Morgunblaðið - 30.06.2014, Page 6

Morgunblaðið - 30.06.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014 Ingileif Friðriksdóttir Vilhjálmur Kjartansson Lára Halla Sigurðardóttir Björn Már Ólafsson Umfangsmikilli leit sem staðið hefur yfir í Fljótshlíð síðustu vikur og ekki borið árangur hefur nú formlega verið hætt. Leitað hefur verið að Ástu Stef- ánsdóttur, 35 ára lögfræðingi, sem saknað hefur verið í tæplega þrjár vik- ur. Unnusta hennar, Pino De Los Angeles Becerra Bolanos, fannst látin í Bleiksárgljúfri þriðjudagskvöldið 10. júní, sama dag og leit hófst. Konurnar tvær höfðu dvalið í sumarbústað á svæðinu yfir hvítasunnuhelgina, en þegar ekkert hafði spurst til þeirra á þriðjudeginum var leit hafin. Pino fannst látin um kvöldið í gljúfrinu og í ljós kom að hún hafði látist af völdum áverka eftir hátt fall fram af um 30 metra háum fossi í gljúfrinu. Ekkert hefur hins vegar spurst til Ástu, og er hún nú talin af. Umfangsmiklar aðgerðir Um helgina var vatni dælt frá 30 metra háum fossinum svo kafarar gætu komist betur að svæðinu, en til þess þurfti að nota stórar dælur og þrjár stórar rafstöðvar. Ekkert fannst við leitina annað en stór hellir sem hættulegt þótti að kanna frekar. Björgunarsveitarmaður sem komst næst hellinum taldi hann vera að minnsta kosti 10 m langan og að allt vatnið í hylnum færi í gegnum hann. Þetta er ein umfangsmesta aðgerð sem liðsmenn Landsbjargar hafa tek- ið þátt í. Auk björgunarsveitarmanna hafa verk- og tæknifræðingar komið að undirbúningi og kynnt sér að- stæður í gilinu. Um helgina voru einn- ig gerðar svokallaðar flýtileitir á svæð- inu, en þá óðu nokkrir björgunar- sveitarmenn upp Bleiksá í gljúfrinu og könnuðu hvort lík Ástu hefði skilað sér niður með ánni. Þessar leitir báru ekki árangur. Um 100 meðlimir björgunar- sveita voru við störf á laugardag, en um þúsund björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni að Ástu síðustu þrjár vikur. Umferð að Bleiksárgljúfri er stjórnað við afleggjarann að gljúfr- inu og er engum hleypt inn á leit- arsvæðið, sem er nokkuð rúmt. Ljóst er að vel hefur verið staðið að und- irbúningi björgunaraðgerða og áhersla lögð á að tryggja öryggi þeirra sem komu að leitinni. Aðstæður taldar of hættulegar Að sögn Svans Sævars Lárussonar, stjórnanda leitaraðgerðarinnar, eru aðstæður of hættulegar til að leit geti haldið áfram. „Eftir að við uppgötv- uðum þessi göng á bak við fossinn á laugardaginn þá erum við einfaldlega í það hættulegum aðstæðum að það er ekki öruggt fyrir okkur að starfa þarna áfram. Við erum búin að gera allt sem við getum gert.“ Svanur segir að reynt hafi verið að kanna göngin á bak við fossinn með myndavélum, en það hafi ekki borið árangur. „Við reyndum að senda myndavélar ofan í þessi göng en við töpuðum þremur GoPro-myndavélum við það. Það er einfaldlega þannig að það eru gríðarlegir kraftar þarna að verkum sem eru ofar okkar getu.“ Krafturinn í vatninu er um 1.000 lítrar á sekúndu, og segir Svanur það nán- ast ógerlegt að nálgast það sem í göngin fer. „Þó svo við sæjum hana einhvers staðar ofan í göngunum þá hefðum við enga getu til að ná henni þar út. Þetta eru bara um eins metra breið göng og krafturinn er gríðar- legur svo aðgengið er mjög takmark- að,“ segir hann. Svanur segir fossinn vera þess eðlis að það sem í hann fer endar í þessum göngum. „Við bjuggum til stíflu þarna með sandpokum og misstum tvo poka þarna niður við stíflugerðina og þeir hafa ekkert komið fram. Það er í raun- inni þannig að það sem fer þarna nið- ur er glatað.“ Áframhaldandi leit er því tilgangslaus að mati Svans. „Það er því miður þannig að við urðum að játa okkur sigruð.“ Leit formlega lokið í Fljótshlíð  Aðstæður taldar of hættulegar til að leit geti haldið áfram  „Við erum búin að gera allt sem við getum gert,“ segir stjórnandi leitaraðgerðarinnar  Hin 35 ára gamla Ásta Stefánsdóttir talin af Að sögn Svans Sævars Lár- ussonar, stjórnanda leitar- aðgerðarinnar, hafa margir aðilar komið að leitinni á einn eða ann- an hátt. „Við stöndum í mikilli þakkarskuld við mörg fyrirtæki fyrir að styðja okkur í þessu; lána okkur búnað svo sem dælur, rað- stöðvar og rör til dæmis. Það er ómetanlegt að eiga þetta bak- land. Við hefðum einfaldlega ekki getað gert neitt meira ef við hefð- um ekki notið þessa stuðnings. Þau eiga heiður skilið þessi fyr- irtæki.