Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 24

Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 ✝ Hrund Gunn-arsdóttir fæddist í Reykja- vík hinn 3. október 1969. Hún varð bráðkvödd á heim- ili sínu hinn 29. maí 2014. Hún var fyrsta barn foreldra sinna, þeirra Bjarneyjar K. Wedholm Gunnars- dóttur og Gunnars Vilhelms- sonar. Albróðir Hrundar er Arnar Gunnarsson, eiginkona hans er Guðlaug Norðdahl El- liðadóttir og eiga þau þrjú börn. Hálfbróðir Hrundar er Gunnar Örn Gunnarsson, eig- inkona hans er Linda Rós Daðadóttir og eiga þau þrjá syni. Hrund bjó fyrst við Snorrabraut í Reykjavík og síð- og sinnti starfi gestgjafa um borð í skemmtiferðaskipi og á veitingastað í Los Angeles, en þar bjó hún og starfaði árið 1995. Árið 1996 hóf Hrund störf hjá Stöð 2 sem grafískur hönn- uður og kynntist þar eftirlif- andi eiginmanni sínum, Einari Magnúsi Magnússyni. Árið 2004 eignuðust þau dóttur, Auði, sem fæddist andvana. Hrund og Einar bjuggu fram- an af á Ránargötu í Reykjavík en árið 2003 festu þau kaup á húsi við Suðurgötu í Hafn- arfirði. Hrund var sjálfmenntuð í grafík og starfaði allt til loka- dags sem grafískur hönnuður; um árabil hjá Stöð 2 og síðar hjá Húsasmiðjunni en síðustu árin vann hún sem hönnuður hjá fyrirtæki sem hún og Einar Magnús ráku. Sjá má verk Hrundar víða, en auk starfa við hönnun lagði hún hönd á myndlist. Hrund verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, 12. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 15. an í Sólheimum en árið 1974 flutti fjölskylda hennar upp í Efra- Breiðholt og ólst Hrund þar upp þangað til hún stofnaði heimili með unnusta sín- um, Sverri Hreið- arssyni. Slitu þau samvistum árið 1994. Hrund gekk í Fellaskóla og Menntaskólann við Sund og síð- ar sótti hún listabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Hún sinnti ýmsum störfum sem tengdust hugðarefnum hennar, svo sem rekstri tískuverslunar, margs konar hönnun og þjón- ustustörfum ýmiss konar. Hún starfaði sem flugfreyja hjá flugfélaginu Atlanta árið 1994 Við gerðum ekki ráð fyrir því að sú stund myndi renna upp á lífsgöngu okkar að við settumst niður til að skrifa minningargrein um tengdadóttur okkar sem lokið hefur lífsgöngu sinni hér, langt um aldur fram. En þetta er áminning um hverfulleika lífsins, sem fengið er að láni, eins og séra Hallgrímur Pétursson sagði: Ég á mig ekki hér í veröldinni, Drottinn, ég eign þín er af miskunn þinni. Hrund vissi að lífið er óvissu- ferð. Hún hafði fengið sinn skerf af þrautum þessa lífs. Þau hjónin misstu ungbarn, sem leiddi til sorgar, sem ekki verður lýst með orðum. Hún háði harða baráttu við sjúkdóma, sem hún virtist þó að mestu hafa sigrast á, þegar þetta óvænta kall kom. Hún var hugrökk og æðrulaus í veikindum sínum og jafnan var stutt í brosið, sem var henni svo eiginlegt og sendi góða strauma til allra sem nærri henni voru. Hrund var rík af umhyggjusemi og samkennd með öðrum og lagði mikla vinnu í að styðja við bakið á þeim sem hjálpar þurftu við, m.a. á sjúkra- húsinu Vogi og hjá Rauða kross- inum. Hrund var mikill dýravinur, sem segir