Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
RAGNHILDUR HELGADÓTTIR,
lést laugardaginn 14. júní á dvalarheimilinu
Grund.
Útför hennar verður frá Neskirkju við
Hagatorg mánudaginn 30. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Helgi B. Thoroddsen,
Sigrún B. Bergmundsdóttir,
Bergmundur Bolli,
og Jóhannes.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
STEFANÍA INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 26. júní á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Páll Bragi Kristjónsson,
Jórunn Pálsdóttir, Þórarinn Stefánsson,
Þórður Pálsson, Kristín Markúsdóttir,
Rakel Pálsdóttir, Óskar Sigurðsson,
Kristján L. Loðmfjörð Pálsson, Tinna Guðmundsdóttir.
og barnabörn.
✝ KristbjörgHalldórsdóttir
fæddist 16. mars
1930. Hún lést 15.
júní 2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Hall-
dór Guðlaugsson
og Guðný Páls-
dóttir, Hvammi,
Hrafnagilshreppi,
Eyjafjarðarsveit.
Systkini hennar
voru Baldur, Snorri, Guðlaugur,
Páll og Aðalsteinn, allir látnir,
Guðný systir hennar er eina eft-
irlifandi systkinið.
Eiginmaður Kristbjargar var
Magnús Brynjólfsson, f. 5.6.
1923, d. 6.12. 1976. Þeirra börn
eru: 1) Erna, dóttir hennar er
Guðný Björg Bjarnadóttir, gift
Valgeiri Davíðssyni og eiga þau
Ernu Sigrúnu og Huldar
Trausta. 2) Eva B., gift Jóhann-
esi Árnasyni. Börn
þeirra eru Árni
Rúnar, kvæntur
Sigurbjörgu Níels-
dóttur og þeirra
börn eru Níels
Birkir, Steinar Ingi
og Ásthildur Eva;
Andri Már, kvænt-
ur Agnesi Dögg
Jónsdóttur, þeirra
börn eru Indíana
María og Andrea
Dögg. 3) Brynjólfur H., kvæntur
Huldu Börg Kristjánsdóttur,
þeirra börn eru Guðrún, Helgi
og Kristján, fyrir átti hann
Magnús og hans unnusta er
Marion. 4) Sigrún, f. 22.5. 1964,
d. 6.1. 1966. 5) Rúnar, dætur
hans eru Krista Björg, Eva Rós
og Maren Ósk.
Útför Kristbjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 30.
júní 2014, kl. 10.30.
Í dag er yndisleg móðir mín
borin til grafar. Það er alltaf
erfitt að missa ástvin. Mamma
varð ekkja mjög ung, aðeins 46
ára gömul, og einnig missti hún
fallegu litlu Sigrúnu sína úr
veikindum þegar Sigrún var
tæplega tveggja ára og mamma
aðeins 36 ára. Hún var ótrúlega
sterk ung kona og hélt áfram líf-
inu af miklum dugnaði.
Þegar ég hugsa til baka rifj-
ast upp minningar um þolin-
mæði og dugnað móður minnar.
Mamma saumaði fötin á okkur
systkinin, hún var algjör snill-
ingur og saumaði á okkur flest-
ar flíkur. Hún vann á Sauma-
stofunni Heklu til fjölda ára. Við
vorum svo heppin systkinin að
hún var heima á daginn og vann
frá 17-22 á kvöldin og var það
mikið öryggi að hafa hana
heima.
Ég var yfirleitt í einhverju
brasi enda mikið úti að leika
mér og ekki var mín elskulega
móðir alltaf glöð þegar ég kom
heim í nýju rifnu buxunum eða
skemmdu flíkunum, kannski bú-
in að vera í þeim í 2-3 tíma og
hún búin að leggja mikla vinnu í
að sauma þau. Það reyndi oft á
þolinmæði foreldra minna þegar
við vorum að ærslast krakkarn-
ir og leika okkur. Ef það voru
ekki rifin föt þá voru það skurð-
ir sem þurfti að sauma eða putti
sem var brotinn og svo var nú
vesenið með gleraugun sem
brotnuðu reglulega.
Á seinni árum fór hún að
ferðast og átti margar góðar
rútuferðirnar um Ísland og
Evrópu, hún var búin að fara
mjög víða í ferðum sínum og svo
enn síðar átti hún yndislega
ferðafélaga sem hún fór með í
sólina á Kanarí, þetta gaf henni
mikið.
Hún var alltaf að gera eitt-
hvað, prjóna, sauma, í korta-
gerð o.fl. en þegar sjónin fór að
dvína þá missti hún mikið en
hélt samt áfram að prjóna.
