Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 27
– Er hljómsveitin þá orðin að
hálfgerðu hliðarverkefni hjá ykk-
ur?
„Nei, alls ekki. Tónlistin er mér
allt, ég vinn við hana á hverjum
degi sem framleiðandi eða tónlist-
armaður,“ segir Barrow og bætir
við að Portishead hafi verið mjög
mikilvægur hluti af hans lífi og
honum sé mikilvægast að njóta
tónlistarinnar, að finna þá gleði
sem hún færði honum þegar hann
var tólf ára og eignaðist sitt fyrsta
trommusett.
– Nú hefur Dummy verið sögð
ein besta trip hop plata sögunnar...
Barrow stöðvar blaðamann áður
en hann nær að klára spurninguna
og segist ekki taka undir þá skil-
greiningu, þ.e. að tónlistin á
Dummy sé trip hop. „Ég er ekki
einu sinni viss um að það hafi ver-
ið gefin út góð trip hop plata,“
segir Barrow og skellihlær en hug-
hreystir blaðamann með því að
taka fram að hann sé ekki að gera
lítið úr honum. „Þetta er eins og
að segja að ákveðin plata sé sú
besta sem gefin hafi verið út í Ed-
inborg á ákveðnu tímabili af ein-
hentum manni,“ bætir Barrow við,
alveg að rifna úr hlátri. Blaðamað-
ur getur ekki annað en hlegið
vandræðalega með.
Gerir ekki greinarmun
á tónlist
„Tónlist er tónlist,“ heldur Bar-
row áfram til frekari útskýringar.
„Ég hlusta á Black Sabbath, Pu-
blic Enemy, Ennio Morricone og
tyrkneska þjóðlagatónlist og fyrir
mér er þetta bara tónlist. Ég sé
engan mun á henni að öðru leyti
en því að maður er ýmist í leð-
urbuxum eða með derhúfuna öfuga
á höfðinu. Ég sé engan mun á því
sem Beth gerir og því sem Leon-
ard Cohen gerir. Það skiptir engu
máli, ég geng ekki framhjá sígildu
deildinni í plötubúðum yfir í „hér
líður mér vel“-deildina,“ segir Bar-
row og hlær, sannarlega kominn á
flug. „Trip hop-hugtakið var fund-
ið upp af mönnum í tónlistarbrans-
anum í Lundúnum. Engin hljóm-
sveit sem mér hefur líkað við
hefur haft með það að gera,“ ítrek-
ar Barrow.
– En áttuð þið í Portishead von
á þessum miklu vinsældum
Dummy þegar þið voruð að gera
hana?
„Nei, vissulega ekki. Maður get-
ur ekki átt von á slíkum vinsæld-
um nema maður sé Bono, Coldplay
eða Lady Gaga. Ef maður hefur
fúlgur fjár til að markaðssetja
plötu getur maður gengið að því
vísu að fólk mun taka eftir henni
en það þýðir ekki að eitthvað sé
varið í hana,“ segir Barrow en
Dummy hafi verið heldur ódýr í
framleiðslu og því hafi hljóm-
sveitin verið afar sátt við móttök-
urnar. „Fyrir okkur snýst þetta
meira um ánægjuna af því að hafa
samið eitthvað sem við erum sátt
við, hvort sem öðrum líkar við það
eða ekki. Þetta gerði okkur líka
auðveldara fyrir þegar kom að
húsnæðiskaupum,“ segir Barrow
og hlær.
Blaðamann langar að vita hver
áhrif Portishead hafa verið á popp-
tónlist seinustu tveggja áratuga
eða þar um bil. Hvað segir Barrow
um það? Jú, hann vonar að Port-
ishead hafi ekki haft slæm áhrif,
að menn hafi ekki samið lélega
tónlist, innblásnir af Portishead.
Nóg sé nú til af henni í dag. Og
Barrow hlær, nema hvað. „Ef
maður getur með einhverjum
hætti orðið öðrum hvatning til að
semja tónlist er það frábært,“
bætir hann við á öllu alvarlegri
nótum.
Sjónræni hlutinn mikilvægur
– Mér skilst að tónleikar ykkur
séu jafnmikil sjónræn upplifun og
tónlistarleg?
„Já, það er rétt, við eigum og
höfum lengi átt í samstarfi við
leikstjórann John Minton, hann
hefur gert myndbönd fyrir okkur.
Þetta virðist virka vel, við erum
ekki svo lífleg á sviði, stöndum í
raun bara á því og hreyfum okkur
frekar lítið. Þegar maður er á
stórum hátíðum vill maður ekki
spila í myrkri í einn og hálfan
tíma. Við höfum því lagt mikla
vinnu í hreyfimyndir sem við vörp-
um á tjöld og þar fram eftir göt-
unum,“ segir Barrow að lokum.
Aðdáendur Portishead eiga eflaust
gott í vændum.
» „Maður getur ekkiátt von á slíkum vin-
sældum nema maður sé
Bono, Coldplay eða
Lady Gaga. Ef maður
hefur fúlgur fjár til að
markaðssetja plötu get-
ur maður gengið að því
vísu að fólk mun taka
eftir henni en það þýðir
ekki að eitthvað sé varið
í hana.“
Upplifun Tónleikar Port-
ishead þykja mikil upplifun,
bæði tónlistarleg og sjónræn.
Barrow segir lítið varið í að
horfa á hljómsveit standandi
á sviðinu í myrkri.
Kjarninn Geoff Barrow, Beth Gibbons og Adrian Utley úr Portishead.
Hljómsveitin er nefnd eftir bænum sem Barrow ólst upp í.
Frekari upplýsingar um Portis-
head má finna á vef hennar, port-
ishead.co.uk og um ATP á Íslandi á
atpfestival.com.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Lauf
Fjölnota skeljastóll
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði LAUF
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -