Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 23

Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 ✝ Sigurður Har-aldsson fæddist í Reykjavík 30. mars 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans 5. júní 2014. Foreldrar hans voru Haraldur Þor- steinsson húsa- smíðameistari í Reykjavík, f. 23. maí 1923, d. 5. október 2010, og kona hans Aðalheiður Sigurðardóttir hárgreiðslukona í Reykjavík, f. 21. desember 1925, d. 9. maí 2010. Börn þeirra hjóna og systkini Sigurðar eru: 1) Þor- steinn, f. 2. desember 1949, lög- giltur endurskoðandi, maki Lára V. Júlíusdóttir, f. 13. apríl 1951, hæstaréttarlögmaður. 2) Ingibjörg, f. 20. janúar 1953, skrifstofumaður, maki Sturla D. Þorsteinsson, f. 15. maí 1951, kennari. 3) Ástráður, f. 27. ágúst 1961, hæstaréttarlögmaður, maki Eyrún Finnbogadóttir, f. Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður, f. 9. maí 1971, maki Kristín Björg Eysteinsdóttir, MBA, f. 9. mars 1972. Dætur þeirra eru: Karólína, f. 31. ágúst 1997, Lovísa, f. 12. janúar 2002, og Elísabet, f. 15. október 2007. 2) Aðalheiður Sigurðardóttir verkefnastjóri, MPM, f. 1. nóvember 1975, maki Ingvar Tryggvason flugstjóri, f. 12. júlí 1972. Sigurður var fæddur og upp- alinn í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1969 og prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands 1973. Að námi loknu hóf Sigurður störf hjá fjármálaráðuneytinu. Lengst af starfaði hann við útflutning á saltfiski. Hann starfaði hjá Sölu- sambandi íslenskra fisk- framleiðenda frá 1978-1992, síð- ustu árin sem framkvæmda- stjóri. Síðastliðin 22 ár stundaði Sigurður sjálfstætt, í samstarfi við aðra, útflutning á saltfiski, einkum til Spánar. Á yngri ár- um stundaði Sigurður knatt- spyrnu með Val og sat hann um tíma í stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Sigurður verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 12. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 13. 27. maí 1964, tón- menntakennari. Sigurður kvænt- ist 30. október 1971 eftirlifandi eigin- konu sinni, Jónu Guðjónsdóttur skrifstofumanni, f. í Reykjavík 27. júlí 1949. Foreldrar hennar voru Guð- jón Guðmundsson, bifreiðasmiður í Reykjavík, f. 11. júlí 1910, d. 24. maí 2001, og Ólöf Bjarnadóttir húsmóðir, f. 8. október 1907, d. 15. apríl 1983. Sigurður og Jóna bjuggu alla tíð á höfuðborgarsvæðinu, lengst af á Hofteig í Reykjavík og síðar á Bakkaflöt í Garðabæ. Eftir að börnin fóru að heiman minnkuðu þau við sig og bjuggu nú síðast í Skógarseli 41. Þau hjónin áttu hús á Flúðum þar sem þau undu vel hag sínum og gátu sinnt sameiginlegu áhuga- máli sínu, skógrækt. Börn þeirra hjóna eru: 1) Mundu hvaðan og af hverjum þú ert komin og vertu stolt af því. Þetta er það sem afi hamr- aði á í sífellu við mig síðustu vikurnar áður en hann kvaddi. Þetta mun ég svo sannarlega hafa að leiðarljósi. Ég mun allt- af muna hvaðan ég kem og ég er einstaklega stolt af því. Afi minn Siggi á sinn þátt í því að ég ber höfuðið hátt. Hann var einstaklega vitur og góður mað- ur og hann kenndi mér margt. Hann var alltaf stoltur af því sem ég gerði. Ef eitthvað fór miður þá hvatti hann mig alltaf áfram til að vera dugleg og að ég ætti að halda mínu striki og þá færi bara betur næst, sem það yfirleitt alltaf gerði. Það sem situr mest í mér nú þegar ég kveð afa Sigga er allt sem afi kenndi mér bara með því einu að spjalla saman. Þetta voru bæði hlutir sem skipta minna máli eins og til dæmis það hvenær sólstöður eru en einnig atriði sem skipta meira máli eins og það að halda vin- áttu við