Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Neysla Íslendinga á áfengi hefur stóraukist síðan árið 1960, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum Norður- landaráðs. Í rannsókninni var neysla á bjór, víni og sterku áfengi yfirfærð í hreint áfengi. Árið 1960 drakk hver Íslendingur að meðaltali 1,2 lítra af hreinu áfengi, en árið 2010 var meðaldrykkja Íslendings á við 7,3 lítra af hreinu áfengi. Er þessi aukning rúmlega sexföld og er hún hlutfallslega mest sé mið- að við hin Norðurlöndin. Íslendingar drekka þó alls ekki mest, af Norð- urlandaþjóðunum eru það aðeins Norðmenn sem drekka að meðaltali minna. Mest drekka Danir en meðal- neysla þeirra er 10,1 lítri á hverju ári. Skammt á eftir fylgja Finnar sem drekka árlega að meðaltali 10 lítra af hreinu áfengi. Svíar drekka 7,4 lítra og Norðmenn 6,8 lítra. Árið 1960 neyttu Íslendingar áfengis minnst allra Norður- landaþjóða en eins og sést af þessum tölum er neyslan hér á landi nú orðin meiri en í Noregi. Sala áfengis hefur í öllum lönd- unum rúmlega tvöfaldast að magni. Minnst hefur aukningin þó verið í Svíþjóð þar sem hún nam 3,9 lítrum að meðaltali árið 1960 en árið 2010 nam hún 7,4 lítrum. Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis, segir margar ástæður liggja að baki þessari þróun. „Stærsta stökkið átti sér stað eftir að sala bjórs var gefin frjáls, þá hef- ur kaupmáttur aukist auk þess sem verð á áfengi hefur lækkað að raun- virði,“ segir Rafn og bætir við að drykkja ungmenna hafi dregist sam- an til muna á undanförnum áratug- um. „Börn á grunnskólaaldri drekka mun minna en þau gerðu að jafnaði hér áður fyrr og neysla áfengis á meðal framhaldsskólanema hefur einnig minnkað töluvert. Við eigum í norrænu samstarfi þar sem við erum að skoða áhrif áfengisneyslu og þá einkum á einhvern annan en neyt- andann sjálfan. Von er á upplýs- ingum úr þeirri rannsókn á næstu misserum.“ sh@mbl.is Áfengisneysla jókst mikið Morgunblaðið/Heiddi Úrval Íslendingar drekka næst- minnst af Norðurlandaþjóðunum.  Danir drekka mest allra Norður- landaþjóðanna VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. Stott–Pilates: Góð aðferð til að styrkja og auka stöðugleika og bæta líkamsstöðuna. Byrjenda- og framhaldshópar. Jóga: Aðlagað einstaklingum með gigt og þeim sem þurfa að fara varlega í þjálfun. Byrjenda- og framhaldshópar. Alhliða leikfimi: Hentar vel fyrir einstaklinga sem eru að hefja þjálfun og þurfa góða leiðsögn. Frábærir tímar fyrir gigtarfólk sem og einstakl- inga með vöðvabólgu og viðkvæmt bak. Leikfimi fyrir karlmenn: Hressileg liðkandi og styrkjandi þjálfun. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Tai Chi: Styrkur og jafnvægi, ævaforn kínversk leikfimi. Rólegir leik- fimi-tímar þar sem áhersla er á að þjálfa líkamsvitund, jafnvægi, samhæfingu, styrk og úthald með rólegum hreyfingum. Vatnsleikfimi: Vatnsleikfimin undir stjórn reyndra sjúkraþjálfara í laug Sjálfsbjargar Hátúni 12. Alhliða og góð þjálfun sem hentar mjög mörgum. Góð leið til þjálfunar fyrir þá sem ekki hafa fundið sig í annarri leikfimi. Fagfólk með sérmenntun og áralanga reynslu sér um alla þjálfun. Þægilegt og rólegt umhverfi Upplýsingar og skráning á skrifstofu G.Í., Ármúla 5, sími 530 3600 www.gigt.is Viltu bæta líðan og byrja rólega? Ný námskeið hefjast 1. september Starfshópur um fjárhagsleg mál- efni Þjóðkirkjunnar leggur til að Þjóðkirkjan og innanríkis- ráðuneytið semji um hækkun sókn- argjalda í áföngum á næstu árum. Einnig leggur nefndin til að eigi síðar en árið 2016 verði samið um að draga að fullu til baka á tiltekn- um tíma skerðingu á sóknargjöld- um til að ákvæði laga um sókn- argjöld komi að fullu til fram- kvæmda á ný. Frá þessu er greint á vef innanríkisráðuneytisins en ráð- herra skipaði starfshópinn í desem- ber síðastliðnum. Vilja hækka sóknar- gjöld í áföngum Ljósanótt verður 4.-7. september Í umfjöllun um Ljósanótt í Reykja- nesbæ í Morgunblaðinu í gær stóð að hún yrði dagana 1. - 4. september. Hið rétta er að Ljósanótt verður haldin helgina 4. - 7. september. 9 milljónir en ekki 99 Í frétt um endurbætur á göngubrúm og slóðum í Neðri-Hveradölum sem birtist í blaðinu í gær var sagt að 99 milljónum króna af fé sem ríkis- stjórnin úthlutaði til endurbóta á ferðamannastöðum hefði verið veitt til framkvæmdanna. Hið rétta er að styrkurinn nam níu milljónum króna. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Skúli er Sigfússon Ranglega var farið með föðurnafn Skúla Gunnars Sigfússonar, eiganda Subway á Íslandi, í frétt í blaðinu í gær um fyrirhugaða eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð á Hvolsvelli. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.