Morgunblaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
✝ María Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 23. nóv-
ember 1925. Hún
lést á Vífilsstöðum
23.júní 2014. For-
eldrar hennar voru
Guðbjörg Sigríður
Jónsdóttir og Jón
Kristjánsson.
María fór aðeins
nokkurra vikna
gömul í fóstur
ásamt tvíburasystur sinni, Guð-
rúnu Steins, til hjónanna Guð-
bjargar Illugadóttur og Sig-
urðar Magnússonar sem bjuggu
í Akurhúsum í Garði. Systkini
Maríu voru Jóna, Sigurður,
Margrét, Ingigerður, Jóhannes
16.12. 1999. Sonur þeirra er Jó-
hann Birgir Jónsson, bifreiða-
smiður, f. 17.9. 1947, maki Guð-
ríður Bjarnadóttir, f. 1.7. 1946,
börn þeirra 1) Bjarni Friðrik, f.
25.1. 1966. 2) Margrét María, f.
10.7. 1967. 3) Jón Þorkell, f.
24.12. 1971. Einnig ólu María
og Jón upp frá 11 ára aldri syst-
urdóttur Maríu, Guðbjörgu
Stellu Guðmundsdóttur, sjúkra-
liða, f. 11.9. 1947, maki Gísli
Guðmundsson, húsasmiður, f.
6.8. 1943. Börn þeirra: 1) Jón
Óskar, f. 6.7. 1965. 2) Guð-
mundur Úlfar, f. 3.7. 1970. 3)
Sonja, f. 4.10. 1979. 4) Sigurður,
f. 26.6. 1983.
Langömmubörn Maríu eru 18
talsins og langalangömmubarn
eitt.
Útför Maríu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 30. júní
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
og Guðrún Steins.
Fóstursystkini
Maríu voru Finn-
björg, Páll, Svan-
hildur, Magnús,
Björnfríður og
Ingilaug Val-
gerður, sem öll
voru börn fóstur-
foreldra hennar og
svo tóku þau einnig
að sér þær Indíönu
Leifsdóttur og
Svanhildi Pálsdóttur. Systkini
Maríu eru öll látin nema Guð-
rún Steins, tvíburasystir henn-
ar.
Hinn 22. febrúar 1948 giftist
María Jóni Þorkeli Kristjáns-
syni, f. 22. febrúar 1925, d.
Elskuleg fóstra mín, María,
er látin eftir stutt og erfið veik-
indi, áttatíu og átta ára að aldri.
Margs er að minnast frá liðnum
árum. Ber hæst ástúð hennar,
góðvild og væntumþykju frá
fyrsta degi. Ég var aðeins ellefu
ára er ég fluttist á heimili henn-
ar vegna veikinda móður minn-
ar. Guðrún móðir mín sagði
stundum: Við Mæja eigum þig
saman, Guðbjörg mín, en þær
tvíburasystur voru mjög nánar
og er missir hennar mikill.
María var létt í lund og gladd-
ist á góðum stundum með ætt-
ingjum og vinum. Þær eru
margar minningarnar sem
koma upp í hugann frá liðinni tíð
í Langagerðinu og má nefna
þegar þær vinkonurnar í göt-
unni hittust. Þá var nú glatt á
hjalla. Kaffisopinn góði, bolla
hvolft, spáð og spekúlerað,
spjallað og hlegið dátt og jafnvel
tekin ein „sígó“. En nú er þetta
horfinn heimur.
Einnig minnist ég þess hvað
hún var boðin og búin að hjálpa
öðrum.
Passa börnin mín, hjálpa mér
að sauma, hjálpa til við slátur-
gerð og margt og margt fleira.
María hafði græna fingur eins
og sagt er stundum. Bar garð-
urinn hennar þess vitni sem þau
hjón af alúð unnu saman að frá
fyrstu tíð. Hún hafði yndi af
góðri tónlist og naut þess að
fara í leikhús. En síðast og ekki
síst var María flink, dugleg og
vandvirk handavinnukona.
