Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Króatíu frá kr. 298.800 4.-16. september Fararstjóri: Ólafur Gíslason Perlur fólki faglega aðstoð fyrr í stað þess að senda starfsmenn heim í helgar- eða sumarfrí kveður Jóhanna já við. „Hún hefði mátt koma strax í kjölfar fundarins á föstudag. Fólk var í miklu uppnámi, sumir fóru að gráta en aðrir urðu reiðir enda er að okkur vegið,“ segir hún. Skýra lagaheimild þarf til þess að flytja ríkisstofnanir á milli landshluta. Árið 1998 dæmdi Hæstiréttur Íslands ákvörðun þá- verandi umhverfisráðherra um að flytja starfsemi Landmælinga Ís- lands til Akraness ólögmæta vegna þess að ráðherrann skorti lagastoð fyrir ákvörðuninni. Ragnar H. Hall hæstaréttarlög- maður segir þetta hafa leitt til breytinga á lögum um stjórnarráð Íslands. „Þá var heimild bætt inn í lögin svo ráðherra þyrfti ekki að fara fyrir Alþingi í hvert skipti sem hann ætlaði að flytja fólk hreppa- flutningum milli landshluta,“ segir Ragnar og bætir við að á síðasta kjörtímabili hafi svo verið sett ný lög um stjórnarráðið. Í þeim lögum má hins vegar hvergi finna fyrr- greinda heimild. „Tel ég þá að dóm- urinn frá 1998 um Landmælingar hafi beint fordæmisgildi um lög- mæti þess að taka svona ákvörðun núna.“ Að sögn Ragnars er nú nauðsynlegt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greini frá því við hvaða lagaheimild hann styðst þegar kemur að þeirri ákvörðun að flytja aðalskrifstofu Fiskistofu norður í land. Kolröng aðferðafræði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir tímasetningu tíðind- anna „ömurlega“ enda starfsmenn stofnunarinnar flestir á leið í sum- arfrí. „Að mörgu leyti er þetta bara fjöldauppsögn því ég tel ekki marga sjá fyrir sér að flytja með stofnuninni,“ segir hann og bætir við að verði Fiskistofa flutt norður muni það koma niður á faglegri starfsemi. „Í reynd þarf að byggja upp nýjan mannauð á nýjum stað svo þessi aðferðafræði er að mínu mati kolröng,“ segir Árni Stefán. Elín Björg Jónsdóttir, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir mjög illa að tíðindunum staðið. „Ríkisstjórnin hefur að und- anförnu boðað samráð en svo koma þessar fregnir eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Segir hún fundinn á föstudag hafa leitt fram fleiri spurningar en svör. „Forsætisráð- herra hefur boðað frekari flutning stofnana. Þá spyr maður: Verður staðið að því með sama hætti?“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jó- hannsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, við vinnslu þess- arar fréttar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskistofa Á föstudag var starfsfólki tilkynnt að aðalskrifstofan yrði færð til Akureyrar. Starfsmenn eru sagðir í áfalli vegna ákvörðunar ráðherra. Vegið að starfsmönnum  Hæstaréttarlögmaður segir ákvörðun ráðherra ólögmæta  Trúnaðarmaður segir skort á samráði með ólíkindum  Starfsemin mun lamast hægt og rólega Kennsluflugvél frá flugskóla Keilis nauðlenti við golfvöllinn á Vatns- leysuströnd síðdegis í gær. Heim- ildir herma að vélin hafi misst vél- arafl og flugmaðurinn náð að lenda henni rétt utan við golfvöllinn, þar sem flugvélin lenti á hindrun svo hún steyptist fram yfir sig og endaði á hvolfi á veginum. Tveir menn voru um borð, nemandi og kennari, og slösuðust þeir ekki alvarlega. Voru þeir fluttir með þyrlu á sjúkrahús til skoðunar, samkvæmt mbl.is. Björgunarsveitirnar á Suður- nesjum voru kallaðar út þegar fregnir bárust af því að flugvél hefði farið niður við golfvöllinn á Vatns- leysuströnd, en aðstoð þeirra var afturkölluð þegar í ljós kom að ekki var um alvarlegt slys að ræða. Vélin er af gerðinni Diamond DA20 en slíkar vélar eru mjög vin- sælar til kennslu hér á landi. Kennslu- flugvél