Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 1
                                         !                                       "    !   L A U G A R D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  226. tölublað  102. árgangur  TÖFRAR KRIST- ALSTÆRS SJÓN- DEILDARHRINGS FRYSTIHÚSIÐ Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA AUSTURLAND 20MYNDLISTARSÝNING RÖGGU 10  Páll Matthías- son, forstjóri Landspítalans, bindur vonir við að viðunandi kjarasamningar lækna hafi tekist áður en reynir á efndir yfirlýs- ingar sem lækna- nemar á lokaári við Háskóla Ís- lands afhentu heilbrigðisráðherra í fyrradag. Læknanemarnir lýsa því yfir að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða í aðrar sambærilegar stöður á Íslandi frá og með 1. júní 2015, hafi nýr kjarasamningur lækna ekki náðst fyrir þann tíma. „Landspítali, eins og raunar íslenska heilbrigð- iskerfið allt, reiðir sig á að heil- brigðismenntað fagfólk telji vinnu- umhverfið viðunandi,“ segir Páll. Læknar hafa haft lausa kjara- samninga í 8 mánuði og segir Þor- björn Jónsson, formaður Lækna- félags Íslands, að líta megi á yfirlýsingu læknanemanna sem táknrænan stuðning við kjarabar- áttuna. „Ég skil vel áhyggjur 6. árs læknanema vegna ófrágenginna kjarasamninga. Og það að þeir séu ekki tilbúnir að ráða sig í vinnu upp á rýr kjör, kjör sem þeir vita ekki hver verða,“ segir Þorbjörn. »4 Ætla ekki að ráða sig í vinnu án nýrra kjarasamninga Páll Matthíasson Afleiðingar » Stytting bótatíma atvinnu- lausra kemur misþungt niður á sveitarfélögum. » Í Hafnarfirði hefur kostn- aðaraukinn verið áætlaður 57 milljónir á næsta ári. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarkostnaður sveitarfélaga á landinu öllu vegna fjárhagsaðstoð- ar er talinn aukast um hálfan millj- arð á næsta ári verði hámarks- bótatími atvinnulausra styttur úr þremur árum í tvö og hálft ár. For- svarsmenn sveitarfélaganna hafa miklar áhyggjur af því að stytting bótatímans leiði til verulegrar fjölgunar þeirra sem þurfi á fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna að halda. Nýir útreikningar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sýna að heild- aráhrifin verði þau að ný útgjöld sveitarfélaganna muni aukast um 500 milljónir kr., að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns sam- bandsins. Á móti kemur að til stendur að lækka tryggingagjaldið um 0,1% á næsta ári, sem þýðir að sveitarfélögin greiða 100 milljónum króna minna í tryggingagjald á næsta ári. Nettó-niðurstaðan verð- ur því væntanlega sú að kostnaður þeirra vegna styttingar bótatímans verður 400 milljónir króna á árinu 2015 að sögn Halldórs. ,,Við viljum fara í atvinnuátak þessu samhliða sem ríkið tekur þátt í með okkur,“ segir hann. M400 milljóna ný … »6 Eykst um hálfan milljarð  Stytting á bótatíma atvinnulausra mun leiða til aukinna útgjalda sveitarfélaga samkvæmt nýjum útreikningum  Vilja ráðast í atvinnuátak með ríkisvaldinu Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, segir væntanlegar skýrslur frá annars veg- ar Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um þróun búvörusamninga og land- búnaðarkerfisins frá árinu 2004 og hins vegar starfshópa um áhrif toll- verndar og tækifæra á erlendum mörkuðum, verða grundvöll vinnu þverpólitískrar nefndar sem hann hyggst koma á fót til að skoða kerfið „frá A til Ö“. „Ég á von á skýrslunum næstu daga og auk þeirra er þegar hafin vinna starfshóps um þróun búvöru- samninganna,“ segir Sigurður. Vill gæta jafnræðis í kerfinu Sigurður segir mikilvægt að jafn- ræðis sé gætt meðal framleiðenda í landbúnaðarkerfinu og neytenda og vísar þá sérstaklega til mjólkurfram- leiðslu. Hann segir því ánægjulegt að niðurstaða hafi komið í erindi Mjólk- ursamsölunnar Örnu ehf. í Bolungar- vík en fyrirtækið óskaði eftir því við verðlagsnefnd búvara að hún verð- legði óunna hrá- mjólk. „Við greiddum MS 101 krónu fyr- ir lítrann af hrá- mjólk sem er sama verð og þeir rukka fyrir unna mjólk,“ segir Hálfdán Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Örnu. Verðlagsnefnd komst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu að heildsölu- verð á hrámjólk, ógerilsneyddri, í lausu máli skyldi vera 91,40 krónur lítrinn. „Okkur munar auðvitað um þetta en fyrstu sjö mánuði rekstrar- ins greiddum við hærra verðið. Við erum að skoða hvort farið verði í hart fyrir mismuninum.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólk- ursamsölunnar, segir augljóst mál að fyrirtækið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna umræðunnar í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta fyrirtækið fyrir samkeppnisbrot. Ein- ar segir MS ætla að endurvinna það traust sem hafi skaðast enda eigi málatilbúnaður stofnunarinnar ekki við rök að styðjast. »16, 18 og 19 Ráðherra vill endurskoðun Sigurður Ingi Jóhannesson  Settur verður á laggirnar þverpólitískur hópur til að endurskoða landbúnaðarkerfið Guðni Gunnarsson stóð vaktina á íslensku sjáv- arútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi í gær. Hann stóð í ströngu við að vísa bílstjórum veginn, hvar heppilegast væri að leggja bifreið- unum. Ásóknin var það mikil að margir þurftu að leggja bíl sínum í Smáralind og ganga spöl- korn. Um 500 fyrirtæki og stofnanir kynna sig og starfsemi sína á sýningunni, sem nú er haldin í ellefta skipti, sú fyrsta árið 1984. Sýningunni lýkur í dag og er búist við miklu fjölmenni á sýn- ingarsvæðinu. Vandaverk að vísa bílstjórum veginn Morgunblaðið/Kristinn Örtröð á íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum  Vinátta skiptir miklu máli til að koma í veg fyrir einelti. Vanda- málið er að mörg börn eiga mjög erfitt með að eignast vini en Vanda Sig- urgeirsdóttir, lektor á mennta- vísindasviði HÍ, segir hægt að auka færni þeirra til þess; kenna þeim að eignast vini. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins bendir Vanda á að afleiðingar ein- eltis geti verið mjög slæmar fyrir gerendur ekki síður en þolendur. Vinátta mikilvægt vopn gegn einelti Vanda Sigurgeirsdóttir  Viðræður hefjast í næstu viku á milli Vegagerðarinnar fyrir hönd ríkisins og Sæferða ehf. um möguleg kaup ríkisins á ferjunni Baldri sem siglt hefur um Breiðafjörð. Sæferðir höfðu náð samningum við fyrirtæki á Grænhöfðaeyjum um sölu á ferj- unni fyrir um 100 milljónir króna. Engin tryggingargreiðsla barst hins vegar frá erlenda fyrirtækinu í gær og fyrir vikið var forsvarsmönnum þess tjáð af Sæferðum að hlustað yrði á önnur tilboð í skipið. „Við munum formlega hefja við- ræður við Sæferðir í næstu viku,“ sagði Hreinn Haraldsson vega- málastjóri í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. »4 Viðræður um kaup á Baldri fyrirhugaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.