Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Borgar Þórarinsson er dæmigerður landsbyggðarmaður, sem hefur mörg hlutverk með höndum í sinni heima- byggð. Svo að samfélag virki þarf mannskap á hvern póst. Fjölhæft fólk er gulls ígildi. Á bryggjurúnti á Hólmavík kannaði Morgunblaðs- maður stöðuna í makrílveiðum. Hringdi í uppgefið símanúmer vigtar- manns við höfnina og reifaði erindi sitt. Sá brást vel við og fáeinum mín- útum síðar kom Borgar á svæðið. Ríkir hæfileikar hans komu svo í ljós þegar leið á samtalið. Höfuðborg fituríks fisks „Vigtin er nú bara aukageta hjá okkur,“ segir Borgar, sem er starfs- maður í áhaldahúsi Strandabyggðar. Þar vinna þrír karlar og hafa ýmis verkefni með höndum. Eitt er að vigta þann afla sem berst á land, sem er ærinn starfi. Þótt makrílveiðin í sumar hafi verið minni en síðustu ár verður ekki af Hólmavík tekið að þetta er íslensk höfuðborg hins fitu- ríka fisks. Á góðum dögum hafa stundum tugir báta verið á veiðum úti á Steingrímsfirði og það er land- burður af fiski. „Annars er starfið í áhaldahúsinu á ýmsa vegu. Fyrir hádegi er maður ef til vill að losa úr stíflu í niðurföllunum en eftir hádegi að gera við tölvurnar í grunnskólanum.“ Slógu taktinn á við þrjá Borgar er Þingeyingur að upp- runa, frá bænum Brúum í Aðaldal. Hugurinn stefndi fljótt til þess sem verða vildi. Það er músík í manninum og öll sín barns- og unglingsár var Borgar í tónlistarnámi í Hafralækj- arskóla í Aðaldal. Hann hefur búið á Húsavík, Raufarhöfn, Akureyri og úti í Danmörku. Árið 2011 lá leiðin vest- ur á Strandir. Fyrsta veturinn nyrðra starfaði Borgar við tónlistarskólann á Hólma- vík, kenndi á gítar, bassa, píanó og trommur. Þetta virkaði vel. Stranda- börn slógu taktinn á við þrjá. Launin réðu því hins vegar að eftir eitt ár réði Borgar sig til starfa í áhaldahús- inu. Síðustu tvö ár hefur tónlistin ver- ið aukabúgrein. „Tónlistin er taug í okkur öllum. Krakkarnir hér á Hólmavík hafa þetta í blóðinu og líka börnin á Reyk- hólum, en síðustu vetur hef ég farið þangað tvisvar í viku til að kenna. Veit þó ekki hvað verður nú í vetur með kennsluna, ég er óráðinn enn,“ segir Borgar. Auk kennslunnar hefur Borgar svo leikið með hljómsveitum, til að mynda með Geirmundi Valtýssyni á Sauð- árkróki. Segir að í hverju þorpi þurfi að vera til staðar ein slík, eins konar björgunarsveit, sem geti séð um fjör- ið á dansiböllum, þorrablótum og öðr- um slíkum skemmtunum. „Í Þingeyjarsýslunum er tónlistarhefðin ákaflega sterk og lítið mál að fá mannskap í band fyrir helstu sam- komur,“ segir viðmælandi okkar. „Fyrir norðan geta margir spilað á fleiri en eitt hljóðfæri og eru því eft- irsóttir. Hér á Ströndunum er þetta ekki alveg svona gott en bjargast þó,“ segir Borgar, sem er með hljóðver í bílskúrnum heima. Þar tekur hann nemendur í einkatíma – og einnig eru þar upptökutæki af bestu gerð. Hefur Borgar í tímans rás tekið upp tónlist og hljómplötur með fjölda góðra lista- manna, svo sem söngkonunum Reg- ínu Ósk, Heru Björk og Margréti Eir. Mætti þá ýmsa fleiri nefna. Heimili og hús „Já, ég er komin á Strandirnar til að vera. Hér er bæði heimili okkar og hús,“ segir Borgar, sem er kvæntur Kristjönu Eysteinsdóttur, kennara við grunnskólann á Hólmavík. Þau áttu fyrir fimm börn í það heila. Sam- an eiga þau dótturina Jóhönnu Magn- eyju og kasólétt Kristjana væntir sín einhvern næstu daga. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Músík Hjónin Borgar Þórarinsson og Kristjana Eysteinsdóttir saman í hljóðverinu, sem er sannkallað ævintýraland. Tónlist er taug allra  Hæfileikamaður á Hólmavík  Er á hafnarvoginni og tekur upp hljómplötur  Lífið snýst um makríl og músíkina Sjórinn Á hafnarvoginni er aflinn úr auðlindinni veginn upp á gramm. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Hjólreiðamenn bera samfélagslega ábyrgð eins og aðrir í umferðinni. Þeir eru óvarðir gagnvart bílnum. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þeir eins og aðrir fari eftir umferð- arreglum,“ segir Fjóla Guðjónsdótt- ir, forstöðumaður í forvarnadeild Sjóvá. Nokkur núningur hefur verið á milli akandi og hjólandi vegfarenda í umferðinni. Á samfélagsmiðlum má víða sjá hjólreiðamenn agnúast út í akandi vegfarendur sem og öfugt. Gjarnan er umræðan sú að halla þykir á hjólreiðamenn í umferðinni en þeir eru síður en svo einsleitur hópur. ,,Þeir sem brjóta reglurnar eru ekki að liðka fyrir þeim samgöngu- máta sem er að ryðja sér til rúms í umferðinni,“ segir Fjóla. Að sögn Fjólu hefur vátrygginga- nefnd Fjármálaeftirlitsins fengið nokkur mál þar sem hjólreiðamenn eiga í hlut. Að hennar sögn hafa dómar fallið sem leggja ábyrgðina í auknum mæli á herðar hjólreiða- mannsins. Þessar upplýsingar feng- ust ekki staðfestar hjá vátrygginga- nefndinni en þó fékkst staðfest að þeim málum þar sem hjólreiðamenn eiga í hlut hefur fjölgað nokkuð. „Umferðarlögin eru að sjálfsögðu skrifuð með bíla í huga. Hins vegar hefur vátrygginganefndin stuðst við 88. grein umferðarlaga, þar sem tal- að er um stórkostlegt gáleysi bíl- stjóra. En það er í rauninni verið að túlka lögin sem svo að hjólreiðamað- urinn beri líka ábyrgð,“ segir Fjóla. Ekki einsleitur hópur Árni Davíðsson, varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna, minnir á að hjólreiðamenn séu ekki einsleitur hópur. „Þetta er mikið rætt á samfélagssíðum og það er auðvitað til fólk sem ekki virðir rauð ljós. En þetta er ekki hópur sem hægt er að aðgreina frá bílstjórum eða gangandi vegfarendum. Sumir vegfarendur fara yfir á rauðu ljósi, “ segir Árni. Hann telur að hjólreiðamenn virði rauð ljós við umferðargötur en þeir fari síður eftir því þegar þeir mæta rauðum karli við þverun á gatnamót- um þegar enginn bíll er á ferð. „Ég held að það muni seint breytast,“ segir Árni. Að sögn Fjólu snúa flest atvik sem koma fyrir vátrygginganefnd að því að hjólreiðamaður fer yfir á rauðum karli þegar grænt er á ökumann bif- reiðar, þegar bifreið er ekið inn á bílaplan sem göngu- eða reiðhjóla- stígur liggur þvert á. Einnig er al- gengt að slys og tjón á hjólandi verði þegar hjólað er í veg fyrir bíl þegar farið er af gangstétt, yfir götu og yfir á gangstéttina hinum megin við gatnamótin. Hjólreiðamenn einnig ábyrgir  Vátryggingamálum þar sem hjól- reiðamenn eiga í hlut hefur fjölgað Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjólreiðar Slys á hjólreiðafólki hafa færst í vöxt í takt við fjölgun hjól- reiðamanna á vegum. 4ra rétta seðill og nýr A la Carte í P erlunni Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is • ww w.perlan.is Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Sumar Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykja- víkur, Sjór, efnir til hins árlega Við- eyjarsunds í dag, föstudag. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfa- kletti við Sundahöfn. Skráning hefst á sundstað kl. 17:00. Sundið kostar 2.000 krónur en frítt er fyrir félagsmenn. Til Viðeyjar frá Skarfakletti eru 910 m. Sundfólk getur valið um að synda aðra leiðina eða báðar. Ör- yggi keppenda verður í fyrirrúmi og gæslubátar, kajakar og vanir sjósundmenn fylgja sundfólkinu. Þátttakendur eru þó á eigin ábyrgð, segir í tilkynningu. Aðspurð segir Ragnheiður Val- garðsdóttir, for- maður Sjávar, að búast megi við að rúmlega 100 manns taki þátt. „Þetta er Reykjavíkur- maraþon okkar sjósundfólks og mikil stemming er í sundinu enda sjósundmenn mjög glaðlynt fólk,“ segir Ragn- heiður. Veðurspáin er ágæt og má reikna með sjávarhita í kringum 12°C. Þátttakendum er svo boðið í Laugardalslaug að sundi loknu. Vaskir sundmenn í Viðeyjarsundi í dag Ragnheiður Valgarðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.