Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Reykjavík-urborg barð-
ist gegn því að
þurfa að birta upp-
lýsingar um ár-
angur einstakra
skóla í PISA-
könnunum. Fallni meirihluti
Besta flokks og Samfylkingar
í borginni felldi á síðasta kjör-
tímabili tillögur um birtingu
upplýsinganna og nýr meiri-
hluti hélt fast við þessa af-
stöðu um að viðhalda leynd-
inni. Breytti þar engu þó að
tveir nýir flokkar, báðir að
eigin sögn málsvarar gagnsæ-
is og lýðræðislegrar umræðu,
mynduðu meirihlutann með
hinum föllnu flokkum.
Þessir fjórir eða fimm flokk-
ar gagnsæis og lýðræðis, sem
talað hafa fyrir því að auka
þátttöku borgaranna í ákvörð-
unum og auka
upplýsingar um
starfsemi hins op-
inbera til að gera
opinbera umræðu
upplýstari, sam-
einuðust um að
halda þessum upplýsingum
um árangur grunnskóla borg-
arinnar frá foreldrum í borg-
inni. Það var ekki fyrr en úr-
skurðarnefnd upplýsingamála
kvað upp úrskurð sinn hinn
24. þ.m. um að Reykjavík bæri
að birta upplýsingarnar, sem
nýi meirihlutinn í Reykjavík
gaf sig.
Ekki er það góð byrjun hjá
nýjum fulltrúum gagnsærrar
stjórnsýslu og opinnar um-
ræðu að fyrirmæli úrskurð-
arnefndar þurfi til að borg-
arbúar fái upplýsingar um
stöðu skóla borgarinnar.
Nýi meirihlutinn
heldur sig við
ógagnsæisstefnu
fyrri meirihluta}
Ekki góð byrjun
Það hefur ver-ið fasturþáttur í til-
verunni að banda-
ríska stjórnkerfið
hafi gegnt þeirri
formskyldu sinni
að vekja athygli forseta síns á
því að á Íslandi hafi verið
heimilaðar mjög takmarkaðar
hvalveiðar og aðeins á hvölum
sem sannanlega væru í engri
útrýmingarhættu. Eins og
raunar er einnig gert í Banda-
ríkjunum.
Forsetarnir hafa aldrei grip-
ið til fjandsamlegra aðgerða af
þessu tilefni gagnvart sinni
gömlu vinaþjóð, þótt at-
hugasemdir hafi verið gerðar í
stuttum fréttatilkynningum.
Fyrr en nú.
Sagt hefur verið frá því að
bandarísk yfirvöld hafi lagt
lykkju á leið sína núna til að
snupra Ísland með því að bjóða
ekki fulltrúum þaðan til ráð-
stefnu sem fjallaði um fisk-
veiðar og verndun hafsins. Það
skiptir ekki öllu, nema þá
hugsanlega fyrir ráðstefnuna,
þar sem við blasir að sumar
þær þjóðir sem boðaðar voru
þangað höfðu næsta litla
reynslu af efni hennar.
Haft var eftir aðstoðar-
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Catherine A. Novelli,
að „ekki væri við hæfi“ að
bjóða Íslendingum á þessa
ráðstefnu vegna þess að þeir
stunduðu hvalveiðar í atvinnu-
skyni.
Einnig var vitnað í Össur
Skarphéðinsson, fyrrverandi
utanríkisráðherra, sem sagði
að John Kerry sjálfur hefði
minnst á þessa ráðstefnu við
sig fyrir rúmu ári og tekið
fagnandi tillögum Össurar um
ræðumenn. Hinar
takmörkuðu hval-
veiðar eru þær
sömu nú og þá og í
mörg ár þar á und-
an.
Vera má að
Bandaríkin telji tilvalið að
sýna Íslandi ónot núorðið til að
þóknast háværum hags-
munahópum heima fyrir með
ódýrum hætti, þar sem sam-
skipti þjóðanna eru orðin svo
lítil. Ekki er endilega víst að
ræður Össurar, þar sem hann
notaði sínar örfáu mínútur í
ræðustól SÞ til að hampa sam-
tökum sem Bandaríkin eru
með á sérstökum listum yfir
hryðjuverkahópa, hafi styrkt
þau samskipti.
Þá gekk íslenska utanríkis-
ráðuneytið í Evrópusambandið
um leið og aðildarumsókn
þangað var send í miklu óða-
goti og án nokkurs samráðs við
íslensku þjóðina. Ráðuneytið
virðist hafa enn frekar herst í
þeirri afstöðu sinni eftir rík-
isstjórnarskipti. Samskiptin
við Bandaríkin voru sett á hlið-
arrein á meðan íslenskir
stjórnmálamenn og embætt-
ismenn töldu sig vera komna
um borð í bestu sæti „hraðlest-
arinnar til Brussel“. Það er
kannski ein skýringanna á
þessari óvenjulegu ólund
Bandaríkjanna í garð Íslands.