nauðlenti  Sluppu með minni- háttar áverka Ljósmynd/Víkurfréttir Nauðlending Flugvélinni hvolfdi. Á einungis tveim- ur klukkustund- um stöðvaði lög- reglan á Suðurnesjum alls 26 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- braut í gær. Var það liður í sér- stöku umferðar- eftirliti lögreglu og óku hinir brotlegu á 110 til 139 km/klst., en líkt og ökumenn eiga að vita þá er hámarkshraði á Reykja- nesbraut 90 km/klst. Einn ökumann- anna var auk þess ölvaður við akst- urinn og hafði hann tvö börn í bíl sínum. Einn af 26 ók ölvaður með börn í bílnum Lögreglan verður með átak í sumar. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Öll hross sem keppa í A-flokki gæðinga, B-flokki gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á landsmóti hestamanna 2014 undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni. Sama á við um öll kynbóta- hross sem koma til sýningar á mótinu. „Það eru jákvæð teikn á lofti en samt sem áður höfum við þurft að vísa hrossum frá þáttöku núna,“ segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir, sem hefur yfirumsjón með Klár í keppni, sem þessi heilbrigðisskoðun nefnist. Sigríður segir ávinninginn af slíkum skoðunum mikinn þar sem verið sé að tryggja velferð keppnishrossa. Í heilbrigðisskoðuninni er farið heilt yfir hrossið og skoðað m.a. holdafar, munnholið og fætur og hlaupið með þá í taumi til að kanna mögulega helti. Skoðunin fer fram 2–24 tímum fyrir hverja keppnisgrein í undankeppni/kynbótasýningu. Fyrir milliriðla og úrslit/ yfirlitssýningu og verðlaunafhendingu kynbótahrossa fer skoðunin fram tveimur tímum fyrir keppni eða sýningu. Hafa þurft að vísa hrossum frá keppni  Flest hross fara í gegnum heilbrigðisskoðun á landsmóti Morgunblaðið/Styrmir Kári Skoðun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir skoðar hross fyrir keppni á Landsmóti hestamanna 2012. Þóroddur Bjarnason, for- maður stjórnar Byggðastofn- unar, segir að ef markmiðið sé að dreifa störfum á vegum ríkisins í meira mæli en verið hefur sé hægt að gera fleira en flytja stofnanir á milli landshluta. „Annar möguleiki er að stofna nýjar stofnanir en þeg- ar það er gert eru menn yfirleitt með aðra sambærilega stofnun í Reykjavík,“ segir hann og bætir við að einnig sé hægt að stofna lítil útibú með fáum starfs- mönnum. „Svo er hægt að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga og landshlutasamtaka en þar hefur megináherslan einmitt ver- ið síðustu árin.“ Stjórnvöld hafa fleiri úrræði AÐFERÐIR VIÐ AÐ DREIFA RÍKISSTÖRFUM Þóroddur Bjarnason. SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við munum fljótlega funda með starfsfólki og stéttarfélögum um næstu skref og þá einnig hvort þessi aðgerð sé yfirhöfuð lögleg,“ segir Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna Fiski- stofu gagnvart SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu. Síðastliðinn föstudag var tilkynnt að aðalskrif- stofa Fiskistofu yrði færð norður til Akureyrar fyrir lok næsta árs. Jóhanna segir það hreint út sagt með ólíkindum að hægt sé að taka jafn stóra ákvörðun og þessa án þess að nokkurt samráð sé haft við starfsfólk stofnunarinnar. „Þetta er bara einhver ákvörðun sem tekin hefur verið og svo er okkur starfs- fólkinu ekki sagt neitt meira.“ Illa vegið að starfsfólkinu Aðspurð segir hún nokkra af starfsmönnum Fiskistofu hafa haft samband við sig um nýliðna helgi og lýst yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. „Ég held að margir séu farnir að huga að því að leita sér að vinnu og þar með mun stofnunin lamast hægt og rólega,“ segir Jóhanna. Starfsfólki Fiskistofu mun í dag standa til boða áfallahjálp. Spurð hvort ekki hefði verið ráð að bjóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.