Hún var saumandi frá því ég
man eftir og vann um árabil á
saumastofu Hagkaups. En hæst
ber að mínu mati allt það smáa
sem hún gerði í höndum og
nostraði við. Litlu hlutirnir,
jólaskrautið, útsaumurinn og
allt það sem hún gerði og gaf
okkur sem í kringum hana vor-
um. Ég sagði stundum: Þú ættir
nú að setja upp sýningu á öllu
því sem þú hefur gert. En hún
var svo hógvær og sagði að
þetta væri nú ekki svo merki-
legt að það tæki því að sýna. En
María tók nú samt þátt í sam-
sýningu ásamt Guðrúnu systur
sinni og nokkrum öðrum fjöl-
skyldumeðlimum í Hafnarfirði.
Þar var þó aðeins lítið brot af
því sem eftir hana liggur.
María starfaði í kvenfélagi
Bústaðasóknar í mörg ár. Eftir
að hún hætti að vinna tók hún
þátt í starfi eldri borgara og
hafði mjög gaman af að spila fé-
lagsvist. Það var mikill missir
þegar Jón Kristjánsson, eigin-
maður hennar, lést árið 1999.
En hún bjó ein áfram í Langa-
gerðinu í mörg ár með hundinn
sinn Bangsa. Hún sagði gjarn-
an: „Hann dregur mig út að
ganga,“ sem hún var mjög dug-
leg við.
Síðustu árin bjó María í
þjónustuíbúð í Furugerði hér í
borg en vegna erfiðra veikinda á
þessu ári var hún komin á Vífils-
staði. Ber að þakka góða
umönnun sem hún hefur fengið.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir allt, sem elskuleg fóstra
mín var okkur Gísla og börn-
unum okkar, sem kölluðu hana
ömmu í Langó. Alla hennar ást-
María Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið,
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar
skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Elsku mamma og
tengdamamma, takk fyrir
allt.
Jóhann og Guðríður.
✝ Arnrún Sigríð-ur Sigfúsdóttir
fæddist í Steinholti
á Húsavík 8.2.
1945. Hún andaðist
á Kvennadeild
Landspítalans 19.
júní 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Matthildur Arnórs-
dóttir, f. 19.5.
1926, d. 15.6. 2013,
og Sigfús Pétursson, f. 7.7.
1924, d. 27.5. 1992. Stjúpfaðir
Arnrúnar var Sigurjón Par-
messon, f. 28.6. 1929, d. 10.11.
2002. Hálfsystkini Arnrúnar
eru: Pétur Sigfússon, búsettur í
Denver í Bandaríkjunum,
Birna Sigfúsdóttir, látin, Sig-
þór Sigfússon, látinn, og Sig-
ríður Sigfúsdóttir.
Hinn 2. júní 1963 giftist Arn-
rún Eiði Guðjohnsen, f. 22.10.
1941. Foreldrar hans voru
Þórður Guðjohnsen, f. 3.8.
1901, d. 1.8. 1961, og Ragn-
heiður Guðbrandsdóttir Guð-
johnsen, f. 5.12. 1912, d. 1.8.
2007.
Stjúpdætur Ragnheiðar eru:
Erla Lilja Aðalsteinsdóttir,
Kristína María Aðalsteinsdóttir
og Anna Mist Aðalsteinsdóttir.
3) Sigríður Matthildur Guð-
johnsen, f. 19.6. 1965, gift
Björgvini I. Ormarssyni, dætur
þeirra eru: Sandra Dögg
Björgvinsdóttir, f. 1992, Þur-
íður Björg Björgvinsdóttir, f.
1997, og Guðrún Elísabet
Björgvinsdóttir, f. 2000.
Sonur Sigríðar frá fyrra
sambandi er Ásgeir Arnór
Stefánsson, f. 1986, kvæntur
Lenu Ósk Guðjónsdóttur, börn
þeirra eru: Samúel Kári,
Henrietta og Salka.
Stjúpsynir Sigríðar eru:
Ágúst Sigurður Björgvinsson,
f. 1979, kvæntur Loretu Kaz-
lauskaite, synir þeirra eru:
Gabriel og Dominik. Sigþór
Björgvinsson, f. 1981, í sambúð
með Brynju Dís Guðmunds-
dóttur, dóttir þeirra er Júlía
Snót.
