Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 43
stjóri. Ég lék síðan með Lúðrasveit Reykjavíkur þar til ég fór út í nám.“ Tómas Guðni var í Ísaksskóla og Langholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 1995, burtfararprófi í píanó- leik frá Nýja tónlistarskólanum vorið 1996, BA-Music-prófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow 1999 og var Postgraduate frá sama skóla 2000. Hann lauk auk þess kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2008 og einleiksáfanga. Tómas Guðni var blásarakennari á Vestfjörðum 2000-2002, píanókenn- ari á höfuðborgarsvæðinu 2002-2006, síðan organisti í Grundarfjarðar- kirkju, Stykkishólmskirkju og Grindavíkurkirkju og hefur verið tónlistarstjóri og organisti Selja- kirkju frá 2009. Hann er auk þess stjórnandi Lögreglukórs Reykjavík- ur frá 2012. Tómas Guðni hefur komið fram á fjölda píanó- og orgeltónleika, ýmist sem einleikari eða undirleikari. „Ég hef áhuga á stangveiði og skotveiði en er samt ennþá lærlingur á fjórða ári hjá veiðifélögum mínum, Ríkharði Hjálmarssyni, og Davíð Þór Jónssyni sem er séní og spilar á öll hljóðfæri. Ég hef líka ennþá áhuga á knatt- spyrnu og fylgist með báðum sonum mínum keppa. En þeirra vegna hef ég haldið ýmist með Haukum, KR eða Leikni – Fáskrúðsfirði.“ Fjölskylda Unnusta Tómasar Guðna er Sigur- björg Þrastardóttir, f. 27.8. 1973, rit- höfundur. Foreldrar hennar eru Þröstur Stefánsson, f. 27.9. 1944, fyrrv. bankastarfsmaður, og Guð- munda Ólafsdóttir, f. 12.4. 1947, fyrrv. starfsmaður HB - Granda. Þau búa á Akranesi. Sonur Tómasar Guðna og Ingi- bjargar Karlsdóttur, f. 24.4. 1969, er Eggert Georg Tómasson, f. 14.3. 1996, nemi. Sonur Tómasar Guðna og fyrrv. eiginkonu hans, Sifjar Margrétar Tulinius, f. 25.3. 1970, fiðluleikara, er Hrafn Abraham Tómasson, f. 15.7. 2003. Bróðir Tómasar Guðna er Eiríkur Áki Eggertsson, 14.4. 1977, lögfræð- ingur, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Tómasar Guðna: Egg- ert Jónsson, f. 25.8. 1941, fyrrv. borg- arhagfræðingur, og Sigurlaug Aðal- steinsdóttir, f. 28.12. 1944, d. 21.10. 2000, kennslumeinatæknir. Úr frændgarði Tómasar Guðna Eggertssonar Tómas Guðni Eggertsson Guðný Guðjónsdóttir húsfr. á Kirkjutorgi í Rvík Einar Óskar Árnason hárskeri á Kirkjutorgi í Rvík Hulda Óskarsdóttir húsfreyja í Rvík Aðalsteinn Jóhannsson tæknifr. og stórkaupm. í Rvík Sigurlaug Aðalsteinsdóttir kennslumeinatæknir í Rvík Salóme Gísladóttir húsfr. í Bolungarvík og á Ísafirði Jóhann „Eyfirðingur“ Jónsson form. og athafnam. í Bolungarvík og á Ísafirði Bjarni Gíslason bóndi á Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi Oddur Bjarnason á Stöðulfelli Ásta Ákadóttir organisti í Súðavíkurkirkju Börkur Ákason framkvæmdastj. Frosta í Súðavík Gísli Jónsson viðskiptafræðingur Guðný Aðalsteinsdóttir sendiherrafrú Ragnar Jóhannsson togaraskipstj. á Ísafirði Haukur Óskarsson hárskeri á Kirkjutorgi og milliríkjadómari í knattspyrnu Auður María Aðalsteinsdóttir bókasafnsfræðingur og djákni Halldóra Júlíana Haraldsdóttir húsfr. á Kleifum og í Bolungarvík Eggert Reginbaldsson útv.b. í Bolungarvík og á Kleifum í Seyðisfirði Lea Eggertsdóttir húsfreyja í Rvík Dr. Jón Gíslason skólastj. VÍ Eggert Jónsson fyrrv. borgarhagfræðingur í Rvík Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Dalbæ Gísli Hannesson b. í Dalbæ í Gaulverjabæ Áki Eggertsson framkvæmdastj. Frosta, oddviti og hreppstj. í Súðavík, organisti og kórstjóri Veiðimaðurinn Tómas Guðni kampakátur, hampar þeim stóra. