Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Fyrir allt þetta og meira til þakka Skógarmenn KFUM Gunnari og senda fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. F.h. Skógarmanna KFUM, Ársæll og Ólafur. Ég hef fyllt hann anda Guðs með visku, skilningi, kunnáttu og hverskonar hagleik. (2. Mós. 31:3) Þessi ritningarstaður kemur okkur Hlíðarmeyjum í hug þegar við minnumst Gunnars Bjarna- sonar húsasmíðameistara. Gunn- ar var kvæntur Kristínu Sverr- isdóttur sem sat í stjórn Vindáshlíðar á árunum 1984- 1993, lengst af sem formaður. Það voru ófáar vinnustundirnar sem Gunnar lagði fram fyrir Vindáshlíð á þeim árum. Áður hafði hann unnið við smíðar í Vindáshlíð ásamt föður sínum og æ síðan naut Vindáshlíð starfs- krafta hans. Hann var einstak- lega bóngóður og gott að leita til hans varðandi hvers kyns verk sem öll voru unnin í kærleika og af heilum hug eins og Drottinn ætti í hlut (Kól. 3:23). Gunnar var þekktur fyrir ein- staka vandvirkni, fagkunnáttu og hagleik. Hann hafði brennandi áhuga á starfi sínu sem skein hvarvetna í gegn. Eitt af fjöl- mörgum verkum hans var um- sjón með endurnýjun Hallgríms- kirkju í Vindáshlíð. Hann var líka einlægur trúmaður og bar mikinn kærleika til sumarstarfs KFUM og KFUK. Sumarstarfið í Vind- áshlíð naut þessa eins lengi og Gunnar hafði þrek til vinnu, en síðasta verk hans fyrir Vindáshlíð var að skipta um gler í matsal og setustofu á síðasta ári. Stjórn Sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð minnist Gunnars Bjarnasonar af virðingu og þakk- ar af alhug fyrir öll störf hans og trúmennsku. Eiginkonu hans, syni og öðrum ástvinum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Gunnars Bjarna- sonar. F.h. stjórnar Sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð, Guðný Einarsdóttir. Mikill snillingur er genginn með Gunnari Bjarnssyni húsa- smíðameistara. Honum vil ég færa þakkir fyrir samstarf okkar á fyrri árum. Gunnar var af trésmiðum kom- inn, sem voru hver öðrum fremri. Bjarni faðir hans vann um árabil margt fyrir Þjóðminjasafnið, einkum við gömlu byggingarnar í húsasafni þess, og hans faðir, Ólafur Guðmundsson, lagði einn- ig safninu góð handtök til. Gunnar var eftirsóttur til allra verka þar sem hagleiks og verks- vits var þörf. Trésmíðin var starfssvið hans, en hann var leik- inn við hvers kyns smíðar aðrar. Málmsmíðar léku í höndum hans, ekki sízt að slá járn, og ein mesta snilldarsmíð er ég þekki er eft- irgerð hans af víkingaaldars- verði. Brandinn sló hann úr bíl- fjöður og í hjöltun rak hann silfur með sama hætti og gert var fyrir 1100 árum. Slíður var leðurklætt og skreytt að fornum hætti. Var mikils um vert að Þjóðminjasafn- ið fékk að sýna þann grip um tíma við hlið ryðétnu foraldarsverð- anna, og mátti þá glögglega sjá hvernig gripirnir litu út í önd- verðu. Gunnar var um tíma í föstu starfi við Þjóðminjasafnið og sá þá um og vann að viðhaldi og end- ursmíð gömlu bygginganna í húsasafninu. Honum gafst þá tækifæri til að dveljast í Noregi um hríð og kynnast hvernig menn unnu þar að viðgerðum, endur- smíð og varðveizlu sögulegs byggingararfs. Þannig efldi hann grundvöll sinn að staðgóðri þekk- ingu á því sviði. Þá kynntist hann einnig fornri smíðatækni og áhöldum sem þeir gömlu notuðu og smíðaði síðan sjálfur hvers kyns áhöld, axir, bílur og sköfur eins og smiðir höfðu notað allt frá víkingaöld. Áhöldin hafði hann síðan í höndum við smíðar sínar og náði framúrskarandi hand- bragði. Um Gunnar Bjarnason má segja það sem sagt var um annan mann, að vísu alls ólíkan: „Betri þóttu handtök hans, heldur en nokkurs annars manns.