Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Ég átta mig ekki á því hvað máttar- völdum gengur til að hrifsa menn í burtu langt fyrir aldur fram. Það er að minnsta kosti engin sann- girni í því. Ég kynntist Dóra þegar við vorum strákar í skátunum. Vin- áttan þéttist þegar við komum fram á unglingsárin. Leiðin heim var fram hjá Brúnaveginum þannig að við urðum oft sam- ferða. Það æxlaðist þannig að við Dóri tókum að okkur að stýra skátadeildinni okkar en ég held að það hefði ekki talist í lagi í dag að tveir 15 eða 16 ára gamlir for- ingjar færu í helgarútilegur með þrjátíu stráka á aldrinum 10-12 ára. Þetta gekk þó vel hjá okkur. Við fórum svo saman með hóp stráka á alþjóðaskátamót í Nor- egi og hættum svo líklega á toppnum. Við Dóri vorum ágæt- lega duglegir að sækja lífið næstu árin og þá var oft hist á Brúnaveginum þar sem alltaf voru hlýlegar móttökur hvað sem til stóð. Á unglingsárunum myndaðist sterkur vinahópur okkar strák- anna og stelpuskátanna á sama aldri. Einnig var mikill samgang- ur við krakkana sem voru örlítið eldri. Þetta var fjörugur tími, í skátaheimilinu, í útilegum og heima hjá einhverjum eða kannski voru stelpurnar að passa. Það var margt brallað og vinahópurinn hefur haldið saman alla tíð síðan. Þótt ekki sé hist nema kannski tvisvar á ári eru böndin það sterk að það er eins og við höfum hist í gær. Dóri lét sig aldrei vanta ef hann mögu- lega gat. Það var frábær hitting- ur í vor þar sem nánast allir í hópnum voru mættir og Dóri lék þá á als oddi eins og venjulega. Það verður mjög skrýtið þegar við hittumst næst. Innilegar samúðarkveðjur til barna Dóra og fjölskyldna, foreldra og systk- ina. Þórólfur. Dóri var ótrúlega hress og skemmtilegur ferðafélagi í þeim fjölmörgu skíðaferðum sem við í skíðahópnum höfum farið í. Allt- af svo mikil gleði í kringum hann og hjálpsamari mann er vart hægt að finna. Ótímabært fráfall hans leiðir hugann að hverful- leika lífsins og hve mikilvægt það er að njóta hvers dags. Já og það kunni hann í skíðaferðunum. Hópurinn var oft stór, eins og stórfjölskylda á ferð, með ömmu og afa og mörgum börnum. Einu sinni þegar allur krakkaskarinn var orðinn frekar fyrirferðarmik- ill og hávaðasamur við kvöld- verðarborðið og þjónninn farinn að gefa þeim auga, þá fóru Dóri og félagar í málið og sögðu börn- unum að vera ekki með svona mikil læti því þjónninn væri ekki ánægður með það. Stuttu síðar gleymdu þeir sér sjálfir í gleðinni og brustu í söng, með lagi sem ég tengi alltaf við Dóra, þeir sungu „Ég er á vesturleiðinni, á háheið- inni“ og þá voru börnin fljót að svara fyrir sig og kölluðu á þá, verið ekki með þessi læti, þjónn- inn er ekki ánægður með það og þetta vakti mikla kátínu, sérstak- lega hjá þjóninum. Það var fallegt að sjá sam- skipti Dóra við börnin sín. Hvernig hann fór rólega og örugglega af stað með Sigurð í sinni fyrstu skíðaferð og sýndi Halldór Gunnar Ólafsson ✝ Halldór Gunn-ar Ólafsson fæddist 16. júlí 1958. Hann lést 18. september 2014. Útför Halldórs fór fram 26. september 2014. mikla alúð og um- hyggju. Arndís var prinsessan hans pabba síns og það var augljóst hve samrýmd þau voru. Já, hann Dóri setti börnin sín í fyrsta sæti það var enginn vafi á því. Þegar ég heim- sótti Dóra fyrir stuttu á spítalann þá ákváðum við að fara í skíða- ferð í huganum, hann valdi stað- inn og við fórum þó nokkrar sa- líbunur. Hann hafði á orði að þetta væri góður ferðamáti og ég samsinnti því, við náðum reyndar ekki að fá okkur einn kaldan eftir brekkurnar, þannig að ég held að það sé komið að því núna, og segi því skál fyrir Dóra. Ég er þakk- lát fyrir þessa góðu stund og all- ar hinar sem við áttum saman í gegnum tíðina. Ég hef trú á að Dóri sé kominn af stað í nýtt og skemmtilegt ferðalag, sem mun leiða hann í paradís. Elsku Sigurður, Arndís og Ás- geir, pabbi ykkar var svo sann- arlega ríkur að eiga ykkur að, ég sendi ykkur