Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Fannst látin í Fljótshlíð
2. Hefði ekki átt að fara í fjölmiðla
3. Nauðgaði stúlku á víðavangi
4. Álfakirkjan verður færð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Opnunarhátíð Bæjarbíós í Hafnar-
firði fer fram um helgina, en húsið
hefur hin síðustu ár verið nær ein-
göngu notað til kvikmyndasýninga á
vegum Kvikmyndasafns Íslands.
Menningar- og listafélag Hafnar-
fjarðar tók við lyklunum að húsinu
fyrir skömmu og stefnir að því að
bjóða upp á fjölbreytta listviðburði,
m.a. kvikmyndasýningar og tónleika.
Einn frægasti sonur Hafnarfjarðar,
Björgvin Halldórsson, hefur hátíðina
annað kvöld kl. 20 með tónleikum í
Bæjarbíói sem verða jafnframt fyrstu
tónleikar hans í Hafnarfirði, eins
ótrúlega og það nú hljómar. Björgvin
mun flytja úrval laga sinna ásamt
hljómsveit og á laugardaginn kl. 21
verður svo boðið upp á hafnfirskt
bíógrín. Þá verða sýndar tvær myndir
eftir Gunnar Björn Guðmundsson,
annars vegar kvikmyndin Astrópía og
hins vegar stuttmyndin Karamellu-
myndin, en sögusvið beggja er
Hafnarfjörður. Milli sýninga munu
Radíusbræðurnir Steinn Ármann og
Davíð Þór fara með gamanmál. Á
sunnudaginn verða svo fjórar kvik-
myndir eftir Þráin Bertelsson sýndar:
Jón Oddur og Jón Bjarni, Löggulíf,
Dalalíf og Nýtt líf.
Morgunblaðið/Golli
Bíó og Bó í Bæjarbíói
Verslunarmiðstöðin Smáralind
mun færa Reykjavíkurborg högg-
myndina Hafmeyjuna, eftir Nínu Sæ-
mundson, að gjöf í dag og mun
Jón Gnarr borgarstjóri taka
formlega á móti henni í
Hljómskálagarðinum kl. 14.
Styttan mun standa í högg-
myndagarði sem komið
verður upp til minningar um
formæður íslenskrar
höggmyndalistar.
Hafmeyjan afhent
Á föstudag Austan og suðaustan 3-10 m/s, hvassast við S-
ströndina. Dálítil rigning S- og V-lands, en annars bjartviðri.
Á laugardag Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða lítilsháttar
rigning eða skúrir. Áfram hlýtt í veðri, einkum NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað að
mestu og yfirleitt þurrt, en víða léttskýjað um landið norðanvert.
VEÐUR
7. umferð Pepsi-deildarinnar
í knattspyrnu lauk í gær-
kvöld. FH og Stjarnan eru
einu taplausu liðin í deildinni
og eru í tveimur efstu sæt-
unum. Íslandsmeistarar KR
töpuðu sínum þriðja leik og
bið Blikanna eftir fyrsta sigr-
inum í sumar
heldur
áfram.
»2,7
Þriðji tapleikur Ís-
landsmeistaranna
Kvennalandslið Íslands er úr leik í
Evrópukeppninni þrátt fyrir auðveld-
an sigur í Finnlandi í gær, þar sem
Slóvakía náði stigi gegn Frökkum á
meðan. Eftir leikinn grétu landsliðs-
konurnar tap sitt gegn Slóvakíu í
október en nú ræður það úrslitum í
riðlinum. „Maður áttaði
sig kannski ekki á því
þarna í október hvað
þetta var ótrúlega
dýrkeypt tap,“ segir
Karen Knútsdóttir
fyrirliði. »8
Unnu stórsigur en gráta
tapleik í október
Nítján ára gamall Skagfirð-
ingur, Jóhann Björn Sigur-
björnsson, sló í gærkvöld 26
ára gamalt piltamet Jóns
Arnars Magnússonar í 100
metra hlaupi. Jóhann sigraði
í greininni á Vormóti ÍR á
Laugardalsvelli þar sem
hann hljóp á 10,71 sek-
úndum. »1
Sló 26 ára gamalt
met Jóns Arnars
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Þeir Gunnar Sigurðsson, Sveinn
Kristinsson og Guðmundur Páll
Jónsson ákváðu allir að gefa ekki
kost á sér til bæjarstjórnarkosninga
á Akranesi nýverið, en þeir hafa sam-
tals setið í bæjarstjórn Akraness í 60
ár. Nú síðast sem oddvitar sinna
hverra flokkanna, Gunnar sem odd-
viti Sjálfstæðisflokksins, Sveinn sem
oddviti Samfylkingar og Guðmundur
Páll sem oddviti Framsóknarflokks-
ins. Þremenningarnir hafa starfað
mikið saman og hafa að eigin sögn
verið lítið í ágreiningsmálum. Frem-
ur hafa þeir einbeitt sér að því að
vinna sameiginlega að hag bæjarins
eftir bestu getu.
