Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 ✝ Þröstur Sveins-son, fyrrver- andi bankastarfs- maður, fæddist í Reykjavík 19. júlí 1935. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir (áður Vest- urberg 47) 7. sept- ember 2014 . Foreldrar hans voru Sigurður Sveinn Ólafsson, f. 10. júní 1908, d. 25. október 1970 og Hansína Friðrika Guð- Sólrún Barbara. Þröstur giftist Körlu M. Sigurjónsdóttur, f. 5.12. 1937 (skilin). Þeirra börn eru Þórir Sigurjón, f. 26.7. 1956, giftur Kolbúnu Ásmundsdóttur, Hanna Björk, f. 25.11. 1957, gift Ólafi Benediktssyni. Börn henn- ar eru Jón Þröstur Jónsson, Þórunn Jónsdóttir, Anna Hildur Jónsdóttir, Davíð Karl Wiium og Daníel Örn Wiium og Sveinn, f. 7.6. 1960, giftur Maríu V Hauks- dóttur. Börn þeirra eru El- ísabet, Bjarki Hrafn og Erla Margrét. Eftirlifandi sambýlis- kona Þrastar er Sigríður Stein- grímsdóttir. Útför Þrastar hefur farið fram. jónsdóttir, f. 10. maí.1909, d. 18. október 2011. Systkini Þrastar eru Rúnar, f. 7.7. 1939, Inga Björk, f. 24.4. 1941. og Hall- dór, f. 9.7. 1943, d. 19 3. 2013. Barns- móðir Þrastar er Elísabet Anna Friðriksdóttir. Sonur Þeirra er Friðrik Ari, f. 22.2. 1955. börn hans eru Hrólfur Örn, Þór og Elskulegur faðir minn er horf- inn á braut eftir að hafa barist hetjubaráttu við veikindi sín. Þó að maður viti innst inni að kveðju- stundin geti verið á næsta leiti er maður aldrei tilbúinn. Minningar um hjartahlýjan og glaðlyndan föður munu ylja mér um hjarta- rætur. Sem lítill drengur minnist ég ánægjulegra daga með pabba fyrst þegar hann sótti mig á Bjarnarborg og gaf sér góðan tíma með mér, gengið var niður að tjörn, fuglalífið skoðað og spjallað saman um lífið og tilveruna. Leiðir foreldra minna skildi þegar ég var ungur og sambandið við pabba varð minna. Þegar við hittumst mótaðist samband okkar af hans nýja lífi þar sem minni tími gafst til samverustunda. Ég á samt ánægjulegar minningar um samveru okkar þegar frændgarð- urinn hittist, þá var tekið í spil eða teflt. Pabbi tók því ekki mikinn þátt í uppeldi mínu framan af en seinna og eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili átti hann svo sann- arlega eftir að reynast okkur hjónum og börnum vel. Þá höfðu aðstæður hans breyst og hann gat gefið sér góðan tíma til þess að sinna betur börnum og barna- börnum. Hann kom oft í heimsókn til okkar hjóna, borðaði með okk- ur fjölskyldunni og átti góðar stundir með okkur og börnunum. Pabbi var einstaklega barngóður og var stoltur af afkomendum sín- um. Hann sagði börnunum sögur og miðlaði fróðleik frá fyrri tíð. Við pabbi áttum mörg sameigin- leg áhugamál og höfðum um margt að spjalla. Áhugamálin tengdust yfirleitt boltaíþróttum, frjálsum og skák. Við feðgarnir skelltum okkur stundum á völlinn eða í höllina á handboltaleik og nutum samvista hvor annars. Síðar á lífsleiðinni kynntist hann ástkærri sambýliskonu sinni, henni Sigríði, sem varð hans mesta gæfuspor. Eftir að Sigga, eins og hún er ávallt kölluð, kom inn í líf hans fann maður hversu hamingjusamur og lífsglaður hann varð. Saman ferðuðust þau um landið á staði sem faðir minn hafði aldrei komið á áður og einnig fóru þau utan. Hann hafði mikla ánægju af því að segja okkur frá ferðalögunum og sagði okkur sög- ur sem tengdust þeim. Ég minnist með hlýju skemmtilegrar ferðar sem við fórum saman með betri helmingum okkar inn í Þórsmörk þar sem pabbi, þrátt fyrir háan aldur og fótamein, kleif hátt upp til þess að sjá vel yfir til að njóta útsýnisins og upplifa náttúruna til hins ýtrasta. Pabbi kunni að njóta og sá ævintýri og söguefni við hvert fótmál. Elsku pabbi, minn- ing þín mun lifa með okkur ég mun ávallt minnast glaðværðar þinnar og góðra stunda. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur, Sveinn. Afi Þröstur var hlýr og yndis- legur maður, hann var alltaf glað- ur, brosandi og hló svo hátt og smitandi. Hann var mikil barna- gæla og sýndi okkur, barnabörn- unum sínum, mikinn áhuga og sinnti okkur vel. Laugardags- heimsóknirnar voru mikið til- hlökkunarefni, þá fór hann með okkur í langar gönguferðir. Stundum var það þannig að hálfur stigagangurinn kom með í göngu- túrinn og afa þótti það nú lítið mál þó nokkur aukabörn væru með. Við skoðuðum margt spennandi, Afi fræddi okkur um umhverfið og sagði okkur frá því hvað hefði ver- ið þarna í gamla daga. Við áttum meira að segja nokkra leynistaði í móanum. Öll börn hændust að afa og okkur systkinunum þótti öllum jafn gaman að vera með afa, tvö eldri gangandi og sú litla í kerru. Þegar fór að snjóa dró hann okkur á snjóþotum um hverfið, oftast með tvær þotur í vorri hönd. Þegar að sú yngsta veiktist að- stoðaði hann foreldra okkar mik- ið, hann var oft hjá henni á spít- alanum og þá sérstaklega á kvöldin á meðan foreldrar okkar sinntu eldri börnunum heima. Þegar foreldrar okkar komu síðan að leysa hann af fyrir nóttina mátti heyra hlátrasköll um alla deildina. Afi og sú litla sátu þá saman að horfa á Tomma og Jenna og mátti ekki á milli sjá hvort hefði meira gaman af. Starfsfólkið flissaði á meðan frammi á gangi. Afi var mikill bókamaður, hann las sjálfur mikið og lagði mikið upp úr því að ýta að okkur bókum. jólagjafir og afmælisgjafir voru alltaf bækur. Dýrabækur, spila- bækur og barnabækur. Hann las líka heilmikið fyrir okkur. Þegar hann kom í mat til okkar endaði heimsóknin ávallt þannig að hann sat á herbergisganginum á litlum barna tréstól, á meðan við systk- inin lágum hver í sínu rúminu og hlustuðum á hann lesa. Svo hátt að vel heyrðist inn í öll þrjú her- bergin og líklega líka inn í stofu til mömmu og pabba. Afi hélt sér- staklega upp á dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn, hann breytti röddinni eftir því hver tal- aði og raulaði svo vísurnar. Afi varðveitti barnið í sér vel, hann hafði svo mikla ánægju af því sem við gerðum saman. Hann hafði líka mjög gaman af því að skoða skólabækurnar okk- ar og hafði sérstakan áhuga á landafræði og sögubókunum, við ræddum svo oft saman um þær og það var svo gaman að hlusta á hann segja frá, hann afi vissi svo ótrúlega margt og þreyttist aldrei á því að miðla til okkar. Ég er viss um að afi hefði orðið mjög góður kennari. Elsku afi, þú hefur verið veikur í nokkur ár og fjarlægst okkur hægt og bítandi. Þrátt fyrir veik- indin var alltaf svo auðvelt að gleðja þig og ánægjan skein svo einlægt úr augum þínum þegar við heimsóttum þig og þá sérstak- lega þegar þú sást börnin okkar. Konurnar á deildinni hældu þér fyrir fallegu börnin þín og mikið varstu þá stoltur að eiga okkur. Við