÞAR INN
SAFNKOST SINN OG ÞANNIG GERT HANN ÖLLUM AÐGENGILEGAN. SARPUR FÆRIR ÞVÍ SAFNIÐ HEIM Í STOFU.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Íslensku safnaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Anna Lísa er fjórða frá vinstri.
Morgunblaðið/Styrmir Kári