og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur á þess- um erfiða tíma. Minning um góð- an vin mun lifa. Ragnheiður Halldórsdóttir. Elsku besti Dóri minn, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég sat í heita pottinum í Sveighúsunum fyrir nokkrum dögum og hugsaði hvað ég ætti að skrifa til þín og í hugann komu ótalmargar minn- ingar. Þú varst, eins og margir vita, besti vinur foreldra minna og eyddir því miklum tíma í Sveig- húsum frá því að ég man eftir mér. Þið pabbi eydduð ófáum stundum úti í bílskúr, töluðuð um allt og ekkert tímunum saman og oftar en ekki með einn kaldan við hönd. Þið voruð vinir sem gerðuð allt saman, tryggari vináttu er erfitt að finna. Þú varst mér sem annar faðir og vildir allt fyrir mig gera. Ég rétt þurfti að nefna það og þú varst mættur á staðinn. Það lýsir vel persónuleika þínum, einstaklega glaðlyndur, hjálp- samur og góður. Þú vildir alltaf hafa hlutina einfalda og ekki vera að flækja neitt að óþörfu, það er góður eiginleiki. Ég hlýja mér við allar góðu minningarnar sem við eigum og þá einna helst skíðaferðirnar til Selva, því þar leið þér vel í góðra vina hópi. Ég er þakklát fyrir kveðju- stundina sem ég átti með þér á spítalanum, þú varst í góðu skapi og hlóst með okkur mömmu og krökkunum. Ég mun alltaf muna eftir því kvöldi. Ég veit að þú ert kominn á betri stað núna, laus við veikind- in og með einn ískaldan við hönd. Það eru forréttindi að hafa þekkt þig elsku Dóri minn. Elsku Sigurður, Arndís og Ás- geir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og fjölskyldunni allri. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín. Þín Anna Sesselja Marteins- dóttir (Anna Sella). Það haustar og hugur reikar um liðnar stundir. Það eru for- réttindi að hafa átt Dóra sem kæran vin og samstarfsfélaga í um 25 ár. Á stórum vinnustað eins og í Íslandsbanka var hann einn þeirra fáu sem allir starfs- menn þekktu, starfs síns vegna heimsótti hann vinnustaði um land allt og eignaðist hann þar fjölmarga trygga vini. Tæki og tól léku í höndum Dóra, hann var ósérhlífinn og sífellt reiðubúinn að aðstoða og hjálpa eins og gömlum skáta sæmir. Í hröðum breytingum tækninnar tókst honum ávallt að vera fremstur meðal jafningja og við gátum ávallt treyst á að hann myndi bjarga okkur þegar tæknimál voru annars vegar. Reyndar kom hann mér oft til bjargar í öðrum málum en þau voru ófá samtölin sem við áttum um lífið og til- veruna. Létt lundarfar Dóra hreif okk- ur öll, hann var alltaf í góðu skapi og hafði þann vana að svara sím- tölum „hamingjuheimilið“ sem gladdi mig í hvert sinn. Dóri var mikill fjölskyldumað- ur og tókst vel upp með börnin sín þrjú sem hann ræddi jafnan um og unni heitar en lífið sjálft. Ekkert gladdi hann meir en litla afastelpan og naut hann hverrar stundar sem þau vörðu saman. Dóri átti mörg áhugamálin; skát- arnir, tónlistin, veiðin, skíðin, ferðalögin og ýmislegt fleira, hann lifði lífinu lifandi. Kæru Ásgeir, Arndís og Sig- urður, tengdabörn, Karítas litla og aðrir ættingjar og vinir, miss- ir ykkar er mikill, en minning- arnar um góðan mann lifa. Anna Karen. „Er ég horfi til baka til lið- innar tíðar og tilveran birtist sem mynd.“ Þannig byrjar texti sem Dóri samdi ungur að árum og við í skátahópnum höfum sungið þetta lag oft og mörgum sinnum og ávallt með miklum tilþrifum. Nú þegar við horfum til baka þá birtast okkur margar myndir af vini okkar. Við sjáum fyrir okkur Dóra við varðeldinn að stjórna kvöldvöku, að taka stóra melónu- hrópið og litla melónuhrópið, sjáum hann hlæjandi og brosandi að segja sögur með tilþrifum og tilheyrandi hljóðum. Við sjáum fyrir okkur hlæjandi hópinn í kringum hann og minnumst þess hve gott var að gleðjast með hon- um. Við minnumst hans í grillp- artíunum þar sem hann var mættur með valstómatsósu og góða steik og hið fræga drullu- salat. Við sjáum hann fyrir okkur með skrúfjárn í hendi og fleiri en eitt í vasa, en hann var reddari af guðs náð og vandamál ekki til, aðeins lausnir. Hann gat hjálpað til ef laga þurfti, breyta heilum íbúðum, draga í hús, setja upp sjónvörp og tæki eða bara kveikja á fjarstýringunni – það var alltaf hægt að hringja og fá aðstoð, skipti ekki máli á hvaða tíma sólarhrings það var, bara að redda því. Af hverju að flækja hlutina þegar við getum haft þetta einfalt, sagði hann. Dóri hafði gaman af því að ferðast og í sama texta frá hon- um segir: „Ég hefði átt að sigla, ég hefði átt að fljúga, ég hefði átt að skoða mig um“ – þar sem hann átti bæði lag og texta. En þetta gerði hann og hafði gaman af, hann fór í veiði, á skíði og var mikill náttúruunnandi. Hann var minnugur á menn og málefni, orðheppinn og fljótur að sjá spaugilegar hliðar, var góður sögumaður og sagði gjarnan sög- ur af sjálfum sér við ýmsar að- stæður. Það var snögg og óvægin bar- átta sem Dóri þurfti að heyja seinustu mánuðina, það gerði hann með húmorinn og glettnina að vopni. En spurður um líðan sagði hann gjarnan, ég hef verið betri! Við lítum yfir farinn veg og þökkum fyrir rúm fjörutíu ár af samveru og vináttu. Myndirnar eru fleiri og öruggt að við eigum eftir að draga þær fram í sauma- klúbbunum okkar, því eins og Dóri sagði, þá kunnum við svo mikið að tala. Við stelpurnar í skátahópnum eigum eftir að sakna Dóra úr partíunum og úti- legunum, en við höfum í gegnum árin lagt áherslu á að hittast tvisvar á ári í hinni árlegu ská- taútilegu og fyrsta vetrardags- partíinu og það verður erfitt að fylla upp í skarðið sem Dóri skil- ur eftir sig. Við treystum því að Ásgeir, Arndís og Sigurður eigi eftir að spjara sig. Hann gaf þeim gott veganesti fyrir lífið og var góður faðir og afi. Það er komið að kveðjustund, við þökkum fyrir dýrmæta vin- áttu og kveðjum Dóra vin okkar með kveðskap Bjargar: Það er gott að hafa tíma Það er gott að fá að kveðja Það er gott að geta þakkað fyrir - lífið - skemmtunina - gleðina - góðu stundirnar - daginn í dag svo tekur morgundagurinn við með öllu sínu amstri. Við vottum fjölskyldu Dóra okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja hana á erfiðum tímum. Björg, Fríða Björg, Guðrún Jóhanna, Ingibjörg, Ingunn, Hildur og Hulda. Hann Dóri okkar er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Hann skil- ur eftir sig skarð í okkar hópi sem erfitt verður að fylla. Dóri hafði langa starfsreynslu hjá okkur og það var augljóst að hann hafði gaman af starfinu sínu og kunni það vel. „Hringdu í Dóra“ eða „Dóri veit þetta“ var iðulega viðkvæðið þegar leysa þurfti úr málum sem kröfðust út- sjónarsemi og reynslu af starf- semi bankans. Hann þekkti hvern krók og kima í húsnæði bankans og fá hornin sem hann hafði ekki skoðað í öllum starfs- stöðvum, bæði á höfuðborgar- svæðinu og ekki síst úti á landi. Dóri var með afbrigðum bóngóð- ur og útsjónarsamur og ef hann gat ekki hjálpað sjálfur reyndi hann að finna einhvern sem gat það. Hann lét aldrei aðstæður eða veður aftra sér frá því að stökkva upp í bíl eða flugvél til að bjarga málum í útibúi hvar sem var á landinu. Dóri var glaðvær og reyndi alltaf að gera gott úr hlutunum og ekki síst í aðstæðum sem reyndu á. Hann var hvers manns hugljúfi og á mannamótum var hann oftast hrókur alls fagnaðar. Dóri var lítið gefinn fyrir að barma sér og þótt söknuðurinn sé sár er okkur því efst í huga glaðværðin sem hann færði með sér hvert sem hann fór þegar við minnumst hans. Farvel, kæri samstarfsfélagi og vinur. Fyrir hönd starfsmanna rekstrardeildar og tækniþjón- ustu Íslandsbanka, Sólveig Hrönn Sigurð- ardóttir, deildarstjóri rekstrardeildar. Frændi minn og vinur, Heimir Bjarnason, er látinn, 91 árs. Guðmundur Jós- afatsson, f. 1829, d. 1890, bóndi á Brettingsstöðum, var merkur maður og var m.a. getið um íþróttir hans, svo sem að standa á haus á hestslend, ganga á strekktri línu o.fl. Kona hans hét Steinunn