Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014 Fundurinn verður haldinn í Fákafeni 9, 108 Reykjavík Dagskrá fundarins Venjuleg aðalfundarstörf Aðalfundur Blátt áfram verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl: 16:00 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN ÚTSALAN hefst á morgun, þriðjudag v/Laugalæk • sími 553 3755 Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is Opið mánudag - föstudag 11:00-17:00, lokað laugardaga Friendtex á Íslandi ÚTSALA 40-50% Þriðja flíkin frí úr haustlista á sama stað og Friendtex Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sigurður Ægisson sae@sae.is Stolt fálkamóðir, nýbúin að bera mat í hreiður á ónefndum stað á Norðurlandi, býr sig hér undir að leggja upp í aðra veiðiferð, enda fjóra sísvanga unga að metta. Fyrstu 30 dagana eða svo verða foreldrin að hluta bráðina niður fyrir þá. Þeir eru í hreiðrinu í 6-7 vikur, uns þeir verða fleygir. Næstu daga og vik- ur þar á eftir halda þeir sig í námunda við hreiðrið og sjá foreldrin þeim fyrir mat. Þegar ungarnir eru orðnir færir um að bjarga sér, um mánuði eftir að þeir eru orðnir fleygir, yfirgefa þeir varpstöðvarnar og leggjast í flakk. Gjarnan er þá leitað til strandar. Fyrsti veturinn er þeim býsna erfiður og afföll geta orðið mikil. Eftir það aukast lífslíkurnar. Ungfugl- arnir eru dekkri á lit en hinir fullorðnu og með blá- leitar klær og nef. Tveggja ára gamlir eru þeir orðnir kynþroska, að talið er, og hafa klæðst endanlegum búningi. Þessi kraftmikli og ófélagslyndi fugl er hánorrænn. Á Íslandi verpir hann um allt land, er hvergi algeng- ur en einna mest er af honum í Þingeyjarsýslum og á Vestfjörðum. Fálkinn hefur verið friðaður síðan 1940 og sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar þarf til að fá að nálgast hreiður fálka. Fálkamóðir með fjóra sísvanga unga Fyrirtækinu HB Granda var veittur Fjörusteinninn, umhverfisviður- kenning Faxaflóahafna sf., fyrir árið 2014 á aðalfundi Faxaflóahafna sem fór fram á föstudaginn. HB Grandi rekur fiskvinnslu og út- gerð á nokkrum stöðum á landinu og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins á Norðurgarði í Gömlu höfninni í Reykjavík. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið staðið að uppbygg- ingu á Norðurgarði og gert það af miklum myndarskap, segir í tilkynn- ingu frá Faxaflóahöfnum. Jafnframt því að standa í uppbyggingu hefur fyrirtækið farið í niðurrif á eldri og úr sér gengnum byggingum og tiltekt á sínu athafnasvæði ásamt ýmsum um- hverfisbótum. Fyrirtækið starfar skv. ákvæðum um ábyrgar fiskveiðar. Enn fremur er fyrirtækið aðili að félaginu Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir- tækja, þar sem lögð er áhersla á að fyrirtæki axli ábyrgð á þeim áhrifum sem þau hafa á fólk og umhverfið. Á árinu 2012 var hafinn undirbún- ingur að byggingu frystigeymslu og flokkunaraðstöðu fyrir frosinn fisk yst á Norðurgarði. Í tengslum við skipulagningu var ákveðið í samráði við Faxaflóahafnir að halda sam- keppni um listaverk yst á garðinum. Niðurstaða samkeppninnar var verk Ólafar Norðdal, Þúfan, og má segja að þegar verkið var tilbúið hafi það orðið eitt af sterkari kennileitum í Gömlu höfninni. Fyrirtækið HB Grandi er því vel að því komið að hljóta umhverfisverð- laun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014, segir í tilkynningu. Þetta er í 10. skipti sem Fjörusteinninn er veittur. HB Grandi hlaut Fjörusteininn  Umhverfisverð- laun Faxaflóa- hafna sf. árið 2014 Steinn Hjálmar Sveinsson, formað- ur Faxaflóahafna sf., og Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.