Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Pure Evil „Það er greinilega öflug hreyfing hér í vegglistinni. Það kom mér á óvart hversu mikið er af henni.“ Graffíti er listform sem hann féll fyrir en hann er menntaður hönnuður. Hann hefur meðal annars hannað áprentaða boli sem vísa til fyrstu lista- verkanna sem voru rist í hella. Eftir að hafa starfað um stund sem slíkur ákvað hann að sinna lista- gyðjunni af fullum krafti. Pure Evil er sagður vera á pari við fræga, breska graffarann Banksy. Áhuga á listum á hann ekki langt að sækja en faðir hans er nokk- uð þekktur velskur listmálari, John Uzzell Edwards að nafni sem lést nýverið. Pure Evil heitir fullu nafni Charles Uzzell Edwards og er fædd- ur árið 1968. Sá á fund sem finnur Á menningarnótt mun hann gefa 30 listaverk sem hann skilur eftir víðs vegar um Reykjavík. Þeir sem finna þau mega eiga þau og koma með þau í Gallerí Fold og hann áritar þau. Vísbendingar um hvar verkin eru birtast á samfélags- miðlum eins og facebook, instagram og á síðu Gallerí Foldar. Efniviðurinn sem hann notar í listaverkin er það sem verður á vegi hans á götunni hverju sinni, til dæm- is spýtur, plankar og bréf og fleira. Hann hefur gert þónokkuð af þessu í öðrum borgum við góða raun. Hins vegar hefur snyrtimennskan á göt- um Reykjavíkurborgar sett strik í reikninginn. Í París átti hann t.d. ekki í vandræðum með að finna rusl og skapa úr því listaverk. „Það skemmtilega við þetta er að maður veit aldrei hvað verður um verkið. Lítur fólk á þetta eins og hvert annað rusl eða ómetanlegt listaverk? Þetta fer eftir því með hvaða augum sá sem eignast það lít- ur á það,“ sagði hann og benti á að honum þætti einnig gaman að gefa. Á Menningarnótt mun hann einnig mála á vegg rétt við galleríið. Verkið verður samansett úr ótal kanínum, einkennismerki hans. „Þær þyrpast allar í kringum eina sem verður í öðru horninu og eiga að endurspegla hugarástand foreldra þegar þeir eru við það að springa vegna álags.“ Martröð er heiti sýningarinnar sem samanstendur af 23 verkum sem unnin eru á striga. Áhorfendur eiga eflaust eftir að kannast við and- litin sem prýða verkin en það eru þekktir einstaklingar á borð við Audrey Hepburn og Elisabetu Tay- lor. Martröðin og öfgar í tilfinn- ingum, ást, afbrýði og hatur er meðal annars það sem veitir honum inn- blástur til sköpunar. „Dramatísk sambönd og efniviðurinn eins og í óperu kveikja í manni.“ Andy Warhol veitir honum einnig innblástur. Verk hans minna um margt á verk bandaríska lista- mannsins enda popplistin þeim báð- um hugleikin. Þá lítur hann á Warhol einnig sem fyrirmynd út frá við- skiptalegu sjónarmiði. Hann fjölda- framleiðir einnig verk sín líkt og Warhol gerði, þótt hann skapi einnig einstök verk sem hann tölusetur. Pure Evil á tvö gallerí, annað er eingöngu með verk eftir hann og í hinu eru verk annarra, einkum götu- listamanna. „Það er greinilega öflug hreyf- ing í vegglistinni hér. Það kom mér á óvart hversu mikið er af henni.“ Honum líkaði flest sem hann sá. Annars rómaði hann náttúruna, hreinleikann og íslenska vatnið. Að sjálfsögðu hafði hann skellt sér í Bláa lónið og langaði aftur. „Dóttir mín og kona eru núna í sundi og laugarnar eru frábærar.“ Hann á tæplega tveggja ára dóttur. Hvala- skoðun er á dagskrá áður en haldið verður heim á sunnudaginn. „Ann- ars veit maður ekkert hvað getur gerst hér á Íslandi, það gæti farið að gjósa og hvað þá?“ sagði hann að lokum. Vegglistaverk Í tilefni Ólympíuleikanna í London gerði hann þetta verk. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík Sími: 590 2000 porsche@porsche.is • www.benni.is Porsche Macan S Diesel 258 hestöfl • 580Nm tog • CO2 159 g/km Hröðun 6.3 sek. 0-100 km/klst. Eyðsla 6.3 l/100 km í blönduðum akstri. Verð: 11.950.000 kr. Komdu í Porsche salinn á Menningarnótt. Opið frá kl. 12:00 til 16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.