Morgunblaðið - 30.06.2014, Page 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Portishead, ættuð frá
Bristol á Englandi, heldur sína
fyrstu tónleika á Íslandi á hátíð-
inni All Tomorrow’s Parties á
Ásbrú í Keflavík, 11. júlí nk. Loks-
ins, loksins, því 21 ár er liðið frá
því hljómsveitin kvaddi sér hljóðs
með fyrstu plötu sinni, meist-
araverkinu Dummy. Platan sú
þykir ein þeirra áhrifameiri í
breskri tónlistarsögu, á henni kom
fram hljómur sem þróaðist út í þá
tónlist sem hlaut heitið trip hop.
Þó hljómsveitin hafi verið lengi
að hefur hún aðeins gefið út þrjár
hljóðversskífur, auk Dummy plöt-
urnar Portishead (1997) og Third
(2008). Allar eru þær afbragð, þó
líklega sé engin jafnmergjuð og
frumburðurinn sem hlaut Merc-
ury-verðlaunin árið 1995.
Portishead, nefnd eftir sjávarbæ
skammt frá Bristol, var stofnuð
árið 1991 af þeim Geoff Barrow og
Beth Gibbons. Hafði Barow þá
unnið með Tricky og Neneh
Cherry og var orðinn þekktur af
endurhljóðblöndunum sínum fyrir
Primal Scream, Paul Weller og
Depeche Mode m.a. en Gibbons
sungið á krám við góðan orðstír.
Þau hófu að semja tónlist saman
og þá oft með djassgítarleik-
aranum Adrian Utley.
Tónlist sem þau sömdu fyrir
stuttmyndina To Kill a Dead Man
vakti áhuga plötuútgáfunnar Go!
Records sem gerði samning við
Portishead og úr varð Dummy.
Upptökum hennar stýrði Dave
MacDonald, lék einnig á trommur
og trommuheila og Utley fyrr-
nefndur á gítar. Var þar komin
fullskipuð Portishead. Á Ásbrú
leikur hins vegar sex manna Port-
ishead, þau Barrow, Gibbons,
trommarinn Clive Deamer, Jason
Hazeley á hljómborð og Jim Barr
bassaleikari.
Portishead tók sér hlé frá störf-
um árið 1999, aðdáendum sínum til
mikilla vonbrigða, en tók þráðinn
upp að nýju árið 2005. Þremur ár-
um síðar kom svo út þriðja platan,
Third og hlaut nær einróma lof
gagnrýnenda. Blaðamaður ræddi
við Barrow fyrr í mánuðinum og
komst að því að hann er lítt gefinn
fyrir að setja tónlist Portishead í
tiltekna skúffu eða flokk. Popp-
tónlist, danstónlist, trip hop ...
Portishead er bara Portishead
með sinn einstaka draumkennda,
taktþunga og tregafulla hljóm-
heim.
Jákvæð orka
– Þetta verða fyrstu tónleikar
ykkar á Íslandi...
„Já og það er að hluta ástæðan
fyrir því að við höldum tónleika yf-
irleitt á þessu ári. Við fórum í dá-
litla tónleikaferð í fyrra og lukum
henni með því að vera eitt af aðal-
atriðum Glastonbury-hátíðarinnar.
Við vorum þá eiginlega búin að fá
nóg af tónleikahaldi en svo höfðu
vinir okkar hjá ATP-hátíðinni,
Barry Hogan og Deborah Higgins,
samband og sögðust vera að halda
hátíð á Íslandi í gamalli NATO-
herstöð og við urðum að slá til. Ég
held að ekkert okkar hafi spilað
áður á Íslandi, ég hef ekki einu
sinni komið til Íslands,“ segir Bar-
row og greinilegt að hann hlakkar
til ferðarinnar. „Það virðist svo já-
kvæð orka koma frá Íslandi að við
urðum að spila þar,“ segir hann.
– Íslandsferðin mun e.t.v. blása
ykkur anda í brjóst og hafa áhrif á
næstu plötu?
„Já, vonandi. Við Adrian erum
byrjaðir að vinna að efni á nýja
plötu, Beth kemur inn í þá vinnu
síðar. Við stefnum að því að taka
upp nýja plötu bráðum,“ segir
Barrow.
– Það hljóta einhverjir að hafa
reynt að fá ykkur til að leika á Ís-
landi áður?
„Jú, ég held það. Yfirleitt fáum
við tilboð um að halda tónleika
þegar við erum hætt að spila í bili,
það er svo skrítið. Við höldum eina
fimmtán tónleika eftir tónleikana á
Íslandi, förum til Finnlands og
spilum í Póllandi á stað sem við
höfum aldrei komið til. Í sannleika
sagt gætum við flakkað milli evr-
ópskra tónlistarhátíða en þá vær-
um við nánast að leika fyrir sama
fólkið aftur og aftur sem er virki-
lega slæmt. Hljómsveitir gera það
margar hverjar en við reynum eft-
ir fremsta megni að forðast það.“
Gleðin mikilvægust
– Haldið þið þá fáa tónleika á
ári?
„Já, ef við höldum þá einhverja
yfirleitt. Við ætluðum t.a.m. ekkert
að spila á tónleikum á þessu ári,“
segir Barrow.
Gátu ekki hafnað Íslandi
Bristol-sveitin Portishead leikur í fyrsta sinn á Íslandi á tónlistarhátíðinni All Tomorrow’s Parties
11. júlí Mikilvægast að njóta tónlistarinnar, segir einn stofnenda Portishead, Geoff Barrow
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Bindi og pökkunarlausnir
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
fyrir allan iðnað
STÁLBORÐAR Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða.
Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar
einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur.
HÁLFSJÁLFVIRK
BINDIVÉL
SJÁLFVIRK
BINDIVÉL
HANDBINDIVÉLAR
BRETTAVAFNINGS-
VÉLAR
POLYESTER OG
PLAST BORÐAR