Gunnar, sem hefur starfað sem
formaður bæjarráðs og forseti
bæjarstjórnar, auk þess að leiða lista
í bæjarstjórninni, telur að hans tími
hafi verið kominn og nú sé tímabært
að leyfa öðrum að taka við keflinu.
„Í fyrsta lagi held ég að minn tími
hafi verið liðinn í pólitík og í öðru lagi
sá ég fram á að það fengist mjög gott
fólk í framboð, svo ég taldi að þetta
væri mjög heppilegur tími til að
hætta,“ segir hann spurður um
ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér
áfram. „Ég er búinn að vera í 48 ár í
félagsmálum og ég held að það sé
góður kafli.“
Samstaða einkenndi samstarfið
Guðmundur Páll segir tímann í
bæjarstjórninni hafa verið viðburða-
ríkan og skemmtilegan. „Það sem
hefur einkennt okkar veru er mikið
og náið samstarf, út á við sem ein
heild. Fyrst og fremst störfuðum við í
umboði íbúanna að vinna í stórum og
smáum málum á þessum vettvangi,“
segir Guðmundur og bætir við að það
hafi verið einstaklega gott að vinna
með þessum heiðursmönnum.
Mikil samstaða einkenndi sam-
starfið, þrátt fyrir það að vissulega
hafi verið tekist á. „Auðvitað geta
menn verið með skiptar skoðanir, en
þegar markmiðið er ávallt það sama
er þetta allt saman gert í dreng-
skap.“
Vissulega eru þetta ákveðin tíma-
mót og ætla þeir að taka breyttum
tímum fagnandi. Guðmundur Páll
hefur starfað sem forstöðumaður
Fjöliðjunnar á Akranesi og mun
halda því áfram. Gunnar ætlar hins
vegar að njóta lífsins og einbeita sér
að fjölskyldunni. „Ég get farið að
slaka á núna og njóta lífsins. Ég er
kominn með fullt af börnum og
barnabörnum sem ég get einbeitt
mér að,“ segir Gunnar að lokum,
sáttur við það að ganga frá borði og
veita nýju fólki umboð til að starfa á
vettvangnum.
,,Okkar tími var kominn’’
Sátu samtals 60
ár í bæjarstjórn
Akraness
Ljósmynd/Guðni Hansson
Tekist á með drengskap Þeir Sveinn (t.v.), Guðmundur Páll (f.m.) og Gunnar (t.h.) hafa einbeitt sér að því að vinna
að hag bæjarins. Þegar ágreiningsmál hafa komið upp hafa þeir tekist á við þau af drengskap.
Við brotthvarf Gunnars, Guð-
mundar Páls og Sveins úr for-
ystusætum Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Samfylk-
ingar hefur nýtt fólk tekið við
þeirra hlutverkum.
Nýr oddviti Samfylkingarinnar á
Akranesi er Ingibjörg Valdimars-
dóttir. Hún hefur starfað sem bæj-
arfulltrúi og varaformaður bæjar-
ráðs auk þess að vera vara-
formaður stjórnar SSV og for-
maður atvinnu- og ferðamála-
nefndar.
Ólafur Adolfsson, lyfsali og eig-
andi Apóteks Vesturlands, tekur
við sem oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkr-
unarfræðingur, fyrrverandi ráð-
herra og alþingismaður, er nýr
oddviti Framsóknarflokksins.
Fólkið sem tekur við keflinu
NÝIR ODDVITAR FLOKKANNA