Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 27
sé saman komið á einum stað efni sem veitir jafn ríkulega innsýn í trú- ar- og kirkjulist hins kaþólska siðar á Íslandi.“ Rannsóknirnar vann Guð- björg við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Meðfram þeim kenndi hún almenna listasögu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1976-1991 og var deildar- stjóri listfræðsludeildar skólans frá 1983. Í Gerðarsafni Árið 1994 var Guðbjörg ráðin for- stöðumaður hins nýstofnaða Lista- safns Kópavogs – Gerðarsafns. „Það var stofnað utan um gjöf, um 1.400 verk eftir Gerði Helgadóttur, mynd- höggvara og glerlistamanns, sem erf- ingjar hennar færðu Kópavogsbæ ár- ið 1977 með því skilyrði að reist skyldi listasafn sem bæri nafn henn- ar. Starfið felur í sér stjórnun, skrán- ingu á safneign, innkaup listaverka, skipulagningu og uppsetningu sýn- inga og útgáfu sýningarskráa og bóka í tengslum við þær.“ Á þeim tveimur áratugum sem Guðbjörg hefur verið forstöðumaður í Gerð- arsafni hafa tugir íslenskra og er- lendra myndlistamanna sýnt í safn- inu. Þar hafa einnig verið settar upp sýningar í samvinnu við erlend söfn. Á nokkrum þeirra voru dýrmætir fornmunir og listaverk. Á 350 ára afmæli Árna Magnús- sonar handritasafnara 13. nóvember 2013 var opnuð í Gerðarsafni sýn- ingin Íslenska teiknibókin. Hún var unnin í samvinnu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Gerðarsafns. Guðbjörg var sýningar- stjóri. Í tengslum við sýninguna kom rit hennar um Teiknibókina út hjá bókaútgáfunni Crymogeu. Íslenska teiknibókin hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis árið 2013. Bókin var einnig tilnefnd til viður- kenningar Hagþenkis 2013 og til verðlauna starfsfólks bókaverslana sama ár í flokknum besta handbókin/ fræðibókin. Guðbjörg var einnig til- nefnd til Menningarverðlauna DV 2013 fyrir rannsóknir sínar á Ís- lensku teiknibókinni. Guðbjörg var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu hinn 17. júní 2005 fyrir störf að menningar- málum. „Ég mun láta af störfum sem for- stöðumaður Gerðarsafns 1. septem- ber næstkomandi og get þá sinnt meira áhugamálum mínum, sem eru ferðalög og heimsóknir á söfn og í merkar byggingar. Svo les ég mikið og stunda útivist og skíði.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðbjargar er Benja- mín Magnússon, f. 18.8. 1944, arki- tekt. Foreldrar hans: Magnús Bald- vinsson, f. 4.1. 1913, d. 4.9. 2011, múrarameistari, og Bjarney Jóna Finnbogadóttir, f. 12.8. 1922, d. 26.1. 2004, húsfreyja. Börn Guðbjargar og Benjamíns: Kristján Benjamínsson, f. 9.2. 1971, múrari í Reykjavík, maki: Guðmunda Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur og MPM í verkefnastjórnun. Sonur þeirra: Benjamín Kristjánsson, f. 1. 4. 2009; Bjarni Benjamínsson, f. 14.9. 1975, efnaverkfræðingur í Seattle í Bandaríkjunum. Systkini Guðbjargar: Ingólfur Kristjánsson, f. 13.3. 1940, d. 28.11. 2001, verslunarmaður í Reykjavík; Karítas Kristjánsdóttir, f. 30.5. 1941, d. 6.12. 2013, hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi; Karl Kristjánsson, f. 18.7. 1942, fyrrv. kennari og deildar- stjóri í Menntamálaráðuneytinu. Fóstursystir: Freyja Fanndal Sigurðardóttir, f. 10. 11. 1936, fyrrv. húsfreyja á Gljúfri í Ölfusi. Foreldrar Guðbjargar: Kristján Jóhann Karlsson, f. 27.5. 1908, d. 26.11. 1968, búfræðingur og skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, og Sigrún Ingólfsdóttir, f. 14.5. 