Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 VINNINGASKRÁ 16. útdráttur 21. ágúst 2014 904 7849 19454 26714 37201 46897 57259 71923 1442 7903 19464 27144 37290 47050 57578 72083 1536 8492 19755 27603 37816 47250 58081 72218 1689 8797 19825 28352 37860 47847 58880 72279 2083 9213 20049 28388 38195 47973 59384 72420 2262 9727 20317 28403 38710 48035 59949 72470 2480 9854 20361 28450 38786 48060 61411 73141 2904 10265 20391 28735 39117 48200 61437 73318 3359 10646 21063 28890 39434 48496 61979 73401 3515 10830 21680 29039 39677 48932 62410 73961 3634 11523 22266 29283 39743 49183 62461 74014 3656 11745 22400 29926 39784 49191 62778 74091 3695 11868 22484 30000 39996 50868 63221 74457 3716 12248 22773 30600 40964 51153 64720 75801 4347 13241 22792 31119 41245 51154 64857 76265 4560 14248 23116 31225 41475 51249 65030 76697 4704 14538 23149 32206 41522 51564 65785 77027 5310 14854 23524 32629 41870 51811 66220 77110 5694 14918 23897 32641 41926 52420 66455 77389 5708 15059 24219 32741 42144 52585 67757 77458 6088 15237 24353 32807 43297 53306 68650 78103 6261 15238 24614 32949 43329 53938 68932 78618 6322 15724 25122 33381 43346 54108 68967 78734 6550 16606 25233 33674 43392 54256 69408 78778 6578 17177 25239 33858 43894 54272 69529 78897 6610 17555 25294 34037 44156 55047 70397 79200 6725 17855 25512 34608 44306 55877 70717 6849 18361 25547 34614 44337 55923 70984 7058 18479 26231 35261 44624 56002 71155 7508 18863 26248 35863 45047 56292 71491 7605 18870 26260 36485 45361 56346 71566 7786 19226 26707 37033 46769 57105 71793 527 6904 20657 33485 45476 55891 64339 73257 1497 7062 20719 35094 45508 55964 64941 73706 2579 7951 21205 35304 46030 56393 65286 74978 3025 8251 21867 39522 48085 56470 66395 75805 3896 8566 22502 40691 49164 56662 66864 75930 4080 11664 24009 41780 50068 56870 68317 77584 4164 12127 24717 42905 50236 57961 68733 78262 4276 14350 25210 43139 50662 58818 69052 78585 5563 15136 26076 43386 51601 59192 69064 79883 5976 17206 27453 43625 51907 61476 69172 6259 18939 28705 43703 52929 62030 69436 6279 18942 30670 44033 53252 63739 71336 6597 20397 31960 44043 53705 63907 72203 Næsti útdráttur fer fram 28. ágúst 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 68898 72699 75034 78265 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1453 12022 35722 45438 52516 58593 3594 13095 39922 46650 55136 63114 3661 17258 40282 46877 58078 65259 10295 27463 43197 51054 58184 65281 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 0 5 2 7 Þrettán borð í sumarbrids Mánudaginn 18. ágúst var spilað á 13 borðum og mikið fjör eins og allt- af. Sigurjón Björnsson og Vigfús Pálsson sigruðu örugglega með 64,6% skori. Lokastaðan: Vigfús Pálsson - Sigurjón Björnsson 64,6 Guðlaugur Sveinss. - Magnús Sverriss. 59,1 Halldór Þorvaldss. - Hjálmar S. Pálss. 57,7 Gabríel Gíslason - Gísli Steingrímss. 57,6 Guðlaug Márusd. - Birkir Jón Jónsson 53,9 Spilamennska hafin á ný í Gullsmáranum Spilamennska eftir sumarfrí hófst í Gullsmára mánudaginn 18. ágúst. Spilað var á 10 borðum.Úrslit í N/S: Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundsson 201 Ernst Backman - Hermann Guðmss. 194 Vigdís Sigurjónsd. - Þorleifur Þórarinss. 194 A/V Ragnh. Gunnarsd.-Sveinn Sigurjónss. 198 Björn Péturss. - Valdimar Àsmundss. 192 Björn Baldurss. - Þorsteinn B. Einarss. 176 Ekki verður spilað fimmtudaginn 21. ágúst (húsið upptekið) og verður því spilað næst mánudaginn 25. ágúst. Stjórnandi er Ólafur Lárusson. Spilamennskan hafin á ný hjá FEBR Mánudaginn 18. ágúst hófst spila- mennska eftir sumarfrí. Spilaður var tvímenningur á 9 borðum. Efstu pör í N/S: Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 251 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 245 Tómas Sigurjónss. - Björn Svavarss. 