rétt fólk og að maður eigi að standa sig vel í skóla. Minning afa mun alltaf lifa í hjarta mínu og mun ég líklega helst minnast hans fyrir það hversu glaður hann var þegar við vorum saman og hversu gaman hann hafði af því að stríða mér, en fyrst og fremst mun ég minnast hans fyrir mikla visku og allt það sem hann reyndi að kenna mér. Hann má vita það að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að standa mig – fyr- ir hann. Hvíl í friði, afi minn. „Eres dueno de tu silencio y esclavo de tus palabras“ – „Þú ert eigandi þagnar þinnar en þræll orða þinna.“ Karólína Ólafsdóttir. Fimmtudaginn 5. júní síðast- liðinn lést móðurbróðir okkar, Sigurður Haraldsson. Við systkinin vorum svo heppin að búa í nágrenni við Sigga og Jónu á okkar uppvaxtarárum. Okkur fannst fátt skemmtilegra en að fá að labba eða hjóla nið- ur Flatirnar og jafnvel enda í einhverju góðgæti á Bakkaflöt- inni þar sem við vorum öll tíðir gestir. Þar gat maður oftar en ekki gengið að því vísu að fá eina ískalda Seltzer eftir langa útiveru. Þar var margt brallað, farið í pottinn, stóra pípusafnið hans Sigga skoðað, svo ekki sé minnst á fjársjóðskistuna góðu. Kistan var í anddyrinu á Bakkaflötinni og oftar en ekki var hægt að finna einhverskon- ar góðgæti í henni. Minnisstæð- ast er okkur þó þegar hún var full af ávaxtatyggjói og fékk maður alltaf eitt í nesti á leið- inni heim. Siggi og Jóna eiga sér griða- stað á Flúðum. Siggi var dug- legur að rækta upp garðinn þar eins og á Bakkaflötinni. Golf- völlinn á Flúðum stundaði Siggi mikið og fór Baldvin nokkrum sinnum með honum hring þar. Siggi hafði alltaf mikinn metnað fyrir okkur systkinin. Í samtölum okkar eftir unglings- árin lagði hann ríka áherslu á að við myndum standa okkur vel í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hvort sem það var nám eða áhugamál. Við systkinin kunnum virkilega að meta það og erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Elsku Siggi, nú ertu von- andi kominn á betri stað og við erum viss um að amma og afi taka vel á móti þér. Elsku Jóna, Ólafur, Kristín, Aðalheiður, Ingvar, Karólína, Lovísa og Elísabet, hugur okk- ar hefur verið hjá ykkur síðustu daga. Við sendum ykkur sam- úðarkveðjur. Andri Þór, Guðrún Arna og Baldvin. Það er dapurlegt að þurfa að kveðja ævifélaga sinn á alltof ungum aldri. Við Sigurður Haraldsson, Siggi frændi minn, höfum átt samleið alla ævi. Man fyrst eftir okkur á Norðurstígnum hjá afa og ömmu. Vorum þar oft sam- an. Lékum við frænkur okkar og fengum að borða hjá ömmu. Hjá henni leið okkur vel. Við Siggi vorum systrasynir. Elstu synir mæðra okkar. Mæður okkar voru ekki bara systur. Þær voru líka fóstbræð- ur alla ævi. Við Siggi vorum því ekki bara frændur. Stutt á milli okkar. Ekki bara frændur, bræður og vinir alla ævi. Lengstum voru við ekki endi- lega hvor með öðrum á hverjum degi og stundum leið langur tími svo að við heyrðum eða fréttum varla hvor af öðrum. En ef á bjátaði var stutt á milli okkar. Vissan um að við ættum hvor annan að bjó alltaf með okkur. Þegar að herti eins og gerist í lífi okkar allra gátum við leitað hvor til hins. Siggi frændi minn var góður drengur. Hann kom ekki illa fram við annað fólk. Hann var að vísu ekki allra. Hann gat verið hornóttur. Jafnvel erfiður stundum. En Siggi var góð manneskja og einn þeirra sem sjá til þess að hlutirnir komast í verk og að öllu er til skila hald- ið. Það var Sigga erfið raun að finna sig missa heilsu uppúr miðjum aldri. Barátta hans tók mörg ár og var honum erfið. Það var okkur sem þótti vænt um hann líka erfitt