munum sakna þín sárt og minnumst allra góðu stundanna sem að við áttum með þér. Elsku afi, hvíl í friði. Þín barna- börn, Elísabet, Bjarki Hrafn og Erla Margrét Sveinsbörn. Elsku afi okkar, alltaf man ég eftir þér brosandi og mikið var nú leiðinlegt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þig frá því ég man eftir mér. Sterkast í minning- unni er það að þú áttir alltaf brjóstsykur í innanávasanum á jakkanum þínum. Þú blandaðir saman nokkrum tegundum í lítinn Landsbankapoka. Alltaf þegar þú komst í heimsókn var það fyrsta sem ég sagði: Afi, áttu brjóstsyk- ur? Þá sagðir þú yfirleitt: Á ekk- ert að heilsa manni? Það var alltaf gaman að tala við þig því þú vissir svo mikið, og ef maður reyndi að segja þér eitthvað sagðir þú yf- irleitt: Ég þykist nú vita það. Þú varst svo duglegur að fara með krakkana í göngutúra ég man að þú komst oft heim á Kjalarnesið og fórst með strákana í fjöruna, þá var ég orðin unglingur og var upp- tekin við að gera eitthvað allt ann- að. Þegar ég var orðin fullorðin var ég svo ánægð með hversu heil- brigður þú varst og í góðu formi, Ég vildi óska að það hefðu verið fleiri skipti sem ég kom í Vestur- bergið í heimsókn, En þegar ég kom varst þú annað hvort oft ný- kominn inn eftir hjólatúr eða á leiðinni í einn. Sama hvernig viðr- aði, þá varstu oftast léttklæddur og oft í stuttbuxum og stutt- ermabol. Ég er þér svo þakklát fyrir sumarið sem þú sóttir Bjart alltaf á gæsluvöllinn og passaðir hann þar til ég var búin að vinna. Bjartur hafði svo gaman af því að vera með langafa, því hann var svo góður og las fyrir hann skemmti- legar sögur. Oftar en ekki gekk ég út með eina eða fleiri bækur sem þú hafðir gefið mér þegar ég kom í heimsókn. Mikið er ég nú glöð yfir því að þú hafir fengið að sjá Adam Helga áður en þú kvaddir þennan heim. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem ég var að gera og sparaðir ekki hrósið og hvetjandi orð. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir kynnst henni Sigríði þinni sem hugsaði svo vel um þig þegar þú þurftir á því að halda. Elsku afi okkar, hvíl í friði og takk fyrir stundirnar, ég veit þú fylgist með mér stoltur. Anna Hildur Jónsdóttir. Þröstur Sveinsson ✝ AðalheiðurLydia Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. maí 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 20. september 2014. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Bjarnason, f. 1910, d. 1999, og Sigurrós Rósink- arsdóttir, f. 1913, d. 1977. Systkini Erna, f. 1933, Guðmunda, f. 1940, Svanfríður, 1944, og Ægir, f. 1951, d. 1990. Aðalheiður giftist Eyjólfi Guð- brandssyni árið 1953 en þau skildu árið 1957. Börn þeirra eru Bjarni, f. 1948, Gunnar, f. 1953, d. 1993, Georg, f. 1954, d. 2005, og Erna, f. 1955. Aðalheiður gift- ist Birni Ásgeirs- syni, f. 1926, d. 1993, árið 1959. Þeirra börn eru Guðmundur Ás- geir, f. 1960, Andr- ea, f. 1962, Sveinn, f. 1964, og Björn Heiðar, f. 1967. Barnabörnin eru 18 og lang- ömmubörnin 25. Útför Aðalheiðar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 27. september 2014, kl. 14. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ ’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Elsku mamma, takk fyrir allt, Guð geymi þig, Bjarni, Erna, Ásgeir, Andrea, Sveinn og Heiðar. Elsku amma nú er komið að leiðarlokum hérna megin. Ég vil þakka þér fyrir þessi 24 ár sem ég fékk að verja með þér. Ég geymi síðustu stundina okkar saman eins og gull, þú varst búin að biðja um frið til að leggja þig en mig langaði svo mikið að hitta þig og fann á mér að eitthvað væri að fara að gerast svo ég ákvað að fara gegn þinni beiðni og kíkti inn til þín. Þú skildir nú ekkert í mér að hafa skilið Heiðu litlu eftir frammi svo ég var send fram að sækja hana. Í dag er ég svo glöð fyrir þessa stuttu stund okkar saman, því tæpum sólarhring síð- ar varstu farin. Ég vona að þú sért komin í fangið á afa aftur eft- ir margra ára fjarveru. Ég bið heitt og innilega að heilsa Þór- unni minni ef þú hittir hana, þú passar hana fyrir mig þar til minn tími kemur. Ég mun gera mitt besta til að halda minningu þinni á lofti, minningu um bleiku ömmuna sem keypti sko ekki beyglað smjörlíki því þá yrðu kökurnar beyglaðar! Elsku amma, takk fyrir allt, elska þig af öllu mínu hjarta. Hittumst í himnaríki, þín Guðbjörg. Elsku Adda amma, ég er æv- inlega þakklát fyrir samtalið okk- ar, áður en himinninn varð einum fallegum engli ríkari á síðasta laugardag og ég skal lofa þér því að ég stend við það sem þú sagðir, alltaf ljóst og líka bleikt. Ég man þegar ég var yngri að hjálpa þér í fallega garðinum þín- um á Sæbólinu, setja rúllur í hár- ið, sofa við hliðina á þér í afabóli og snúa upp á hárið á þér. Þegar ég, þú og afi fórum rúnt og mér varð mál að pissa en kind- urnar í hlíðinni gerðu það að verkum að ég vildi ekki pissa úti, þær máttu ekki horfa á mig. Ég man þegar ég fór í búð fyrir þig með 500 kr. seðil og ég hef aldrei séð jafn vel pakkaðan pening í buddu og poka, þú passaðir alltaf vel upp á allt og alla í kringum þig. Ég man er ég vildi láta mála allt bleikt í herberginu mínu af því þetta var uppáhaldsliturinn okkar, ég fékk það og var ekkert smá glöð. Ég man líka eftir ferð- unum með þér niður á bryggju, í hesthúsið, kirkjugarð og rúntin- um um Grundarfjörð og ná- grenni. Alltaf er ég kom í heimsókn til þín þá fór maður ekki út frá þér svangur, smurt brauð, bakkelsi og fiski- bollur með tómatsósu var svo gott. Ég passaði mig oftast á því að hringja ekki í þig er Glæstar von- ir voru í sjónvarpinu, það var þinn heilagi tími og ég er alveg sam- mála þér með að fólkið er oft smart og vel tilhaft í þeim þætti og það varst þú einnig sjálf, alla tíð verið smekkleg og falleg kona. Þið afi eignuðust móður mína og er ég innilega þakklát ykkur, því annars væri ég ekki hér og betri móður er ekki hægt að finna og er hún góð blanda af ykkur báðum. Allar samverustundirnar okk- ar, elsku amma, gegnum árin eru mér mikilvægar minningar og ég sakna þín sárt og vonandi hafið þið afi hist og sameinast eftir 21 árs aðskilnað, elska ykkur og guð geymi ykkur, hlakka til að hitta ykkur er minn tími kemur. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Þín Sandra Björk Ólafsdóttir. Elsku langamma, takk fyrir allar stundirnar okkar. Guð geymi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þinn Andri Páll Einarsson. Aðalheiður Lydia Guðmundsdóttir ✝ Kristín Björns-dóttir fæddist á Akureyri 14. sept- ember 1948. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 19. ágúst. Foreldrar Krist- ínar voru Helga Ingibjörg Guð- mundsdóttir, hús- móðir á Akureyri, f. 5. júlí 1919, d. 26. sept. 1975 og Björn Jónsson frá Mýrarlóni, bóndi og tamn- ingamaður, Akureyri, f. 20. mars 1910, d. 6. júlí 1983. Systkini hennar eru, samfeðra: Hulda Jón- ína, f. 1. apríl 1931, d. 12. janúar 2008. Páll Friðrik, f. 3. júní 1936, d. 17. október 1940. Ragnhildur, f. 11. des. 1937, d. 14. júní 2014. Al- systkini eru Pála Jóna, f. 17. júlí 1941, d. 23. ágúst 1997. Maki: Gísli Sigfredsson, Guðmundur, f. 4. des. 1944. Maki: Sigríður Ída Steinþórsdóttir, Jón Trausti, f. 23. sept. 1947. Maki: Álfhildur Vil- hjálmsdóttir, Sigurður Björgvin, f. 15. mars 1951. Maki: Ólína Að- albjörnsdóttir, Hörður Geir, f. 27. des 1954. Maki: Laufey Braga- dóttir, Björg, f. 4. jan 1959. Maki: Magnús Ingólfsson, Kristín giftist 28. maí 1967, Steingrími Stein- grímssyni, verktaka, Kópavogi, f. 27. ágúst 1945. foreldrar hans voru Þuríður Ágústa Sím- onardóttir, hús- móðir, Birt- ingaholti í Reykjavík, f. 29. ágúst 1905, d. 7. maí 1987 og Stein- grímur Einarsson, sjómaður, Birt- ingaholti í Reykja- vík, f. 4. ágúst 1904, d. 4. febrúar 1984. Börn þeirra eru 1) Helga Björg Stein- grímsdóttir, skrifstofumaður, f. 5. september 1967. Maki: Þorlákur Ingi Hilmarsson, sjómaður. Börn: Andri Þorláksson tæknifræð- ingur, 14. maí 1985. Sambýlis- kona: Ingunn Hjaltalín viðskipta- fræðingur. Steinar Þorláksson nemi, 26. maí 1994 og Margrét Inga Þorláksdóttir nemi, 14. apríl 1997, 2) Hrönn Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 28. októ- ber 1971. Barn: Arnar Gauti Birg- isson, 18. apríl 2006. Kristín lauk sjúkraliðanámi frá FSA 1966. Fór síðar í framhalds- nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Hún vann sem sjúkraliði alla sína starfsævi. Fyrst á FSA og Landakoti. Síðar á Grens- ásdeild Borgarspítalans í 25 ár. Að lokum á Þorraseli, dagdeild fyrir aldraða, bæði sem sjúkraliði og síðar einnig sem deildarstjóri. Útför Kristínar fór fram frá Digraneskirkju 29. ágúst 2014. Látinn er um aldur fram kær vinkona, Kristín Björnsdóttir, eft- ir erfiða baráttu við krabbamein- .Við Stína kynntumst 1982 á Grensásdeild þar sem við unnum og urðum við miklar vinkonur og seinni árin fórum við að ferðast saman bæði innanlands og utan. Kæra Stína, ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman bæði í vinnu og þar fyrir ut- an. Allar ferðirnar sem við fórum um landið okkar og þið Steini allt- af fararstjórar því þið voruð búin að ferðast um allt land og svo dug- leg að finna áhugaverða staði og lesa ykkur til og deila því til okkar vinahjóna sem ferðuðumst saman. Við vinkonurnar vorum duglegar að fara á allskyns námskeið, t.d. magadans. Ó hvað við hlógum dátt þegar við vorum komin í pilsin. Takk fyrir kaffihúsaferðirnar, göngutúrana, matarboðin, sum- arbústaðaferðirnar og búðarferð- irnar, bæði utan lands og innan og gleðin var alltaf með í för. Það var alltaf svo notalegt að vera í návist þinni, þú hafðir svo góða nærveru. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og takk fyrir samfylgdina. Samúðarkveðjur sendi ég til Steina, dætranna Helgu og Hrannar, Inga og barna Kristínar Eiríksdóttur Kristín Eiríksdóttir. Kristín Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.