Það er svo margt hægt að
segja um mína elskulegu móður
en ég læt þetta enda á þessu
kvæði og kveð með þakklæti
fyrir allt.
Dal einn vænan ég veit,
verndar Drottinn þann reit.
Allt hið besta þar blómgast hann
lætur.
Þar er loftið svo tært,
þar er ljósblikið skært. –
Þar af lynginu er ilmurinn sætur.
(Hugrún)
Með kveðju og þakklæti
elsku mamma mín. Þín dóttir
Eva.
Kristbjörg Halldórsdóttir,
langamma mín, er ein sú ynd-
islegasta kona sem ég hef
kynnst. Það var alltaf hægt að
treysta á hana og hún var alltaf
glöð. Langamma var þannig
manneskja að hún náði að gera
allt gott í kringum sig og þegar
ég hugsa til baka er það einmitt
gleðin sem einkenndi allar okk-
ar stundir saman. Okkar gleði-
stundir einkenndust gjarnan af
söng og tónlist, en langa sat oft
með mig í fanginu og bjó til lag
um okkur tvær að bralla eitt-
hvað saman. Ég man að einu
sinni fórum við í göngutúr upp í
kirkjugarð til að heimsækja
langafa. Langamma sagði mér
að auða svæðið við hliðina á
langafa væri fyrir hana þegar
hún færi. Ég var svo undrandi á
henni, og hugsaði með mér að
hún myndi lifa að eilífu og þyrfti
alls ekki á þessu að halda. En þó
að langamma hafi verið sterk
kona gat hún ekki lifað að eilífu,
enginn getur það. En núna þeg-
ar ég hugsa um hjartahlýju
langömmu minnar veit ég að
hún mun lifa að eilífu. Hún mun
lifa að eilífu í minningum mínum
og og ég veit að hún mun alltaf
vera til staðar til að passa upp á
mig og alla hina sem stóðu
henni nærri. Góða og glaða
langamma mín mun alltaf eiga
stóran sess í mínu hjarta.
Erna Sigrún Valgeirsdóttir.
Kristbjörg
Halldórsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú dýrðar kona farin er
okkar söknuður mikill er.
Minning hennar ávallt lifir.
og aldrei úr hugum okkar fer.
Nú móðir okkar farin er,
í annan heim hún komin er.
Góðar móttökur mamma fær
frá englum sem eru henni nær.
Elsku mamma og amma.
Kveðja frá
Rúnari og dætrum.
✝ Guðrún GrétaRunólfsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 5. des-
ember 1928. Hún
lést á Landspít-
alanum 18. júní
2014.
Gréta var dóttir
hjónanna Runólfs
Jóhannssonar og
Kristínar Skafta-
dóttur, sem bjuggu
lengst af á Hilmisgötu 7 í Vest-
mannaeyjum. Runólfur, f. 4.
október 1898, d. 4. ágúst 1969,
var frá Gamla-Hrauni á Eyr-
arbakka og Kristín, f. 29. apríl
1906, d. 10. apríl 1992, frá Suð-
ur-Fossi í Mýrdal. Systkini Grétu
eru: Rebekka, f. 31. janúar 1925,
d. 30. janúar 1976; Guðlaug
Kristín, f. 6. september 1931;
Þóra, f. 8. október 1936, d. 8.
mars 1984; Jóhann, f. 16. októ-
ber 1944.
Gréta giftist árið 1949 Stefáni
Þ. Guðjohnsen, f. 29. nóvember
1926, d. 24. september 1969. Þau
skildu 1955. Synir Grétu og Stef-
áns: 1) Einar Örn, f. 24. júlí 1949,
eiginkona hans er Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir, f. 1949,
Þrastarson, f. 1980, og börn
þeirra eru Elfa Sif, f. 2004,
Andri Thor, f. 2006, og Henry
Berg, f. 2010. Sonur Grétu og Jó-
hannesar Jónssonar, f. 8. maí
1928, d. 8. október 2001, er 3)
Kristinn Þór, f. 10. mars 1960.
Dóttir Kristins og Herdísar
Sveinbjörnsdóttur, f. 1958, er
Rakel Rós, f. 1981, eiginmaður
hennar er Sigmundur Sverrir
Guðlaugsson, f. 1984, sonur
þeirra er Þorgeir Ás, f. 2013.
Sonur Kristins og Magneu Bald-
ursdóttur, f. 1961, er Jóhannes
Magni, f. 1992.