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting í miðeyra. Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun, ástungumog rörísetningum. Læknar mæla með Otovent. Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra, skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við flug, sundferðir eða köfun. Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna. Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt. Fæst í apótekum Fyrsta hjálp til að laga og fyrirbyggja eyrnabólgur Viðurkennd meðferð Umboð Celsus ehf Jónas fæddist að Staðarhrauni íMýrasýslu 27.9. 1887. For-eldrar hans voru séra Guð- laugur Guðmundsson, síðast prestur á Stað í Steingrímsfirði, og k.h., Mar- grét Jónasdóttir húsfreyja. Meðal systkina Jónasar voru Guð- rún Sigríður Guðlaugsdóttir, bæjar- fulltrúi í Reykjavík, og Kristján Guð- laugsson, hrl. og ritstjóri Vísis. Jónas fór tólf ára að heiman til að undirbúa sig undir skóla en foreldrar hans gátu lítið liðsinnt honum sökum ómegðar. Hann komst í Latínuskól- ann en lauk ekki stúdentsprófi þar sem öllum bekknum hans var vikið úr skóla fyrir óspektir. Jónas snéri sér þá að blaðamennsku og var m.a. rit- stjóri Valsins á Ísafirði. Eins og fleiri ung skáld hugði hann á útrás með skáldgáfuna að vopni. Hann var blaðamaður við Social-Demokraten í Danmörku 1907-1908, bjó um skeið á Íslandi og í Noregi, flutti síðan til Kaupmannahafnar og var blaðamað- ur við Politiken en missti starfið vegna illdeilna við Valtý Guðmunds- son. Fyrri kona Jónasar var Thorborg Schójen, dóttir yfirhershöfðingja Norðmanna. Þau eignuðust eina dótt- ur sem lést úr lungnabólgu á fyrsta árinu. Jónas og Thorborg skildu en seinni kona hans var Marietje Inge- nohl, sjúkraþjálfi, af þýskum og hol- lenskum ættum. Þau eignuðust son- inn Sturlu sem var lengi deildarstjóri við Konunglega listasafnið í Haag. Fyrsta bók Jónasar á dönsku var ljóðabókin Sange fra Nordhavet, og skömmu síðar kom út ljóðabókin Viddernes Poesi, en þessar bækur festu hann í sessi sem upprennandi skáld í Danmörku. Hann gaf síðar út skáldsögurnar Solrun og hendes Bje- lere og Monika, smásagnasafnið Bre- defjordsfolk og ljóðabókina Sange fra de blaa Bjærge. Hann þýddi líka Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg og Marie Grubbe eftir J.P. Jacobsen. Þá var hann afkastamikill greinahöf- undur fyrir blöð í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðustu æviárin bjó Jón- as á Skagen. Jónas lést 15.4. 