“ Gunnar vildi, er frá leið, frekar ráða sér sjálfur en að vera bund- inn af vinnu fyrir eina stofnun. En honum voru enn falin mörg verk fyrir Þjóðminjasafnið við gamlar byggingar og jafnframt voru honum falin verk á vegum annarra við svokölluð „tilgátu- hús“. Þar naut hann kunnáttu sinnar og þekkingar á fornum þáttum húsasmíðinnar. Líklegast hafði Gunnar mesta ánægju af viðgerðum gamalla kirkna og endursmíð horfinna kirkna. Hann hafði sjálfur fasta og örugga guðstrú, svo sem vel sést í viðtali Morgunblaðsins við hann fyrir fáeinum vikum. Kirkjur og guðshús voru tilfinn- ingum hans inngróin. Samvizkusemi, trúmennska og snilld einkenndu verk Gunnars Bjarnasonar öll og munu honum lengi vitni bera. Fari nú hann nú vel til þeirra heimkynna, sem hann hafði staðfasta trú um að biðu sín að hérvist lokinni. Þór Magnússon. Þegar kemur að þeirri stund í lífshlaupinu að menn eru leiddir út í bátinn sem flytur þá yfir fljót- ið þar sem engar ferðir eru til baka fara nostalgískar hugsanir í gang. Mín fyrstu kynni af Gunn- ari ná meira en 40 ár aftur í tím- ann. Ég held að það hafi verið um verslunarmannahelgi inni á Þórs- mörk í afar fallegu og góðu veðri. Áður höfðum við aðeins kynnst gegnum starf okkar í KFUM. Þarna vorum við báðir á okkar Willys-jeppum sem ekki þættu beysnir bílar í dag. Vafalaust höf- um við teflt talsvert djarft þegar kom að því að aka yfir árnar sem þarf að yfirstíga til að komast þangað. Þannig er það oft með unga menn. Sem ég sit hér og set þessar línur á blað hugsa ég með mér að kannski hafi verið einhver annar ósýnilegur sem hélt um stýrið með okkur. Síðan líða margir áratugir. Þá höfðum við Gunnar kynnst upp á nýtt og nú miklu nánar í gegnum konurnar okkar. Þá var Gunnar búinn að setja saman Willys-jeppa sem er af nákvæmlega sömu árgerð og ég var á, á Þórsmörk forðum. Einu sinn bauð Gunnar mér í bíl- túr og setti mig undir stýri. Við létum stórvötnin eiga sig en veg- leysur voru eknar. Þessi akstur framkallaði afar skemmtilegar minningar í mínum huga, ekki síst lét suðið í millikassanum vel í eyrum. Í fórum mínum á ég ljósmynd sem tekin var úti í Ósló þegar ég bjó þar. Þá höfðu þau Gunnar og Kristín, góð vinkona hennar Siggu Sollu minnar, ruglað sam- an reytum. Þau eru fjögur á myndinni, auk Kristínar og Gunnars er Sigga Solla með Steinunni okkar á handleggnum. Ég hef grun um að ósýnilegur laumufarþegi sé einnig með á myndinni. Í fyllingu tímans kom þessi laumufarþegi í heiminn. Nú stýrir hann stærstu flugvélum veraldar um loftin blá, en faðir hans var aftur á móti upptekinn af hlutum sem voru þannig að eft- ir því sem þeir voru eldri vöktu þeir meiri athygli hjá pabbanum. Þrátt fyrir þennan mun á þeim feðgum, Gunnari og Sverri, held ég að þeir hafi alla tíð verið miklir félagar. Mér finnst að Sverrir hafi alla tíð sýnt húsinu sem Gunnar reisti í Landsveitinni mikinn áhuga. Það hús er alveg einstakt og endurspeglar vel hvar áhugamál Gunnars lágu. Lang- mest er það unnið í höndunum og ekki nóg með það heldur smíðaði hann líka verkfærin til að allt væri sem líkast því sem menn áttu við að búa á miðöldum. Fyrir nokkrum árum hjóluðum við með Gunnari og Kristínu eftir endi- löngu Sviss. Eftir því sem húsin urðu eldri vöktu þau meiri áhuga hjá Gunnari. Það er stundum sagt að maður komi í manns stað en ég held að það skarð sem hefur myndast við fráfall Gunnars verði ekki auðfyllt. Það er erfið tilhugsun fyrir mig að þurfa að læra að lifa við þá staðreynd að þegar Kristín kem- ur í heimsókn til