Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,- Verð 34.900,- Verð 29.900,- Verð 25.700,- Verð 25.700,- Verð 17.900,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 17.900,- Verð 25.700,- Verð 19.900,- Verð 14.800,- Árni Jónsson tók við starfi framkvæmdastjóra Fylkis í vor eftirað hafa verið á Dalvík í tvö ár og hálft ár. Þar var hanníþrótta- og æskulýðsfulltrúi. „Það var frábært á Dalvík og þetta er dásamlegt sveitarfélag. Ég eignaðist fullt af vinum þar en einhverra hluta vegna kallaði borgin á mig.“ Þótt Árni sé Breiðhyltingur og Valsari var ekki erfitt fyrir hann að taka við starfinu hjá Fylki. „Það er mjög auðvelt að laðast að þessari stemningu sem er hér í Árbænum. Allir fylkja sér um félag- ið, ég bý sjálfur í Norðlingaholti og er einn af frumbyggjunum þar, en við leigðum íbúðina okkar meðan við vorum á Dalvík. Í Fylki er stundaður fótbolti, handbolti, fimleikar, karate og blak, og við erum að reyna að ýta við að stofnuð verði almenningsdeild eins og hjól- reiðar. Það mun koma.“ Árni er uppeldisfræðimenntaður frá Danmörku og hefur ávallt unnið að félagsmálum. Hann var forstöðumaður félagsmiðstöðva hjá ÍTR og strandvörður í Nauthólsvík. Árni stundar hjólreiðar og safnar vínylplötum en meðal gersema í safninu eru plötur með Ham, S.H. Draumi og Tappa tíkarrassi. Hann fylgist einnig með stórveldinu úr Bítlaborginni í enska boltanum. Sambýliskona Árna er Hlín Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og mastersnemi í kennsluréttindum í Listaháskólanum. Börn þeirra eru Hörður Þór 14 ára, Matthildur Freyja, 7 ára, Fannar Elís, 3 ára. Árni Jónsson er 42 ára í dag Við Brjánslæk Árni að líkja eftir Georg Bjarnfreðarsyni en elsta syninum fannst á tímabili þeir vera líkir. Sá yngsti fylgist með. Góður andi í Fylki Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hlutavelta Þau Bjartur Einar Jónsson og Ástrós Inga Jónsdóttir bökuðu muffins og bjuggu til límonaði með hjálp mömmu sinnar og seldu. Þau létu ágóðann, 5.464 kr., renna til Rauða krossins. T ómas Guðni fæddist í Reykjavík 27.9. 1974 og ólst þar upp: „Ég átti fyrst heima á Seltjarn- arnesinu og man lítið eft- ir mér þar, átti síðan heima í Norð- urmýrinni til átta ára aldurs og loks í Sólheimunum.“ Þróttari í Sólheimunum „Þar varð maður snemma Þróttari enda æfði ég og keppti með Þrótti í knattspyrnu og blaki til 17 ára ald- urs. Maður fór nú ekki alltaf kátur af velli en við vorum líklega oftar en ekki ofurliði bornir. Þetta voru samt skemmtilegir tímar með góðum fé- lögum. Um 17 ára aldur sagði ég skil- ið við íþróttirnar og snéri mér meira að tónlistinni. Tónlistina hef ég líklega úr móð- urættinni, en mamma, móðursystir mín og amma og ömmusystir spiluðu allar á píanó. Í öllum boðum settust þær við pí- anóið og síðan var spilað og sungið, allt frá gömlu „fjárlögunum“ og upp í eldri dægurlögin eftir Fúsa, Oddgeir og Jón Múla. Ég byrjaði píanónám hjá Hönnu Guðjónsdóttur þegar ég var sex ára en hún kenndi mömmu á sama tíma. Hún kunni að vekja áhugann og halda sex ára snáða við nótnaborðið. Í Nýja Tónlistarskólanum var aðal píanókennari minn hins vegar Vil- helmína Ólafsdóttir. Auk þess lærði ég á baritonhorn, lék í skólahljómsveit Laugarnesskóla hjá Stefáni Þ. Stephensen en minn helsti blásturskennari var Björn R. Einarsson heitinn, hljómsveitar- Tómas Guðni Eggertsson, tónlistarstjóri og organisti – 40 ára Feðgarnir Tómas Guðni með sonum sínum, þeim knattspyrnuköppum, Hrafni Abraham og Eggerti Georg. Með tónlist úr móðurætt Músíkfélagar Tómas Guðni, Davíð Þór Jónsson og Björn Hlynur Haralds- son, fyrir tónleikana „Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?“ árið 2009. Guðrún Kristín Magnúsdóttir, rithöfundur og myndlistar- maður, er 75 ára í dag. Hún rekur bókaútgáfuna Freyjuketti sem hefur gefið út um 200 barna- og ung- lingabækur (fást á Amazon) og 300 fræðslumyndbönd (á Youtube). Síðan 1990 hefur Guðrún stundað rann- sóknir á forna sið og gefur út undir heitinu Óðsmál. 75 ára Árnað heilla Hannes Ólafsson verður 70 ára sunnudaginn 28. september. Hann býr ásamt konu sinni, Þórdísi Torfadóttur, í Mosfellsbæ. Hann mun eyða deginum að heiman í faðmi fjölskyldunnar. Árnað heilla 70 ára Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.