Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 aði upphaflega árið 1994. Eru vonir bundnar við að í kringum hana geti orðið til tvö föst stöðugildi. Smíðuð eru fjölbreytt tréleikföng, svo sem ís- lensk húsdýr, bílar, bátar, dúkku- vagnar og rólur. Efnið kemur úr Hallormsstaðarskógi. Eru leikföngin til sölu í verslunum víða um land og á netinu. Þá er á staðnum boðið upp á vinnustofudvöl gegn hóflegu gjaldi og hafa tvær útlendar listakonur, Sus- annah Bolton frá Skotlandi og Am- anda Wieczorek frá Bandaríkjunum, dvalið þar að undanförnu. Í gær opn- uðu þær sýningu á staðnum, innsetn- ingu og teikningar sem unnar hafa verið meðan þær dvöldu í miðstöð- inni. Sjö til níu manna kjarni Í Sköpunarmiðstöðinni er alhliða vinnuaðstaða, trésmíðaverkstæði, rafmagnsverkstæði, hönnunarverk- stæði og önnur sú aðstaða sem skap- andi greinar þurfa á að halda. Kjarninn í Sköpunarmiðstöðinni er að sögn Unu sjö til níu manna hóp- ur sem fundar vikulega yfir hádeg- isverði á mánudögum, ber saman bækur sínar, skipuleggur vinnuna og leysir þau mál sem þarf að leysa. Stemningin er góð og bjartsýni ríkjandi um framtíðina. „Allir eru vel- komnir hingað,“ segir Una Björk, „sérstaklega mundum við fagna því að fá í heimsókn laghenta sjálf- boðaliða.“ Ljósmyndir/Sköpunarmiðstöðin Leikföng úr tré Leikfangasmiðjan Stubbur er til húsa í Sköpunarmiðstöðinni. Þar eru tveir starfsmenn. Nýtt hlutverk Gamla frystihúsið hýsir nú Sköpunarmiðstöðina. ið í meirihluta hingað til, en karlarnir eru að sækja í sig veðr- ið,“ segir Anna Þóra. Í meðferð- inni sem er fjór- ar vikur er lögð áhersla á breyt- ingar á lífsstíl, bætt mataræði og aukna hreyfingu samkvæmt leiðbeiningum Lýðheilsustofnunar. Flestir af Austurlandi Fræðsla er stór hluti meðferð- arinnar og sálfræðiaðstoð er veitt þeim sem á þurfa að halda. Með- ferðin er áþekk þeirri sem boðið er upp á á Reykjalundi og sumir þeirra sem fara í meðferðina fara í skurðaðgerð að henni lokinni. Þeir sem taka þátt í meðferðinni liggja á sjúkrahúsinu meðan á henni stend- ur, en fara heim til sín um helgar. Til að eiga kost á þessu úrræði þarf tilvísun frá lækni. Flestir koma af Austurlandi, en einstaka koma ann- ars staðar að af landinu. Að með- ferðinni starfar þverfaglegt teymi sem í eru m.a. læknar, sjúkraþjálf- arar, iðjuþjálfar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og sálfræð- ingar. Langtímabreyting á lífsgæðum Talsverð eftirfylgni er að með- ferð lokinni. Fylgst er með fólki í tvö ár eftir hana, m.a. með sam- tölum og innan árs eftir meðferð eru tvær endurkomur. Árangurinn hefur verið mæld- ur og Anna Þóra segir hann vera umtalsverðan. „Meðferðin virðist bera árangur til langs tíma fyrir 50-60% þeirra sem fara í hana. Nánast allir léttast bæði og styrkj- ast á þessum fjórum vikum. Ekki ná allir þeim árangri sem þeir þyrftu, en það sem við sjáum er lang- tímabreyting á lífsgæðum margra. Margir eru komnir í öngstræti en ná að snúa við blaðinu. Við erum ekki að gera neinn galdur, áherslan er á að fólk beri ábyrgð á sér sjálft. Það sem við gerum er að veita stuðning. Margir sem til okkar leita verða hreinlega að nýju fólki. Það er afskaplega skemmtilegt að upp- lifa það,“ segir Anna Þóra. Anna Þóra Árnadóttir Kjöt- og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum er afar vinsæl, að sögn heimamanna og kaupmað- urinn ánægður eins og staðan er í dag. Hjónin Eiríkur Auðunn Auð- unsson og Dóra Kristín Þóris- dóttir eiga verslunina. „Við flutt- um að sunnan í fyrra gagngert til að opna fiskbúð upp á von og óvon; ég átti mér þennan draum vegna góðra minninga úr Skrið- dal, þar sem ég var í sveit sem strákur,“ sagði Eiríkur þegar blaðamaður kom í heimsókn. Kjöt- og fiskbúð í sama hús- næði varð gjaldþrota og Eiríkur keypti þrotabúið í félagi við tvo aðra. Búðin fékk ótrúlega góðar viðtökur í fyrstu að hans sögn en svo hallaði undan fæti. Tvennt kom til. „Ég veiktist og svo höfð- um við ekki nægilegt fjármagn til að gera nauðsynlegar breyt- ingar á búðinni. Í raun var því bara eitt að gera – að loka.“ Hjónin höfðu keypt hlut hinna eigendanna, en skelltu í lás 28. ágúst sl. Fjallað var um málið í Austurfrétt og viðbrögð voru mikil. „Ég fékk fjölda hringinga, tölvupósta og Facebook- skilaboð, svo ég varð að opna aft- ur. Fólk sagði að ég mætti ekki hætta!“ Eiríkur leitaði aðstoðar Arion banka og fékk, verslunin var opnuð á ný eftir tæpra tveggja vikna hlé og hann segir allt á réttri leið; hann geti greitt starfsfólki laun þó líklega fái hann sjálfur ekki mikið um sinn. Leggur áherslu á uppruna Fjölbreytt úrval fisks er í boði, bæði hefðbundinn, flakaður og tilbúnir réttir. Að auki lamba- og nautakjöt. „Ég legg mikla áherslu á að vera með upp- runatengdar, hreinar afurðir, án nokkurra aukaefna. Það eru okk- ar ær og kýr að geta sagt fólki hvaðan kjötið kemur.“ Eiríkur samdi nýverið við Þor- stein Bergsson, bónda á Unaósi, um 3,5 tonn lambakjöts. „Ég verð bara með lambakjöt frá honum í vetur og er mjög stoltur af. Þor- steinn er þekktur fyrir mikla gæðaframleiðslu.“ skapti@mbl.is Kjöt- og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum Mátti ekki hætta! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýjung Eiríkur Auðunn býður upp á fjölbreytta kjöt- og fiskrétti. Fiskmarkaður og fiskvinnsla ENN ER LYKT AF FISKI Í GAMLA FRYSTIHÚSINU Enn má finna lykt af fiski í gamla frysti- húsinu á Stöðvarfirði. Og hún er ekki frá gamla tímanum heldur glæný! Fiskmark- aðurinn á staðnum hefur tekið þar á leigu rými fyrir starfsemi sína. Þá er inn- andyra lítil fiskvinnsla sem sér bæj- arbúum fyrir fiskmeti. „Við fögnum þessu. Það hjálpar okkur að borga reikn- inga fyrir rafmagn og annað,“ segir Una Björk Sigurðardóttir, listakona í Sköp- unarmiðstöðinni. Sjávarfang Fiskur er enn flak- aður og seldur í húsnæðinu. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.