að fylgjast með baráttu hans. Þegar nær dró endalokum var það mér mikil huggun að fylgjast með því hvernig Siggi frændi minn tókst á við dauð- ann. Þar komu allir hans eðl- iskostir í ljós. Æðruleysið. Raunsæið. Sáttfýsi og hlýja. Þess óska ég, þegar þar að kemur að ég beri gæfu til að deyja með sömu reisn og Siggi frændi minn. Ragnar Valsson. Vinátta okkar Sigurður Haraldssonar nær til ársins 1954 er við vorum saman í Ís- aksskóla. Við bjuggum báðir á Miklubrautinni og nutum þess að leika knattspyrnu ýmist á Klambratúninu eða á Valsvell- inum á Hlíðarenda. Sigurður var mjög efnilegur knatt- spyrnumaður sem hætti allt of snemma að leika knattspyrnu með Val. Í leik í 5. flokki skor- aði hann 10 mörk í fyrri hálf- leik. Þjálfara andstæðinganna fannst nóg komið og hætti leik. Á veturna lékum við körfu- knattleik með KFR. Þar var vinur okkar Þórir Magnússon fremstur í flokki. Skólaganga okkar var sam- ofin. Við fylgdumst að í Austur- bæjarskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Menntaskóla Reykjavíkur og í viðskiptafræði Háskóla Íslands þar sem við sátum saman í stjórn Félags viðskiptafræðinema. Sem slíkir sóttum við ráðstefnur til hinna Norðurlandaríkjanna og höfð- um gaman af. Eins og verða vill skildi leiðir þegar við vorum komnir á kaf í atvinnurekstur. Sem betur fer komum við saman á ný fyrir nokkrum árum og endurnýjuð- um vinskapinn. Kæra Jóna og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng gleymist aldrei. Bjarni Bjarnason og Emilía Ólafsdóttir. Móður minni þótti vænt um Sigurð Haraldsson enda var hún góður mannþekkjari. Sig- urður var tíður gestur á heimili mínu þegar við vorum í fimmta og sjötta bekk menntaskóla og var það gagnkvæmt af minni hálfu á hans heimili. Þangað vandi ég komur mínar á þessum árum og naut gestrisni og vel- vildar foreldra Sigurðar, þeirra Aðalheiðar og Haraldar. Við Sigurður lásum iðulega saman og naut ég mjög góðs af því. Við urðum því vel kunnugir og góðir vinir. Leiðir okkar lágu ekki mikið saman á síðari árum en nokkuð þó og þegar við hittumst var sem við hefð- um alla tíð umgengist náið, eins og gerist gjarnan með þá sem bindast vinaböndum á yngri ár- um. Þau bönd trosna ekki auð- veldlega. Sigurð hitti ég síðast fyrir nokkrum dögum og var hann þá á líknardeild Landspítalans. Þótti mér gott að ná fundum hans áður en hann kvaddi. Sigurður tók örlögum sínum af æðruleysi. Hann sagði að vel færi um sig og ekki væri yfir neinu að kvarta miðað við að- stæður sínar. Hann naut ástrík- is eiginkonu sinnar og fann ég fyrir því þá stund sem ég var hjá honum hve mikils virði hún var honum. Á borðinu var tómt glas og sá ég ekki betur en að á botni þess væri rauðvínstár. Sigurður staðfesti aðspurður að svo væri. Ég sagðist geta mér þess til að vínið væri spænskt – vitandi um tengsl Sigurðar við Spán – og sagðist vona að þetta væri sæmilega góður árgangur. Sigurður kímdi og kvað svo vera. Bætti svo við að þótt ým- islegt væri að gefa sig væri hann staðráðinn í að verða ekki viðskila við lystisemdir lífsins fyrr en í fulla hnefana. Ég minnist Sigurðar sem sanngjarns í dómum um menn og málefni. Hann var hófsemd- armaður en skapmaður var hann ef því var að skipta. Var það einkum ef hann taldi sig sjá órétti beitt. Við slíku brást hann ákveðið og varð þá illa haggað. Sigurður fellur frá langt um aldur fram. Hans var saknað þegar fjörutíu og fimm ára stúdentsárgangurinn í MR kom nýlega saman til endurfunda. Menn göntuðust með það að ár- gangurinn virtist batna með ár- unum – líkt og eðalvínin. En aldrei verður okkar