235 A/V Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 275 Jón Þ. Karlsson –Björgvin Kjartanss. 252 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrss. 248 Spilað er á vegum Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík, mánudaga og fimmtudaga kl.13. Bridgefélag eldri borgara í Hafnarfirði Vetrarstarfsemi félagsins byrjaði þriðjudaginn 12. ágúst. 24 pör mættu til leiks. Efstu pör í N/S: Ragnar Björnsson – Hrólfur Guðmss. 58,1 Albert Þorsteinss. – Jórunn Kristinss. 57,4 Oliver Kristóferss. – Þorl. Þórarinss. 57,0 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 52,3 Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimarsson 51,9 A/V Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmannss.58,9 Björn Svavarss. – Friðrik Jónsson 58,8 Sæmundur Björnss. – Ásgr. Aðalsteinss. 57,5 Þorsteinn Einarss. – Friðrik Hermanns.55,1 Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafsson 55 Föstudaginn 15.8. var spilaður tvímenningur með þátttöku 28 para. Bestum árangri náðu í N/S Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimarss. 58,8 Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 58,0 Oliver Kristóferss. – Þorl. Þórarinss. 57,7 Jón Sigvaldason – Óskar Ólafsson 53,4 Magnús Jónsson – Óli Gíslason 52,1 A/V Ágúst Vilhelmsson – Kári Jónsson 58,5 Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 57,4 Sigr. Benediktsd. – Sigurður Þórhallss. 57,1 Axel Lárusson – Bergljót Gunnarsd. 56,6 Rut Árnadóttir – Ása Jónsdóttir 53,2 Spilað er á þriðjudögum og föstu- dögum í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flatarhrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13:00 og keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson og hjálpar hann til við myndun para fyrir þá sem mæta stakir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Spyr sú, sem er farin að stórefast um það, og ekki að ósekju. Þeir í yfir- stjórninni ætluðu að gera andkirkjulegum öflum hér á landi það til geðs og gleði að afnema með öllu morgunbænina og orð kvöldsins og segja þetta úrelt efni og barn síns tíma, sem lítil hlustun sé á. Þá spyr guð- fræðingurinn hvenær slíkt efni sé úrelt og barn síns tíma. Sannlega segi ég þeim, að orð Biblíunnar verða aldrei úrelt né barn síns tíma, bænir ekki heldur. Það eru aðeins skoðanir sekúlaríseraðra andkirkjuafla, sem þeir eru greini- lega í þjónustu fyrir. Þeir reyndu þetta fyrir nokkr- um árum síðan á tíma Jóhönnu- stjórnarinnar en þáverandi biskup Íslands, ásamt vígslubiskupum, próföstum og prestum, stóð í vegi fyrir því, að það yrði gert, svo að þeir hjá útvarpinu skikkuðust til að hafa þær áfram, en færðu þær fram um hálftíma a.m.k. í dag- skránni til að tryggja það, að sem fæstir gætu hlustað á þær, og með því fá ástæðu eða tækifæri til að fjarlægja þær úr dagskránni, sem þeir eru að reyna núna, þegar nýr biskup stjórnar kirkjunni, í von um, að Agnes verði fáanlegri til að samþykkja, að þessu verði hent í burt úr dagskrá útvarpsins eins og hverju öðru rusli, af því að þessi sekúlaríseraða yfirstjórn sér ofsjónum yfir að hafa þetta þarna, og vill þetta burtu. Ja, svei, svei, segi ég þá bara. Svo eru þeir að státa af góðu sambandi milli kirkju og útvarps! Halda þeir, að þetta sé besta leið- in til að sýna það? Fjarri fer því. Hvað hafa þeir svona mikið á móti morgunbænum og orði kvöldsins? Eru þeir kannske eins og árar Belsebúls að þola ekki guðsorð? Það hlýtur að vera. Nema þau sömu öfl í Samfylkingunni, sem hafa bannað samband kirkju