Gréta stundaði nám í Barna-
skólanum og Gagnfræðaskól-
anum í Vestmannaeyjum. Hún
starfaði í Eyjum m.a. í Kallabak-
aríi og verslunum Einars Sig-
urðssonar, Vísi og Þingvöllum. Í
Reykjavík starfaði Gréta lengi í
fræðsludeild Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og síðar m.a. á aug-
lýsingadeild Vikunnar. Hún
flutti til Vestmannaeyja árið
1964 og vann þar á skrifstofu
Vinnslustöðvarinnar þar til hún
flutti aftur til Reykjavíkur 1971.
Þá fór hún til starfa hjá Þor-
grími Guðlaugssyni frænda sín-
um, sem rak Heildverslun Guð-
laugs Br. Jónssonar, en árið
1974 var hún ráðin til Þjóðhags-
stofnunar, sem þá var nýstofnuð,
og vann þar til starfsloka 1995.
Útför Grétu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, mánudaginn
30. júní 2014, kl. 15.
börn þeirra eru a)
Ragna Björt, f.
1972, dóttir hennar
og Erwans Le Ro-
ux, f. 1976, er Sóley,
f. 2008, og b) Ingvi
Snær, f. 1976, eig-
inkona hans er
Hildur Ýr Ott-
ósdóttir, f. 1976,
börn þeirra eru
Ásta Rún, f. 2002,
og Ottó Snær, f.
2006. 2) Orri, f. 5. maí 1955, unn-
usta hans er Halldóra Eyrún
Bjarnadóttir, f. 1959. Dóttir
Orra og Helgu Baldvinu Ás-
grímsdóttur, f. 1961, er Árný, f.
1981, maki Ómar Hafberg Guð-
jónsson, f. 1973, börn þeirra eru
Ásbjörg Nína, f. 2003, Ísak Nói,
f. 2006, og Ýmir Míó, f. 2011.
Sonur Orra og Vilborgar Guð-
nýjar Óskarsdóttur, f. 1962, er
Grétar Þór, f. 1992. Börn Hall-
dóru Eyrúnar og Sturlu Þórð-
arsonar, f. 1954, eru a) Snorri, f.
1979, kona hans er Guðmunda
Áslaug Geirsdóttir, f. 1980, synir
þeirra eru Mikael Freyr, f. 2003,
Daníel Geir, f. 2009, og Aron
Bjarni, f. 2010, b) Sif, f. 1981,
maki hennar er Hlynur Elfar
„Þarna eru glæsilegustu stúlk-
ur Vestmannaeyja,“ sagði heima-
maður við gestkomandi vin sinn
þegar Gréta gekk með vinkonu
sinni framhjá Samkomuhúsinu í
Eyjum 19 ára í nýsaumuðum sum-
arkjól daginn fyrir Þjóðhátíð 1947.
Þar voru örlög Grétu ráðin. Gest-
urinn sleppti ekki af henni hendi
eftir fyrsta dans um kvöldið. Að
ári var hún flutt til Reykjavíkur og
ári þar á eftir gift stóru ástinni
sinni, Stefáni Þ. Guðjohnsen lög-
fræðingi. Hún naut áranna með
honum og þau eignuðust tvo
myndardrengi, þá Einar Örn og
Orra. Það var henni mikið áfall
þegar þau skildu og við tók basl
hjá einstæðri móður með tvö ung
börn. Húsnæðishrak og þrengsli, í
kjallara eða risi og vinna úti við að
ala önn fyrir þeim. Aldrei var
kvartað, enda vol og væl ekki til í
henni. Hún var fögur í gegn og
umsvermuð af ungum mönnum, –
en enginn jafnaðist á við Stefán.
Hún kynntist Jóhannesi barnsföð-
ur sínum, góðum og ræktarlegum
manni, og átti með honum yngsta
soninn, Kristin. Þegar Jóhannes
fór til starfa í Bandaríkjunum
ákvað Gréta að fara ekki með þótt
hann legði að henni. Leiðin lá svo
aftur til Eyja til að vera nær stór-
fjölskyldunni á Hilmisgötu. Með
einstökum dug og elju kom hún
drengjunum sínum til manns.
Hún var nýflutt til Reykjavíkur
þegar gaus í Eyjum.
Gréta var flinkur skrifstofu-
maður og vel látin, jafnt hjá Sam-
bandinu, sem ritari fyrir Hriflu-
Jónas, í Vinnslustöðinni, á Lauga-
veginum hjá Góa og í
Þjóðhagsstofnun. Það kom sér vel
þegar hún fór í „langa fríið“ eins
og hún kallaði starfslokin. Hún
var ekki hætt, bara í fríi. Þá var
hún fljót að ná tökum á tækninni,
kom sér upp tölvupósti og skæp.
