Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Héldu uppi merkinu Menntaskólinn í Reykjavík var settur í 169. sinn við hátíðlega athöfn í gær. Kátur flokkur nemenda safnaðist saman fyrir framan skólann og gekk fylktu liði til skólasetn- ingar í Dómkirkjunni, með merki skólans á lofti. Yngvi Pétursson rektor hvatti nemendur til að ganga glöð, bjartsýn, einbeitt og öguð til móts við námið. Alls eru 903 nemendur skráðir í skólann. Júlíus Þjóðkirkjan fylgir flestum Íslendingum frá vöggu til grafar og hefur gert í þúsund ár. Við erum flest skírð til kirkjunnar ómálga börn, staðfestum skírnarheitið með fermingu, fáum blessun kirkjunnar í upphafi hjóna- bands og þorri landsmanna fær sína hinstu kveðju í kirkjulegri útför. Okkur er ekki tamt að flíka trúarskoðunum okkar. Við teljum það til einkamála hvort og hvernig við iðkum trúna. Engu að síður gerum við ráð fyrir að kirkjan sé til taks þegar á þarf að halda og að boðskapur hennar um kærleika og fyrirgefningu sé stuðningur við daglegt amst- ur. Kirkjan er hluti af okkar stjórnskipun. Í fyrstu máls- grein 62. gr. stjórnarskrár lýðveldisins segir um þjóð- kirkjuna: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Þarna und- irstrika grunnlög þjóðarinnar mikilvægi þjóðkirkjunnar og boða að ríkisvaldið skuli styðja og vernda kirkjuna. Stuðningur þjóðarinnar við þjóðkirkjuna var mældur fyrir tveim árum, þegar greidd voru atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs vegna vinnu við nýja stjórnarskrá. Meiri- hluti þeirra sem greiddu atkvæði sagði já við eftirfarandi spurningu: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Kirkjuna og kristna trú er ekki hægt að jafnstilla öðr- um trúarbrögðum hér á landi, þótt við virðum trúfrelsi og réttinn til trúleysis. Í sögu okkar, menningu og stjórnskipun er kristni og þjóðkirkja verðmæti sem leggja ber rækt við. Til dæmis með því að útvarpa morg- unbæn í dagskrá þjóðarútvarpsins. Eftir Ásmund Einar Daðason » Í sögu okk- ar, menn- ingu og stjórn- skipun er þjóðkirkjan verðmæti sem leggja ber rækt við. T.d. með því að útvarpa morgunbæn í dagskrá þjóð- arútvarpsins. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Þjóðkirkjan og við Kannski er ekki hægt að svara þessari spurningu ját- andi í svo margbrotnu þjóð- félagi sem við búum í, en hikstalaust má fullyrða að skólakerfið sé einn hyrning- arsteinn samfélagsins ásamt t.d. heilbrigðisstofnunum, fjölmiðlum, dómstólum og löggæslu. Og líklega er skól- inn sú stofnun sem allir tengjast með nokkrum hætti, sem nemendur, starfs- menn, foreldrar, afar og ömmur og ekki síst skattgreiðendur. All- ir núlifandi Íslendingar eiga minningar frá skólagöngu. Tölur eru býsna sláandi. Ætli láti ekki nærri að börn í leikskólum verði rúmlega 20 þús. í vetur, í grunnskóla um 40 þús., um 30 þús. í framhaldsskólum og vel yfir 20 þús. í háskólum. Með öðrum orðum 110 þús. nemendur af 330 þús. manna þjóð, eða þriðjungur íbúanna. Býsna margir nemendur í framhalds- og háskól- um eru síðan foreldrar barna í leik- og grunnskólum. Það þarf því engan að undra að skólar eru meðal stærstu vinnustaða landsins. Í leikskólum starfa hartnær 6.000 manns, ekki færri en 7.500 í grunnskólum, um það bil 2.700 í framhaldsskólum og ná- lægt 3.000 í háskólum. Þessar tölur eru harla grófar og frá ögn mismunandi tím- um, en gefa þó raunsanna mynd af um- fangi skólastarfs. Þó ekki væri nema vegna þess eru skólar meðal lykilstofn- ana samfélagsins. Allt kostar þetta sitt. Ríkissjóður ber hitann og þungann af rekstri framhalds- og háskóla, en mennta- og menningar- málaráðuneytið fær um það bil 14-15% af tekjum ríkissjóðs í sinn skerf; þá ber