1907, d. 1.4. 1997, vefnaðar- kennari og skólastjórafrú á Hólum í Hjaltadal. Úr frændgarði Guðbjargar Kristjánsdóttur Guðbjörg Kristjánsdóttir Guðfinna Elíasdóttir vinnukona á Reykjum Guðmundur Davíðsson bóndi á Reykjum í Fnjóskadal Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Fjósatungu Ingólfur Bjarnarson alþingismaður og bóndi í Fjósatungu í Fnjóskadal Sigrún Ingólfsdóttir skólastjórafrú á Hólum Ingibjörg Jónsdóttir f. á Fornastöðum í Fnjóskadal Björn Guðmundsson f. í Fagranesi í Aðaldal Helga Sigurðardóttir húsfreyja á Draflastöðum Sigurður Jónsson bóndi á Draflastöðum í Fnjóskadal Karítas Sigurðardóttir húsfreyja á Veisu Jónína Sigurðardóttir húsmæðrakennari, höfundur matreiðslubóka og hótelstjóri á Hótel Goðafossi á Akureyri Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri Kristján Jóhann Karlsson skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal Karl Kristján Arngrímsson bóndi á Veisu í Fnjóskadal Karítas Sigurðardóttir húsfreyja á Þóroddsstað í Kinn Arngrímur Einarsson bóndi á Ljósavatni í Ljósavatnsskarði Helga Sigurðardóttir skólastýra Húsmæðrakennara- skóla Íslands í Rvík og höfundur matreiðslubóka Páll Sigurðsson hótelstjóri í Fornahvammi í Norðurárdal í Borgarfirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Doktor 90 ára Vilborg Guðjónsdóttir 85 ára Gréta Friðriksdóttir Jóhanna Pétursdóttir María Hallgrímsdóttir 80 ára Árni Sigurðsson Sigurlaug Stefánsdóttir Þorbjörn Bjarnason 75 ára Arnfinnur Friðriksson Ágústa Margrét Jónasdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðrún Eyberg Ketilsdóttir Jón Andrésson Lovísa Gunnarsdóttir 70 ára Elín Jóhannsdóttir Hildigunnur Hlíðar Margrét Guðlaug Þórhallsdóttir Ragnar Valsson Violeta Soffía Smid 60 ára Einar Þórðarson Elín Anna Ellertsdóttir Helgi Rúnar Rafnsson Jason Steinþórsson Jón Dagsson Jón Marinó Guðbrandsson Lilja Árnadóttir Sigurður Árni Magnússon Soffía Halldórsdóttir Sveinn Kristján Pétursson Þór Ægisson 50 ára Arnar Jónsson Edit Anna Molnár Friðrik Örn Andersen Gestur Ragnar Davíðsson Guðrún Kristmannsdóttir Guðrún Petra Trampe Gunnar Guðnason Inga Ingólfsdóttir Jónína Salóme Jónsdóttir Júlíus Jónasson Karl Þór Baldvinsson Kristín Sigurlaug Brandsdóttir Þórunn Elfa Guðnadóttir 40 ára Anna Ólafsdóttir Áslaug Dögg Martin David Christian Finger Drífa Huld Jóhannsdóttir Guðmundur Þorkell Þórðarson Ingibjörg Guðmundsdóttir Jónína Þorkelsdóttir Marcin Artur Drozdz Margrét Einarsdóttir María Sigurðardóttir Rúnar Þór Snorrason Sigríður Fjóla Benónýsdóttir Þorsteinn Gunnlaugsson Þórsteinn Ágústsson 30 ára Benedikt Björnsson Daníel Leó Ólason Einar Steinn Valgarðsson Eiríkur Arnar Björgvinsson Hrólfur Magni Gíslason Hörður Helgason Jan-Fredrik Winter Óskar Örn Hauksson Rögnvaldur Sturluson Sunna Þórsdóttir Thelma Sjöfn Hannesdóttir Þorsteinn Ingólfsson Til hamingju með daginn 40 ára Freydís er Dalvík- ingur en býr á Akureyri og er grunnskólakennari í Oddeyrarskóla. Maki: Steingrímur Frið- riksson, f. 1969, sjómaður á Kleifabergi. Börn: Friðrik, f. 2000, Hafrún, f. 2005, og Þórir, f. 2009. Foreldrar: Þorvaldur Baldursson, f. 1940, og Ingigerður Lilja Jóns- dóttir, f. 1943. Þau eru bús. á Dalvík. Jóhanna Frey- dís Þorvaldsd. 