Þannig var hún í heimsóknum
víða um heim sitjandi við tölvuna í
Lönguhlíð. Hún naut fegurðar
Alpanna og Genfarvatnsins hjá
Ingva, Hildi og börnunum, Ástu
Rún og Ottó Snæ í Sviss, var í
reglulegu sambandi við Ingólf
systurson sinn í Gautaborg og
elskaði að drekka morgunkaffið
með þeim Rögnu og Sóleyju í
Amsterdam. Hún þekkti götulífið
og hin ýmsu húsakynni þar sem
mæðgurnar dvöldu og fylgdist frá
fyrstu hendi með baráttunni fyrir
að fá að flytja með barnið heim.
Hún taldi kjark í sonardóttur sína
þegar allt virtist vonlaust, sendi
aura þegar ísskápurinn var tómur
og spáði fyrir þeim í spil gegnum
skæpið. Spáin var alltaf góð, – þær
myndu sigra að lokum. Spáin
rættist. Þær unnu dómsmálið nú
um páskana og komu alkomnar
heim. Allir glöddust, en mest
Gréta.
Hún var vinmörg, vinsæl og
mjög var gestkvæmt hjá henni,
enda móttökur hlýjar. Börnin
máttu allt og var leikið með gam-
alt dót um alla íbúð. Vinsælust var
bílabrautin hjá kynslóðum barna.
Gréta laðaði að sér margan ein-
stæðinginn og gekk börnum og
barnabörnum systra sinna, Re-
bekku og Þóru, í móður og ömmu
stað. Dagleg símtölin við Laugu
voru dýrmæt með spjalli um dæg-
urmálin, Eyjarnar og liðna tíð.
Í dimmviðri sá Gréta æ til sólar.
Þegar lyfin virkuðu ekki lengur
gladdi það hana að nú mátti borða
allt og sitja í sólinni. Svona var
hún.
Að leiðarlokum þakka ég ynd-
islegri tengdamóður minni ástúð
og trygga vináttu sem aldrei bar
skugga á.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
Elsku amma Gréta mín. Nú
ertu komin upp til himna til hinna
englanna. Ég sakna þín mjög mik-
ið. Þú varst hjartahlý og góð við
alla í kringum þig. Ég og bræður
mínir eigum margar góðar minn-
ingar um þig en það var alltaf svo
gott að koma til þín í heimsókn og
leika með bílabrautina vinsælu.
Og aldrei fórum við svangir frá
þér. Við elskum þig, amma, og þín
verður sárt saknað.
Mikael Freyr, Daníel Geir og
Aron Bjarni Snorrasynir.
Elsku Gréta amma.
Mikið sem það verður skrítið að
geta ekki komið við hjá þér í
Lönguhlíðinni, nú eða spjallað við
þig í eins og einn klukkutíma í
símann, en það var alltaf lág-
markið þegar við hringdumst á
milli.
Ég man þegar ég var lítil stelpa
að koma í heimsókn til þín utan af
landi, kom með rútunni og þegar
ég var orðin nógu stór átti ég að
biðja rútubílstjórann um að
stoppa á Miklubrautinni og þar
beiðst þú oft eftir mér. Alltaf
varstu búin að undirbúa komu
mína, þú vissir að mér þættu ban-
anar ægilega góðir og þeir voru
alltaf til ásamt fleira góðgæti. Ég
fékk alltaf að fara í heitt stútfullt
bað og oft nokkrum sinnum yfir
helgi og naut þess mjög, komandi
úr bæ þar sem engin hitaveita var
þá. Oftar en ekki vorum við tvær í
heimsókn hjá þér, ég og Rakel
frænka. Það var búið um okkur í
stofunni og hún var gerð svo kósý,
önnur okkar var í stóra sófanum
og hin fékk að setja stólana tvo
saman svo úr yrði rúm, ekki mikið
mál að koma tveimur litlum
ömmustelpum fyrir.
Seinni ár, eftir að ég varð móð-
ir, kölluðum við þig alltaf lang-
ömmu Grétu. Börnin mín njóta
góðs af því, ekki síður en ég og
eiginmaður minn hann Ómar, að
hafa fengið að kynnast langömmu
sinni Grétu í Lönguhlíðinni. Þau
léku sér ósjaldan með bílabraut-
ina vinsælu og alltaf skyldi eitt-
hvað lagt á borð fyrir okkur.