okkar Siggu Sollu í Fremristekk verður Gunnar ekki lengur með henni. Þá verður maður að ylja sér við minningarnar. Handbragðið hans mun halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Elsku Kristín, Sverrir og Guð- rún Birna, þið syrgið góðan dreng, við Sigga Solla deilum þeirri sorg með ykkur. Leifur Þorsteinsson. Gunnar Bjarnason skilur eftir sig skarð sem erfitt er að fylla. Mikil þekking á fornum vinnu- brögðum og verkfærum hefur glatast með honum. Þetta var eitt hans aðaláhugamál. Hann var verksnillingur og ótrúleg upplif- un var að fylgjast með honum vinna. Hann smíðaði bæði úr tré og járni og öryggi handbragð- anna fullkomið. Ég tel mig þokkalega handlaginn en fyrir höndum hans gerðust töfrarnir. Þekking hans á fornum vinnu- brögðum var afar yfirgripsmikil. Hann fór á fornminjasöfn þar sem hann átti þess kost og eyddi þar löngum tíma og lærði. Fór síðan á verkstæði sitt og prófaði hvernig smíða mætti hlutinn (eða húsið ef um það var að ræða) og fá fram sama útlit og samsetning- ar. Minnstu tilbrigði í gömlum spýtum voru honum uppspretta hugmynda um hvernig þetta hefði verið unnið og hvernig eggjar verkfæranna hefðu litið út og þar með lögun þeirra til að ná fram því sem hann vildi. Síðan smíðaði hann verkfærin í eld- smiðju og við hefilbekkinn. Gunnar var eldhugi og fram- kvæmdi það sem í hug hans kom. Hann var mikill trúmaður og ein- lægur boðberi fagnaðaerindisins og annar hluti af ævi hans var í fé- lagsstarfi kristinna. Ég hef talið hann í hópi vina í þrjátíu og fimm ár og skömmu eftir að kynni okk- ar hófust ræddum við um trúmál. Þegar hann komst að því að ég var jafneinlæglega trúlaus og hann var trúaður lauk þeirri um- ræðu og ræddum við það aldrei síðan. Engin tilraun var gerð til að koma mér í hóp trúaðra. Sam- skipti okkar voru náin og ég vann hjá honum í meira en tuttugu sumur, oft úti á landi þar sem við vorum samvistum allan sólar- hringinn. Margt var rætt, málefni trúarinnar ef svo bar undir en engin tilraun gerð til trúboðs. Þetta styrkti vináttu okkar og var tilefni trausts sem entist alla æv- ina. Eldhugar sem hafa ákveðnar skoðanir eru útsettir fyrir árás- um þeirra sem áhuga hafa en minni þekkingu. Gunnar fór ekki varhluta af þessu og olli það hon- um hugarangri. Deilur um Þor- láksbúð í Skálholti voru honum þungbærar. Hann vissi nákvæm- lega hvernig svona hús var byggt og kom þeim hugmyndum á framfæri en smásmugulegar hugmyndir um að eftirmynd hins forna húss skyggði á kirkjuna, sem ekki er falleg að allra mati, urðu tilefni árása. Hann lét þeim ósvarað en þungbærar voru þær honum eigi að síður. Góður drengur er horfinn af sjónarsviðinu og hans verður sárt saknað. Kristín mín og Sverrir, missir ykkar er mikill. Ólafur Ólafsson. Söknuðurinn er sár og það er erfitt að ímynda sér ferðir hóps- ins um hálendi Íslands án Gunn- ars Bjarnasonar. Hann var brennandi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og fagmennska hans átti sér ekki takmörk – ekki held- ur í ferðamennskunni. Myndbrot af Gunnari við læk sem flestir reyndu að stikla yfir með mis- jöfnum árangri. Hann dokaði við, sagði fátt en stökk svo yfir á stönginni. Þetta lék enginn eftir. Söknuðurinn er sár en atorka Gunnars og ljúfmennska verður okkur hinum fyrirmynd. Við sendum samúðarkveðju til Kristínar og fjölskyldu. Fyrir hönd Fúsra flakkara, Ingi Bogi Bogason. Með þessum örfáu orðum vil ég fá að kveðja góðan og traustan dreng sem sárt er saknað. Gunnar Bjarnason var fé- lagsmaður í KFUM og KFUK sem tók virkan þátt í starfi fé- lagsins. Hans er minnst