mikið um manneskj- una. Rauði krossinn hefur haft forustu um að þjálfa hunda sem farið er með inn á hjúkrunar- heimili, þar sem dvalargestir geta komist í snertingu við þessi góðu dýr, ef þeim sýnist svo. Í einni slíkri heimsókn, sem Hrund fór í með hundinn sinn, Bjart, gerðist það að öldruð kona, sem ekki hafði mælt orð í langan tíma, brást þannig við þegar hún sá Bjart, að hún fór að tala til hans og brosti af ánægju af komu hans og nærveru. Þetta hafði mönnum ekki tekist. Rauði krossinn á þakkir skildar fyrir þessa starf- semi. Þessar línu eru skrifaðar til að þakka samfylgdina, sem okkur, tengdaforeldrum Hrundar, hlotnaðist að eiga með henni frá því hún kom inn í fjölskyldu okk- ar, þegar hún gekk í hjónaband með Einari Magnúsi, syni okkar. Við þökkum allar góðu stundirn- ar sem við áttum á heimili þeirra, þar sem Hrund naut þess að stjana í kringum okkur, og gæða okkur á sem bestum mat. Einnig góðu stundirnar í sumarhúsinu okkar, þar sem hlustað var á fuglasönginn, farið í göngutúra og Bjartur, sem dáði Hrund svo mikið, göslaði í læknum. Hvar sem Hrund fór sáði hún fræjum vináttu og kærleika og nú, þegar hún kveður þetta jarðneska líf, sjáum við fyrir okkur í sporum hennar, sem hún skilur eftir sig af lífsgöngu sinni hér, geisla birtu kærleika og ástar sem hún var svo rík af og örlát á að láta þá njóta sem voru svo lánsamir að eiga samleið með henni. Við trú- um því að þegar Hrund stóð við vegamótin hafi hún litið til þess sem segir í Bókinni við veginn eftir Lao-tse: Fylgdu ljósinu og láttu það vísa þér veg- inn heim, þá mun eyðing líkamans ekki verða þér að tjóni. Það er að íklæðast eilífðinni. Við þökkum fyrir að hafa átt þessa yndislegu konu fyrir tengdadóttur. Blessuð sé minn- ing hennar. Hanna og Magnús L. Sveinsson. Það sækja að ótal minningar við andlát Hrundar okkar. Við minnumst lítillar hnátu sem var besta vinkona Ólafar systurdótt- ur hennar Svölu. Þær tvær voru óaðskiljanlegar frá fimm ára aldri og varð hún órjúfanlegur partur af fjölskyldunni. Seinna er vin- konurnar, sem í raun lifðu eins og systur, fóru að hafa aldur til komu þær oft til okkar Svölu þar sem við vorum í veitingarekstri í Geilo í Noregi í mörg ár og bjuggu hjá okkur í jóla- og sum- arfríum. Þær voru ekki að koma í frí heldur líka til að vinna með okkur þótt þær væru varla með aldur til. Þær vildu taka þátt í veitingarekstri Svölu frænku. Það var ávallt fjör og átti Hrund stóran þátt í að skapa það. Hún var síkát, hlæjandi og skemmti- leg. Á táningsaldrinum tóku að mæta til okkar í Geilo sífellt meiri tískuskvísur í sérstaklega fram- úrstefnulegum fatnaði. Stundum fannst manni nóg um, enda var í gangi tískutímabil með herðapúð- um og sítt að aftan. Hrund hann- aði þetta allt og saumaði. Þarna, um það bil 15 ára, varð hún fata- hönnuður. Iðulega hurfu dýrir jakkar og skyrtur úr fataskáp kokksins og sáust síðar sem end- urhannaðar flíkur. Þetta var bráðþroskatímabil hjá ungum stúlkum og tóku þær stelpurnar fullan þátt í skíða- og skemmt- analífinu í Geilo og voru vinsælar. Hrund laðaði að sér vini. Við minnumst miðnætur- sparksleðaferðar