Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Féllu í sprungu við Þríhnjúkagíg 2. Standandi fæðing á … 3. Vita hver böðullinn er 4. Hinir slösuðu komnir á sjúkrahús  Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson frumsýnir nýjustu stuttmynd sína, Ártún, á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, í næstu viku og hefur honum verið boðið að sýna myndina á tíu alþjóð- legum kvikmyndahátíðum í haust, m.a. í Varsjá og Chicago. Fyrri stutt- mynd Guðmundar, Hvalfjörður, vann til 15 alþjóðlegra verðlauna á síðasta ári og þá m.a. á hinni virtu kvik- myndahátíð í Cannes. Myndin er til- nefnd til Evrópsku kvikmyndaverð- launanna 2014 sem veitt verða í desember. Guðmundur vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartasteinn, sem hann þróaði fyrr á þesu ári í leikstjórnarsmiðju Cannes- kvikmyndahátíðarinnar. Morgunblaðið/Golli Ártún sýnd á tíu kvikmyndahátíðum  Listin að skrifa gagnrýni er yfir- skrift málþings á vegum RIFF sem haldið verður í Norræna húsinu 3. október kl. 14.30. Málþingið sækja erlendir kvikmyndagagnrýnendur, Peter Debruge frá tímaritinu Variety, John DeFore frá The Hollywood Re- porter og Pamela Pianezza sem skrif- ar fyrir tímaritið Dazed and Confused og stjórnandi verður Bergsteinn Sig- urðsson útvarpsmaður. Á málþinginu verða skoðuð störf þeirra sem fjalla um kvikmyndalistina. „Ódýrara er en áður að gera kvikmyndir, en ef til vill erfiðara en nokkurn tímann að vekja at- hygli og því skiptir gagnrýni enn máli. En hvað fær hjarta gagn- rýnandans til að slá?“ segir um þingið á vef RIFF. Erlendir kvikmynda- rýnar á málþingi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning, fyrst fyrir sunnan. Hvass- ara og úrkomumeira á Suður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig að deginum. Á sunnudag Suðlæg átt 3-8 m/s um landið sunnanvert og smáskúrir. Norðlægari norð- antil og lítilsháttar væta við sjóinn, en yfirleitt þurrt síðdegis og rofar til. Hiti frá 2 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig syðst. Á mánudag Suðaustan 15-23 m/s og rign- ing, talsverð úrkoma sunnantil á landinu. Heldur hægari um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig. Auk fjölda af leikjunum í handbolta hefst keppnistímabil körfuboltafólks innan skamms. Leiktíð blakara er hafin, svo og í íshokkíi. Talsverður áhugi er fyrir hendi á báðum greinum og á bak við þær stendur þakklátur lesendahópur. Það er alveg ljóst að fjölmiðlar senda aldrei menn á alla þessa leiki, segir Ívar Benediktsson í viðhorfspistli á laugardegi. »4 Ekki verður allur fjöldi kappleikja mannaður Lið Evrópu hefur tveggja vinninga forskot á sveit Bandaríkjanna eftir fyrsta keppnisdag af þremur í keppninni um Ryder- bikarinn í golfi sem leikinn er á Gleneagles-vellinum í Skotlandi. Evrópa hefur fimm vinninga gegn þremur Bandaríkjanna eftir að um- skipti urðu þegar leið á keppnina í gær. Keppni hófst snemma í morgun. »1 Lið Evrópu stend- ur vel að vígi FH-ingar gætu tryggt sér Íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu karla á morgun en þá fer fram næstsíðasti leikur Pepsi-deildar karla. Þeir eru tveimur stigum á undan Stjörnunni og með mun betri markatölu, þannig að ef þeir gera betur gegn Val en Stjarnan gerir gegn Fram er tit- illinn nánast örugglega þeirra. »2-3 Verða FH-ingar meistarar á morgun? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við hvetjum fólk til að finna sína uppáhaldshreyfingu. Það er ekk- ert eitt rétt í því efni. Aðalatriðið er að fá hjartað til að dæla dug- lega, að lágmarki 30 mínútur á dag,“ segir Sabína Steinunn Hall- dórsdóttir, landsfulltrúi Ung- mennafélags Íslands og verk- efnastjóri Hreyfiviku sem UMFÍ heldur utan um hér á landi. Hreyfivikan hefst á mánudag og eru skipulagðir fjölbreyttir við- burðir um allt land. Hreyfivikan er ekki keppni á milli hópa eða sveitarfélaga. Sab- ína leggur áherslu á að hug- myndin sé einföld, að fá fólk til að finna áhugaverða hreyfingu sem það geti hugsað sér að stunda áfram til að bæta heilsu sína til framtíðar. Hreyfivikan er hluti af herferð alþjóðlegra samtaka sem vilja stuðla að því að 100 milljónum fleiri Evrópubúar fari að hreyfa sig reglulega og taka þátt í íþrótt- um fyrir árið 2020. Margfaldast í ár Í fyrra tóku tvö sambönd innan UMFÍ þátt og voru þátttakendur samtals um fjögur þúsund. Nú verða margfalt fleiri sambönd með auk annarra félaga, fyrirtækja og einstaklinga og enn er tími til að skipuleggja og skrá viðburði. Því má búast við að þátttakendur verði vel á annan tug þúsunda í ár. Finna má lista yfir við- burði á vef UMFÍ. Á Hreyfiviku í fyrra sameinaðist samfélagið á Egilsstöðum og Fljótsdalshéraði um myndarlega þátttöku og fékk viðurkenningu al- þjóðasamtakanna fyrir að vera með eitt besta verk- efnið í Evrópu. Dagskrá er að verða til í fjölda sveitarfélaga. Sabína vekur at- hygli á því að nokkrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar standa fyrir margskonar viðburðum í Borgarnesi. Á Kjalarnesi munu leikskólabörn bjóða heldri borg- urum upp í dans. Sem dæmi um aðra nálgun nefnir hún að smala- mennska sé hluti af Hreyfiviku á Hólmavík. Grindavík kemur af krafti inn. Þar höfðu í gær verið skipulagðir 65 viðburðir. „Það er reynt að höfða til allra aldurshópa og oft myndast góð stemning í samfélögunum í kring- um þessa viðburði,“ segir Sabína Steinunn. Fólk finni uppáhaldshreyfingu  Fjöldi viðburða um allt land í Hreyfivikunni Morgunblaðið/Eggert Hreyfing Sabína St. Halldórsdóttir leiðbeinir Erni Daða Sigurðssyni og Tinnu Dögg Þórðardóttur í útileikjum. „Ég sæki mikið út í náttúr- una. Fæ orkuna með því, syndi, hjóla, fer á skíði og geng á fjöll en fer líka í rækt- ina. Ég gríp tækifærin þegar þau gefast, reyni til dæmis að leggja langt frá verslunum því þar fæ ég stæði og geng aðeins lengra,“ segir Sabína Steinunn Halldórs- dóttir um eigin hreyfingu. Hún segir að það skipti öllu máli að fólk geri það sem það hefur ánægju af. Það auki líkurnar á því að það haldi áfram að hreyfa sig. Hún hvetur fólk til að gæta líkama síns ekki síður vel en gsm-símans eða ann- arra tækja sem það reyni að varðveita vel. Í nógu var að snúast hjá Sab- ínu og samstarfsfólki í gær, með- al annars við að koma gögnum til boðbera Hreyfivikunnar um land allt. Sæki mikið út í náttúruna STJÓRNANDI HREYFIVIKU NOTAR TÆKIFÆRIN SEM GEFAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.