1916. Merkir Íslendingar Jónas Guðlaugsson Laugardagur 90 ára Jón Tómasson 85 ára Guðrún G. Árnadóttir Sigurjóna Kristinsdóttir Sæmundur Kjartansson Þorvaldur Hannesson 80 ára Sigurvin Ólafsson Þórarinn Þorvaldsson 75 ára Dagný Björnsdóttir Friðbjörn Kristjánsson Guðný Hulda Lúðvíksdóttir Guðrún K. Magnúsdóttir Heiðar Þ. Hallgrímsson Kjartan Halldórsson Ævarr Auðbjörnsson 70 ára Alexander Árnason Auður Gunnarsdóttir Birna H. Garðarsdóttir Guðjón Jónsson Margrét Scheving Rannveig J. Einarsdóttir Sigurður H. Dagsson Valur S. Svavarsson Þröstur Stefánsson 60 ára Ásta Hallsdóttir Guðmunda E. Baldursdóttir Guðný Guðmundsdóttir Hansína Guðrún Garðarsdóttir Hansína Jensdóttir Hjördís Pedersen Hulda Jóhannesdóttir Ingimar K. Steinþórsson Jóhann Baldursson Kristinn Símon Jósepsson Marion McGreevy Ólafur Reimar Gunnarsson Reynir S. Jóhannesson Sigurður Sveinn Ingólfsson 50 ára Edda Þorsteinsdóttir Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir Guðmundur H. Stefánsson Gunnar Björnsson Gunnar Sverrir Arnarson Jón Stefán Pétursson Kristín Pálína Ingólfsdóttir Ólafur Ólafsson 40 ára Guðmundur Helgi Birgisson Guðrún B. Franzdóttir Gylfi Þór Harðarson Heiðar Hrafn Eiríksson Inga Freyja Arnardóttir Jóna Björg Halldórsdóttir Ólöf Harpa Jósefsdóttir Ragnheiður Bæringsdóttir Ragnheiður Hafsteinsdóttir Sigþór Óskarsson Svanfríður Oddgeirsdóttir Tryggvi Björnsson Valdimar B. Guðmundsson Védís Ingólfsdóttir Þorsteinn Bjarki Ólafsson 30 ára Ana Belen F. Organista Ásta H.E. Pétursdóttir Berglind Sigmundsdóttir Eva Gunnarsdóttir Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir Gunnar Orri Árnason Harpa Atladóttir Lilja Magnúsdóttir María Karevskaya Ólafur Þór Magnússon Piotr Michal Hrycko Snorri Kristinn Þórðarson Snorri Páll Albertsson Sævar Karl Kristinsson Þórdís B. Björgvinsdóttir Sunnudagur 101 ára Lára Sæmundsdóttir 90 ára Elísabet Eggertsdóttir Ólöf Jónsdóttir 85 ára Anna Pálsdóttir Guðbjörg Þórhallsdóttir Gunnþórunn Friðriksdóttir Magnús Jónasson Sigríður F. Sigurðardóttir Þórir Jóhannsson 80 ára Aðalheiður Björnsdóttir Auður Ingvarsdóttir Mikael Jónsson Sigrún Halldórsdóttir 75 ára Eðvarð Guðmundsson Halldór Bernódusson Kristín Guðbjartsdóttir Pálína Gústafsdóttir Sigrún Andrewsdóttir Sigurbjörg Forberg 70 ára Guðrún Markan Guðrún Steingrímsdóttir Hannes Ólafsson Hilmir Elísson Kristín Magna Guðmundsdóttir Ólafur H. Arnarson Þorleifur Guðmundsson Þórfríður Guðmundsdóttir 60 ára Elín Elídóttir Guðrún Áslaug Jónsdóttir Jón Gunnlaugsson Sigríður Sigurbjörnsdóttir 50 ára Ágústa Kristjánsdóttir Einar S. Sverrisson Ingvar Þorleifur Hrólfsson Jóhanna Margrét Hjartardóttir Jónas Trausti Magnússon Sigrún Þorgeirsdóttir Steinunn K. Hákonardóttir Sævar Ingi Pétursson Þorsteinn B. Hrólfsson 40 ára Dagný Baldursdóttir Elzbieta Polakowska Gunnar Þór Gunnarsson Gunnlaug Guðbjörnsdóttir Gunnþór Jónsson Hjördís Óladóttir Hjörtur Gauti Ketilsson Íris Ósk Hjaltadóttir Jeremiah Johnson Jónas Björgvin Ólafsson Ólafur Guðmundsson Pálína Sigurðardóttir Sigríður V. Sæbjörnsdóttir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Sigurður B. Guðlaugsson Sigurlaug M. Bjarnadóttir Steinunn Hilma Ólafsdóttir Sölvi Hall Þórhalla Huld Baldursdóttir 30 ára Arnrún Árnadóttir Atli Guðnason Egill Valdimarsson Erla Sif Ástþórsdóttir Hafsteinn Þór Guðjónsson Hjalti Magnússon Joanna Kapuscik Kristín Lára Geirsdóttir Magnús Sigurðsson Sævar Birnir Steinarsson Sævar Valbjörn Baldvinsson Valur Þór Valsson Valur Ægisson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.