með gítar og söng. Skapgerð okkar fór einkar vel saman og þótti sumum ærsla- hátturinn á stundum fullmikill. Það var mikið hlegið þá og alla tíð síðan þegar við hittumst í fjöl- skylduboðunum. Hrund fer í ferðalög og starfar meðal annars sem flugfreyja í pílagrímaflugi í ströngum löndum araba. Þar var hægt að sveigja reglur skemmti- lega eins og henni var einni lagið. Seinna verðum við Hrund sam- starfsfélagar uppi á Stöð 2. Þar kemur hún til starfa sem grafísk- ur hönnuður og kynnist Einari Magnúsi dagskrárgerðarmanni. Þau giftust og áttu vel saman. Ólík að háttum, en samhljómur- inn leyndi sér ekki. Það var aldrei vandamál að líta á spaugilegar hliðar á tilverunni með þeim báð- um. Einar verður kletturinn í til- veru Hrundar. Lífið er samt ekki eitt partí þótt við Hrund gætum stundum haldið það. Það hefur sínar alvarlegu hliðar líka og stundum birtast áföllin sumum oftar og þyngra en öðrum. Þau Hrund og Einar hafa alveg fengið sinn skammt af þeim. Nú er hún farin frá okkur – óvænt, einmitt þegar við trúðum að nú væri hún komin yfir hæðina og júnísólbjart lífið blasti við. En þetta er ekki í okkar höndum. Hrund var síkát og skemmtileg, besti barnavinur og örlát á allar gjafir til barnanna í fjölskyldunni sem öll elskuðu hana svo mikið. Hún var mikill dýravinur og skildi dýrin. Hennar er sárt saknað af okkur öllum og kveðjum við hana með ást í hjarta. Minningin um Hrund lifir og gefur byr til að takast á við þau litlu lífsins vandamál sem okkur finnst svo stór á sama hátt og hún tókst á við sín miklu mál með æðruleysi, jákvæðni, sem henni var einni lagið – með gleði og fal- legu brosi. Hugur okkar er með Einari Magnúsi, Ólöfu, foreldrum Hrundar, Arnari og fjölskyldum þeirra. Með hjartans kveðju. Elsku Hrundan okkar allra, farvel í ást og friði. Sigurður Lárus Hall, Svala Ólafsdóttir, Krista Sigríður og Ólafur Árni. Við héldum hvert utan um ann- að sl. uppstigningardag og grét- um saman yfir þeirri harmafregn að Hrund hefði látist í svefni þessa nótt. Aðeins 44 ára gömul er hún Hrund farin frá okkur, alltof fljótt. Margar hugsanir og góðar minningar komu upp í hug- ann. En brottförin var falleg, hún sofnaði svefninum langa, á sjálfan uppstigningardag, heima hjá sér, þar sem henni leið alltaf best, hjá manninum sem hún elskaði og hafði verndað hana og gætt vel alla tíð. Skyndilega laust niður í huga okkar þeirri hugsun að nú hefði Hrund fengið lausn frá veikind- um og líkamlegri vanlíðan og við tæki dýrðlegur fagnaður á öðru tilverustigi. Við jafnvel brostum aðeins í gegnum tárin því við sögðum hvert við annað að á móti Hrund kæmi nú með útréttar hendur að fagna henni Auður litla sem hún fæddi andvana fyrir tíu árum. Þær væru nú saman á nýj- um stað og umvefðu hvor aðra ást og kærleika. Minningin um Hrund verður ætíð geislandi af hlýju og ástúð. Hún var gefandi og hafði yndis- lega nærveru. Lífið var henni ekki alltaf auðvelt. Hún tókst á við veikindi, þurfti að glíma við krabbamein, afleiðingar lyfja- meðferða og svo að missa full- burða dóttur í fæðingu. Hrund barðist ekki ein og óstudd á þess- um grimma