4) Þóra Kristín Guðjohnsen,
f. 3.8. 1967, gift Andrew T.
Mitchell, börn þeirra eru:
Georg Ethan Guðjohnsen-
Mitchell, f. 2003, Arnrún Eve
Guðjohnsen-Mitchell, f. 2005,
og Eiður Ewan Guðjohnsen-
Mitchell, f. 2008.
Útför Arnrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 30. júní
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Börn Arnrúnar
og Eiðs eru:
1) Arnór Guð-
johnsen, f. 30.7.
1961, kvæntur
Önnu Borg, synir
þeirra eru Kjartan
Borg Guðjohnsen,
f. 1993 og Arnór
Borg Guðjohnsen,
f. 2000. Sonur Arn-
órs frá fyrra
hjónabandi er Eið-
ur Smári Guðjohnsen, f. 1978,
kvæntur Ragnhildi Sveins-
dóttur, synir þeirra eru; Sveinn
Aron, Andri Lucas og Daníel
Tristan. 2) Ragnheiður Guð-
johnsen, f. 20.1. 1963, gift Að-
alsteini Sigurðssyni. Börn
Ragnheiðar frá fyrra hjóna-
bandi eru Sigurjón Magnús Ke-
vinsson, f. 1984, sambýliskona
hans er Sandra Jónsdóttir, son-
ur þeirra er Kristófer Leví.
Arnrún Sveina Kevinsdóttir, f.
1986, gift Jakob Hafþóri
Björnssyni, dætur þeirra eru:
Ragnheiður Birna, Emilía
Björg og Helena Sara. Aron
Ingi Kevinsson, f. 1997.
Elsku Arnrún mín, nokkur orð
til þín.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar okkar sem lifa í minning-
unni og þinn stóra hlut í afkom-
endahópnum okkar, sem við
erum mjög stolt af.
Guð veri með okkur.
Þinn
Eiður.
Elsku mamma mín farin úr
þessum heimi. Erfitt er að sjá á
eftir mömmu. Þetta var lækning-
in sem Guð gaf henni, en við sem
eftir lifum söknum hennar sárt.
Ég hélt sterkt í þá trú að mamma
ætti eftir smá tíma með okkur,
jafnvel þrjú ár, hún átti svo mikið
inni hjá okkur. Mamma var alltaf
til staðar, traustur vinur og með
yfirflæði af endalausum kær-
leika. Ég var hreykin af mömmu,
svo falleg og fannst hún smekk-
kona, gott var að leita til hennar
þegar þurfti ráð varðandi fataval
og fleira. Hún var mjög listræn.
Þó að ég hafi lært og unnið við
hárgreiðslu til fjölda ára var það
mamma sem kenndi mér að
greiða uppgreiðslur, því þar var
hún snillingur. Mamma lifði fyrir
okkur börnin, lifði sig inn í allt
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Hún var fórnfús og ósérhlífin.
Hún elskaði okkur án skilyrða,
hún gaf mikið af sér og krafðist
einskis til baka. Mamma lét sig
ekki vanta þegar einhver uppá-
koma var varðandi íþróttir okkar
krakkanna. Var ég mikið hreykin
þegar hún gerðist eitt sinn far-
arstjóri hjá okkur Vals-stelpun-
um í handboltanum. Þar heyrði
mamma mig syngja forsöng í rút-
unni en ég beygði mig niður í
sætinu og vonaði að mamma
heyrði ekki í mér, ég vildi ekki að
hún yrði fyrir vonbrigðum.
Gleymi aldrei hvað mamma var
ánægð með stelpuna sína og voru
það mikil meðmæli þar sem
mamma gerði alltaf miklar kröf-
ur hvað varðar söng enda söng-
elsk og með gott tóneyra.
Mamma var alltaf upprétt og
bein í baki, snögg í snúningum og
alveg fram á síðasta dag. Hafði
starfsfólk á Landspítalanum orð
á því hvað hún væri liðug og
kröftug þrátt fyrir veikindin. Það
voru forréttindi að eiga móður
eins og hana, við börnin gátum
treyst henni fyrir öllu, alltaf
mætti manni skilningur og um-
burðarlyndi. Alveg sama hvernig
við vorum, aldrei dæmdi mamma
okkur, lét kannski í ljós skoðun
sína og gaf okkur góð ráð en lét
okkur sjálf um að taka ákvörðun.