ágæti ár- gangur samur án Sigga Har- alds. Þar er nú skarð fyrir skildi og veit ég að þar mæli ég fyrir munn skólafélaga og vina úr 6. DE, svo og annarra í ár- ganginum. Við sendum Jónu og börnum og barnabörnum þeirra Sigurð- ar, svo og stórfjölskyldunni allri, innilegar samúðarkveðjur. Missir ykkar er mikill en minn- ingin yljar. Ögmundur Jónasson. Okkur langar að fara nokkr- um orðum um góðan dreng, Sigurð Haraldsson, sem fallinn er nú frá eftir erfið veikindi undanfarin ár. Við kynntumst Sigga fyrst um árið 2005 þegar við hófum að vinna saman að sölu á salt- fiski til Spánar í gegnum félagið Bacco sem hann og við vorum meðal annarra meðeigendur að. Einar hafði þó reyndar kynnst honum áður þegar hann var í stjórn SÍF á sínum tíma. Eftir að við byrjuðum að vinna sam- an þurfti ekki langan tíma til að átta sig á því að Siggi var haf- sjór fróðleiks um allt er sneri að saltfiski og sölumálum enda með margra ára reynslu í þess- um bransa. Það má segja að saltfiskmarkaðurinn sé heimur út af fyrir sig og kannski öðru- vísi kúltúr þar en í öðru innan sjávarútvegsins. En þetta var kúltúr sem Siggi tileinkaði sér og hann vissi svo sem flest um saltfisk og framleiðslu og sölu á honum. En það sem gerði hann svo góðan í sínu fagi var að hann lagði sig fram um að setja sig inn í heim kaupandans, þ.e. kynnast menningu og aðstæð- um á markaðnum þarna úti, sérstaklega á Spáni sem var hans heimavöllur. Hann lærði líka spænsku og það hjálpaði virkilega til að ná enn betri ár- angri og tengjast kaupendum þar sem þeir í flestum tilvikum töluðu litla sem enga ensku. Við fórum reglulega saman í söluferðir suður á Spán með Sigga, við frá Auðbjörgu og með öðrum innan hópsins hjá Bacco. Þessar ferðir voru mjög skemmtilegar og upplýsandi þar sem Siggi var mjög fróður um allt er sneri að Spáni. Oft- ast vissi hann meira en Spán- verjarnir sjálfir um þessar slóð- ir og líka saltfiskmarkaðinn sjálfan. Hann eignaðist líka mjög góða vini þarna á Spáni sem hann vann lengi með og myndaðist mikið traust á milli. Heilt yfir vildi Siggi byggja upp samband milli kaupenda og seljanda sem byggði á lang- tímasambandi þar sem ákveðið traust og samheldni ríkti. Það má segja að Siggi hafi kennt okkur ansi margt er kemur að saltfiskmálum og sér- staklega um markaðinn á Spáni. Hann var líka eldklár maður, glöggur og vel lesinn og gaman að ferðast með. Ekki var nóg með það, því Siggi var okkur líka einstaklega góður vinur og gott að leita til með allt. Það eru búin að vera ansi erfið ár fyrir Sigga í þessum veikindum og ekki síst fyrir Jónu konuna hans, sem hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum í gegnum þykkt og þunnt. Þrátt fyrir að hann hafi misst starfsorkuna og verið bú- inn að draga sig í hlé frá störf- um var oft hægt að leita til Sigga með ráð og komum við aldrei að tómum kofanum. Hann vildi alltaf hjálpa vinum sínum og styðja þá eins og hann gat þrátt fyrir veikindin. Við viljum minnast okkar góða vinar með hlýhug og þakka fyrir þá vináttu sem hann sýndi okkur. Vonum að þú hafir það gott á nýjum stað, þarna uppi. Við sendum Jónu og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur og biðjum góð- an guð að blessa þau og hugga á þessari erfiðu stundu. Einar Sigurðsson, Ármann Einarsson, Guðbjartur Örn Einarsson og starfsfólk Auðbjargar ehf. í Þorlákshöfn. Sigurður Haraldsson Elsku hjartans Tinna. það er svo sárt að þurfa að kveðja þig núna, í blóma lífsins. Þú varst svo yndisleg vinkona, þú reyndist okkur svo vel og varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þú