að hafa í huga að ráðuneytið hefur veg og vanda af ýmsum öðrum menningarstofn- unum en skólunum. Sveitarfélögin reka leik- og grunnskóla og verja afar mis- starfsfólk heilsugæslunnar uppfræðir nemendur um margvíslega lífshætti og lífsleikni. Í fimmta lagi eru skólar gæslu- stofnanir. Ísland er sundurgreint sam- félag þar sem nær allir fullorðnir vinna utan heimilis. Börn þurfa að eiga öruggt skjól og því er þetta mikilvægur þáttur í starfsemi skóla fyrir yngstu þegnana. Allt byggist þetta starf á námskrám, bæði almennum námskrám sem eru eins konar vegakort með leiðsögn gegnum kerfið, reglur þess og viðmið, og síðan námskrám fyrir einstakar greinar eða starfssvið þar sem kveðið er á um hvað skuli kenna og hvenær – og í því felst þá að það eiga nemendur að læra, en það hefur hins vegar lengi verið svo, að eitt er að kenna en annað að læra. Alkunn smásaga segir frá tveimur kunningjum sem fóru saman út að ganga til að viðra hund sem annar þeirra átti. Þá sagði hundeigandinn: „Ég er búinn að kenna hundinum mínum að syngja.“ „Ha,“ hváði hinn forviða, „og hvaða lag syngur hundurinn?“ „Ég sagðist vera búinn að kenna honum að syngja,“ svaraði mað- urinn, „ég sagði ekki að hann gæti sung- ið.“ Námskrár eru vaxnar upp úr ríkjandi hneigðum og gildismati í samfélaginu og því fylgir þeim sú óhjákvæmilega þver- sögn að fullorðið fólk mótar námskrá fyr- ir börn sín sem er að sínu leyti fremur mótuð af fortíð hinna reyndu en framtíð barnanna. Er það þá þjóðfélagið sem mótar skólana og nemendurna alveg á sínum forsendum? Líklega, svara sumir, en mörgum þykir æskilegt að fræðsla í skólum hafi meiri áhrif á þróun sam- félagsins en nú er. Meira um það síðar. munandi hlutfalli tekna sinna til þessara skólastiga. Þar sem umfangið var minnst 2012 runnu 25% skatttekna til málaflokksins, en 66% þar sem hlutfallið var hæst; í Reykjavík 31%, en í Fjarðabyggð 36% svo tvö sveitarfélög séu nefnd. Af sjálfu leiðir að almenn- ingur fylgist grannt með skólahaldi og allir hafa skoðun á skólakerfinu. Skólaskýrsla Sambands ís- lenskra sveitarfélaga er eins konar biblía áhugamanna um skólastarf sem og vefur Hagstofu Ís- lands. En til hvers eru þá skólar? Kannski blasir það við, en það er ei að síður gagnlegt að spyrja þessarar spurningar því að svarið er ekki einhlítt. Skólar eru í fyrsta lagi uppeldis- og menntastofnanir til þess að kenna ákveðna færni – að lesa, skrifa, reikna, svo nefndir séu grunnþættir sem eru undirstaða ann- arrar menntunar, en síðar verða þessar kröfur fjölþættari og flóknari þegar kem- ur að námsgreinum eins og erlendum tungumálum, hagfræði, læknisfræði eða blikksmíði svo ólík dæmi séu nefnd. Í öðru lagi eiga skólar að kenna nem- endum tiltekin gildi eða viðhorf sem sam- félagið telur að séu nauðsynleg til far- sældar landi og lýð, færa hefðbundna menningarþætti milli kynslóða; þetta er gert með námsgreinum eins og krist- infræði, siðfræði, samfélagsfræði af ýms- um toga og jafnvel sögu og bókmenntum. Í þriðja lagi miðlar skólinn margvíslegum fróðleik til nemenda um vísindi og menn- ingu, sögu þjóðar og heimsins, trúar- brögð yfirleitt og um samfélagið í heild sinni og gangverk heimsins; efnafræði, eðlisfræði, sagnfræði, trúarbragðasaga, stjörnufræði. Í fjórða lagi eiga skólar að stuðla að heilbrigðum lífsháttum; íþróttir, næringarfræði og heimilisfræði eru kjarnagreinar í því skyni, auk þess sem Eftir Sölva Sveinsson » ...almenningur fylgist grannt með skólahaldi og allir hafa skoðun á skólakerfinu. Sölvi Sveinsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Skólinn: Mikilvægasta stofnun samfélagsins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.