Börnin, barnabörnin og barna-
barnabörnin voru henni allt.
Mamma elskaði frið og ró og
henni var það mikið í mun að
okkur börnunum liði vel. Var hún
ofurgóð við barnabörnin sín og
átti það til að stjana aðeins of
mikið við karlkynið, æ, henni
fannst þeir kannski meira ósjálf-
bjarga. Eins og dóttir mín sagði
eitt sinn: „Amma elskar bara
strákana, ekki okkur stelpurn-
ar.“ Okkur fannst þetta bara
sætt hvað hún var viðkvæm fyrir
strákunum, ekki það að hún elsk-
aði þá meira. Veraldlegir hlutir
voru henni ekki mikilvægir og
jafnrétti var henni hjartansmál.
Fór mjög illa í hana þegar ein-
hver taldi sig meiri en annar.
Mér fannst hún stundum of góð
fyrir þennan heim. Hún var með
viðkvæma og næma sál, lifði sig
mikið inn í sársauka annarra,
hvort sem var um veikindi að
ræða eða aðra erfiðleika. Elsku
hjartans mamma mín! Skil ekki í
dag hvernig hægt verður að lifa
án hennar, en lífið heldur áfram
og einn góðan veðurdag hittumst
við aftur. Við munum hugsa vel
um pabba og munum njóta góðs
af því veganesti sem mamma gaf
okkur.
Elsku pabbi, Guð gefi þér
styrk, veri með þér og varðveiti
þig.
Ragnheiður Guðjohnsen.
Elsku fallega besta mamma
mín, traustasta og besta vinkona
mín, nú hefur þú kvatt þennan
heim okkar hér. Þetta er svo
óraunverulegt fyrir mér og mér
finnst sem heimurinn sé nú í mol-
um.
Þvílík forréttindi að eiga þig
sem mömmu. Eins og tengda-
móðir mín sagði að þú værir svo
rík í foreldrahlutverkinu að hún
hefði viljað koma í meistaranám
til þín. Minningarnar eru óend-
anlegar og samverustundirnar af
hæstu gæðum, yndislegar og
áhugaverðar, innihaldsríkar og
skemmtilegar. Þær ná frá Húsa-
vík til Reykjavikur, Belgíu,
London, Barcelona og alls staðar
þar á milli, af alls kyns hugsan-
legum efnum, eins og list, sögu,
tónlist, sálfræði og landafræði.
Ég elska þinn djúpa viskubrunn
og kímnigáfu. Guð veit hvað ég
gat hlegið með þér.
Það er sama hver það var sem
komst í kynni við þig, þú náðir
alltaf til fólksins. Þú áttir þá stór-
kostlegu gjöf þar sem öllum
fannst þeir sérstakir í návist
þinni. Kannski felst leyndardóm-
urinn í því að setja aðra framar
sér, sem þér var tamt. Þú skilur
svo sannarlega mikið eftir þig og
megum við til með að vitna í þig
og læra af.
Mér er þetta svo erfitt sem og
tímarnir framundan án þín. Þú
hefur kvatt en ert samt ekki far-
in. Minningin lifir með miklum
söknuði. Ég þakka þér fyrir alla
ómetanlega umhyggju þína og
samveru.
Ég elska þig óendanlega.
Hvíl í friði í faðmi Drottins.
Þín dóttir,
Þóra Kristín.
Elsku móðir mín er látin. Sum-
arið er komið og ég farin að bíða
eftir góðu veðri til að eyða með
mömmu eftir erfið veikindi henn-
ar í vetur en Guð ákvað að lina
þjáningar hennar fyrr en við átt-
um von á. Ég er óendanlega
þakklát fyrir það að hafa haft
tækifæri til að fylgja mömmu og
pabba í gegnum veturinn þó ekki
hafi verið bjart á köflum.
