Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Grásleppuvertíðin byrjaði heldur illa þetta árið með lítilli veiði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, segir hins vegar að ræst hafi úr veiðum eftir því sem á vertíðina leið. „Háttalagið á veiðunum var frem- ur einkennilegt nú miðað við und- anfarin ár. Það hefur oft verið krafa hjá körlunum að byrja fyrr en vani er en þá hafa þeir byggt á því að besta veiðin sé alltaf í upphafi ver- tíðar. Nú brá hins vegar svo við að veiðin var einna best í lokin,“ segir hann en gráslepputímabilið var alls 32 dagar. Aðspurður segir Örn verðið fyrir bæði grásleppuna og hrognin hafa lækkað nokkuð á milli ára. 6,5% lækkun „Það var töluvert mikil lækkun á verðinu á heilli grásleppu. Á vertíð- inni 2013 var meðalverð á henni 94 krónur en það fór núna nið- ur í 61 krónu,“ segir hannog bætir við að með- alverð á hrogn- um hafi einnig lækkað nokkuð á milli vertíða og nam sú lækkun 6,5 prósentum. Meðalverð á grásleppu og hrognum lækkaði á milli ára  Grásleppuvertíðin fór hægt af stað en rættist úr í lokin Stýrir Jafn- réttisstofu án bílprófs Jafnréttisstofa eyddi 441 þúsund krónum á árinu 2013 í leigubíla- kostnað, en átta manns vinna hjá Jafnréttisstofu, sem er á Ak- ureyri. Þetta kemur fram í rík- isreikningi ársins 2013. Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, er ekki með bílpróf og þarf að ferðast mikið. „Ég þarf að ferðast mjög mik- ið í starfi og er ekki með bíl til um- ráða, þannig að ég þarf ansi oft að taka leigubíl, t.a.m. þegar ég fer út á flugvöll og frá flugvellinum og á milli fundarstaða. Kostnaðurinn er samt ekki bara bundinn við mig, þó að hann sé það að mestu. Ég er nefni- lega ekki með bílpróf og hef aldrei komið því í verk að taka bílprófið.“ Kristín sparar skattfé með því að safna fundum á einn dag. „Við förum oft á fundi til Reykjavíkur en ég reyni að safna fundunum á einn dag. Stundum þarf ég kannski að fara úr velferðarráðuneytinu í utanrík- isráðuneytið og oft er stuttur tími milli funda,“ segir Kristín, en stund- um þarf hún að taka 3-4 leigubíla á dag. isb@mbl.is Kristín Ástgeirsdóttir  Tæp hálf milljón fór í leigubílakostnað Flutningabíl var ekið á konu á reiðhjóli á Sæbraut í gærkvöldi, skammt frá Kirkjusandi. Konan var flutt á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum læknis var líðan hennar stöðug og meiðslin ekki talin alvarleg. Hluta Sæbrautar var lokað fyrir umferð á meðan sjúkralið og lögregla athöfnuðu sig á vettvangi. Flutningabíl ekið á konu á reiðhjóli Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur aðgang að ýmsum gerðum gervitunglamynda. Meðfylgjandi er blanda úr tveimur myndum, MODIS og NOAA AVHRR, um klukkan 12:00 í gær. „Það er ekki oft sem landið sést svona vel utan úr geimnum,“ segir Ingibjörg Jóns- dóttir, dósent við Jarðvísindastofnun HÍ. „Það hefur ör- lítið snjóað á jökla og til dæmis á Öskju en annars er þetta eins og besti sumardagur.“ steinthor@mbl.is Ljósmynd/MODIS og NOAA AVHRR Eins og besti sumardagur Gervitunglamyndir af Íslandi á hádegi í gær Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grun- aður er um árás á Frakkastígnum þann 9. ágúst sl. þar sem maður var stunginn með hníf. Myndband náð- ist af slagsmálum mannsins og fórnarlambs hnífstungunnar. Mun hinn kærði sitja í varðhald til 12. september nk. Áfram í varðhaldi vegna hnífstungu Grásleppuvertíðinni lauk um 20. júlí sl. og voru þá síðustu bátar við veiðar í innanverðum Breiða- firði. Tóku nú alls 223 bátar þátt í veiðunum á móti 286 í fyrra. Er fækkunin rakin til þess að engin loforð voru um sölu á hrognum við upphaf veiða. 