vígvelli. Einar Magn- ús, eiginmaður hennar, var ávallt hennar sterki stöðugi bakhjarl. Gaf henni von, studdi hana og styrkti, barðist við hlið hennar, leiðbeindi henni og vísaði veginn. Hann tileinkaði líf sitt því að gera henni lífið gott og skemmtilegt, hlúa að henni og umfaðma alla tíð, alveg sama á hverju gekk. Þau bjuggu sér heimili í gömlu húsi í Hafnarfirðinum og þeir sem þangað komu upplifðu kær- leiksríkt hreiður, bjart og hreint, einstaklega listrænt í öllum um- búnaði. Húsið var Hrund dýr- mætt skjól og Einar hafði, með einstökum framkvæmdakrafti, gert það sem best úr garði svo að ástinni hans liði þar vel með hon- um. Einar og Hrund buðu skipti- nema til dvalar hjá sér sl. haust, tyrkneskri stúlku sem heitir Kardelene. Hrund leiðbeindi og kenndi og annaðist þessa stúlku af mikilli hlýju og ástúð. Þær voru mjög samrýndar og Hrund naut þess að annast skiptinemann og það veitti henni þá upplifun sem hún hafði þráð; að vera móðir og ábyrg fyrir þroska og lífi þessar- ar stúlku. Við segjum á þessum degi, við kveðjustund: Takk, elsku Hrund, takk fyrir samfylgdina og takk fyrir að koma inn í líf okkar með bros, hlýju, gamansemi og grín. En samfylgdin var alltof stutt. Söngtexti Þorsteins Eggertsson- ar, sem sunginn verður við útför- ina, er friðþæging og sefar sár- asta söknuðinn og áfallið við andlát Hrundar: Sefur þú nú, sætt og rótt, sveipuð í rökkri og yl. Þótt þú færir allt of fljótt, frábært var að vera til. Aftur er augun þín skær, opnast, þá verður þér nær, dóttir sem Drottinn tók sér, daginn sem fæddist hún þér. Er ég hugsa um á himnum þann fund, frið í hjarta ég skynja um stund. Sólveig (Solly), Bjarni Dagur og Hanna Rakel. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Ég mun ævinlega verða þakk- látur fyrir að hafa haft Hrund í lífi mínu allt frá fæðingu minni, hún var mér óendanlega góð. Ég á ótal dásamlegar minningar um Hrund sem ég mun geyma í hjarta mínu alla tíð. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Ein- ars, Túllu, Gunnars, Arnars, Ólaf- ar, Kardelen og allra þeirra sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls elsku Hrundar. Örvar Geir og fjölskylda. Í dag kveð ég Hrund, bestu vinkonu mína í gegnum fjörutíu ár. Ævi okkar hefur verið sam- ofin frá því hún, með djúpu spé- koppana sína, bauð mér í fimm ára afmælið sitt. Þann dag urðum við bestu vinkonur enda hafði ég fært henni í afmælisgjöf skraut- lega flösku með freyðibaði og kúluteygjur í hárið sem hún var hæstánægð með. Minningarnar eru óteljandi. Við deildum öllu og höfðum lykla að heimilum hvor annarrar. Við ákváðum hvar best var að borða, gista og vera og eyddum saman sólarhringum og vikum en ekki dögum. Ímyndunaraflinu voru engin takmörk sett og áhugamál- in áttum við saman. Bræður okk- ar fengu tvær systur fyrir eina og Hrund kallaði ömmu mína ömmu. Hrund var einstök. Hún fékk góðar vöggugjafir, klár, góð, ósérhlífin með óviðjafnanlegan húmor laðaði hún að sér börn og dýr. Hrund var einstaklega list- ræn og allt lék í höndunum á henni. Hún saumaði á okkur fötin frá 14 ára aldri, málaði og teikn- aði. Allt