varst svo yndislega einstök, hjartahlý og með gífurlega sterka réttlætis- kennd og sterkar skoðanir. Þú varst líka svo hugrökk, þú þorðir að vera þú sjálf og berjast fyrir þínum skoðunum og hugsjónum. Við vorum svo stolt af þér í sjón- varpsviðtalinu, þú þorðir að stíga fram í einlægni og benda á mikilvægt samfélagsmein og vildir forða öðrum frá því. Þann- ig varstu alltaf, ávallt reiðubúin að hjálpa öðrum, staðráðin í því að betrumbæta heiminn og þú gerðir það líka í orðum og gjörð- um. Í það minnsta bættir þú heim okkar, við erum svo þakk- lát fyrir að hafa þekkt þig og Tinna Ingólfsdóttir ✝ Tinna Ingólfs-dóttir fæddist 6. júlí 1992. Hún lést 21. maí 2014. Útför Tinnu fór fram 6. júní 2014. fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Þú komst oft til okkar og við gát- um talað endalaust um allt og ekkert. Við vildum óska þess að við hefðu fengið að njóta þín lengur því þú varst svo einlæg og ynd- isleg manneskja. En við erum svo gífur- lega þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem við höfum, lang- ar umræður um bókmenntir, tónlist, stjórnmál og hversdags- leikann, brjálaðar hljómsveit- aræfingar og tónleikana í hell- inum, leika við Beru og læra saman fyrir próf. Þessar góðu minningar munu fylgja okkur áfram, við munum ávallt elska þig og sakna þín, elsku Tinna, en minning þín mun varðveitast með ástvinum þínum sem minn- ast þín. Við vottum fjölskyldu Tinnu og Kristjáni okkar inni- legustu samúð. Svo er því farið: sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Dáinn er ég þér. En þú munt lifa undir himni mínum þar til myrkvast hann. Missa hlýt ég þá eins og þú hefur gert ljós dagsins land, sögu, hvern mann. (Hannes Pétursson) Þínir vinir, Teresa Dröfn, Tómas og Bera Dís. Á áratuga kennsluferli við Menntaskólann á Akureyri kynntist ég fjölda eftirminni- legra nemenda. Tinna Ingólfs- dóttir var einn allra eftirminni- legasti nemandinn í þeim hópi. Tinna var kjörkuð ung kona. Hún stökk á svið og glímdi við klassískt rokk og pönk, Lemmy og Pistols. Stundum mætti Tinna í klæðnaði sem minnti okkur hin á að kannski er bara allt í lagi að fylgja eigin tilfinn- ingu gagnvart tilefninu í stað þess að reyna að hverfa inn í einlitan fjöldann. Öskudagurinn var tækifæri þar sem hug- myndaflug Tinnu fékk að njóta sín, einhvern tíma var hún lát- bragðsleikari þann dag. Lát- bragðsleikarinn sýnir okkur bæði gleði og sorg en við kom- umst heldur ekki undan því að hugsa sjálf. Svo gat hún verið venjulegur unglingur með sömu áhugamál og allir hinir þess á milli. Tinna las samfélagstengsl- in eins og opna bók sem gerði umræðu alla liðlegri í bekknum. Best þótti mér í fari hennar hin skarpa og gagnrýna sýn á sam- tímamenninguna, miðað við ung- an aldur hennar, þar átti Tinna margt ósagt. Hún þurfti svigrúm sem nemandi, svigrúm sem okk- ur kennurum er mislagið að veita í réttum hlutföllum til ólíkra nemenda. Fljótt lærði ég að Tinna kunni með frelsið að fara og skilaði þeim mun betra verki sem efnið var meira fram- andi og meira krefjandi. Mér fannst Tinna Ingólfsdóttir fyr- irmyndarnemandi sem ætlaði sér að njóta þess besta og nýta kjarnann úr menningu fortíðar- innar í viðleitni sinni við að fá nýrri og skýrari sýn á vegferð okkar. Opinn og gagnrýninn hugur Tinnu gerði okkur hin víð- sýnni. Það er ljúft að minnast Tinnu. Hvílíkur harmur að þessi unga kona skuli nú látin. Ég votta fjölskyldu hennar og að- standendum öllum mína dýpstu samúð. Megi þau finna frið og sátt í hjörtum sínum. Þorlákur Axel Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.