fyrir ljúf- mennsku og lipurð en ekki síst fyrir glettnina. Gunnar var ráða- góður þegar leitað var til hans og einstaklega bóngóður maður. Skipti þá ekki máli hvort í verk- efninu fólst að stjórna fundi, halda ræðu, sinna stjórnarstörf- um eða smíða eða laga. Allt fór þetta honum vel úr hendi og var unnið af hógværð og með gleði. Öllum sem kynntust Gunnari var ljóst að hann var einstakur hagleiksmaður sem lét verkin tala. Allt lék í höndunum á honum og bera verkin þar best vitni. Nægir þar að nefna nýlega upp- gerða stóla í sr. Friðriksstofu á Holtavegi og sumarhús þeirra Kristínar Sverrisdóttur eigin- konu hans. Einstök hagleikssmíð sem unnin var af mikilli þekkingu og færni og af einstakri natni. Í starfi sínu fyrir sumarbúðir félagsins í Vatnaskógi og Vindás- hlíð hafa Gunnar og Kristín verið samstiga, viljugir þjónar og góð- ar fyrirmyndir fyrir samferða- fólkið. Þau mættu í vinnuflokka, beðin jafnt sem óbeðin, og hefur vinnugleði þeirra haft smitandi áhrif en líka sá góði eiginleiki þeirra að njóta augnabliksins. Gunnar var mikill náttúruunn- andi og naut ferðalaga um landið með gönguhópi þeirra hjóna. Til eru margar skemmtilegar sögur af honum úr þessum ferðum, sög- ur af húmor hans og einlægni, sögur af því þegar hann kaus að ganga dagleið í gúmmístígvélum en ekki gönguskóm og sögur af tréstafnum sem hann notaði sem göngustaf. Allt eru þetta sögur sem ylja um hjartarætur þegar horft er til baka og þakklæti er efst í huga. Sárt er að kveðja góðan dreng sem nú hefur fengið hvíld eftir erfið veikindi. Við minnumst Gunnars sem ljúfs og áhugasams manns sem gaf ómælt af tíma og kröftum í það málefni sem honum var hjartfólgið. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum og starfað með honum. Elsku Kristín og fjölskylda. Ég flyt ykkur samúðarkveðjur frá félagsfólki með bæn um að Guð styrki ykkur öll í sorg ykkar og söknuði. Auður Pálsdóttir, formaður KFUM og KFUK á Íslandi. önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐJÓNS GÍSLASONAR, Helgastöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir góða umönnun og hlýju á liðnum árum. Þóra Þórarinsdóttir, Gísli Friðjónsson, Sólrún Friðjónsdóttir, Högni Gunnarsson, Elena Kozlova, Bjarni Þór Bjarnason, Ingibjörg Smáradóttir, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Laxamýri, Gaukshólum 2, sem lést þriðjudaginn 9. september. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir góða umönnun og hlýhug. Jón Helgi Jóhannesson, Sigrún Sonja Magnúsdóttir, Gísli Jóhannesson, Linda B. Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður okkar og mágs, GUNNARS FINNSSON, Boðagranda 2a, Reykjavík. Kristín Erla Albertsdóttir, Arndís Finnsson, Hrafn Jóhannsson, Hilmar Finnsson, Jósefína Ólafsdóttir, Ólafur W. Finnsson, Bryndís M. Valdimarsdóttir. Elsku pabbi minn. Ég get eig- inlega ekki lýst því með orðum hvað ég sakna þín mikið og mun alltaf sakna þín. Þú varst alltaf svo góður og svo ótrúlega þolinmóður við mig. Þú varst mitt bakland, stóðst með mér í gegnum allt og varst alltaf til Jens Hallgrímsson ✝ Jens Hall-grímsson fædd- ist 6. ágúst 1954. Hann lést 1. ágúst 2014. Útförin fór fram 11. ágúst 2014. staðar fyrir mig. Ég gerði þér ekki alltaf auðvelt fyrir en alltaf gat ég leit- að til þín. Ég er rosalega þakklát fyrir þann tíma sem við syst- urnar fengum með þér í gegnum þessi erfiðu veikindi. Ég elska þig og sakna þín rosalega mikið, elsku besti pabbi minn. Ég veit að þú ert á betri stað og verkja- laus. Þín dóttir, Tinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.