Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Eldborg 24.ágúst kl. 19:30 Hinn ástsæli fiðlukonsert Tchaikovskys í D-dúr verður fluttur undir stjórn Peter Oundjian af einleikaranum James Ehnes. Að sögn The Guardian er Ehnes einstaklega ljóðrænt undrabarn sem lætur hárin rísa. www.harpa.is/tso Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Rússnesk rómantík í Hörpu Toronto Symphony Orchestra Þjóðarhljómsveit Kanada B ra n d en b u rg Paal trommara. Mats sagði Paal hafa fundið rætur djassins, grafið þær úr móðu þjóðsagna djassfræðinga. Það voru norrænir víkingar sem gróður- settu þær í henni Ameríku, nærðar af tríólum og sýnkópum er þeir söfnuðu á hafin víða, er þeir sigldu vestur. Skemmtisaga sem lyfti tónleikunum fyrir óinnvígða.    Lokaatriði kvöldsins var spila- mennska ADHD. Óskar og Ómar Guðjónssynir, Davíð Þór Jónsson og Magnús Trygvason Eliassen tromm- ari eru gulls ígildi. Eftir trylling The Thing færðu þeir okkur inní drauma- veröld þarsem fagrar melódíur og lágstemmdur spuni réði ríkjum eins- og við þekkjum af diskunum þeirra fjórum. Ég man ekki eftir neinni djasssveit sem býr yfir sömu lág- stemmdu töfrunum, nema ef vera skyldi sú sem danski gítarsnilling- urinn Jakob Bro fer fyrir. Hann er eftirsóttur í Bandaríkjunum og það er tími til þess kominn að föðurland djassins fari að veita ADHD athygli og bjóða sveitinni á þá fornfrægu klúbba sem enn starfa. Menn þyrstir í stjörnugjafir um listir. Gefum Færeyingunum þrjár stjörnur, Snorri fær fjórar, sá pólski einnig, en konsertar Arve, Flosa- sonar, The Thing og ADHD fjórar og hálfa stjörnu. Að lokum fimm stjörnur til Péturs Grétarssonar og hans fólks. Þessi há- tíð var einstakt ánægjuefni og sýndi að það þarf ekki fokdýrar bandarísk- ar stjörnur til að halda fyrsta flokks djasshátíð. Vandinn er að velja lista- menn sem hafa sköpunargáfu og kjark og þor til að spila frá hjartanu og það var hetjuskapur að halda loka- tónleikana í Eldborg Hörpu án þess að heimsstjörnur væru á dagskrá. Þeir heppnuðust fullkomlega. Morgunblaðið/Eva Björk Kaupmannahafnarkvartettinn Aaron Parks á píanó, Lennart Ginman á bassa, Sigurður Flosason á saxófón og Morten Lund á trommur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Tilþrif Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir í hljómsveitinni ADHD sýndu mikil tilþrif á lokatónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur í Eldborg. Morgunblaðið/Styrmir Kári » Að lokum fimmstjörnur til Péturs Grétarssonar og hans fólks. Þessi hátíð var einstakt ánægjuefni og sýndi að það þarf ekki fokdýrar bandarískar stjörnur til að halda fyrsta flokks djasshátíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.