Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Þessi hrossagauksungi kom úr eggi í fyrrinótt í landi
Haga í Aðaldal og horfir þarna inn í óræða framtíðina,
þar sem hann hvílir í traustri hendi ungrar blómarósar,
8 ára gamallar, sem var í heimsókn hjá afa og ömmu í
sveitinni. Hrossagauksungarnir fæðast dökkir, alsettir
hvítum dröfnum og verða fleygir 19-20 daga gamlir.
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Splunkunýr hrossagauksungi í landi Haga í Aðaldal
Horfir inn í óræða framtíðina
Hvað leynist í laufinu? er heiti
göngu sem prófessorarnir Hrefna
Sigurjónsdóttir og Gísli Már Gísla-
son leiða í Elliðaárdal í Reykjavík í
dag 12. júní þar sem skyggnst verð-
ur inn í heim skordýranna. Lagt
verður af stað frá gömlu rafstöð-
inni við Elliðaár kl. 19. Gert er ráð
fyrir að gönguferðin taki um það
bil tvær klukkustundir. Gangan er
ókeypis og öllum opin og göngu-
menn eru hvattir til að taka með
sér stækkunargler.
„Skordýr eru án efa fjölbreytt-
asti flokkur dýra á jörðinni og á Ís-
landi hefur skordýrum fjölgað und-
anfarin ár af ýmsum ástæðum,“
segir m.a. í tilkynningu. Gangan er
liður í samstarfi HÍ og Ferðafélags
Íslands undir yfirskriftinni „Með
fróðleik í fararnesti.“
Morgunblaðið/Eggert
Skoða heim skor-
dýra í Elliðaárdal
Ökufærni er lykilatriðið
þegar ungmenni hefja akstur.
Hvar fær ungmennið þitt kennslu?
Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi
Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni
Allt kennsluefni innifalið
Ökukennsla www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga.
Hringdu
núna
og bóka
ðu
ökuskól
ann
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD
– yfir 40 ár í fagmennsku.
Þekking og reynsla í fyrrirúmi
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Helgafellssveitar hefur auglýst
eftir athugasemdum við tillögu að
deiliskipulagsbreytingu vatnsafls-
virkjunar í Svelgsá í landi Hrísa í
Helgafellssveit. Svæðið sem tillag-
an tekur til afmarkast af spildu frá
inntakslóni að sunnanverðu og nið-
ur að þjóðvegi í norðri, en spildan
liggur að mestu austanmegin við
bakka Svelgsár.
„Ástæðan fyrir þessum breyt-
ingum á deiliskipulaginu er sú að
landeigandi óskaði eftir því. Það er
oft þannig að þegar menn gera
deiliskipulag þá passa hlutirnir
ekki inn í rammana þegar kemur
að því að framkvæma þá. Þá þarf
stundum að breyta skipulaginu,“
segir Jökull Helgason, skipulags-
og byggingarfulltrúi Helgafells-
sveitar.
Orkuvinnsla eykst
Breytingar á fyrirhugaðri vatns-
aflsvirkjun í Svelgsá felast annars
vegar í færslu stöðvarhúss um 180
metra til norðausturs og hins veg-
ar í færslu stíflu ofar í hlíðina.
Horfið er frá því að byggja jarð-
vegsstíflu og þess í stað byggðar
þrjár minni steinsteyptar stíflur í
kvíslum Svelgsár um 450 metrum
ofar í hlíðinni. Afl virkjunarinnar
verður aukið úr 665 kW í 800 kW
en með þessum breytingum eykst
orkuvinnsla án þess að notað verði
meira vatn þar sem virkjað fall er
aukið úr 105 metrum í allt að 160
metra.
„Það er ekkert stórmál að fara í
þessar breytingar. Þetta er sama
vatnið sem við erum að virkja og
sama magn af vatni sem verður
notað. Þetta snýst um það að við
erum að hækka fallhæðina svo við
fáum meira úr vatninu,“ segir Jök-
ull en rafmagnið sem fæst með
virkjuninni mun þjóna öllum
landsmönnum.
Umhverfisáhrif minnka
Mannvirkjagerð virkjunarinnar
felst m.a. í gerð stíflna, inntaks og
stöðvarhúss, aðveiturörs og raf-
veitu. Gert er ráð fyrir aðkomu-
vegi að stöðvarhúsi og vegslóða að
stíflu en Jökull telur breytinguna
vera að sumu leyti mun skárri með
tilliti til náttúrunnar
„Það var gert ráð fyrir gríð-
armiklum mannvirkjum eins og
jarðvegsstíflum og miðlunarlóni en
með þessari breytingu erum við að
hætta við það. Í stað þess er vatn-
ið tekið á hverjum stað í lækjar-
sprænum þar sem þær eru stað-
settar í stað þess að safna þeim
saman. Það er því klárt að um-
hverfisáhrifin minnka með þessu
skipulagi,“ segir Jökull.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Virkjun Rafmagnsframleiðslan mun þjóna öllum hornum landsins.
Skipulagi breytt
í Helgafellssveit
Stærð virkjunar verður aukin
Spámúsin HemMi spáir Japan sigri á
heimsmeistaramóti karla í knatt-
spyrnu. Um er að ræða leik, sem
starfsmenn Keldu, tilraunastöðvar
Háskóla Íslands í meinafræðum, stóð
fyrir. Músin HemMi var fengin til að
spá fyrir um sigurvegara heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu. Nafn mús-
arinnar er tilvísun í skammstöfun á
heiti mótsins, HM, sem stendur fyrir
heimsmeistaramót.
Miðar merktir öllum þjóðum sem
taka þátt í mótinu voru settir í box
ásamt músinni forsjálu. HemMi valdi
japanska miðann og verður áhugavert
að sjá hvort spá hans rætist. Besti ár-
angur Japans hingað til á heimsmeist-
aramótinu í knattspyrnu er að komast
í 16 liða úrslit og eru þeir með gott lið,
en fáir spá þeim sigri á mótinu.
Fordæmi fyrir spágetu dýra
„Í íþróttakeppnum hafa dýr oft
spáð fyrir um úrslit leikja og því feng-
um við þessa hugmynd,“ segir Ívar
Örn Árnason, starfsmaður á Keldum.
Þar sem fáir hafa trú á möguleikum
Japans á sigri er mögulegt að græða
háar fjárhæðir ef veðjað er á að þeir
sigri. „Mér finnst spáin ansi djörf.
Skemmtilegt væri að sannfæra fram-
kvæmdastjórann um að setja pening á
Japan til að reyna að styrkja Keldur,“
segir Ívar og hlær.
Spágáfa dýra í íþróttum á sér langa
forsögu en frægasta dæmið er án efa
þýski kolkrabbinn Páll, sem spáði rétt
fyrir um alla leiki Þýskalands á
heimsmeistaramóti karla í knatt-
spyrnu árið 2010 og hlaut heimsfrægð
fyrir. Auk þess að hafa spáð fyrir um
alla leiki Þýskalands rétt spáði Páll
rétt fyrir um úrslitaleik mótsins, en
Spánn hlaut vinninginn. Á sama móti
reis singapúrski páfagaukurinn Mani
til metorða, en hann, líkt og Páll, spáði
rétt fyrir um alla leiki Þýskalands.
isb@mbl.is
Spámúsin frá Keldum
spáir japönskum sigri
Dýr hafa oft spáð rétt fyrir um knattspyrnuleiki
Forspá HemMi fetar í fótspor kolkrabbans Páls og spáir sigurvegara á HM.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið.