Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 sturtusett Hitastýrt Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leiðin upp á tindinn getur stundum verið löng og snúin. Allar flugferðirnar sem hugurinn tekur þig í í dag munu bera meiri árangur en þú gast ímyndað þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Tilhneiging þín til að hugsa um of gæti verið vandamál. Njóttu velgengninnar en mundu að lánið er valt og vertu við öllu búin(n). Breyttu til og farðu eftir því sem þú telur best. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Upplagður dagur til breytinga eða umbóta á vinnustað. Vertu trú(r) í vináttu þó að þú standir í viðskiptum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur reynst erfitt að snúa blaðinu við þegar deilur um viðkvæm mál- efni hafa farið úr böndunum. Gættu þess að þú fælir ekki fólk í burtu með geðvonsku þinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til ódýrra lausna, sem kunna að varpa skugga á starfsheiður þinn. Sumir vilja allt til vinna að geta snúið út úr orðum þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekki að streða ein(n) í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Þér finnst gaman að koma öðrum á óvart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir ekki að taka veigamiklar ákvarðanir þegar þú ert þreytt(ur). Stundum geta of fá orð leitt til misskilnings sem erfitt er að leiðrétta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver óánægja kann að koma upp í sambandi við umbun fyrir verk sem þú hefur ásamt mörgum öðrum lagt hönd á. Farðu í gegnum málin með maka þínum og hreinsaðu loftið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér væri hollt að íhuga persónu- leg málefni þín. Ferill þinn fær byr undir báða vængi. Spurðu sjálfa(n) þig að því hvort þér finnist hlutirnir vera að þróast í rétta átt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leggðu þig fram um að taka til í vinnunni og á heimilinu í dag. Leyfðu öðrum að njóta sín í samskiptum ykkar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Kurteisi kostar ekkert og er sjálf- sögð hvernig sem á stendur og hver sem í hlut á. Ekki vera leið(ur) ef þér finnst erfitt að skilja það sem þú gerðir áður fyrr. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu hugann reika um víðan völl. Vertu ekkert að velta þér upp úr vandamál- unum, heldur njóttu þess bara að vera til. Það kemur annar dagur eftir þennan. Hallmundur Kristinssonbregður á leik í limru: Grallarinn Stebbi frá Stekkjum stúlkurnar ærði með hrekkjum. Faðmlögin hlý fann sér þó í fjölmargra kvenna rekkjum. Bjarki Karlsson stenst ekki mátið og bætir við: Já, þá var nú stuð heima á Stekkj- um er Stebbi með keðjum og hlekkjum hýddi hvert sprund af Hrafnistu og Grund og veittist að verðandi ekkjum. Þá Hallmundur: Hann skákaði karlægum kauðum, kynferðislega í nauðum. Þó frestaðist það; hann fór ekki af stað fyrr en að þeim öllum dauðum. Loks Sæmundur Bjarnason: Bjarki og Halli þeir hamast hérna sem þeim er tamast vita það vel að vináttuþel vondslega getur lamast. Ásmundur Ólafsson fór með börnin sín í sauðburðarlærdóm í sveitina til bróður síns og orti í fjárhúsunum: Vorþungar ærnar vænar að sjá, vel er á jötuna gefið. Bóndinn horfir hugfanginn á, hrækir og tekur í nefið. Kristján Björn Snorrason skýt- ur inn í: Finnst mér sem hugur minn horfi á og höfgandi minninga njóti. Upp úr þar trónir eftirsjá af Ólafi bónda á Grjóti! Í DV birtist frétt um að íslensk- ar konur væru „feitastar í Vestur-Evrópu“. Ármann Þor- grímsson yrkir: Ástarsögum af þeim fer alltaf heitastar yndislegar allar hér enda feitastar. Í Egyptalandi varð Sisi forseti og kisan Jósefína Dietrich malaði á fésbók: Ætluð mun þeim alla daga aumleg raun og sút af því víst er segin saga að Sísi fríkar út. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af faðmlögum, grallara og vormánuðum Í klípu FÖLSKUTANNÁLFURINN eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÚN SKIPTI UM SKOÐUN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að velta vöngum yfir því sem hefði getað orðið. JÓN ER AÐ ÍHUGA LÍF SITT. GLEÐINA, SORGINA ... ÉG MUN ALDREI SPILA Á SEKKJAPÍPU. ... GLÖTUÐU TÆKIFÆRIN. AF HVERJU SITURÐU ÞARNA BROSANDI OG HORFIR Á MIG LESA? AF ÞVÍ AÐ SAMBAND OKKAR ER AÐ KOMAST Á ALVARLEGT STIG. SEGIR HVER? ÉG. Umstangið í kringum HM í knatt-spyrnu er komið gjörsamlega úr böndunum. Víkverji hefur gaman af knattspyrnu og á örugglega eftir að missa sig af spenningi fyrir framan sjónvarpið eitthvert kvöldið (nema þeim leikjum, sem verða í lokaðri dagskrá). Hann veltir hins vegar fyrir sér hvernig hægt er að leggja hagkerfi heillar þjóðar undir vegna þess að það á að halda íþróttamót. x x x Nú er komið í ljós að Katar kræktisér að því er virðist í réttinn til að halda HM 2022 með því að borga mútur. Víkverji skilur ekki að FIFA sé stætt á að láta Katar halda mótið úr því sem komið er. x x x Hann er þeirrar hyggju að til þessað koma fótboltamönnum heims niður á jörðina verði heimsmeistara- mótið 2022 haldið á Íslandi. Notast verði við þá velli, sem fyrir hendi eru án teljandi breytinga, en séð til þess að klappstólar verði fyrir hendi handa öllum þeim, sem vilja komast á völlinn. Einn riðilinn væri hægt að leika á Bolungarvík, annan uppi á Skaga. Laugardalsvöllurinn yrði að- eins notaður undir upphafsleikinn, undanúrslit og úrslit. x x x Á undanförnum áratugum hefurfótboltinn fjarlægst hinn al- menna áhugamann. Miðaverð hefur rokið upp á leiki í vinsælustu deild- um heims. Tryggt hefur verið að hæst launuðu knattspyrnumenn heims þurfi sem sjaldnast að ómaka sig við að leika við óbreytta áhuga- menn. Hér einu sinni gátu íslensk fé- lagslið dregist á móti Juventus og Liverpool í Evrópukeppni. Öll lið, sem urðu landsmeistarar, voru sett í sama pott. x x x Með breyttu skipulagi er búið aðnánast útiloka slík ævintýri þannig að þau eru bara til í kenning- unni, en gerast aldrei. Þessi skipting á fótboltanum í aðals- og öreiga- farrými er íþróttinni til vansa. Það versta er að fótboltinn er svo skemmtilegur að þeim, sem bera ábyrgð á þessum breytingum, verð- ur seint refsað. víkverji@mbl.is Víkverji Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Krist- ur. (Fyrra Korintubréf 3:11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.