Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  195. tölublað  102. árgangur  KANÍNAN SEM HANN VEIDDI ÁSÆKIR HANN FRÁBÆRT LOKAKVÖLD Á DJASSHÁTÍÐ HLAUPIÐ UM ÓBYGGÐIR ÍSLANDS AF DJASSI 30 BLAÐAUKI UM HEILSUPURE EVIL 10 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íslenskt eldsneyti hefur keypt vara- aflstöðvar Landsvirkjunar við Straumsvík og á Rangárvöllum á Ak- ureyri. Fyrirtækið er þegar búið að ganga frá samningum við fyrirtæki í Aserbaídsjan og Suður-Afríku um að selja stöðvarnar þangað. „Við erum í samstarfi við fyrirtæki í Lettlandi, Rússlandi og Aserbaíd- sjan. Þessir aðilar voru að leita sér að rafstöð til að setja upp,“ segir Sig- urður Eiríksson, stjórnarformaður Íslensks eldsneytis. Rafstöðin í Straumsvík er gufuaflstöð upp á rúm 34 MW. Rafstöðin á Akureyri er dís- ilrafstöð upp á um 8 MW. Íslenskt eldsneyti hefur til þessa einbeitt sér að því að setja upp afgreiðslustöðvar fyrir vistvænt eldsneyti um landið. Aðspurður hvers vegna fyrirtækið sé að ráðast í það verkefni að selja raf- stöðvarnar úr landi segir Sigurður að verið sé að víkka út starfsemina. Koma sér fyrir í Straumsvík „Samhliða erum við að koma upp ráðgjafarfyrirtæki,“ segir Sigurður og bætir við. „Það þarf sérfræði- þekkingu í að taka þetta niður. Okk- ar kaupendur vilja að þetta sé sett upp af sömu aðilum og taka það nið- ur. Við munum sjá um það ásamt er- lendum sérfræðingum á okkar veg- um,“ segir Sigurður. Að sögn hans verður byrjað að taka stöðvarnar niður í desember og lýkur því verki í febrúar. Afhendingartími er sex mánuðum síðar. Sigurður segir að fyrirtæki með aðsetur í Moskvu hafi haft milligöngu um viðskiptin í Aserbaídjan en dísilrafstöðin á Ak- ureyri verður seld beint til aðila í Suður-Afríku. Samhliða hefur Ís- lenskt eldsneyti gengið frá kaupum á tveimur 4.000 tonna tönkum í Straumsvík og á um 1.000 fermetra svæði auk fasteigna. Eins hefur fyr- irtækið gengið frá kaupum á um 800 fermetra svæði auk fasteigna á Rangárvöllum. Ekki náðist í Hörð Arnarson, for- stjóra Landsvirkjunar, við vinnslu fréttarinnar í gær. Varaaflstöðvar Landsvirkjunar til útlanda  Landsvirkjun seldi Íslensku eldsneyti tvær varaaflstöðvar  Stöðvarnar seld- ar áfram til Aserbaídsjan og S-Afríku Morgunblaðið/Styrmir Kári Straumsvík Önnur varaaflstöðin sem Landsvirkjun hefur selt. Mývetningar smöluðu Veggjasvæðið austan við Nýjahraun í gær vegna hugsanlegs jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum. Fénu var smalað saman við gangnamannaskálann Péturskirkju og eitthvað á fjórða hundrað fjár sett á vagna og flutt til byggða. Gangnaforingi segir að búið sé að flytja kúfinn af fénu af mesta hættusvæðinu. Bændur við Öxarfjörð smöluðu einnig sand- ana í sama tilgangi. »4 Smala fé af mesta hættu- svæðinu við Jökulsá Morgunblaðið/Birkir Fanndal Bændur búa sig undir hugsanlegt jökulhlaup Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændasamtök Íslands hafa óskað eft- ir því við almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra að gerðar verði öskufalls- spár vegna hugsanlegs eldgoss í norðanverðum Vatnajökli. Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni II í Kelduhverfi og stjórnarmaður í Bændasamtökunum, segir að verið geti ráðlegt að smala ákveðna afrétti til að draga úr hættu á vandræðum í öskufalli. Einar Ófeigur segir að reynslan sýni að ef aska fellur á afrétti geti ver- ið of seint að fara til að smala fé. Það geti verið ófært og óverandi fyrir fólk á slíkum svæðum og erfitt að færa til skepnur. Vindurinn ræður mestu um hvar öskufall verður í eldgosi. „Allir bænd- ur óttast öskufall. Það getur orðið á afréttum hér fyrir norðan, í Múla- sýslum eða Skaftafellssýslum. Það já- kvæða er að stutt er í að sláturhús verði opnuð og nóg er af heyjum ef við þurfum að taka fullorðna féð snemma á gjöf,“ segir Einar Ófeigur. Vonast hann til að fyrsta ösku- fallsspáin verði gerð fljótlega og stað- an verði þá metin út frá þeim upplýs- ingum sem hún veitir. Meginhluti íbúa mætti Um 120 manns var á íbúafundi al- mannavarna í Öxarfirði í gærkvöldi. Sagt var frá umfangi hugsanlegs jök- ulhlaups í Jökulsá og rýmingaráætl- unum stjórnvalda. Svavar Pálsson sýslumaður taldi eftir fundinn að hann hefði náð tilgangi sínum. Fund- armenn hafi meðal annars spurt um ógnina og fyrirkomulag rýmingar. Skjálftavirkni í kringum Bárðar- bungu er enn mikil. Aðalvirknin er bundin við innskotið undir Dyngju- jökli, líkt og undanfarna daga. Þar telja jarðvísindamenn að hafi mynd- ast berggangur sem kvika flæði um. Óttast afleið- ingar öskufalls á afréttunum  Bændasamtök Íslands hafa óskað eft- ir öskufallsspá vegna mögulegs eldgoss MMinnir mjög á Kröfluelda »4  Tólf fastráðnum starfsmönnum Umboðsmanns skuldara (UMS) í Reykjavík hefur verið sagt upp. Hjá embættinu vinna 38 manns og er því verið að segja upp um 25% allra þeirra. Gert er ráð fyrir rúmlega 40% niðurskurði á framlögum gjaldskyldra aðila til embættisins á næsta ári og legið hefur ljóst fyrir um nokkurt skeið að embættið þarf að draga úr rekstrarkostnaði. Auk þess verður lagt niður útibú Um- boðsmanns skuldara í Reykjanesbæ og eini starfsmaður útibúsins færð- ur til Reykjavíkur. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi UMS, segir að verið sé að aðlaga stærð embættisins að þeim verkefnum sem það hefur með höndum, en málum sem hafa komið þar inn á borð hefur fækkað. Búið er að vinna úr nánast öllum fjölda mála sem kom inn 2010, 2011 og 2012, segir Svanborg. isb@mbl.is 12 sagt upp hjá Um- boðsmanni skuldara  Forskráningu fyrir Reykjavík- urmaraþon Íslandsbanka lauk í gær og hafa nú alls 13.003 hlauparar boðað komu sína. Er þetta 9% aukn- ing á milli ára. Fleiri met féllu í for- skráningu þetta árið því aldrei hafa jafnmargir verið skráðir og nú í heilt maraþonhlaup, hálfmaraþon og tíu kílómetra hlaup. Erlendir þátttakendur, sem skv. forskrán- ingu eru 2.226 talsins, hafa heldur aldrei verið eins margir. Svava Oddný Ásgeirsdóttir hlaupastjóri segir hlaupamenningu hér á landi vera í mikilli sókn. „Það eru fleiri farnir að tileinka sér þann lífsstíl að hlaupa allt árið,“ segir hún. »18 Öll met verið slegin í maraþoninu Útihlaup Enn er hægt að skrá sig í Reykja- víkurmaraþonið sem fram fer á morgun. Morgunblaðið/Eggert Heimafólk á hugsanlegu flóðasvæði í Kelduhverfi og Öxarfirði hefur áhyggjur af því að fá ekki fréttir af hugsanlegu eldgosi og jökulhlaupi í tíma, vegna þess hvað útsendingar RÚV nást illa í sveitunum. Kom þetta fram á fundi ríkislögreglustjóra og annarra yfir- manna almannavarna með viðbragðsaðilum á Húsavík í gær. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að fyr- irspurn hafi verið beint til RÚV um möguleika á úrbótum vegna þeirra aðstæðna sem nú eru, en það svar hafi borist um hæl að það væri ekki hægt vegna fjárskorts. Haraldur seg- ir að þetta ástand valdi áhyggjum og bendir á að Rík- isútvarpið hafi hlutverki að gegna í almannavörnum. RÚV næst illa á flóðasvæðinu ÁHYGGJUR Í KELDUHVERFI OG ÖXARFIRÐI Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.