Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Fé er af skornum skammti víðahjá hinu opinbera en einn þátt- ur er þó að mestu laus við skort og það eru þýðingar á regluverki ESB vegna EES-samningsins. Á næsta ári verður 280 milljónum króna af skattfé eytt í þessar þýðingar, sem er nær tvö- földun frá fyrra ári, þegar „ein- ungis“ rúmum tíu milljónum var eytt í þetta á mánuði.    Ætlunin er að bæta 8 þúsundnýjum blaðsíðum við þann bunka sem þegar hefur verið þýdd- ur, en sá góði bunki er um 80 þús- und síður og dugar ekki minna til að liðka fyrir viðskiptum á innri markaðnum.    Allar eru þessar síður brýnt les-efni sem fáir hafa látið framhjá sér fara, til að mynda þær sex síður sem kveða á um „viðmið- anir til að ákvarða hvenær glerbrot hætta að vera úrgangur samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðs- ins“.    Í þessum reglum er að finna skil-greiningu á „eiganda“, sem er sá „einstaklingur eða lögaðili sem hefur glerbrot í vörslu sinni“.    Þar er einnig kveðið á um hvað sé„sjónræn skoðun“, en það er „skoðun á öllum hlutum sendingar af glerbrotum með mannlegum skynfærum eða ósérhæfðum bún- aði“.    Margt fleira gagnlegt er í þess-um brýnu glerbrotareglum sem ekki er rými til að fara út í hér, en lesendum sem kunna að hafa misst af einhverjum þessara ákvæða er bent á að kynna sér vandlega fyrrnefndar 80 þúsund síður áður en lengra er haldið. Reglur um glerbrot og fleira gagnlegt STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 5 alskýjað Nuuk 2 heiðskírt Þórshöfn 11 skýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 skýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 13 léttskýjað London 21 léttskýjað París 21 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 15 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 22 heiðskírt Mallorca 22 skúrir Róm 25 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 22 heiðskírt Montreal 21 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:26 19:13 ÍSAFJÖRÐUR 7:31 19:17 SIGLUFJÖRÐUR 7:14 18:59 DJÚPIVOGUR 6:55 18:42 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til að reisa tuttugu metra háan gufuháf í til- raunaskyni við skiljustöð ofan við Hellisskarð. Tilgangur hans er að freista þess að dreifa brennisteins- vetnismengun frá Hellisheið- arvirkjun betur en nú er og draga úr líkum á því að styrkur hennar fari upp fyrir viðmiðunarmörk í byggð. Háfurinn yrði nýttur samhliða nið- urdælingu í berglög. Að sögn Hólmfríðar Sigurð- ardóttur, umhverfisstjóra OR, kynnti fyrirtækið verkefnisáætlun um niðurdælingu á brennisteins- vetni niður í berglög fyrir um ári. Þá átti að reisa lofthreinsistöð við virkj- unina, sem tekin var í notkun fyrir þremur mánuðum, en einnig kanna fleiri lausnir, þar á meðal gufuháf. „Síðan þá höfum við hannað og skoðað möguleika á að reisa í til- raunaskyni háf ofan við Hellisskarð á Hellisheiði. Tilgangurinn væri að draga úr líkum á því að styrkur brennisteinsvetnisins færi upp fyrir viðmiðunarmörk í byggð á sama tíma og við dælum því ofan í berg- lög,“ segir hún. Umsagna beðið Eins og áður segir á háfurinn að vera 20-30 metra hár og þrjátíu sentimetrar að þvermáli. Athuganir hafa verið gerðar á veðurfari í kring- um virkjunina. Þær benda til þess að háfur af þessu tagi geti dreift út- blæstrinum betur með því að dæla honum upp fyrir svonefnd hitahvörf. Þannig haldist gufan í efri loftlögum. Hólmfríður segir að í kjölfarið verði virkni háfsins sannreynd með því að mæla styrk brennisteinsvetnis í nærumhverfi hans og í nærliggjandi byggðarlögum. Umsóknin um framkvæmdaleyfi er nú í vinnslu hjá skipulagsráði Ölf- uss. Beðið er umsagna Umhverf- isstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna þeirra áhrifa sem framkvæmdin hefði í för með sér áð- ur en umsóknin verður afgreidd. Gufan sé lítið þynnt og styrkur brennisteinsvetnis sé afar hár í miðju stróksins. Hólmfríður segir að fáist framkvæmdaleyfi geti bygging háfsins hafist strax nú í haust. Strompur Tölvumynd sem sýnir gufuháfinn við borholu við Hellisskarð. Vilja reisa gufu- háf á Hellisheiði  Dæli mengun upp í efri loftlögin Fleiri gistingar á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Úrvalsfólksferð til Kanarí 21 nótt 28. Okt. – 18. nóv. HH Las Arenas Stúdíóíbúð. 158.100 kr. á mann miðað við tvo fullorðna. 20 nætur 29. Okt. – 18. nóv. HH Jardin del Atlantico Íbúð með einu svefnherb. 156.700 kr. á mann miðað við tvo fullorðna. Kristín Tryggvadóttir, fararstjóri, er Reykvíkingur og hefur starfað sem farar- stjóri síðan 1998. Svandís Guðmundsdóttir, skemmtanastjóri, er hress Skagfirðingur en bjó lengst af á Akureyri og sl. 13 ár á Kanarí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.