Það eru ekkert voðalega
mörg ár síðan herinn í Kefla-
vík tók að sér að varpa
sprengjum á hóp háhyrninga –
frændur Keikós – sem þóttu
trufla störf íslenskra síldar-
sjómanna. Kannski hefur verið
gantast með það atvik á ráð-
stefnunni, sem lauk fyrir
nokkru og engar fréttir hafa
raunar borist frá.
Samskiptin við
Bandaríkin hafa verið
aftarlega á íslenskri
meri síðustu ár.}
Kólnandi vinátta?
Í
austurhluta Sarajevó-borgar, þar sem
Bosníu-Serbar ráða ríkjum, var um
helgina reist stytta af Gavrilo Princip,
manninum sem skaut Franz Ferdinand
og Soffíu konu hans, og kom þannig af
stað atburðarásinni sem leiddi beint og óbeint
til fyrri og seinni heimsstyrjaldar, heimskrepp-
unnar, kalda stríðsins, deilnanna fyrir botni
Miðjarðarhafs og alls kyns annarra hörmunga.
Líklega hefur fátt af þessu verið ofarlega í
huga þeirra sem söfnuðust saman við afhjúpun
styttunnar, enda er Gavrilo Princip þjóðhetja í
hugum Serba, maðurinn sem ruddi brautina
fyrir Júgóslavíu. Til marks um það voru við-
brögðin þegar leikari brá sér í gervi Princips og
skaut tveimur skotum í loftið, við mikinn fögnuð
viðstaddra.
Hinum megin í borginni, þar sem Króatar og
múslimar fara með völd, verður væntanlega engin stytta
reist af Princip, eða leikari fenginn til þess að leika eftir
„afrekið“. Þar er litið á Princip sem morðingja og helsta
áhrifavald þess að Serbar náðu yfirhöndinni í Júgóslavíu.
Fyrir marga þeirra voru yfirráð Austurríkis-Ungverja-
lands ekki sá dragbítur sem Serbar töldu, heldur skeið
velmegunar, þar sem hinir nýju herrar lögðu sig fram um
að bæta innviði landsins. Eflaust ráða sárin frá borgara-
stríðinu miklu um söguskoðun þessara þjóðarbrota, en
engu að síður er ljóst að Gavrilo Princip mun alltaf verða
skúrkur eða hetja, allt eftir því sjónarhorni sem menn
hafa á afleiðingar gjörða hans.
En hvað með fórnarlömb Princips? Franz
Ferdinand, austurríski erkihertoginn og
ríkisarfi Austurríkis-Ungverjalands, þótti
vera kaldur maður sem hafði „enga löngun til
þess að teygja sig í hjarta sitt,“ eins og einn
aðdáandi hans orðaði það. Þrátt fyrir það er
líklega merkasta framlag Franz Ferdinands
til sögunnar það að hann giftist af ást. Ætli
nokkur muni reisa styttu af því tilefni?
Soffía, hertogaynja af Hohenberg, fær allt
of sjaldan athygli í sögubókunum fyrir annað
en það að hafa verið eiginkona Franz Ferdin-
ands. Stundum er nafns hennar ekki einu
sinni getið, þegar sagt er frá morðunum í
Sarajevó, „Franz Ferdinand og kona hans
voru myrt“. Soffía var af lágaðalsættum og
þótti það mikið hneyksli þegar upp komst um
samband þeirra. Neyddist Franz Ferdinand
til þess að skrifa undir sérstakt plagg áður en þau giftust,
þar sem hann afsalaði rétti barna þeirra til nokkurs titils,
og Soffía yrði aldrei keisaraynja. Habsborgararnir þoldu
hana ekki, og niðurlægðu eftir fremsta megni. Síðasta
móðgunin kom eftir andlátið, þegar kista hennar var
geymd 45 cm neðar en kistan hans fyrir jarðarförina.
Hver veit hvernig hefði farið ef erfðaröð austurríska keis-
aradæmisins hefði verið tryggari? Hvað hefði gerst ef
Franz Ferdinand hefði fundið sér konu sem var „meira við
hans hæfi“? Ætli það sé ekki hugsanlegt að Soffía hafi,
ekki síður en Princip, líka breytt heiminum á sinn hátt?
sgs@mbl.is
Stefán Gunnar
Sveinsson
Pistill
Menn sem breyttu heiminum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Þingsályktun um aðgerðir íþágu lækningar við mænu-skaða var samþykkt á Al-þingi hinn 16. maí síðast-
liðinn. Í þingsályktuninni segir að
Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni
að fylgja eftir vitundarvakningu um
málefni mænuskaða á alþjóðavett-
vangi, jafnhliða stuðningi við átak
Sameinuðu þjóðanna um bætt um-
ferðaröryggi. Leitað verði stuðnings
við það að eitt af þróunarmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna sem
sett verði árið 2015 beinist að fram-
förum í lækningu sjúkdóma og
skaða á taugakerfinu. Jafnframt
beiti stjórnvöld sér fyrir því að kom-
ið verði á sérstökum hvatningar-
verðlaunum sem veitt verði fyrir
þróun vísindalegra aðferða og mót-
un lækningastefnu fyrir mænu-
skaða.
