Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Frumkvöðlarnir Rósa Valtingojer og maðurinn hennar Zdenek Patak hafa unnið afrek hérna. Þau hafa lyft grettistaki,“ segir Una Björk Sigurð- ardóttir listakona í samtali við Morg- unblaðið. Hún er að tala um Sköp- unarmiðstöðina í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði. Hópur af rösku fram- taksfólki eignaðist húsið fyrir þremur árum með aðstoð bæjarfélagsins eftir að útgerðin og fiskvinnslan á staðn- um flutti á brott. Húsið er rúmlega tvö þúsund fermetrar að stærð. Hef- ur hópurinn unnið að því síðan að byggja þar upp aðstöðu fyrir skap- andi greinar af öllu tagi. Liggur gíf- urleg vinna að baki hreinsun og end- urbyggingu hússins fyrir hina nýju starfsemi. Verkið er vel á veg komið, en talsverð vinna þó enn framundan. Markmiðið er að þarna geti þrifist til frambúðar öflug starfsemi sem verði sjálfbær, afli tekna og skapi vinnu fyrir samfélagið. „Við erum bjartsýn á að þetta muni ganga upp. Viðtökurnar hér á staðnum eru frábærar, enda var skellurinn fyrir tíu ár- um þegar öll landvinnsla lagðist af mikið áfall fyrir fólkið hér,“ seg- ir Una Björk. Það var ekki aðeins aðal- atvinnugreinin sem hrundi í þessu blóm- lega sjávarplássi heldur var í kjölfarið bankanum, kaupfélag- inu og pósthúsinu lokað. Hljóðver næsta sumar Sjálf vinnur Una að því að koma upp hljóðveri í húsinu með kærasta sínum, írska tónlistarmanninum Vinny Vamos. Gengur það undir nafninu Studio Silo. Markmiðið er að skapa aðstöðu fyrir tónlistarfólk þar sem það getur lokið sköpunarferlinu við útgáfu á tónlist. Hægt verður að taka upp efni á plötu og vinna að og prenta út umslög og umbúðir um verkin á staðnum. Þau hafa verið svo heppin að fá til liðs við sig Banda- ríkjamanninn John H. Brandt sem er þekktur hönnuður og ráðgjafi og hefur átt þátt í byggingu hljóð- upptökuvera í mörg- um löndum. Vonast er til að hljóðverið og aðstaðan í kringum það verði að fullu tilbúin næsta sumar. Margir hafa liðsinnt verkefninu, svo sem Íspan sem gefið hefur allt gler og Húsasmiðjan sem veitti ríflegan afslátt af timbrinu. Þá tókst að afla fjár í verk- efnið á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Leikfangasmiðja Í Sköpunarmiðstöðinni er nú starfandi leikfangasmiðjan Stubbur sem George heitinn Hollanders stofn- Frystihúsið í endur- nýjun lífdaganna  Öflugur hópur virkjar sköpunarkraftinn á Stöðvarfirði Starfsgleði Gott andrúmsloft og lífsgleði einkennir samfélagið í Sköpunarmiðstöðinni. Fremst er Zdenek Patak. VI TINN 2014 Jónas og Jón Múli frá Kirkjubóli  Gaman er að koma í Múlastofu í Kaupvangi á Vopnafirði. Á sýningu þar er haldið á lofti minningu bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona, sem fædd- ir voru á Kirkjubóli í Vopnafirði. Faðir þeirra, Árni frá Múla, var forstjóri Hinna sameinuðu verslana á Vopnafirði um skeið, en síðar ritstjóri, blaðamaður og al- þingismaður. Móðir þeirra var Ragnheiður Jónasdóttir. Jón Múli var einn kunnasti útvarpsmaður landsins til fjölda ára og auk þess tónskáld. Jónas fetaði í fótspor föður síns; varð blaðamaður, ritstjóri og al- þingismaður, var að auki afbragðs skáld og saman sömdu bræðurnir fjölda söng- og gamanleikja sem urðu mjög vinsælir. Deleríum Búbónis var sá fyrsti og margir kannast við. Fjöldi mynda prýðir veggi Múlastofu og ýmsir munir liggja frammi. Síðast en ekki síst er vert að benda á að hægt er að hlýða á raddir bræðranna, tal og söng, og horfa á myndbönd úr safni Ríkissjónvarps- ins. Það var Björn G. Björnsson sem hannaði sýninguna, sem opnuð var í ágúst árið 2008. Múlastofa er lokuð yfir vetrartímann, frá 20. ágúst, en hægt er að fá hana opnaða fyrir hópa með stuttum fyrirvara. skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Múlastofa Sýning um líf og list Kirkjubólsbræðranna, Jónasar og Jóns Múla.  Þriggja ára starfi ferðaþjónustu, sveitarfélaga og fleiri á Austurlandi var ýtt úr vör á dögunum. Er ætlunin að skilgreina Austurland sem áfangastað. Starfið leiða menn sem eru sérfræðingar í þróun svæða og áfangastaða í ferðaþjónustu. Þeir vinna með Austurbrú og ferðamála- samtökum eystra. Markmiðið er að fjórðungurinn standi upp úr sem áfangastaður fyrir ferðamenn og ákjósanlegur staður til búsetu. Þessi vinna er í samræmi við áherslur sveitarfélaga á Austurlandi um að Egilsstaðaflugvöllur verði nýtt hlið inn á svæðið og alþjóðleg samgöngumiðstöð. Meðal Austlendinga er litið svo á að fjöldi ferðamanna á sunnanverðu landinu hafi náð þolmörkum og því verði að róa á ný mið. sbs@mbl.is Austurland sé áfangastaður Morgunblaðið/Golli Egilsstaðir Höfuðstaður á Héraði. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Mörgum líður svo miklu, miklu betur eftir meðferðina hjá okkur. Það er gaman að sjá árangurinn sem fólk hefur náð hjá okkur,“ seg- ir Anna Þóra Árnadóttir, yf- irsjúkraþjálfari á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað, en þar er boðið upp á meðferð fyrir offitu- sjúklinga. Byrjað var að bjóða upp á slíka meðferð á endurhæfing- arsviði sjúkrahússins árið 2007 og síðan þá hafa á annað hundrað manns notið hennar. Anna Þóra segir hópinn fjöl- breyttan og koma úr ýmsum áttum, en eitt eiga allir sameiginlegt og það er BMI-líkamsmassastuðull sem er hærri en 35. Það er skil- greint sem alvarleg offita. „Hingað hefur komið fólk á öllum aldri; allt frá fólki undir tvítugu og upp í fólk sem er yfir sjötugt. Konur hafa ver- Margir sem til okkar leita verða hreinlega að nýju fólki  Meðferð við offitu er í boði á sjúkrahús- inu á Neskaupstað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjórðungssjúkrahúsið Meðferðin er fjórar vikur og flestir sem hana sækja eru búsettir á Austurlandi. Vel er fylgst með fólkinu að meðferð lokinni. SPARAÐU 25-50% AF ÖLLUM LJÓSUM OG PERUM* ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 *Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum Everyday low price. Afsláttur reiknast á kassa. LJÓSADAGAR LOKADAGUR 28. SEPTEMBER AUSTURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.