Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Skýrsla rannsóknar á heilsu og líðan
Íslendinga árið 2012 var nýverið birt
en í henni eru m.a. niðurstöður um
tíðni reykinga og annarrar tóbaks-
notkunar hér á landi. Í skýrslunni
má sjá að rúmlega 12% Íslendinga
reykja daglega en það hlutfall hefur
farið lækkandi frá árinu 2007 þegar
17,7% kvenna og 18,7% karla reyktu
daglega. Þá fjölgar þeim sífellt sem
aldrei hafa reykt.
Viðar Jensson verkefnisstjóri tób-
aksvarna hjá Embætti landlæknis
segir mikinn árangur hafa náðst.
„Nærri helmingur fólks á aldrinum
55-79 ára er hættur að reykja. Þá
sýna rannsóknir einnig að tíðni dag-
legra reykinga í framhaldsskólum
fer hratt minnkandi, úr 21% árið
2000 í 7,6% árið 2013, sem er mikið
ánægjuefni.“
Þegar neysla neftóbaks er skoðuð
kemur í ljós að nærri 25% karla á
aldrinum 18-24 ára neyta tóbaks í
vör og 17% þeirra neyta þess dag-
lega. „Tóbaksgjald á neftóbakið var
hækkað um áramótin 2012-2013 og
það sló verulega á neysluna. Bráða-
birgðatölur í ár gefa hins vegar til
kynna að neyslan sé að aukast.“ Að-
spurður hvort neftóbaksneysla sé
eitthvað skárri en reykingar segir
Viðar að málið sé ekki svo einfalt.
„Rannsóknir hafa sýnt að þetta er
viðbótarneysla, reykingar ungra
karla eru ekki að minnka til mót-
vægis.“
Búseta og menntun skipta máli
Athygli vekur að tíðni reykinga er
breytileg eftir búsetu. Tíðni dag-
legra reykinga er hæst á Suður-
nesjum hjá báðum kynjum. Tíðnin
hjá körlum er lægst á Vestfjörðum
en daglegar reykingar eru nærri
þrefalt algengari á meðal karla á
Suðurnesjum. Reykingatíðni kvenna
er lægst á Austurlandi, helmingi
færri reykja þar en á Suðurnesjum.
Þá er greinilegur munur á tíðni
daglegra reykinga eftir menntunar-
stigi. Er hún þrefalt hærri á meðal
þeirra sem eru með grunnskólapróf
en þeirra sem eru með háskólapróf.
Ljóst þykir að eftir því sem fólk hef-
ur meiri menntun þá er líklegra að
það hafi aldrei reykt.
Árið 2012 var þeim áfanga náð að
hópur þeirra sem aldrei hafa reykt
er fjölmennari en hópur þeirra sem
reykja eða hafa reykt. Viðar segir
þetta vera mikið fagnaðarefni.
„Þetta er svipuð staða og var uppi
fyrir hálfri öld. Tíðni reykinga náði
hámarki í kringum 1980 og hefur
farið ört minnkandi eftir það. Lykil-
atriði fyrir tóbaksvarnir í framtíð-
inni er að tryggja að þessi góði ár-
angur nái til allra þjóðfélagshópa,
óháð búsetu, tekjum og menntun.“
Þeim fækkar ört sem enn reykja
Skýr munur á tíðni reykinga eftir búsetu, aldri og menntunarstigi Neysla neftóbaks eykst
Reykingar algengastar á Suðurnesjum Lykilatriði tóbaksvarna að ná til allra þjóðfélagshópa
Morgunblaðið/Ómar
Sígaretta vafin Rannsóknir hér á landi sýna fram á töluverðan mun á tíðni
daglegra reykinga hvort sem litið er til búsetu, menntunarstigs eða aldurs.
Reykingar eftir menntunarstigi
Heimild: Heilsa og líðan Íslendinga 2007 og 2012
Daglegar reykingar Allar reykingar
Háskólapróf
Framhaldsskólapróf
Grunnskólapróf og viðbót
Grunnskólapróf
0% 10% 20%5% 15% 25% 30%
Notkun tóbaks í vör meðal karla eftir aldri
Heimild: Heilsa og líðan Íslendinga 2012
Nota tóbak í vör sjaldnar en daglega Nota tóbak í vör daglega
25%
20%
15%
10%
5%
0%
18 til 24 ára 25 til 39 ára 40 til 54 ára 55 til 79 ára
Daglegar reykingar eftir búsetu og kyni
Heimild: Heilsa og líðan Íslendinga 2007 og 2012
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Hö
fuð
bo
rga
rsv
.