223 veiðileyfi FÆRRI VIÐ VEIÐAR Í ÁR Skúli Halldórsson sh@mbl.is Endurupptökunefnd hafnaði beiðni ítalska verktakafyrirtækisins Imp- regilo um endurupptöku máls þess á hendur íslenska ríkinu. Impregilo, sem annaðist umfangsmiklar verk- takaframkvæmdir við gerð Kára- hnjúkavirkjunar, höfðaði málið upp- haflega í janúar árið 2008 og krafði þá íslenska ríkið um greiðslu fjár- hæðar sem nam rúmlega 1,23 millj- örðum króna. Með fjárkröfunni vildi Impregilo fá endurgreiðslu á staðgreiðslu skatta af launum erlendra verka- manna. Mennirnir höfðu starfað í þágu Impregilo við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar, en voru þó á veg- um tveggja portúgalskra starfs- mannaleigna. Höfðu skattayfirvöld gert Imp- regilo að greiða staðgreiðslu skatt- anna þrátt fyrir mótmæli fyrirtæk- isins sem taldi þá skyldu hvíla á starfsmannaleigunum. Hafnaði Hæstiréttur Íslands kröfum fyrir- tækisins á hendur ríkinu í dómi sín- um sem féll í febrúar árið 2010. Áður hafði Héraðsdómur Reykja- víkur dæmt ríkið til að greiða upp- hæðina auk 600 milljóna króna í dráttarvexti. Garðar Valdimarsson, hæstarétt- arlögmaður, fór fram á endurupp- tökuna fyrir hönd Impregilo. „Leyfilegt er að fá endurupptöku ef talið er að málsatvik hafi ekki ver- ið réttilega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar, og að sterkar líkur séu á því að ný gögn myndu leiða til breyttrar niðurstöðu. Enn fremur þurfa stórfelldir hagsmunir að vera fyrir hendi. Nefndinni hefur greini- lega ekki þótt sem þessi skilyrði væru uppfyllt,“ segir Garðar. Impregilo gerði árið 2003 samning við Landsvirkjun sem hljóðaði upp á 47,3 milljarða króna, fyrir byggingu virkjunarinnar og aðveituganga. Hafna fjárkröfu Impregilo  Impregilo vill krefja ríkið um 1,23 milljarða króna  Endurupptökunefnd hafn- ar beiðni fyrirtækisins  Lögmaður Impregilo gagnrýnir störf nefndarinnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kárahnjúkar Fyrirtækið Impregilo byggði virkjun við Kárahnjúka. Garðar Valdimarsson hæsta- réttarlögmaður segir nefndina, sem stofnuð var í febrúar 2013, ekki hafa staðist væntingar. „Menn höfðu gert sér vissar vonir um að nefndin myndi auka möguleika fyrirtækja og ein- staklinga á endurupptöku mála, en engin merki eru um slíkt, sé miðað við úrskurði nefnd- arinnar. Þetta mál var það sex- tánda sem hún tekur fyrir en í hinum málunum hefur hún hafnað öllum beiðnum um end- urupptöku, utan eins máls þar sem ríkissaksóknari fór fram á endurupptöku máls sem var sakborningi í óhag.“ Hafnar flest- um beiðnum NÝ ENDURUPPTÖKUNEFND Skúta strandaði skammt undan Gufunesi við Reykjavík í gærkvöldi og var björgunarsveitin Ársæll kölluð út. Sveitin fór á staðinn á björgunarbátnum Þórði Kristjáns- syni en bátur frá Snarfara var fyrstur á staðinn. Fjórir voru um borð í skútunni þegar hún strand- aði en engan sakaði. Enginn leki kom að skútunni og var veður ágætt. Ekki hafði tekist að koma henni á flot þegar blaðið fór í prent- un, en nota átti næsta flóð til þess. Skúta strandaði með fjóra um borð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.