og skóla, séu nú búin að teygja arma sína inn í Ríkis- útvarpið – útvarp allra landsmanna, sem auglýsti á afmælisári sínu, að það væri skemmtistaður allrar þjóðarinnar, og breiði út boðskap sinn þar: Ekkert samband milli þjóðar og kirkju, takk, með neinum morgunbænum og orði kvöldsins, okkur hinum til hryllings, ef ykkur væri sama! Hvar er svona fólk statt í tilverunni eiginlega, þegar svona er komið fyrir því?! Messunum fáum við náðarsam- legast að halda ennþá sem komið er, en þetta fólk verður að athuga það, að þegar kosið var um efni nýrrar stjórnarskrár, þá var yf- irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, sem kaus að ákvæði um þjóð- kirkju, hlutverk hennar og skyld- ur, skyldi vera í stjórnarskrá ís- lenska ríkisins, hvort sem þessum andkirkjulegu öflum líkar það bet- ur eða verr, enda verða þau að viðurkenna og sætta sig við, að þau eru í minnihluta hér á landi, sem betur fer. Þjóðkirkjan er þrátt fyrir allt og allt stærsta trú- félagið enn sem komið er hér á landi, og hún á allan þann rétt, sem henni ber að hafa til að láta rödd sína heyrast og boða fagn- aðarerindi sitt á öldum ljósvakans morgna sem kvölds, og þjónusta þar það fólk, sem ekki kemst í kirkju af ýmsum ástæðum, og er hugarhægð í því að láta presta landsins bjóða fólkinu góðan dag og góðar nætur í Jesú nafni. Hvað er svona slæmt við það? Það virð- ist fara svo óskaplega mikið í pirr- urnar á andkirkjulegum öflum og andstæðingum kristinnar trúar hér á landi og þessu útvarpi, sem hefur fram til þessa þjónað hags- munum Samfylkingarinnar meira en nokkuð annað, eins og margir viðtalsþættir bera vott um, svo að það er ekki hlustandi á þá lengur. Blaðurþættir um trúmál geta aldr- ei komið í staðinn fyrir bænarorð og ritningarlestra. Ég var nú að vonast til, að þetta myndi breytast og lagast með nýj- um útvarpsstjóra, en það virðist vera öðru nær. Nú segir í tilkynn- ingu frá yfirstjórninni í sambandi við þessar breytingar, að stefnan sé sú, að láta útvarpið vera menn- ingartengdara en fyrr. Augnablik! Þessir góðu drengir gleyma því, að menning þjóðarinnar byggist á þeirri menningu, sem tilheyrir kristni og kirkju, og kom úr mið- aldaklaustrunum hér á landi. Hvaðan heldur útvarpsstjóri sem fyrrverandi leikhússtjóri Borg- arleikhússins, að leiklistin sé upp- runnin – nema úr klaustrunum og dómskólunum í Skálholti og Hól- un? Allt það, sem til menningar telst bæði hér á landi og erlendis, rekur uppruna sinn til miðalda- klaustranna og biskupssetranna. Því ætti yfirstjórn Ríkisútvarpsins að tala varlega um útvarpið sem menningarstofnun, ef ekki má þrífast þar guðsorð innan veggja og á öldum ljósvakans! Einu sinni var verið að fjalla um dagskrá útvarpsins yfir miðdeg- ismatnum á Hótel Íslandi á upp- hafsárunum, og sýndist sitt hverj- um. Þá varð Bjarna Björnssyni gamanleikara að orði: „Dag- skrárlok er besti þáttur útvarps- ins.“ Ef ekki væri þessi síbylja af endurteknu efni á næturnar í út- varpinu, þá gæti maður sagt það sama, þegar bænir eru nánast af- lagðar og verður þar með einasta útvarpið á Norðurlöndum, sem hefur ekki slíkt á dagskrá sinni, allt vegna andkirkjulegra afla, sem vilja ekki hafa þannig efni á boðstólum í útvarpi, andstætt vilja stórra hópa fólks. Yfirstjórnin leyfir kirkjunni fyrir náð og mis- kun að fá heilar fimm mínútur til umráða fyrir sitt efni. Ekki er að spyrja af ofrausninni. Betur má ef duga skal. Er Ríkisútvarpið útvarp allra landsmanna – eða hvað? Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur »Hvar er svona fólk statt í tilverunni eiginlega, þegar svona er komið fyrir því? Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.