sem hún kom nálægt bar næmu fegurðarskyni hennar gott vitni. Unglingsárin voru ævintýri og við fórum árlega í skíðaferðir til Svölu og Sigga í Geilo. Við hlóg- um út í eitt og vináttan breyttist ekki þótt kærastar væru komnir í spilið. Við vorum óaðskiljanlegar. Hrund, alltaf sjálfstæð, fór ótroðnar slóðir og opnaði tísku- verslun með þáverandi kærasta, Sverri Hreiðarssyni. Eftir að þeirra sambandi lauk flaug Hrund fyrir Atlanta, bjó í Los Angeles og ferðaðist um heimsins höf. Ég fór til náms erlendis en vináttan var söm og heimsóknir og bréfaskriftir tíðar. Bréf Hrundar voru ekki venjuleg bréf. Þau eru fjársjóður minninga, skrifuð á þykkan pappír með vatnslituðum skopmyndum úr hversdagslífi okkar hverju sinni, í hennar anda. Fljótlega eftir að Hrund flutti heim árið 1995 fór hún að vinna á stöð 2 og kynntist þar eiginmanni sínum, Einari Magnúsi. Eftir nokkurra ára bú- skap gerðu þau upp dásamlega fallegt hús í Hafnarfirði og undir- bjuggu komu lítillar stúlku sem ekki fékk að lifa. Sorg þeirra og okkar allra var ólýsanleg. Litlu síðar greinist Hrund með krabba- mein í brjósti. Í kjölfarið missti hún tökin á áfengisneyslu en náði eftir nokkra baráttu undraverð- um bata sem hélst þrátt fyrir að meinið léti aftur á sér kræla. Lífs- vilji og barátta Hrundar í erfiðri krabbameinsmeðferð var aðdá- unarverð og hvergi örlaði á biturð eða sjálfsvorkunn. Einar var hennar stoð og stytta og samband þeirra kærleiksríkt. Þrátt fyrir mótlætið var Hrund alltaf besta vinkonan. Hún samgladdist, hvatti og var endalaus uppspretta hláturs og gleði og algjör skvísa. Hrund var guðmóðir barnanna minna sem sáu ekki sólina fyrir súperfrænkunni. Aðeins hún gæfi þeim brauð með súkkulaðiáleggi og smarties í morgunmat, kæmi í heimsókn með lifandi kanínu eða pakka stærri en börnin sjálf. Við fráfall sálufélaga brestur streng- ur í brjósti. Efst er mér í huga ást og þakklæti fyrir ævilanga vin- áttu sem var, er og verður ein mesta gæfan í mínu lífi. Ég átti bestu vinkonu í öllum heiminum. Elsku Einari, Kardelen, Gunnari, Túllu, Arnari og fjölskyldu send- um við Ásgeir okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólöf Örvarsdóttir. Fyrir fjórum áratugum kynnt- ust litlar stúlkur sem bjuggu við sömu götu, Ólöf og Hrund. Sam- an hafa þær farið gegnum lífið, vinátta þeirra og væntumþykja átti engin mörk. Þær voru Ólö- fogHrund í einu orði. Elsku Hrundan okkar varð ein af okkur. Góð, blíð, gjafmild, fórnfús og dásamlega skemmtileg. Þegar Ólöf eignaðist lítinn bróður eign- aðist hann aðra systur í Hrund. Þær deildu öllu, herbergin þeirra voru eins. Höfðu lykla að heim- ilum beggja, borðuðu þar sem þeim leist betur á matseðilinn hverju sinni. Þær fóru í ballett- skóla, dansskóla, lærðu á skauta og skíði alltaf sem ein. Þegar ung- lingsárin tóku við fór Hrund, 14 ára, að sauma á þær. Hún saum- aði á þær kjóla og kápur. Fyrsti kjóllinn saumaður úr gamalli gardínu. Þær voru tískumeðvit- aðar ungar dömur og gengu í gegnum ýmsar tískubylgjur, t.d. þegar herraskyrtur voru aðal- málið. Þá nýttu þær skyrtur pabba Ólafar óspart. Fannst hon- um stundum