Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Læknanemar sem útskrifast frá læknadeild Háskóla Íslands næsta vor hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu að- stoðarlæknis eða í aðrar sambæri- legar stöður á Íslandi frá og með 1. júní 2015, hafi nýr kjarasamningur lækna ekki náðst fyrir þann tíma. Yfirlýsing þess efnis, undirrituð af 42 læknanemum á 6. ári, var af- hent heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, á aðalfundi Lækna- félags Íslands í fyrradag. Með þessu vilja læknanemarnir sýna kröfum samninganefndar Læknafélags Ís- lands stuðning í yfirstandandi kjara- samningsviðræðum. „Við ætlum ekki að sækja um stöður á kandídatsárinu eða aðrar aðstoðalæknastöður á Íslandi fyrr en samningar nást. Kjarasamningar lækna hafa nú verið opnir í átta mán- uði og þetta er okkar framlag til kjarabaráttunnar,“ segir Daði Helgason læknanemi á lokaári. „Við sjáum fram á að útskrifast í vor eftir sex ára háskólanám með einungis um 340.000 kr. í grunnlaun. Það eru kjör sem við erum ekki tilbúin að láta bjóða okkur og þess vegna höf- um við gripið til þessara aðgerða. Við viljum gera þetta núna til þess að gefa ríkisstjórninni og rík- issáttasemjara tækifæri til þess að bregðast við þessu áður en til að- gerða kemur.“ Til þess að útskrifaður lækna- nemi geti fengið lækningaleyfi þarf hann að taka svokallað kandídatsár eftir 6. árið. Þá þarf hann að vinna aðstoðalæknisstörf í tólf mánuði á viðurkenndum heilbrigðisstofn- unum. Á að líta alvarlegum augum Daði segir að yfirlýsingin nái ekki bara til Landspítalans, þar sem flestir taki stærsta hlutann af sínu kandídatsári, heldur líka til heilsu- gæslunnar og annarra sjúkrahúsa og spítala hér á landi. Ef ekki nást samningar fyrir næsta vor ætla þau, að sögn Daða, að fresta því að hefja kandídatsárið og fá sér vinnu við eitthvað annað. „Við viljum auðvitað helst geta starfað hérna og fá læknaréttindi á Íslandi en við viljum líka gera það á kjörum sem eru ásættanleg og endurspegla lengd námsins og ábyrgðina í starfi.“ Læknanemarnir vinna nú að því að safna undirskriftum við yfirlýs- inguna frá íslenskum læknanemum í Danmörku og Ungverjalandi ásamt 4.-5. árs læknanemum hér heima. Daði segir það ganga vel, enda lítist læknanemum ekkert á framtíð- arhorfur sínar hér heima. ,,Við telj- um að ríkisstjórn landsins ætti að líta það mjög alvarlegum augum að hér sé rekið heilbrigðiskerfi þar sem laun lækna eru það lág að sérfræð- ingar flýja land eða vilja ekki snúa heim að loknu sérnámi og nýútskrif- aðir læknanemar sækjast ekki eftir læknaréttindum á núverandi kjör- um.“ Læknanemar þrýsta á samninga  Læknanemar á lokaári ætla ekki að ráða sig í stöður aðstoðarlæknis eða í aðrar sambærilegar stöður á Íslandi í vor hafi nýr kjarasamningur lækna ekki náðst  Með ósæmandi grunnlaun Morgunblaðið/Golli Læknar Kjarasamningslausir. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Kona á fimmtugsaldri slasaðist al- varlega þegar hún féll ásamt banda- rískum ferðamanni ofan í sprungu nærri Þríhnúkagíg á Bláfjallasvæð- inu í gær. Konan er leiðsögumaður og var þarna með 13 manna hóp ferða- manna sem hugðist fara ofan í Þrí- hnúkagíg þegar slysið varð. Hún gekkst undir aðgerðir á Landspít- alanum í gær og er haldið sofandi á gjörgæsludeild. Ferðamaðurinn, sem er bandarískur, slasaðist minna. Féll hljóðlaust ofan í sprunguna Að sögn Björns Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra 3 H travel, sem sér um ferðir ofan í Þríhnúkagíg, stóð konan um 4-5 metra frá hengibrú, sem liggur yfir sprunguna, þegar óhappið varð. Hann segir margt óljóst um orsakir. „Samkvæmt lýsingum var hópur- inn að fara yfir örsmáa brú þegar at- vikið gerðist. Konan stóð um 4-5 metra frá brúnni á sprungubarm- inum og var að segja frá því hvernig slíkar sprungur myndast, á meðan fólk gekk yfir brúna. Sá sem féll nið- ur ásamt konunni var kominn yfir brúna og stóð hjá henni. Hvort kon- an rann til, missti jafnvægið eða hreinlega fékk aðsvif er ekki vitað en hún datt niður án þess að gefa frá sér hljóð. Við það kom fát á þennan mann, sem stóð næstur henni. Óljóst er hvort hann missti jafnvægið eða reyndi að grípa konuna en hann datt á eftir henni,“ segir Björn. Hann segir að konan hafi fallið um 6-7 metra niður í sprunguna. Mað- urinn féll hins vegar um fjóra metra og kom líklega standandi niður. Slysið varð í um 500 metra fjar- lægð frá búðum þar sem starfsmenn 3 H travel voru staddir. „Við höfum áralanga reynslu úr björgunarsveit- unum og vorum komnir á staðinn um 7 mínútum eftir fallið,“ segir Björn, en slysið varð skömmu fyrir hádegi í gær. „Við fórum strax niður í sprunguna og vorum búnir að koma ferðamanninum í belti og und- irbúa að hífa hann upp. Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom var hann hífður upp. Við það skapaðist pláss til að setja konuna á börur og hífa hana upp,“ segir Björn. Hann segir að konan hafi verið með skerta með- vitund þegar að var komið en getað tjáð sig með því að kreista hendur björgunarmanna. Konan fór í að- gerð á Landspítala í kjölfarið. Ferðamaðurinn var einnig fluttur á Landspítalanum og dvaldi þar á spítalanum í nótt. Ekki hafði í gær- kvöldi gefist tækifæri til að ræða við hann um atvikið og tildrög þess sök- um þess hve hann var illa áttaður eftir slysið. Morgunblaðið/Eggert Við Þríhnúkagíg Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn skoða aðstæður þar sem fólkið féll í sprunguna. Margt óljóst um tildrög slyss við Þríhnúkagíg  Kona á fimmtugsaldri alvarlega slösuð eftir 6-7 metra fall ofan í sprungu nærri Þríhnúkagíg Ferðamaður slapp betur Á slysstað Lögreglumenn við hraunsprunguna nálægt Þríhnúkagíg í gær. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vegagerðin fyrir hönd íslenska rík- isins mun formlega hefja viðræður við Sæferðir ehf. í næstu viku um kaup á ferjunni Baldri til að nota sem varaferju fyrir Herjólf. Engin tryggingargreiðsla barst Sæferð- um frá fyrirtæki á Grænhöfðaeyj- um vegna fyrirhugaðra kaupa þess á ferjunni. „Við munum formlega hefja viðræður við Sæferðir í næstu viku,“ segir Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Töf á gjaldeyrisútflutningsleyfi Páll Kr. Pálsson, stjórn- arfomaður Sæferða, segir að þær skýringar hafi verið gefnar af fyr- irtækinu á Grænhöfðaeyjum að töf hefði orðið á gjaldeyrisútflutnings- leyfi frá viðskiptabanka þess. „Þeir sögðust vera að vinna í málinu en við tjáðum þeim að þar með væri málið opið og aðrir gætu lagt fram tilboð,“ segir Páll. Innanríkisráðherra hefur falið Vegagerðinni að meta hagkvæmni kaupa á Baldri sem varaferju fyrir Herjólf. Hreinn segir að ekki hafi verið forsenda til þess að ganga til þeirrar vinnu fyrr en lyktir við- ræðna Sæferða við fyrirtækið á Grænhöfðaeyjum lágu fyrir. „Þetta snýst ekki bara um það hvaða verð Sæferðir sætta sig við. Einnig þarf að fara yfir ástandið á skipinu og hve mikið viðhald myndi kosta. Þá á eftir að breyta skipinu þannig að leyfi fáist til að sigla að vetri til,“ segir Hreinn. Breytingar og viðhald kosta 50-100 milljónir Hann segir að ekki sé búið að reikna rekstrarkostnað ef Baldur siglir samhliða Herjólfi á milli lands og Eyja. Fyrir liggur að rekstur Herjólfs kostar ríkið 700 milljónir á ári. Hreinn segir að grófar áætlanir geri ráð fyrir því að kostnaður við viðhald og breytingar á Baldri nemi 50-100 milljónum króna. „Við- hald myndi kosta að lágmarki 3-4 tugi milljóna króna. Síðan hefur verið talað um að breytingarnar kosti frá tuttugu og upp í sextíu milljónir króna en þessar tölur á eftir að yfirfara betur,“ segir Hreinn. Viðræður um kaup í næstu viku  Tryggingargreiðsla barst ekki frá Grænhöfðaeyjum vegna Baldurs Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnas Baldur Vegagerðin mun hefja við- ræður um kaup á Baldri í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.