30 ára Ásdís er jarðeðlis- fræðingur og er í dokt- orsnámi við Háskóla Íslands. Maki: Tryggvi Björg- vinsson, f. 1982, verk- efnastjóri hjá Open Knowledge. Börn: Aníta, f. 2012, og Tanja, f. 2014. Foreldrar: Benedikt Benediktsson, f. 1958, og Alda Kristjánsdóttir, f. 1959. Þau eru búsett í Kópavogi. Ásdís Bene- diktsdóttir 30 ára Auður er næring- arfræðingur og vinnur á gæðasviði hjá Actavis. Maki: Jón Pétur Skúla- son, f. 1982, lögmaður hjá borgarlögmanni. Dóttir: Freyja Dís, f. 2013. Foreldrar: Benedikt Benediktsson, f. 1958, deildarstjóri hjá Sjúkra- tryggingum Íslands, og Þórný Alda Kristjáns- dóttir, f. 1959, skrif- stofustjóri á Land- spítalanum. Auður Bene- diktsdóttir Gunnar W. Reginsson hefur varið doktorsritgerð sína í efnafræði við Há- skóla Íslands og University of St. And- rews í Skotlandi. Ritgerðin ber heitið Notkun púlsaðrar EPR-spektróskópíu til fjarlægðarmælinga með trítýl- stakeindum og nítroxíð-spunamerkjum án samgildra tengja. Á síðasta áratug hefur púlsuð raf- eindaspunatækni (e. pulsed electron paramagnetic resonance, EPR), að- allega PELDOR (e. pulsed electron- electron double resonance), verið not- uð í auknum mæli til rannsókna á byggingu mikilvægra lífsameinda. Nanómetra fjarlægðir, mældar með púlsuðum EPR mælingum, gera kleift að betrumbæta byggingar sem ákvarð- aðar hafa verið með röntgen- geislagreiningum og NMR aðferðum. EPR veitir einnig upplýsingar um fjar- lægðadreifingu sem má nota til að meta hreyfingu í stellingajafnvægi lífsameinda. Notkun EPR til rannsókna á bygg- ingu lífsameinda krefst í flestum til- fellum staðbundinnar innleiðingar á stakeindum. Betur þekkt sem stað- bundin spunamerking (e. site directed spin labelling). Algengustu spuna- merkin fyrir EPR mælingar á líf- sameindum eru amínoxýl (nítroxíð) stakeindir. Stað- bundin spuna- merking á deox- ýríbósakjarnsýrum (e. DNA) án sam- gildra efnatengja er hér notuð til að rannsaka byggingu og stellingajafnvægi DNA og DNA- prótein komplexa með PELDOR. Sýnt er fram á að ósamgild spunamerking með stífu spunamerki getur gefið upp- lýsingar um hreyfanleika tvíþátta DNA. Önnur stakeind sem gæti nýst vel sem spunamerki fyrir lífsameindir er tria- rylmethyl (trítyl) stakeindin. Til að meta notagildi trítyl-stakeinda sem spunamerki fyrir nanómetra fjarlægð- armælingar voru smíðaðar stífar sam- eindir með trítyl og nítroxíð spuna- merkjum. Niðurstöður úr PELDOR og DQC (e. double quantum coherence) mælingum sýndu að trítyl-spunamerki gefa nákvæmar upplýsingar um fjar- lægðir milli spunamerkja og stellinga- jafnvægi sameinda. Trítyl-stakeindir gætu því reynst mjög hentugar sem spunamerki fyrir rannsóknir á bygg- ingu og hreyfingu lífsameinda. Gunnar W. Reginsson Gunnar W. Reginsson er fæddur 1976 á Seyðisfirði. Hann lauk BS-gráðu í efna- fræði við HÍ 2008 og MS-gráðu í efnafræði við HÍ 2010. Hann hóf doktorsnám sitt við Háskólann í St. Andrews og HÍ árið 2010 og lauk því 2013. Gunnar vinnur nú við rannsóknir í erfðafræði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Foreldrar hans eru Regin W. Rasmussen og Ragnheiður S. Kristjánsdóttir Gunnar á þrjú börn, Söru, Maríu og Magnús. Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Nýtt Nýtt Kvarna-tengi fyrir zetur og sakkaborð KYNNINGAR-TILBOÐÚT ÁGÚST CleanMaster FM 10 Tilboðsverð 7.665 kr. CleanMaster CM 12 Tilboðsverð 3.321 kr. Gloria stálúðabrúsar fyrir mótaolíu o.fl. Tilboðsverð 40.184 kr. Gloria úðabrúsar fyrir hreingerningar Til í þremur lengdum: 15,18 og 20 cm. 70 kr. stk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.