Mamma var yndisleg manneskja,
viðkvæm en glettin. Hún var eig-
inkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma með hjarta
úr gulli, falleg jafnt að innan sem
utan. Allir afkomendur mömmu,
sem eru yfir þrjátíu talsins, elsk-
uðu hana og dáðu enda fengu all-
ir sérstakan stað í hennar hjarta
eins og þar hafi verið endalaust
pláss. Mamma hafði sterka rétt-
lætiskennd og leit á alla sem jafn-
ingja og því mjög auðvelt að virða
hana og dá. Ég þakka mömmu,
eins og ömmu í fyrra, fyrir þá
umhyggju og virðingu sem hún
veitti mér frá því að ég fæddist
og fram á daginn í dag. Sökn-
uðurinn brennur sárt en ég veit
að með tíð og tíma lærum við að
lifa án hennar. Andi mömmu
verður ávallt með mér og minn-
ingarnar um yndislega mömmu
eiga eftir að ylja mér um ókomna
framtíð. Elsku pabbi, megi góður
Guð lina sársauka þinn og söknuð
og okkar allra.
Þín dóttir,
Sigríður Matthildur
(Sigga Matta).
Í gegnum lífsins ferðalag velj-
um við okkur leiðir og áfanga-
staði. Fólk kemur inn í líf okkar,
suma veljum við, aðrir fylgja
með. Við upplifum margskonar
tilfinningar og tökumst á við
margskonar verkefni. Sumu ráð-
um við, öðru ekki.
Þegar klettur eins og tengda-
móðir mín, Arnrún Sigfúsdóttir,
hverfur frá breytist veröldin hjá
mörgum. Lífstaktur, tími og rúm
verður ekki eins og áður. Hún
var miðpunktur og staðfesta, hún
var 69 ára og átti 26 afkomendur
sem allir elskuðu hana óendan-
lega.
Yndislega, fallega og góða
Arnrún var stórbrotin kona. Hún
gerði líf þeirra sem henni kynnt-
ust ríkara og fallegra. Þessi smá-
gerða litla kona sem var svo stór,
hnarreist og glæsileg skilur eftir
sig margar fagrar minningar.
Mig skortir orð til að lýsa því
hvernig hún snerti hjarta mitt.
Það fegursta fannst mér þó sam-
band hennar við börnin sín,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hvert og eitt þeirra elskaði hún
og dáði og allir áttu sinn stað í
hjarta hennar. Alltaf leið henni
best með þau sem flest í kringum
sig og helst með eitt eða tvö
þeirra yngstu á handleggnum.
Þegar hún talaði við þau og um
þau geislaði andlit hennar og um-
hverfið sem hún var í þá stund-
ina. Hún lifði sig svo sterkt inn í
líf allra sinna að þegar hún sagði
frá einhverju þeirra og lýsti þeim
þá hreinlega breyttist hún í kar-
akterana og já, hún náði þeim
eiginlega betur.
Arnrún var víðlesin og fylgdist
svo vel með. Alltaf leið mér eins
og ég væri konungborin þegar ég
kom til hennar, hún sýndi mér og
öllu mínu svo mikinn áhuga og
þannig held ég að öllum hafi liðið
í návist hennar.
Hún hafði alltaf tíma fyrir
börnin. Aldrei heyrði ég ömmu
Arnrúnu segja „bíddu“ eða „á
eftir“ þegar þau báðu hana um
eitthvað. Allt annað gat beðið þar
til seinna. Það sem hún gaf
drengjunum mínum er gleði, ást
Arnrún S.
Sigfúsdóttir
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra
KARLS S. SIGURÐSSONAR
vélvirkja, Hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð, áður Hjalteyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Lögmannshlíðar.
Börn og tengdabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FREYDÍS BERNHARÐSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði, 25. júní sl. Útför hennar verður frá
Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 4. júlí nk.
Þórður Guðmundsson, Hólmfríður Arngrímsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir, Konráð Þór Sigurðsson,
Arnar Guðmundsson, Þórgunnur R. Vigfúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÚLÍUS ÓSKAR HALLDÓRSSON,
Brúnavegi 9,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. júní
síðastliðinn.
Jarðsett verður frá Fríkirkjunni
fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Á. Sigurðardóttir