Við eigum eftir að sakna þín,
elsku amma Gréta. Nú höfum við
fengið síðasta varalitastimpilinn á
kinnina frá þér í þessu lífi, en hver
veit hvað verður síðar. Kannski
hittumst við aftur og þá verða
fagnaðarfundir og áreiðanlega
mikið spjallað.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Árný og fjölskylda.
Elskuleg amma mín er flogin
burt. Besta amma sem hægt er að
hugsa sér, góðhjörtuð og réttsýn.
Við vorum miklar vinkonur, átt-
um alvöruvinkvennasamtöl og
ræddum margt sem fólk talar
kannski ekki um við ömmu sína.
Ég fann aldrei fyrir aldursmun
okkar – hún fylgdist vel með því
sem var að gerast, þekkti nöfn á
hljómsveitum og hvað var á döf-
inni. Alltaf var gott að koma í
Lönguhlíð í fótanudd í sófann hjá
ömmu, sem var best í að nudda
litla, lúna fætur. Dyr hennar
stóðu alltaf opnar með bakkelsi á
borðum og skonsurnar hennar
baka ég reglulega.
Amma var með fallegustu bláu
augu í heimi og blíða rödd. Hún
var óspör á ráðleggingar og upp-
örvun. „Alltaf leggst eitthvað til,“
var hún vön að segja. „Bíddu
bara, úr þessu rætist, vittu til“ og
þegar hún fann að ég var
áhyggjufull var viðkvæðið: „Uss,
varpaðu frá þér vetrarkvíða því
vors er ekki langt að bíða.“
Hún var minn helsti ráðgjafi
þegar kom að ástinni og lífinu og
draumur okkar rættist þegar við
gátum verið saman á ný eftir tíu
ára útivist mína í Hollandi. Hún
þráði að fá okkur Sóleyju heim og
gerði allt til að sá draumur yrði að
veruleika. Ólýsanleg er sú stund
þegar við komum heim og fengum
að búa í sama landi. Hún spáði oft í
spil fyrir mig gegnum Skype og
alltaf voru í spilunum peningar,
ferðalög og draumaprinsinn í
formi hjartagosans og svo flutn-
ingur heim. Það voru dýrmætar
stundir. Iðulega hringdi hún þeg-
ar ég var að elda kvöldmat fyrir
okkur Sóleyju. Þá var gott að hafa
ömmu með. Hún vildi vita hvað ég
notaði í eldamennskuna og gaf góð
ráð.
„Amma Gréta er besta amma í
heimi, hún segir alltaf já,“ sagði
Sóley. Hún söng lög og barnavísur
fyrir hana og kenndi henni gegn-
um Skype. Hún sýndi henni leik-
föng sem hún gæti leikið með þeg-
ar hún kæmi til Íslands, því hjá
ömmu var mikið dót sem börnum
þótti spennandi.
Amma átti ekki auðvelda ævi,
ein með þrjá litla stráka. Hún
sagði mér frá skömmtunarmiðun-
um og hvernig lífið var í þá daga,
hvar hún vann, oft langan vinnu-
dag til að geta framfleytt litlu fjöl-
skyldunni. Amma mín var hetja
sem fór gegnum lífið hljóðlega en
með reisn. Hún gaukaði oft að mér
aurum og ég maldaði í móinn, en
hún sagðist svo rík að hún vissi
varla aura sinna tal, sem auðvitað
var tilbúningur. Henni þótti gam-
an að fara á kaffihús, í kaffi og
köku, eða súpu og fisk upp í
Lauga-ás í heimsóknum mínum til
landsins.
Ég var heppin sem elsta barna-
barnið að fá góðan tíma með
henni. Hún heimsótti okkur til
Búlgaríu og Portúgals þegar for-
eldrar mínir störfuðu þar og síðast
var hún með á Tenerife í sextugs-
afmæli pabba. Hún naut þessara
sólarferða með okkur. Ógleyman-
leg er heimferð okkar tveggja frá
Búlgaríu, ég sjö ára og amma ekki
ferðavön, er við misstum af tengi-
flugi frá Kaupmannahöfn. Amma
var ótrúleg og reddaði okkur heim
með Grænlandsflugi, á meðan
aðrir í hópnum voru strandaglóp-
ar til næsta dags.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þessa dásamlegu ömmu. Til
dauðadags var hún falleg, með
rauða varalitinn sinn, eins og sönn
dama.
Ragna Björt Einarsdóttir.
Gréta
Runólfsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Grétu Runólfsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.