Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Jóhanna og Geir Sveins í það heilaga 2. Kviknaði í vegna geitungs 3. Dóttir Eminem fetar menntaveginn 4. Mamman missti svefn vegna spennu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjórðu tónleikarnir á tónlistarhá- tíðinni „Þriðjudagskvöld í Þingvalla- kirkju“ verða haldnir annað kvöld klukkan 20.00. Hjónin Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Ármann Helgason klarínettuleikari leika þá m.a. frumsamin verk eftir Björgu Brjánsdóttur og Elínu Gunnlaugs- dóttur. Leika frumsamin verk á Þingvöllum  Kvenréttinda- félag Íslands og Meðgönguljóð efna til ljóðahá- tíðarinnar „Konur á ystu nöf“ 2. og 3. júlí. Átta skáld koma fram; fjögur íslensk, tvö finnsk, eitt fær- eyskt og eitt grænlenskt. Skáldin lesa upp ljóð á fjórum bókasöfnum í Reykjavík 2. júlí kl. 17.00 og í Safna- húsinu 3. júlí kl. 17. Átta skáldkonur á norrænni ljóðahátíð  Kvartett bassaleikarans Sigmars Þórs Matthíassonar kemur fram á næsta djasskvöldi KEX Host- els annað kvöld. Fluttir verða sígildir djass-slagarar í bland við lög eftir John Coltrane. Kvart- ettinn skipa Haukur Gröndal, saxófón, Kjartan Valdemars- son, píanó, og Magnús Trygva- son Eliassen, trommur, auk Sig- mars Þórs. Kvartett Sigmars Þórs á djasskvöldi Á þriðjudag Sunnan 10-18 m/s og rigning. Talsverð úrkoma um landið sunnanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag Breytileg átt 5-13. Skúrir eða rigning víða um land. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í sunnan 8-13 m/s. Rigning sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 15 stig en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi fram á kvöld og hiti 15 til 22 stig. VEÐUR Mexíkó var aðeins nokkrum mínútum frá því að komast í 8-liða úrslit HM í knatt- spyrnu í Brasilíu í gær. Mexíkó komst yfir snemma í seinni hálfleik, en það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem Holland jafnaði metin og í upp- bótartíma venjulegs leik- tíma sem Hollendingar skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu og fóru því áfram í 8-liða úrslit HM. »6 Dramatískur sig- ur Hollendinga Kylfingarnir Tinna Jóhannsdóttir og Kristján Þór Einarsson urðu í gær Ís- landsmeistarar í holukeppni í golfi þegar keppni lauk á Hval- eyrarvelli í Hafnarfirði. Tinna sigraði Karen Guðnadóttur í úr- slitum en Kristján vann Bjarka Pét- ursson. »2 Tinna og Kristján unnu holukeppnina í golfi Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson úr ÍR hefur verið í mikilli framför. Á föstudag bætti hann sig bæði með 6 kílóa og 7,26 kílóa sleggjum og að- eins fimm í heiminum í hans aldurs- flokki hafa kastað lengra í ár með unglingasleggjunni. Hilmar segist stefna á verðlaunapall á HM 19 ára og yngri í frjálsíþróttum í Eugene í næsta mánuði. »8 Verðlaun hjá Hilmari raunhæf á HM í Eugene ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sjóslys þetta á sér ekki hliðstæðu í Íslandssögunni. Þetta er atburður sem má ekki gleymast né minning þeirra sem fórust. Að merkið skuli sett upp hér er við hæfi, enda er þetta næsti þéttbýlisstaður við slys- stað og í beinni sjónlínu við hann,“ segir Jónas Guðmundsson, sýslu- maður í Bolungarvík. Næstkomandi laugardag, 5. júlí, verður í Bolungarvík vígt minnis- merki um mesta slys sem orðið hef- ur á sjó við Ísland. Jónas átti frum- kvæðið að uppsetningu merkisins en ýmsir hafa lagt málinu lið. Vonast Jónas til að með þessu fái slysið og minning þeirra sem fengu vota gröf þann sess í sögunni sem ber. Sigldu inn í tundurduflabelti Það var 5. júlí 1942 sem hluti skipalestarinnar QP-13 sigldi inn í belti tundurdufla norður af Aðalvík á Vestfjörðum. Sex skip fórust og með þeim um 240 manns. Skipin voru á leið frá Múrmansk í Rússlandi í Hvalfjörð. Þar var helsti viðkomu- staður skipa bandamanna sem sigldu yfir Atlantshafið, sem þótti viðsjárvert. Bræla, þoka, erfiðleikar við staðarákvarðanir og fleira varð þess valdandi að breska tundurdufla- slæðarann HMS Niger, sem fremst- ur fór, bar af leið. Stefndi skipstjór- inn óafvitandi inn í tundurduflabelti sem Bretar lögðu til norðurs frá Straumnesi, til varnar skipum Þjóð- verja. Þegar Niger rakst á eitt duflið sprakk skipið í loft upp og sökk. Ör- skömmu síðar sigldu bandarísku skipin Heffron, Hybert, Massmar og John Randolph og rússneska skipið Rodina á önnur dufl og sukku. Um 250 manns, af þeim um 500 sem voru í skipunum, var bjargað við mjög hættulegar og erfiðar aðstæður, þar af 179 um borð í frönsku korvettuna Roselys. Sumarið sem líkin rak Jónas segist hafa grúskað nokkuð í sögu heimsstyrjaldarinnar en stutt sé síðan hann vissi fyrst af atburð- unum úti fyrir Vestfjörðum. Bókin Dauðinn í Dumbshafi eftir Magnús Þór Hafsteinsson kom honum á sporið. „Engar upplýsingar voru veittar um þennan mikla harmleik á sínum tíma Það fór þó ekki fram hjá mörgum Íslendingum að voveiflegir atburðir höfðu gerst,“ segir Magnús Þór í bók sinni. Þá vitnar Jónas til frásagna fólks á Ströndum þar sem lík bárust í fjörur. Tala sumir Strandamenn um „sumarið sem líkin rak,“ eins og Jónas kemst að orði. Sjóslysið fær sess í sögunni  Minning í Bol- ungarvík  240 fórust við Aðalvík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Jónas Guðmundsson sýslumaður og Magnús Sigurjónsson múrari með minningarskjöld sem komið verður fyrir á minnismerkinu sem Magnús hlóð. Í baksýn sést Grænahlíð og Djúpið en úti af því varð slysið mikla. „Þessi skipskaði var bandamönn- um áfall, þó hann vegi ekki þungt sé stríðssagan skoðuð heildstætt. Eigi að síður fór þetta leynt. Eins og gerist og gengur með svona at- burði sem lítið er skrifað um þá verða til sögur eins og sú að í rúss- neska skipinu hafi verið kynstrin öll af gulli,“ segir Jónas. Ómar Smári Kristinsson, mynd- listarmaður á Ísafirði, gerði skiss- ur að minnismerki og samkvæmt því hefur Magnús Sigurjónsson múrari hlaðið sökkul með skips- lagi. Á öðrum enda hans er mastur en á hinum endanum stöpull með minningarskildi. Við afhjúpunina flytur sóknarprestur Bolvíkinga, sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, minningarorð, Bolvíkingurinn Ein- ar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþing- is, flytur ávarp og skotið verður af fallbyssum varðskipsins Þórs sem mun lóna fyrir utan. Rússagullið er á hafsbotni LÍTIÐ SKRIFAÐ UM LEYNDARMÁLIÐ MIKLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.