“ Þar sem miklum búnaði var komið fyrir á svæðinu segir Svan- ur töluvert sjá á hluta af landinu þar sem aðgerðir stóðu yfir og mun vera unnið í því í sumar að koma landinu í fyrra horf. Ómetanlegur stuðningur LEITARAÐGERÐIR Umfangsmiklar aðgerðir Vatni var dælt frá 30 metra háum fossinum um helgina svo kafarar gætu komist betur að svæðinu. Morgunblaðið/Eggert Stór hópur Um 100 meðlimir björgunarsveita voru við störf á laugardag, en um þúsund björgunarsveitamenn hafa komið að leitinni að Ástu síðustu þrjár vikur. Leitin hefur ekki borið árangur og er henni nú formlega lokið. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Fræðasetur um forystufé var opnað á laugardaginn í gamla samkomu- húsinu á Svalbarði í Þistilfirði eftir fjögurra ára undirbúning. Margt góðra gesta var á svæðinu, velunn- arar og áhugafólk, og veðrið skartaði sínu fegursta. Hugmyndina að setrinu fékk Daníel Pétur Hansen, skólastjóri Svalbarðsskóla, árið 2010 og er hann aðalhvatamaður að stofnun þess, en safnið er það eina sinnar tegundar í heiminum. Strax var ákveðið að vanda til verks og hafa allt fyrsta flokks frá byrjun, enda er íslenskt forystufé einstakt í heiminum og á aðeins skilið það besta. Vanir hönn- uðir voru fengnir í verkið, þeir Þór- arinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarsson, en þeir komu með frum- hugmynd að uppbyggingu setursins og unnu síðan út frá henni í samráði við Daníel. Gamla samkomuhúsið var áður miðstöð menningarlífs íbúa Þistil- fjarðar og sómir sér því vel sem um- gjörð um forystufé, en Svalbarðs- hreppur gaf Fræðasetrinu húsið undir starfsemina. Á jarðhæð húss- ins er sýningarsalurinn með ýmsum fróðleik og uppstoppuðu forystufé og einnig gallerí með íslensku hand- verki, sem allt tengist íslensku for- ystufé á einhvern hátt, hvort sem er úr ull, beini, hornum eða silfri. Ull- arvörurnar eru eingöngu úr ull af forystufé enda er forystukindin með sérstaklega mjúka og hlýja ull. Í kjallaranum er lítið kaffihús sem nefnt var Sillukaffi. Nafnið er táknrænt fyrir konur fyrri kynslóða í sveitinni, en það vísar til Sigríðar heitinnar frá Gunnarsstöðum sem ávallt var kölluð Silla. Kaffihúsið verður opið í allt sumar og á boð- stólum er sérbakað meðlæti og sér- blandað forystukaffi sem kallað er Ærblanda. Ratvísar og greindar Ætlunin er að safna með tím- anum ýmsu efni bæði um Þistilfirð- inga og eftir þá og hafa í kaffihús- inu, s.s. bækur og slíkt. Sýning á vatnslitamyndum Ástþórs Jóhanns- sonar verður í Fræðasetrinu í sum- ar og búið er að panta sýningar- pláss næstu tvö árin. Verk Ólafar Nordal verða til sýnis næsta sumar og sumarið 2016 mun Þórarinn Blöndal vera þar með sýningu, allt verður það tengt forystufé. Íslenskt forystufé er einstakt og á ekki sinn líka í heiminum. Í kynningu Fræðasetursins segir að fjöldi forystukinda í heiminum sé um 1.400 og allar eigi þær uppruna sinn í Norður-Þingeyjarsýslu. Eigin- leikar forystukinda eru einstakir; þær eru ratvísar, áræðnar og greindar og leiða fjárhópinn og forða honum frá hættum. Þær eru veður- glöggar, en sá eiginleiki var einkum mikils virði fyrr á öldum þegar vetrarbeit var nauðsynleg og beitt út á Guð og gaddinn en engar voru veðurspárnar. Áhugi bænda á að fjölga hreinræktuðu forystufé hefur aukist á síðustu árum, en í byggðar- laginu er að finna forystufé á flest- um bæjum. Mikil vinna hefur verið að koma safninu upp, sagði Daníel Hansen, en margir hafa lagt verkefninu lið bæði með styrkjum og vinnu- framlagi. Afraksturinn er vandað og afar sérstakt safn sem eflaust á eftir að draga til sín marga gesti. Fram- tíðardraumurinn er að safna öllu efni og fróðleik sem finnst um ís- lenskt forystufé, sagði forstöðu- maðurinn Daníel Hansen í lok vel heppnaðs dags á Fræðasetrinu. Safn um íslenskt forystufé er eitt sinnar tegundar  Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði Forystufé Á jarðhæð hússins er sýningarsalurinn. Annar sauðurinn er frá Ytra-Álandi í Þistilfirði en hinn er gjöf frá Hrútavinafélaginu á Suðurlandi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Opnun safns Daníel Pétur Hansen ásamt Aldísi Gunnarsdóttur, sum- arstarfsmanni setursins og Brynhildi Óladóttur sóknarpresti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.