Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 37

Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 16 12 ★ ★ ★ ★ ★ „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 22 JUMP STREET Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 5:30 - 8- 10:30 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40 14 „Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín!” - Guardian "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is var úr klettunum við Dover á Eng- landi, steypt úr marmarasalla og gipsi. Meðal verka sem unnin voru með staðsetningu sýningarinnar í huga er textaverkið „Rules for Ice- land“ eða Reglur fyrir Ísland, sautján reglur sem Liversidge skráði niður og byggja á reglum og leiðbeiningum sem hann hefur safn- að á ferðalögum sínum. Verkið verð- ur sýnt sem veggspjald í yfirstærð í galleríinu, verður einnig dreift í formi veggspjalda um landið auk þess sem það mun birtast í nokkrum dagblöðum og hverfa- og héraðs- blöðum á Íslandi. Gestir móta sýninguna að hluta Liversidge segir fyrirmæla- aðferðina henta sér vel þar sem hann vilji vinna verk sín í ólíka miðla, allt frá teikningum til gjörn- inga. Að vélrita fyrirmæli á gamla ritvél sé nálægt því að vera teikning, listaverk í sjálfu sér og fyrirmælin ákveðið kerfi sem henti honum vel að vinna út frá. Fyrir sýninguna í i8 hafi hann vélritað 24 fyrirmæli en þó hafi ekki verið búin til verk út frá öll- um þeirra, aðeins helmingnum. Fyr- irmælin megi finna í bók á sýning- unni sem gestir geti lesið og því verði hluti verkanna til í höfðum þeirra, ef svo mætti að orði komast. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning á verkum enska myndlist- armannsins Peter Liversidge, sem býr og starfar í Lundúnum, verður opnuð í i8 galleríi í dag kl. 17 og er hún fyrsta einkasýning hans í gall- eríinu. Sýningin ber yfirskriftina C-O-N-T-I-N-U-A-T-I-O-N, eða Framhald, og segir í tilkynningu um verk Liversidge að þau séu til- raunakennd í eðli sínu og endur- spegli kraft skapandi hugsunar. Liversidge hefur sl. 16 ár hafið öll verk sín með því að vélrita fyrirmæli fyrir einstök verk eða safn verka á gamla ritvél og er útkoman, þ.e. verkin unnin út frá fyrirmælunum, af ýmsum toga og unnin í ýmsa miðla, m.a. skúlptúr, málverk, ljós- myndir, innsetningar og gjörninga. Má þar finna bæði framkvæm- anlegar hugmyndir og aðrar hug- lægari og jafnvel ógerlegar. Liver- sidge gefur sig fyrir hverja sýningu að tilteknu rými, staðsetningu eða samfélagi. Fyrir sýninguna í i8 vél- ritaði hann fyrirmæli að 24 verkum og gjörningum og meðal verka á sýningunni eru m.a. litlir bátar unnir úr rekaviði o.fl. úr fjörum Reykja- víkur og nágrennis og gríma sem er afsteypa af kalksteinum sem safnað Því sé hugmyndaflug gesta hluti af sýningunni, þeir bindi hana í raun saman. – Reglur fyrir Ísland, eru það reglur sem Íslendingar eiga að fylgja? „Einhverjar þeirra eru reglur frá Íslandi en í verkinu eru einnig regl- ur frá öðrum stöðum og þá reglur sem geta átt við á ólíkum stöðum. Reglurnar eru settar í nýtt sam- hengi með breyttri staðsetningu,“ segir Liversidge. Fyrsta reglan sé íslensk og eigi við íslenska sund- staði, þ.e. að gestir eigi að þvo sér áður en þeir fara ofan í laugina. Af öðrum nefnir Liversidge reglu um það hvernig eigi að fara yfir Pan- amaskurðinn. Það sé í valdi þess sem les regluna hvort henni sé fylgt eftir. „Það er ekki á mína ábyrgð,“ segir Liversidge kíminn. Hluti af sýningunni er flutningur á verki fyrir 30 manna kór sem fer fram við sólarlag í kvöld kl. 23:56 í Reykjavíkurhöfn, gegngt i8. Þess má svo að lokum geta að Crymogea gefur út bókina Proposals for Reykjavík í tengslum við sýninguna. Frekari upplýsingar má finna á i8.is. Sautján reglur fyrir Ísland  Fyrsta einkasýning Peters Liver- sidge í i8 galleríi verður opnuð í dag Morgunblaðið/Þórður Reglufastur Enski myndlistarmaðurinn Peter Liversidge í galleríinu i8. Hann mun opna einkasýningu þar í dag. Hljómsveitin Different Turns held- ur tónleika á Nýja sviðinu í Borgar- leikhúsinu í kvöld kl. 20, í tilefni af útgáfu breiðskífunnar If you think this is about you ... you’re right sem kom út 4. apríl sl. Different Turns hófst sem sólóverkefni tónlistar- mannsins Garðars Borgþórssonar en er í dag sjö manna hljómsveit. Tónlistinni lýsir Garðar sem „al- ternative/electro“ rokki undir áhrifum frá leikhúsi en hann hefur starfað við leikhús í mörg ár. Hljómsveitin æfir auk þess í Borg- arleikhúsinu og leikhúsanda má finna í lagatextum hennar. Á morg- un mun hljómsveitin hita upp fyrir Dimmu á Græna hattinum. Útgáfutónleikar í Borgarleikhúsinu Leikrænt Different Turns fagnar fyrstu breiðskífunni með tónleikum í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.