nóg um hvað skyrt- urnar hans lyktuðu af dýrindis ilmvötnum sem þær notuðu þá ótæpilega. Unglingsárin liðu við nám og störf, lífið lék við þær. Þær heimsóttu Svölu og Sigga til Noregs allt frá fermingaraldri, einnig dvöldu þær þar sumar- langt. Við sáum þær fyrir okkur með maka og börn, eigandi ham- ingjusamt líf. Um tvítugt voru þær aðskildar í fyrsta sinn, til langs tíma. Ólöf fór utan ásamt Ásgeiri sínum til náms. Þær voru í stöðugu sambandi allan þann tíma, notuðu jólafrí og sumarfrí til samvista. Alltaf var jafn gott að hitta Hrunduna okkar, finna væntumþykjuna og húmorinn. Borðaði hún gjarnan hjá okkur á sunnudögum með æskukærast- anum sinni Sverri, þó að Ólöf og Ásgeir væru fjarri. Hún var ein af fjölskyldunni. Þegar leiðir henn- ar og Sverris skildu gerðist Hrund flugfreyja um hríð. Hún kynntist síðan Einari sín- um og giftist. Hrundan okkar svo falleg í glæsilega brúðarkjólnum sem hún hannaði og saumaði sjálf. Lífið brosti við þeim. Í jan- úar 2004 eignuðust Ólöf og Ás- geir litla stúlku og mikil var gleðin þegar vitnaðist að Hrund og Einar ættu von á langþráðu barni í ágúst sama ár sem síðar kom í ljós að væri stúlka. Við sáum fyrir okkur þessar tvær litlu stúlkur verða eins og mæður þeirra, eiga fallega ást og vináttu. Síðan breyttist allt. Litla stúlk- an fæddist fullkomlega sköpuð, andvana. Sorgin óbærileg. Skömmu síðar greindist Hrund með krabbamein sem hún barðist við í tvígang. Aldrei heyrði maður hana kvarta eða vorkenna sér. Við leyfðum okkur að vona að áföllin yrðu ekki fleiri, nú væri kominn tími uppbyggingar. Þau Einar höfðu fengið til sín yndis- lega stúlku, Kardelen, sem skipti- nema frá Tyrklandi á síðasta ári. Áttu þau þrjú einstaklega fallegt samband. Hrundan okkar kvaddi í svefni að morgni uppstigningar- dags. Sorg okkar og söknuði verður ekki með orðum lýst. Við eigum yndislegar minningar um elsku Hrund sem ylja. Það var okkar lán að fá hana í líf okkar. Elsku Einar, elsku Túlla, Gunnar, Arnar, Gulla, Ólöf okkar, Kardelen, aðrir aðstandendur og vinir. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi allir góðir vættir vernda ykkur og styðja. Minning Hrundar mun lifa. Hún var einstök. Erla og Örvar. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Með þessum orðum úr Háva- málum viljum við minnast vin- konu okkar. Hrund Gunnarsdóttir var ein- stök manneskja með sérlega list- ræna hæfileika. Allt sem Hrund gerði bar þess merki hve smekk- leg hún var, hvort sem það sneri að vinnunni, heimilinu eða útlit- inu, allt var óaðfinnanlegt. Hrund var mikill dýravinur, hláturmild, ráðagóð, fyndin, trygg og alltaf tilbúin að gefa af sér. Hún átti dásamlegan lífsföru- naut og áttu þau margt sameig- inlegt. Listin, húmorinn og vin- átta þeirra var aðdáunarverð. Við vorum svo lánsamar að koma oft heim til þeirra hjóna þar sem við okkur var dekrað í frábærum fé- lagsskap. Með Hrund nutum við alls þess besta sem góðar vinkonur gera saman og erum við þakklátar fyr- ir þann tíma sem við fengum að njóta með henni. Innilegar samúðarkveðjur til Hrund Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.