Morgunblaðið - 12.06.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.06.2014, Qupperneq 11
Að störfum Ljósmyndarinn Arnaldur Halldórsson að „skáta“ tökustaði úti á landi. Íslenska landslagið er eftirsótt. næst fór ég og lærði í Englandi og Frakklandi,“ segir Arnaldur sem kom hingað heim að námi loknu í kringum 1994 og hefur unnið við fag- ið alla tíð síðan. „Ég var á Morgunblaðinu á sumrin og í auglýsingageiranum á veturna,“ segir hann. Undanfarið hefur hann unnið fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á borð við True North, Pegasus og Republika. Þar er hann fenginn til að „scout-a“ eins og það heitir en það er að fara af stað og finna tökustaði fyr- ir ýmis verkefni. „Oft er lagt af stað og menn segjast ekkert hraun vilja sjá eða svarta sanda, bara fölt gras en oft er það nú svo að menn enda á því þegar komið er á staðinn og þeir sjá hraunið og svörtu sandana að þeir snúa sér gjörsamlega við og skjóta allt í hrauni og svörtum sönd- um,“ segir Arnaldur sem á heiðurinn af fjölmörgum fögrum skotum í myndum á borð við Prometheus og fleiri sem Íslendingar hafa séð á hvíta tjaldinu. Arnaldur viðurkennir að það sé nokkuð gaman að sjá þá tökustaði sem hann hefur valið birt- ast í lokaafurðinni í kvikmyndahús- unum. Áhugaverðasta verkefnið Arnaldur er vel heima í tísku- ljósmyndun og segir að þegar fyrir- sætur komi hingað í myndatöku fylgi þeim oft gríðarmikill farangur. „Þeg- ar verið er að mynda tískuþætti geta fylgt fimmtán ferðatöskur með föt- um og fylgihlutum fyrir módelin,“ segir hann og kemur oft að því að velja staði fyrir tískuljósmyndun eins og annars konar myndatöku. Að- spurður hvert sé eftirminnilegasta verkefnið sem hann hefur tekið þátt í á undanförnum árum segir hann þau vera mörg en eitt standi þó upp úr. „Síðasta sumar var ég í tíu daga að mynda bílaauglýsingar fyrir Mitsub- ishi og það var mjög stórt og skemmtilegt verkefni. Þeir komu hingað frá Tokyó í Japan og við vor- um að mynda bíla í fallegu landslagi fyrir bæklinga í fimm daga og svo í aðra fimm að taka upp auglýsingar. Ég myndi segja að þetta hafi verið með stærri og skemmtilegri auglýs- ingatökum sem ég hef sjálfur verið ljósmyndarinn í verkefninu,“ segir Arnaldur. Sumarið er hlaðið skemmti- legum verkefnum sem hann hlakkar til. „Á sumrin og vorin fer maður af stað í svona verkefni og á veturna er maður í innlendum verkefnum að vinna við auglýsingar, bæklinga og fleira í þeim dúr,“ segir ljósmynd- arinn Arnaldur Halldórsson. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Það getur verið skemmtilegt að horfa yfir höfuðborgina og nágrenni á góðum degi og aldrei að vita nema maður uppgötvi eitthvað nýtt! Þá er ekki nauðsynlegt að fara upp í flug- vél eða þyrlu heldur eru útsýnisstað- irnir nokkrir. Börnum, rétt eins og fullorðnum, þykir æði magnað að fara upp í Hallgrímskirkjuturn og horfa yfir bæinn og flóann. Þó ber að hafa í huga að klukkurnar hringja býsna hátt á heila tímanum og gott að vera vel undir þann hávaða búinn. Upp í turninn kostar 100 krónur fyrir börn og 700 krónur fyrir fullorðna. Aðrir góðir útsýnisstaðir sem ekkert kostar inn á eru allnokkrir: Úlfars- fellið er góður staður og Esjan sömuleiðis. Þarna má tvinna saman dálitla hreyfingu og náttúruskoðun. Perlan er sömuleiðis ljómandi fínn staður og þar eru sjónaukar fyrir þá sem vilja skoða borgina nánar. Úthverfin eiga mörg hver sína staði þar sem borgin sést frá skemmtilegu sjónarhorni. Má þar til dæmis nefna Grafarholtið og Breið- holtið.Á Vatnsendahæðinni er gott útsýni yfir borgina og þar mætti koma sér fyrir í grænni lautu með teppi og nesti, eins og góðir sumar- dagar kalla á. Það er um að gera að njóta þess sem nærumhverfi þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á að bjóða og leyfa því að koma sér á óvart með því að finna ný sjónar- horn. Góðir útsýnisstaðir í Reykjavík Morgunblaðið/ÞÖK Reykjavík Á blíðviðrisdögum getur verið gaman að sjá borgina frá öðru sjónar- horni, til dæmis ofan úr Perlu, fjalli eða Hallgrímskirkjuturninum. Horft yfir borgina á góðum degi Besti bílinn. Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014* af blaðamönnum frá 22 löndum. Takk fyrir okkur! Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 7,1-1,5 l/100 km, CNG 3,3-3,2 kg/100 km; E-Tron blönduð orkunotkun í kWh á 100 km: 11,4; CO 2 útblástur í blönduðum akstri: 165-35 g/km, CNG 92-88 g/km. Uppgefnar tölur miðast annars vegar við bensín- og hinsvegar rafmótor. *World Car Awards 2014, New York: www.wcoty.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.