Su
ðu
rne
s
Ves
tur
lan
d
Ves
tfir
ðir
No
rðu
rla
nd
Au
stu
rla
nd
Su
ðu
rla
nd
Karlar Konur
bætir Hinrik við. Hann segir að
skynjararnir séu ekki nýir en þar
sem endurnýjun hefur átt sér á
stað á ljósabúnaði taki fólk nú bet-
ur eftir þeim.
Skynjurunum fer fjölgandi
Ljósin eru staðsett yfir Dal-
braut, yfir Fjallkonuveg við Gagn-
veg, yfir Hamrahlíð, yfir Háaleitis-
braut, við Snorrabraut, við
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Reykjavíkurborg vinnur nú að því
að setja nýja gerð af gangbrautar-
ljósum sem skynja gangandi veg-
farendur á fleiri staði í borginni.
Skynjarinn er ofan á ljósunum og
fylgist með vegfarendum og lætur
græna ljósið loga þar til vegfarand-
inn er kominn yfir götuna.
Með þessu fyrirkomulagi er ljós-
stýringin löguð að vegfarendum
sem fara hægar yfir og akandi um-
ferð aðeins stöðvuð þann tíma sem
nauðsynlegt er hverju sinni. „Ef
það er einhver sem gengur hægt
eða fer seint af stað á græna ljós-
inu og er ennþá að ganga yfir þeg-
ar kallinn skiptir aftur í rautt, þá
helst ljósið rautt á bílana þangað til
að viðkomandi er kominn yfir göt-
una,“ segir Hinrik Friðbertsson,
rekstrarstjóri hjá umferðarljósa-
deild Reykjavíkurborgar. Eins og á
öllum gangbrautarljósum þurfa
gangandi vegfarendur að ýta á
hnapp til að panta ljósin.
Hinrik segir að viðbrögðin við
ljósunum hafi verið mjög góð og að
notkun þeirra hafi reynst vel.
„Þetta er það eina sem hefur verið
keypt að undanförnu. Það er verið
að fækka þeim stöðum þar sem
gult ljós blikkar á eftir græna kall-
inum. Það hefur ekki gefið sig nógu
vel að því leyti að bílarnir fara af
stað þótt að fólk sé að ganga yfir,“
Suðurgötu og á Sundlaugarvegi. Þá
eru slík ljós á fjórum stöðum við
Hringbraut.
Hinrik segir að skynjurunum
muni fari fjölgandi vegna góðrar
reynslu. „Þetta er það sem hefur
verið keypt þegar við erum að end-
urnýja ljósin. Mörg þeirra eru farin
að eldast og hafa gengið sinn gang,
og þá reynum við að skipta þeim út
og bæta þessu við.“
Skynjarar sem sjá
vegfarendur fara yfir
Græni kallinn helst grænn þegar gengið er yfir götuna
Morgunblaðið/Þórður
Umferðarljós Skynjararnir eru svartir að lit og líkjast helst myndavélum.
Hér má sjá skynjara á gangbraut Hringbrautar hjá Háskóla Íslands.
Dómi yfir manni sem var dæmdur í
Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl síð-
astliðnum fyrir að hafa orðið fimm
mánaða gamalli dóttur sinni að
bana hefur verið áfrýjað til Hæsta-
réttar.
Maðurinn, sem er á 28. aldursári,
var ákærður fyrir stórfellda lík-
amsárás með því að hrista dóttur
sína svo harkalega í mars 2013 að
hún hlaut blæðingu í heila sem
leiddi til dauða hennar. Auk þess að
vera dæmdur í fimm ára fangelsi
var honum gert að greiða móður
barnsins þrjár milljónir króna í
bætur vegna þess miska sem hún
varð fyrir.
Áverkar sem fundust á barninu
pössuðu allir við þá verknaðarlýs-
ingu að barnið hefði verið hrist.
Marblettir fundust á barninu og þá
greindust áverkar á mænu sem
þykja skýrt dæmi um áverka af
ungbarnahristingi.
Maðurinn neitaði ávallt sök í mál-
inu en ríkissaksóknari fór fram á
ekki minna en átta ára fangelsi yfir
honum, segir á mbl.is.
Áfrýjað í ungbarnahristingsmálinu
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
PARKETFLÍSAR
ekkert að pússa og lakka