Þorkelsdóttir. Af þeim eru Brettingar komnir. Þau hjón- in áttu tíu börn og komust þau öll upp og urðu háöldruð, segir í heimildum. Þau voru langafi og langamma okkar Heimis. Brett- ingsstaðir voru mikil hlunninda- jörð en fór í eyði 1953. Við Heimir kynntumst á há- skólaárunum og tókst með okkur mikil vinátta, eins og Brettingum sæmir. Var og mikill samgangur milli okkar hjóna og Heimis og eiginkonu hans, Maríu Gísladótt- ur, þegar um nánd var að ræða. Heimir gegndi lengi starfi hér- aðslæknis og víða á landinu. Við hjónin heimsóttum þau eitt sinn þegar Heimir var héraðslæknir á Djúpavogi við Berufjörð og gist- um hjá þeim. Þetta var á fögrum sumardögum. Berufjörður var ládauður og fallegur, friður landsbyggðarinnar fullkominn ef ekki kom til kall til héraðslækn- isins. Ferðir voru þó greiðar að sumri en vetur geta verið grimm- ir í héraði og leiðir oft langar í þoku eða á ísuðum vegum eða snævi þöktum. Þá sat María oft við glugga og horfði til vega und- ir langri hlíðinni gegnt og rýndi eftir ljósum sem myndu færa Heimi heim. Þarna komu ljós! Var það hann? Stundum var ekki vafi því að aðrir en héraðslækn- irinn voru ekki á ferðinni við þessi veðurskilyrði. Á sunnudegi kom strandferða- skipið að bryggju og þorpsbúar klæddust betri fötum og fögnuðu. Þetta voru góðir dagar hjá Heimi og Maríu og þeirra glaðlega barnahópi. Genever var vinsæll á kvöldin. Heimir var sonur Helgu Bjarnadóttur en fósturforeldrar hans voru Birna Bjarnadóttir, móðursystir hans, og Pétur Sig- fússon kaupfélagsstjóri. Bjuggu Heimir Bjarnason ✝ Heimir Bjarna-son fæddist 2. ágúst 1923. Hann lést 17. september 2014. Útför Heimis fór fram 26. sept- ember 2014. þau í Vallholti á Húsavík en afi minn, Vilhjálmur, og föðursystir, María, bjuggu í Hliðskjálf, húsi þar í grenndinni. Þegar Heimir og María fluttu til Reykjavíkur gegndi Heimir stöðu aðstoðar- borgarlæknis til loka starfsaldurs. Um leið og við hjónin lýsum samhug með Maríu og fjölskyldu hennar og kveðjum Heimi þökk- um við góðar stundir með þeim. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Heimir Bjarnason læknir er látinn. Við kynntumst í lækna- námi og urðum fljótt nánir vinir. Heimir lauk prófi í læknanámi á eðlilegum tíma með góðum vitn- isburði enda snjall námsmaður, þótt hann yrði jafnframt að sjá farborða barnmargri fjölskyldu. Þar naut hann þess að vera kvæntur farsælli og dugmikilli eiginkonu sinni Maríu. Öll börnin komust til góðra starfa og eru gæfufólk. Á þessum tíma fengust engin námslán og lífsbaráttan var því mjög hörð, en áfram veg- inn var haldið og aldrei slegið af eða kvartað. Að námi loknu gerðist Heimir héraðslæknir um lengri tíma á Djúpavogi, sem er mjög erfitt hérað, og jafnframt á Hellu. Hann sinnti þeim störfum með reisn og sæmd svo eftir var tekið. Í þessum störfum naut hann góðrar aðstoðar Maríu en hér- aðslæknisfrúr urðu á þeim tíma að sinna miklu samskiptaneti við sjúklinga og aðstandendur, daga sem nætur. Aldrei var rætt sér- staklega um þessi störf, enda þau unnin í hljóði. Síðar gerðist Heimir læknir hjá borgarlækn- isembættinu og sinnti því starfi af mikilli atorku. Hann var oft staðgengill borgarlæknis. Til Heimis var gjarnan leitað í trún- aðar- og félagsstörfum lækna. Við Heimir vorum alla tíð nánir og góðir vinir og áttum skap sam- an, þó að samskiptin minnkuðu nokkuð með aldrinum. Gott var að leita aðstoðar hans ef erfið- leika bar að garði. Nú kveð ég minn gamla vin og sendi innileg- ar samúðarkveðjur til Maríu og barnanna. Með kveðju frá mínum börnum. Ólafur Ólafsson, læknir. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR STEINÞÓRSSON bóndi á Hæli í Hreppum, lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju 1. október kl. 14.00. Jarðsett verður á Stóra Núpi. Bolette Høeg Koch, Dórótea Høeg Sigurðardóttir, Jón Emil Guðmundsson, Helga Høeg Sigurðardóttir, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.