Auður Guðjónsdóttir, stjórnar-
formaður Mænuskaðastofnunar Ís-
lands, ásamt stjórn stofnunarinnar,
leitaði í kjölfarið eftir því við Krist-
ján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra að hann vekti athygli ríkis-
stjórnarinnar á ályktuninni og
kynnti fyrir henni hugmyndir MÍ
um hvernig koma mætti ályktuninni
í framkvæmd. Í síðustu viku átti
Auður síðan fund með ráðherra, þar
sem hann samþykkti að taka málið
sérstaklega upp við ríkisstjórnina.
Vitundarvakning
og aðgerðir
MÍ lagði til að fyrst og fremst
skyldi ríkisstjórnin beita sér fyrir
því að einu af þeim þróunarmark-
miðum sem Sameinuðu þjóðirnar
hygðust setja á næsta ári yrði beint
að betri skilningi á virkni taugakerf-
isins. MÍ hvatti ríkisstjórnina til að
hafa samband við hátt setta
embættismenn innan þróunarnefnd-
arinnar, svo sem David Cameron og
Ban Ki-moon, og þrýsta á þá um að
taugakerfið verði tekið inn sem
þróunarmarkmið.
„Meginástæða þess hve erfið-
lega gengur að finna lækningu í
taugakerfinu, til dæmis við mænu-
og heilasköðum, svo sem MS, MND,
Parkinson og Alzheimer, er sú að
vísindasamfélagið hefur takmark-
aðan skilning á virkni þess. Það er
því verðugt verkefni fyrir litla þjóð
að beita pólitískum áhrifum sínum
til vitundarvakningar og aðgerða á
þessu sviði,“ segir Auður.
Annað atriði í þingsályktuninni
sem MÍ vildi gera að umræðuefni er
stofnun hvatningarsjóðs á Íslandi
sem veitir viðurkenningar fyrir
vísindaupplýsingar sem gagnast
mega sem innlegg í þróun lækninga-
stefnu fyrir mænuskaða. Hug-
myndir MÍ um hvernig koma megi
hvatningarsjóðnum á legg snúa í
fyrsta lagi að því að viðeigandi ráð-
herra hafi samband við Alþjóðaakst-
ursíþróttasambandið FÍA og óski
eftir að það standi að stofnun hvatn-
ingarsjóðsins með Íslandi. Gangi
það eftir verði auglýst eftir vís-
indaþekkingu á alþjóðavísu og við-
urkenndir vísindamenn skipaðir í
stjórn sjóðsins.
Auður segir gríðarlega mikil-
vægt að nota það tækifæri hjá Sam-
einuðu þjóðunum sem nú standi opið
næstu mánuðina. „Verði það ekki
notað núna og taugakerfinu
komið inn sem þróunar-
markmiði gefst ekki annað
tækifæri hjá Sameinuðu
þjóðunum fyrr en árið 2030.
Taugakerfið getur ekki beð-
ið svo lengi.“ Að hennar mati
getur Ísland gert mannkyn-
inu mikinn greiða og í
tímans rás hlotið stór-
ar alþjóðlegar við-
urkenningar fyrir að
ganga í þessi mál.
Unnið í þágu lækn-
ingar við mænuskaða
Morgunblaðið/Þorkell
Alþingi Þingsályktun um mænuskaða var samþykkt á Alþingi nýverið og
mun ríkisstjórnin fylgja eftir vitundarvakningu um málefnið.
Auður Guðjónsdóttir er stjórn-
arformaður Mænuskaða-
stofnunar Íslands, en þar vinn-
ur hún launalaust við það að
vekja athygli á málstaðnum og
koma málefnunum áleiðis.
Markmiðið hjá henni hefur
ávallt verið það að Ísland, og
stjórnvöld á Íslandi, beiti sér
pólitískt fyrir því á alþjóðavísu
að vekja athygli á mænuskaða
og tala um þá alvöru sem hann
hefur í för með sér hjá al-
þjóðastofnunum og annars
staðar. Það hafa þau gert
bæði hjá Sameinuðu þjóð-
unum,
Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnun og
Norðurlandaráðinu með
Norðurlandasamþykkt
um mænuskaða sem
hefur náðst fram.
Auður er stað-
ráðin í því að
halda ótrauð
áfram.
Vekur athygli
á málefninu
STJÓRNARFORMAÐUR
MÆNUSKAÐASTOFNUNAR
Auður
Guðjónsdóttir