Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is ALIEN CITIZEN: An Earth Odyssey (Aðalsalur) Fös 22/8 kl. 20:00 Róðarí (Aðalsalur) Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 LÓKAL (Aðalsalur) Mið 27/8 kl. 12:00 Fös 29/8 kl. 20:00 Sun 31/8 kl. 20:00 Fim 28/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Kameljón (Aðalsalur) Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Petra (Aðalsalur) Fös 29/8 kl. 19:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 19:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Jazzhátíð Reykjavíkur 2014 AF DJASSI Vernharður Linnet linnet@simnet.is Á sunnudagskvöldi þess fjórða ídjasshátíð voru útgáfu-tónleikar Snorra Sigurð- arsonar trompetleikara í Norður- ljósasal Hörpu. Vellir nefnist frumraunin, firna fín. Snorri er eng- inn byrjandi í djassinum, hefur um árabil verið í framvarðarsveit ís- lenskra trompetleikara og ekki síðri á flýgilhornið. Það er einmitt rörið sem hann blæs í upphafslagið, ,,Fim- malimm“, sem minnir í mörgu á tón- smíðar Benny Golsons. Hrynsveitin er líka flott, Agnar Már Magnússon, Richard Andersson og Einar Schev- ing. Snorri er harðari með tromp- etinn í höndunum, en flýgilhornið réð enn för í einu fallegasta lagi disksins, ,,Þulu“ ballöðu uppá norrænu – og svo er titillagið flott með klassískum blæ. Þessi kvartett þyrfti að spila lengur saman, það er það sem helst vantar uppá þegar heildarmyndin er metin. Þriðjudagur djasshátíðar var rammaður inn af tveimur glæsi- konsertum. Arve Henriksen, Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson færðu okkur hljóðheim sem engu er líkur. Arve á trompet, vasatrompet og sam- óf vef laglína og spuna undir seiðandi tónum er liðu frá Hilmari og Skúla. Veröld handan veraldarinnar og þeir félagar væntanlegir á diski frá Mengi í næsta mánuði. Þessum töfrum verð- ur ekki lýst í orðum en eitthvað svip- að verður örugglega uppá teningnum á diskinum. Seint munu gleymast glæsitónleikar Arve með Jan Bang og Önnu Mariu Friman 2009 – þessir voru ekki síðri.    Sigurður Flosason lék með Kaup- mannahafnarkvartetti sínum: Lenn- art Ginman, hinum trausta bassaleik- ara og félaga hans um langt árabil, og einum undursamlegasta trommara norðursins, Morten Lund. Í stað Ni- kolja Hess, sem ekki átti heim- angengt, lék bandaríski píanistinn Aaron Parks. Firnaskarpur píanisti, sem setti mark sitt á lög Sigurðar, sem öll voru, einsog eðlilegt má þykja, af skífu hans The Eleventh Hour sem út kom hjá Storyville í árs- lok. Lagasmíðar Sigurðar nutu sín vel á þeirri skífu og ekki síður nú, með Parks við píanóið. Milli þessara tónleika náði ég að hlýða á frændur vora færeyska. Þar voru gamlir nemendur úr FÍH tón- listarskólanum á ferð: Magnus Jo- hannessen píanisti og Rógvi á Rógvu trommari, ásamt Leivi Thomsen gítarleikara, sem heyra má með Bjössa Thor á diskinum Jazz Guitars, og Mikael Blak bassaleikara. Tón- smíðarnar voru flestar eftir Magnus í hinum ljóðræna djassstíl kenndum við impressjónismann. Áheyrilegt en féll í skugga stórtónleika kvöldsins.    Lokakvöld Jazzhátíðar Reykjavík- ur var í einu orði sagt frábært; hvert atriði öðru betra. Fyrstur á svið var ,,Ímyndaði kvartett“ Adam Baldych. Pólverjar hafa átt marga frábæra djassleikara og einn af fínustu djass- fiðlurum sem ég hef heyrt á sviði var pólskur, Zbigniew Seifert, sem lést aðeins 32ja ára. Hann var frekar af Stuff Smith skólanum en skóla Stef- áns Grappellis, og það er Adam einn- ig einsog hinn 98 ára Svend Asmus- sen. Adam er evrópskur framí fingurgóma, þó að tónamálið sé djassins, og tónlist hans oft lituð af pólskum, að ég hygg, og norrænum tónum, og annað verkið á efnis- skránni var tileinkað minningu Esbjörn Svenssons, hins sænska. Pólverjar hafa átt hvern meistara- djasspíanistann af öðrum og píanisti Adams, Pavel Tomaszewki, á örugg- lega eftir að skreyta þann flokk. Svo stóðu bassinn og trommarinn fyrir sínu: Michal Baranski og Pawel Dobrowolski. The Thing er fullkomin andstæða ,,Ímyndaða kvartettsins“. Saxófón- meistarinn sænski, Mats Gustafsson, er íslenskum djassunnendum að góðu kunnur eftir frábæra einleikstónleika sína í Fríkirkjunni á djasshátíðinni í fyrra. Hér var hann í slagtogi við Norðmennina Ingebrigt Håker Fla- ten og trommarann Paal Nilssen- Love. Þetta er harðkjarna djasstríó, einsog nú er sagt, en fyrir mig, sem byrjaði að hlusta á frjálsdjass fyrir hálfri öld, var þetta rökrétt framhald af Ornette og Don Cherry, enda Cherry aflvaki þess að tríóið var stofnað fyrir 15 árum. Margir spuna- meistarar kunna ekki þá grundvall- arreglu að matreiða tónlist sína fyrir óvana, en það kann Mats svo sannar- lega. Þetta var bútað niður í fjögur verk og kynnt á ferskan húmorískan máta. Fyrst var tónlist úr kvikmynd- inni Alfie eftir Sonny Rollins og Golden Road eftir Don Cherry. Mats blés í tenór og Ingebrigt sló kontra- bassa, en erfitt átti ég með að finna ,,Alfie-stef“ þarna. Í öðrum hluta skipti Mats yfir í barítón og Inge- brigt tók upp rafbassann. ,,Nú spilum við Coltrane,“ sagði Mats og þvílíkur kraftbirtingur. Ég heyrði ekki betur en „India“ Coltranes væri grunn- urinn og á honum var svo sannarlega reist höll. Mats er einhver besti barí- tónblásari djassins um þessar mund- ir, eða eldfjalladjassins, einsog hann kallaði tónlist sína í sjónvarpsviðtali kominn í land Bárðarbungu. Svo verður að nefna ,,Víkingana“ efir Frábær endasprettur djasshátíðar Morgunblaðið/Eva Björk Fjölhæfur Sigurður Flosason Morgunblaðið/Eva Björk Spilagleði Richard Andersson Gulldrengir „Óskar og Ómar Guðjónssynir, Davíð Þór Jónsson og Magnús Trygvason Eliassen trommari eru gulls ígildi,“ segir m.a. í rýni um nýliðna Jazzhátíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.